Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Létt og hagkvæm lausn til langs tíma! Tilvalið í ferðalagið, sumarbústaðinn ogauövitað tilheimilisnota! Mjólkursamsalan I Reykjavík FT/ffimANA Floridana appelsínusafi (þessi í hvttu Floridana appelsínuþykkni (þessi t femunni). Hann er tilbúinn til drykkjar. Safinn er unnin úr gœðaappelsínutn frá Flórida og er þvi hreinn,ferskur og svalandi. Appelstnusafinn er G-vara en það tryggir óviðjafnanleg bragðgceði og varðveiðslu C-vítamtnsins i allt að 3 mánuði. ATH. bláu femunni). Þið blandið sjálf jafn miklu af vatni í þykknið og áður hefur verið fjarlcegt við vinnsluna úr gceða- appelsinum frá Flórida. Utkoman verður því 1 lítri af hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Appelsínuþykknið er G-vara sem tryggirfersk bragðgceði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAREFNUM ER BÆTT í FLORIDANA. Hvernig stendur Alþýðubandalag ið við stóru orðin? „Samningana í gildi” - vamarmálin - stóriðja - ný atvinnustefna - - hverjir byrjuðu Kröflu? „Stjórnmálaflokkar eiga að vera heiðarlegir gagn- vart kjósendum sínum. Þeir eiga ekki að lofa einu fyrir kosningar en gera annað eftir kosningar. Það er heiðarlegra að segja fólki sannleikann, þótt hann sé óþægiiegur, heldur en beita fólk blekkingum í hagnað- arskyni. Alþýðubandalagið hefur nú að vígorðii „Kjörseðill er kjarabarátta,“ — „Samn- ingana í gildi.“ Alþýðu- bandalagið hefur lýst þvf yfir, að þessi stefna ein hafi fært því hinn mikla stuðn- ing kjósenda í borgarstjórn- arkosningunum. Og hefur svo Alþýðubandalagið stað- ið stóru orðin?“ Þannig var spurt í áskor- un, sem ungir sjálfstæðis- menn í Reykjavík dreifðu til fundargesta á kosningafundi Alþýðubandalagsins í Laug- ardalshöllinni á fimmtu- dagskvöldið. Um spurning- una hér að framan segir í áskoruninni: „Nei — þvert á móti. Alþýðubandalagið hafði alla forystu um hina nýju stefnu borgarinnar í kjaramálum. Alþýðubandalagið þurfti ekki að spyrja samstarfs- flokka sína í borgarstjórn, því að þeir höfðu selt þeim sjálfdæmi í málinu. Menn hefðu því mátt ætla, að nú yrðu samningarnir „settir í gildi," enda í samræmi við tillögur Alþýðubandalagsins í borgarstjórn fyrir kosning- ar. Lesandi góður, þú veizt, hver var niðurstaðan. Þú veizt ósköp vel, að Alþýðu- bandqjagið stóð ekki við stóru orðin. Alþýðubanda- lagið sveik 70% af kosninga- loforðum sínum, aðeins hálf- um mánuði eftir kosningar. Hér skiptir engu máli, hver stefna annarra flokka var. Alþýðubandalagið á kröfu til þess, að verða dæmt eftir eigin verðleikum. Alþýðubandalagið gaf í borgarstjórnarkosningum loforð til kjósenda til þess að svíkja þau eftir þær. Lesandi góður, Þú ert nú að fara á fund með Alþýðubandalaginu til þess að hlusta á ný loforð og fyrirheit. Þú ert ef til vill einn af þeim, sem kaus Alþýðubandalagið vegna svikaloforðsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Þess vegna skalt þú taka ræðum frambjóðenda Alþýðubanda- lagsins í kvöld með varúð. Þeir munu tala gegn her í landi. — Þú skalt minnast tveggja vinstri stjórna, sem sviku það loforð. Þeir munu tala gegn stóriðju. — Þú skalt minnast forgöngu Magnúsar Kjartanssonar um Grundartangaverksmiðjuna. Þeir munu tala um nýja atvinnustefnu. — Þú skalt minnast gaffalbitanna. Þeir munu tala um nýja orkustefnu. — Þú skalt minnast þess, hverjir byrj- uðu á Kröflu. Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins er slétt málið og flytja ræðuna vel. — Þeir munu lofa þér gulli og grænum skógum. — Hlust- aðu vel og þá muntu heyra undirtón falskra loforða á bak við hverja setningu. Lesandi góður. A sunnudaginn kemur, verða einhverjar örlagarík- ustu kosningar, sem farið hafa fram á Islandi. Atkvæði þitt getur ráðið úrslitum. Sjálfstæðisflokkurinn lof- ar þér ekki gulli eða grænum skógum. Hann hefur aldrei gert það og mun ekki taka upp slíkar baráttuaðferðir. Sjálfstæðisflokkurinn vissi vel, að efnahagsaðgerð- irnar í febrúar myndu verða óvinsælar og kosta hann fylgi. Eigi að síður voru þessar ráðstafanir gerðar vegna þess að sjálfstæðis- menn töldu þær þjóðinni nauðsynlegar. Reynslan hefur sýnt, að sjálfstæðismenn höfðu rétt fyrir sér. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna hefur aldrei verið meiri en nú. Fyrir kosningarnar 1974 gerði vinstri stjórnin marg- háttaðar efnahagsráðstafan- ir til þess að fela efnahags- vandann fram yfir kosning- ar. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn dregið fram þau atriði, sem við verðum að berjast fyrir. Við skorum á þig, að veita þeim styrk, sem vilja heiðar- lega kosningabaráttu, sem vilja segja kjósendum sann- leikann, þrátt fyrir það, að hann sé óþægilegur. Við skorum á þig, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á sunnu- daginn kemur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.