Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 61 1 i - K4 Htfa. = VELVAKANDI . SVARAR í SÍMA Í0100KL 10— 11 Y FRA MANUDEGI WlwntmPi’W'n undir heildarsýn þeirra en gerði þeim kleift að takast á við einstök vandamál daglegs lífs. Þannig er ekki til nein sérstök sósíalistísk hagfræði sem þeir gætu telft gegn því sem þeir kalla borgaralega hagfræði. Hin síðarnefnda hag- fræði er í raun til og hefur yfir að ráða ýmsum tækjum til beitingar í efnahagsmálum. Öfgakennt en skýrt dæmi um almennt tæknilegt ráðaleysi vinstrimanna er að finna í því rugli sem Alþýðubandalagið setur fram sem efnahagsstefnu sína við þessar kosningar. Öfgakennt en skýrt dæmi um almennt tæknilegt ráðaleysi vinstrimanna er að finna í því rugli sem Alþýðubandalagið setur fram sem efnahagsstefnu sína við þessar kosningar. Vegna þess að þeir kunna engin tæknileg tök á efnislegum vanda og vegna þess að þeir telja allar vísindakenningar háðar hagsmun- um og vilja, hljóta þeir að neyta valds og stefna að hugarfarsbreyt- ingu. I stað þess að leysa vanda sem steðjar að fólki reyna þeir að breyta fólki. Til þess þarf miðstýr- ingu allra hluta þannig að nokkrir útvaldir geti í einu og öllu mótað ekki aðeins athafnir fólks heldur einnig skoðanir þeirra. Siðleysi Það að stefna að fullu valdi yfir öðru fólki er siðleysi. Það er að auki fullkomin siðleg blinda þegar valdinu er beitt í nafni kenningar sem sjálf segir að allar kenningar séu háðar vilja manns- ins. Þeir sem valdi beita undir slíkri kenningu eru þá að beygja menn undir sinn vilja, ekki vegna æðri sannleika er gerðir þeirra lúta heldur af geðþótta einum; þ.e. vegna valdasýki og grimmdar. Að viti slíkra manna eru allar siðareglur og öll lög aðeins tæki til Þessir hringdu . . • Fórnarlambið „Ólafur Ragnar Grímsson leggur mikla áherzlu á hvað aðrir menn séu oft að ota eigin tota. Það er nú eitthvað annað með hans æruverðugheit. Hann byrjaði að fórna sér af lífi og sál fyrir Framsóknarflokkinn, því þar og hvergi annars staðar fann hann sínum háleitu hugsunum rúm. En svo kynntist hann Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og þá stækkaði fórnarhjartað að miklum mun og þar haslaði hann sér völl, en fullkomnun var þó ekki náð í óeigingirni og fórnfýsi og hann flaug á vængjum yfirnáttúr- legs mannkærleika og hreinleika sálarinnar á vit Alþýðubandalags- ins til þess að geta fullkomnað fórn sína. Það er leiðinlegt að vera svo lítill kall að láta sér detta í hug orð eins og hentistefna og valda- brask, þegar maður heyrir eða sér fórnarlambið Ólaf Ragnar Gríms- son. Lítill kall.“ valda. Lögunum má beita hvernig sem er og breyta þeim öllum til þess að ná ótímabundnum og staðbundnum árangri. Gott en ef til vill lítilvægt dæmi um þessa afstöðu eru orð Guðmundar J. Guðmundssonar í sjónvarpi nú í vetur, þegar við hann var sagt að verkfallið 1. og 2. mars hefði verið ólöglegt, en hann svaraði því til að það mætti lengi deilda um hvað væru lög og hvað væru ekki lög. í lögréttarríki verður ekki deilt lengi um það hvað eru lög og hvað ekki. Dómstólar skera úr því hvað eru lög og hvað ekki. í dæmigerðri afstöðu Guðmundar felst það að lögum megi almennt haga eins og mönnum sýnist á hverjum tíma, að þeim megi haga eins og hentar hverju sinni, að þau þurfi ekki að vera stöðug frá einum tíma til annars, þ.e. lög eru alls ekki til heldur aðeins vald, ofbeldi. Þessar skoðanir eru ástæðan fyrir því að enginn flokkur á Islandi, sem tekið hefur þátt í stjórn með Alþýðubandalaginu eða forverum þess, hefur tekið í mál að kommúnisti færi með embætti dómsmálaráðherra. Það væri að sjálfsögðu fásinna að allir íslendingar sem hallir eru undir vinstri stefnu hafi allar þær skoðanir sem hér hafa verið raktar. Það væri meira að segja rangt að halda því fram að meiri hluti vinstrimanna hefðu þessar skoðanir. En engu að síður er stefnan og kenningin svona. Meðal forystu Alþýðubandalagsins, sem svo mjög er orðin úrkynjuð í fræðum sínum, má finna málsvara einstakra þátta þeirra skoðana sem hér hafa verið raktar. Þegar þeir leggja allir saman gefast ráð þeirra svona illa og það sem þeir segja á samkvæmt þeirra eigin kenningum að vera ein heild. 18.6 D“. • Fölsun staðreynda? „Komdu sæll, Velvakandi. Þessa dagana er frá því sagt að forseta landsins hafi verið sómi sýndur í Leeds í Englandi. Það er gleðiefni. En hérlendir menn sýna honum annan og miklum mun vafasamari sóma. A þjóðhátíðar- daginn birtist í Þjóðviljanum heil opna, þar sem kjör hans til forseta á sínum tíma er útlagt sem eins konar forleikur að sigri Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórnar- kosningunum. Segja má að þvættingur af þessu tagi sé ekki þess verður að vera gerður að umræðuefni. Fjölmargir stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns voru sjálfstæðismenn, margir framarlega í röðum sjálfstæðis- manna, sem töldu embætti forseta vel komið, næði þáverandi þjóð- minjavörður kosningu. Nokkuð er um liðið síðan umrædd kosninga- hríð átti sér stað, en það er eins og mig minni að mótframbjóðandi hans ætti stuðning ýmissa velunn- ara Þjóðviljans. Umrædd grein í Þjóðviljanum er þess vegna móðg- un við forsetann og fjölmarga stuðningsmenn hans jafnframt því að vera fölsun á staðreyndum. En vonandi kemur einhvern tíma í framtíðinni að nýjum kosningum til þessa embættis. Hvernig væri þá fyrir þá Þjóð- viljamenn að bjóða fram eitthvað af gáfnaljósunum, sem utanríkis- ráðherra upplýsti nýlega að sætu þar á annarri hverri þúfu. Hvað t.d. um rekadrumbana sem skolað hefur á fjörur Þjóðviljans úr framsóknarskóginum. Þá og þá fyrst kæmi í ljós hvort Þjóðviljinn hefði ástæðu til að hælast um að kosningum loknum. Fjallakarl.“ HÖGNI HREKKVÍSI „Kveðjur hans til kokksins." Kosninga i HVERFISSKRIFSTOFUR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK á vegum fulltrúaráös Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik oq stofurfela9a S*al,s,æöismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opið frá 16-20. Sorlaskjoli 3, sími 10975, opiö frá 18 — 22. Vestur- og Miðbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sími 25635. Austurbæ og Norðurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæö sími 19952. Hlíða- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124, sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Langagerði 21, kjallari. Sími 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (að sunnanveröu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. haBð, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2, hæö, sími 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—22 og laugardaga frá kl. 14—18. Stuðningsfólk D-listans, er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstotanna, og gefa upplýsingar, sem aö gagni geta komið í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eöa verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. D S\GeA V/öGA í 1/LVtRAN vú vMmw WA IVAI0G w' <!L MVAft 06 Wmy ^ \Oá SXTo$\\ 06 m\r'títovb m mu \ ‘bKor [ L\<bXA ’bwf VÚ Mg\r Swm as) 06 WEYtött 'tR/W 06 s-Móor wm- SS9ZINÍ0M \ Af'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.