Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 63 — Lucas, Spielberg Framhald af bls. 44. Foreman handritið á „niðursettu verði“, 150 þús. $, — ef hann fengi að stjórna myndinni. Foreman tók ekki boðinu og réð John Ford, en Milius hækkaði prísinn upp í 300 þús. dali — og fékk þá. Að lokum gat Milius fengið smáfyrirtækið American International Pictures til að gefa sér tækifæri sem leikstjóri. Útkoman var DILLINGER, mynd sem margir gagnrýn- endur telja bestu „gangst- ermynd" allra tíma, en aðrir voru öllu óhressari með. Önnur mynd hans var svo THE WIND AND THE LION, eyðimerkurstór- mynd í anda Davids Lean. Líkt og hin fyrri, gekk hún ágætlega og var vel tekið. Eftir aðeins tvær myndir hafði Milius eignast hóp aðdáenda — og eins fengið allharða gagnrýni á það ofbeldi sem beitt var í báðum myndunum. Þegar að Milius og félögum fór að vegna betur, hófst einstök, kvikmynda- leg samvinna. þeir hjálpuðu hver öðrum á ólíklegasta máta og gáfu hver öðrum hlutdeild í ágóða mynda þeirra. Sem dæmi má nefna að Milius á u.þ.b. 1 prósent í STAR WARS og CLOSE HNCOUNTERS, og Spiel- L 'rg og Lucas eiga hluta í BiG WEDNESDAY. „Einn hlutur í mynd á við STAR WARS getur þýtt óhemju- fé,“ útskýrir Milius, „en hugmyndin er sú að allir geti beðið alla og fengið hjálp þegar þeir þurfa á henni að halda. Hjálpin er oftast nær veitt ókeypis, það er ekki fyrr en eftir mikla vinnu sem við gefum hlutdeild í ágóðanum." Þegar haföldur BIG WEDNESDAY eru að baki, býst Milius við að hann skrifi og leikstýri vestra (en BIG WEDNESDAY verður frumsýnd í sumar). Síðan tekur við mynd um lífið í nýlendunum í Asíu um aldamótin síðustu. j6 Og, einhvers staðar í framtíð- inni, lúrir óskapleg stríðs- mynd. — Síðasta vopnið Framhald af bls. 46. meðferðin er notuð á öllum stigum krabbameins við eyðingu æxlisins. Lyfjameðferðin hefur rutt sér mjög til rúms á síðari árum og hafa unnist verulegir sigrar við notkun nýrra og öflugra lyfja að sögn dr. Ólafs Bjarnasonar. Til- gangur lyfjameðferðar er að eyða, stöðva eða koma í veg fyrir frumuyöxt. Dr. Ólafur Bjarnason minntist á tengsl krabbameins við atvinnu- umhverfi, þá sérstaklega hjá fólki er starfaði við efnaiðnað en mörg efni geta verið áhættuþættir í sambandi við krabbameinsvöxt. Ólafur Bjarnason og Hrafn Tulinius hafa unnið að skráningu — Trú og... Framhald af bls. 35 gerðist í Víetnam, hafa afleið- ingarnar orðið til hryllilegra skaðsemda bæði fyrir aðra og okkur sjálfa. Solzhenitsyn ' hefur neytt Vesturlandabúa til þess að gera sér grein fyrir grimmd harð- stjórnarinnar í Sovétríkjunum og hánn hefur hert andstöðuna gegn kommúnisma. Kannski hann komist að þeirri niður- stöðu, nú þegar hann er seztur að í Bandaríkjunum, að augljós veikleiki þessarar þjóðar á ýmsum sviðum sé í rauninni mikilvægur og varanlegur styrkur," segir í lok forystu- greinarinnar. —ISkák Framhald af bls. 42. 16. g3 - Rh4?! (Svartur hefur ekki fengið nægilegt spil fyrir peðið og hann grípur því enn til taktíkinnar.) 17. «xh4 - IIxf4, 18. Dc3 - Hg4+, 19. Bg3 - Be3+, 20. Hf2 - c6? (Svartur varð að leika 20. ... Bxf2+, því að hvítur hótaði 21. Bd7. Svörtum yfirsást: eftir 21. ... Dxc4, 22. Dxe3 er sókn hans runnin út í sandinn og 21. ... d5 yrði auðvitað svarað með 22. Bxd5+! M.P. illkynja æxla hér á landi og hafa einnig kynnt sér erlendar rann- sóknir á hagnýtingu slíkrar skrán- ingar (sem nánar er fjallað um hér á öðrum stað) til að tengja orsakir krabbameins við þekkta þætti í lífi manna og starfsumhverfi. Að sögn dr. Ölafs er síðasta vopnið sem menn hafa beitt í baráttunni við krabbameinið á sviði ónæmisfræðinnar. En eftir því sem þekking manna á æxlis- vextinum vex því meiri vonir gera þeir sér um fyrirbyggjandi aðgerð- ir. A síðasta ári átti Krabbameins- félag íslands 25 ára afmæli og var þá skipuð þriggja manna nefnd af heilbrigðisráðherra til að gera tillögu um framtíðarskipan þess- ara mála hér á landi. BéttM Ef pottaplöntur gulna, fella blöð og deyja, stafar það oftast af of mikilli vökvun. Vökvaþörf plantna er háð gerð og fjölda blaðanna, blómum og hita-og birtustigi. Oftast er því ókleift að giska á rétta vökvun. Flower-test vökvunarmælirinn leysir \ þennan vanda. Hann mælir á einni sek- úndu hvort planta þarfnast vökvunar eða ekki. Eins konar „innstungu" er stungið niður í moldina og um leið birtist rakastigið á mæú inum. Lesið er af kvarða hvort þarf að vökva: 0-2 stig sýna að það þarf að vökva, 2-4 stig hæfa kaktusum og piöntum með þykk blöð, og 4 - 6 stig venjulegum plöntum, 6-8 stig blaðmiklum og blómstrandi plöntum en 8 - 10 stig sýna of mikla vökvun. Þróun rafeindatækninnar hefur gert unnt að framleiða þetta nýja tæki jafn ódýrt, handhægt og nákvæmt og raun ber vitni. Flower-test vökvunarmælirinn tryggir góðan árangur hjá þeim sem hafa stofublóm og einnig við ræktun matjurta úti við eða í gróðurhúsum. En fyrir þá sem stunda meiri háttar ræktun mælum við með Flower-test töskunni sem hefur að geyma bæði vökvunar- og áburðar- mæli. Vatnsvltinn mælir hvort vökva þarf blettinn, garðinn eða gróðurhúsið. Á enda hans er stautur sem stungið er niður i jarðveginn. Ljós á efri enda blikkar sé rakastigið hæfilegt. Sé svo ekki segir hann til um hve lengi þarf að vökva. LATIÐ PLÖNTURNAR DAFNA WmcnGl Gróöurhúsinu v/Sigtún. Símar 36770 - 86340 Seltjarnarnes Kosningaskrifstofa D-listans Félagsheimilinu Seltjarnarnesi Upplýsingar og bílasími 28895 Lítiö inn — kaffiveitingar. Kjósum snemma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.