Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 19
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Hvemig er uppbótar- sætum úthlutað? í LÖGUM um kosningar til Alþingis, XIV. kafla 121. grein, segir svo um úthlut- un uppbótarþingsæta: „Til þess að finna, hvern- ig uppbótarþingsætum ber að skipta milli þingflokka, skal fara þannig að: Skrifa skal atkvæðatölur hverja aftur undan annarri í sömu línu og deila í þær hverja um sig tölu þingmanna hlutaðeigandi þingflokks, kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomurnar skal skrifa í röð niður undan atkvæðatölunum. Uppbótarþingsætum skal úthluta til þingflokka eftir tölum þessum þannig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess flokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess flokks, sem á hana næsthæsta og síðan áfram eftir hæð talnanna, unz 11 uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað. — Nú eru úthlutunartölur þingflokka jafnar, og skal þá varpa hlutkesti eftir reglum 113. gr. um það hverjir þeirra þingflokka skuli hljóta þingsæti og (eða) í hvaða röð þeir skuli hljóta þing- sæti, eftir því sem við á. —“ I 113. grein, sem hér að ofan er vitnað til, segir: „Hafi tveir frambjóðendur eða fleiri jöfn atkvæði og geta ekki báðir eða allir náð kjöri sem þingmenn, varpar yfirkjörstjórn hlut- kesti á þann hátt, að hún ritar nöfn þeirra frambjóð- enda, sem jöfn hafa at- kvæði, á sams konar seðla hvert um sig, lætur seðlana samanbrotna í hylki og breiðir yfir og kveður tiL einhvern af óviðkomandi áhorfendum að draga einn seðil úr hylkinu, og segir nafnið á seðlinum til, hver sé kosinn." í 122. grein kosningalag- anna segir síðan: „Til þess að finna, hverjir frambjóð- endur þingflokks hafa hlot- ið uppbótarþingsæti sem aðalmenn, skal fara þannig að: Fyrst skal gera flokkn- um landskjörlista, þannig að rita skal á lista í stafrófsröð nöfn allra frambjóðenda flokksins, er eigi hafa náð kosningu í kjördæmum, því næst skal skrá við nafn hvers fram- bjóðanda þann atkvæða- fjölda, er sæti því, sem hann skipar á framboðs- listanum að kosningu lok- inni, ber samkvæmt 109. gr. Ef þá eru á listanum tveir eða fleiri, sem í kjöri hafa verið í sama kjördæmi, skal að svo stöddu nema þá alla burt, nema þann einn fyrir hvert kjördæmi, sem hæsta hefur atkvæðatölu. Því næst skaí raða þeim fram- bjóðendum, sem eftir eru á listanum þannig, að sá sem hæsta atkvæðatölu hefur, verði efstur, sá, sem að honum frágengnum hefur atkvæðatölu, er nemur hæstri hundraðstölu gildra kjörseðla í kjördæmi sínu, næstefstur o.s.frv. á víxl. — Nú fær þingflokkur ekki með þessari aðferð þau uppbótarþingsæti, sem honum ber, og skal þá raða á landskjörslista flokksins á nýjan leik, þannig að þeir frambjóðendanna, er næst- hæsta hlutu atkvæðatölu af þeim, sem ekki náðu kosn- ingu í kjördæmum, komi á listann og hljóti þeir síðan uppbótarsæti eftir sömu reglu og greinir í 1. mgr. — Þeir, sem nú standa efstir á landskjörslista hvers þingflokks, hafa náð kosn- ingu sem landskjörnir þingmenn, svo margir af hverjum landskjörlista sem hlutaðeigandi þingflokki hafa hlotnazt uppbótar- þingsæti." I þessari síðustu grein var vitnað til 109. greinar kosningalaganna. Þar seg- ir: „I kjördæmi skal telja saman, hver margir hafi kosið hvern lista, og er það atkvæðatala listanna hvers um sig.— Til þess að finna, hver margir frambjóðend- ur hafa náð kosningu af hverjum lista, skal skrifa atkvæðatölur listanna hverja fyrir neðan sinn bókstaf, þá helming taln- anna, þá þriðjung þeirra, þá fjórðung o.s.frv., eftir því, hve marga á að kjósa og hverjum lista getur mest hlotnazt, þannig að útkomutölur þessar standi í röð fyrir hvern lista. Síðan skal marká hæstu útkomutölurnar, jafnmarg- ar og kjósa á þingmenn, og fær hver listi jafnmarga þingmenn kosna sem hann á af tölum þessum, — Standi ekki svo mörg nöfn á lista sem honum ber fulltrúar eftir útkomutöl- um, skal taka þau, sem vantar, af hinum listunum eftir sömu reglu.“ Tf Ilf WITf"? Ritósstjómir á íslandi frá 1942 til 1978 12 þingmenn, sem sátu á al|)ingi 1959, eru enn í framboði NÍU þingmenn sem sátu vorþingið 1959 er kjördæma- skipuninni var breytt, eru enn í framboði. Þá voru þingmenn alls 52, en var fjölgað um 8 við kjördæma- breytinguna. Við haustkosn- ingarnar komust að þrír þingmenn, sem enn eru í framboði, þannig að 12 þing- menn, sem sátu á Alþingi þetta ár, 1959, eru enn í framboði. Hinir 9, er fyrst voru nefndir, eru: Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helgadóttir, Þórarinn Þórar- insson, Olafur Jóhannesson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Lúðvík Jósepsson, Matthías A. Mathiesen, Halldór E. Sigurðsson og Björn Jónsson. Á haustþinginu bættust við þingmennirnir Pétur Sigurðsson, Jón Skaftason og Benedikt Gröndal. FY'RSTU alþinKÍskosninnarn- ar. sem getið er í þessari kosningahandbók. fóru íram 5. júlí 1912. Þá sat að völdum ráðuneyti Ólafs Thors. sem skipað var lfi. maí 1942 og var minnihlutastjórn sjálfstæðis- manna. Sat hún til 16. desem- ber 1912. er ráðuneyti Björns Þórðarsonar var myndað — utanþingsstjórn. sem sat til 21. október 1911. Ilinn 21. október 1944 tók nýsköpunarstjórnin undir íor- sati Ólafs Thors við völdum. en hún var samstjórn Sjálfstæðis- flokks. Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks. Sat hún við völd til 4. febrúar 1947. cr Stefán Jóhann Stefánsson myndaði ráðuneyti sitt, „Steíaníu“. Stjórnin var sam- steypustjórn Alþýðuflokks. Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og fór frá 7. desember 1949. er Ólafur Thors myndaði þriðja ráðuneyti sitt. minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins. Sat sú stjórn fram til 14. marz 1950. Hinn 14. marz 1950 tókst samstarf milli Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun og var Stein- grímur Steinþórsson forsætis- ráðherra. Sú stjórn sat að völdum til 11. september 1953, er ólafur Thors myndaði fjórða ráðuneyti sitt. sem var sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessi stjórn fór frá 24. júlí 1956. Þann dag tók við vinstri stjórnin hin fyrri undir forsæti Hermanns Jónassonar. Þetta var samsteypustjórn Fram- sóknarflokks. Alþýðuílokks og Alþýðubandalags. sem sat að völdum í rúmlega 2 ár og fór frá á Þorláksmessu 1958. Tók þá við minnihlutastjórn Al- þýðuflokks. ráðuneyti Emils Jónssonar, „Emilía", og sat að völdum í tæpt ár eða til 20. nóvcmber 1959. Var þá mynduð svokölluð viðreisnarstjórn. sem sat að völdum allt til þess er vinstri stjórnin hin síðari var mynduð. Viðreisnarstjórnin svokall- aða sat að völdum í 12 ár. Þetta var samstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks og skiptist í þrjú ráðuneyti. Fyrst var ráðuneyti Ólafs Thors. scm tók við 20. nóvember 1959 og sat að völdum til 14. nóvember 1963. er ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við og sat til 10. júlí 1970, cr Jóhann Hafstein myndaði ráðuneyti sitt, er sat að völdum til 14. júlí 1971. Þá myndaði Ólafur Jóhannesson vinstri stjórnina hina síðari. er stundum var kölluð „Ólafía". Vinstri stjórn- in samstjórn Framsóknar- flokks. Alþýðubandalags og SFV. sat að völdum þar til 28. ágúst 1974, er núverandi ríkis- stjórn, ráðuneyti Geirs Hall- grímssonar. tók við. Hún er eins og kunnugt er samstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Rúmlega 139 þúsund manns á kjörskrá Á KJÖRSKRÁ á öllu landinu er nú 139.346 manns. Tala þessi og tölur þær, sem hér verða birtar, eru þó með fyrirvara um breytingar, sem kunna að verða fram að kjördegi. Tölur í svigum eru frá 1974. Reykjavík: 56.391 (53.062) Reykjaneskjördæmi: 27.840 (23.011) Vesturlandskjördæmi: 8.473 (7.835) Vestfjarðakjördæmi: 6.085 (5.596) Norðurlandskjördæmi vestra: 6.424 (6.023) Norðurlandskjördæmi eystra: 14.985 (13.411) Austurlandskjördæmi: 7.561 (6.800) Suðurlandskjördæmi: 11.587 (10.650) Allt landið: 139.346 (126.388)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.