Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 • Kennararnir. sem brautskráðir voru írá íþróttakennaraskóla íslands 15. júní s.l. Greinargerð um íþróttakennaramenntun frá Nemendafélagi íþróttakennaraskóla íslands Umræður þær, sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum um íþróttakennaraskóla Islands og íþróttakennaramenntun, hafa leitt til þess, að við nýútskrifaðir íþróttakennarar óskum eftir því að sjónarmið okkar fái að koma fram. Við berum hag skólans fyrir brjósti og leggjum áherslu á hreinskilin skoðanaskipti um mál- efni hans. í lögum um íþróttakennaraskók íslands frá 1972 stendur: „Skólinn hefur aðsetur á Laugarvatni, en ýmsir þættir í starfi hans mega fara fram á öðrum stöðum, eftir því sem þörf krefur og fjárhagur leyfir." Hér skyldi einhver ætla að lagabókstafurinn tæki af allan vafa um staðsetningu skólans. Lítum þó á frumvarp til laga um framhaldsskóla: „Þar sem nefndin telur það eðlilega framtíðarskipan að nám þetta fari fram á vegum Kennaraháskóla íslands". Þetta er einmitt kjarni málsins. Hálfkákið í staðsetningarmálinu stendur skólanum helst fyrir þrifum. Fjárveitingavaldið heldur að sér höndum og nægjanlegt fjármagn fæst ekki fyrr en þetta ágreinings- mál hefur verið afgreitt í eitt skipti fyrir öll. í rauninni skiptir ekki höfuðmáli hvar Í.K.Í hefur aðsetur, heldur að ráðandi aðilar fari að tala saman af alvöru og komist að sameiginlegri niður- stöðu. Raunhæf uppbygging skól- ans mun ekki hefjast fyrr en þetta hefur verið útkljáð. Við nýútskrif- aðir gerum það að tillögu okkar, að skólinn verði eitt til tvö ár á Laugarvatni og eitt til tvö ár í Reykjavík eða alls þrjú ár. Námið verði í nánum tengslum við Kennaraháskóla íslands og íþróttakennarar fái full réttindi í tveimur til þremur bóklegum greinum. Aðstæður á Laugarvatni bjóða upp á útiveru og útilíf, s.s. fjallgöngur og gönguferðir. Eins býður vatnið upp á mikla mögu- leika t.d. til siglinga og róðra, en vegna þess hve rígbundið skóla- starfið er, t.d. vegna æfinga- kennslu og sífellds prófaundirbún- ings, er þessum þætti hverfandi lítið sinnt. íþróttavellir voru uppbyggðir og/ eða endurbyggðir fyrir Landsmótið 1965, en síðan hefur tímans tönn unnið þar drjúgt starf, þannig að þeir eru nú aðeins svipur hjá sjón og þurfa mikilla endurbóta við, svo að sæmilegt geti talist. íþróttahúsið, sem tekið var í notkun 1946, var hið stærsta sinnar tegundar á þeim tíma, auk íþróttahúss Há- skólans en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þykir húsið næsta lítið í dag. Þar er vart hægt að stunda stærri knattleiki svo vit sé í. Bygging nýs íþróttahúss er því mál, sem ekki þolir neina bið, 'ef íþróttakennaraskóli Islands á að rísa undir nafni. Sundlaug staðarins er af minnstu gerð, 12,5x8 m, og er því brýn þörf fyrir aðra stærri laug til þess að sundmenntun íþróttakennara- nema verði sem fullkomnust. Þess skal þó getið hér, að viðhald sundlaugar og íþróttahúss er til fyrirmyndar, ef höfð er í huga hin gífurlega notkun. Aðstaða til bóklegrar kennslu er hin ömurleg- asta og verða nemendur að kúldr- ast allir í einni lítilli stofu, þar sem hvorki er hátt til lofts né vítt til veggja, en það bjargar málun- um að þröngt mega sáttir sitja. Aðstaða til rannsóknastarfa og verklegrar kennslu á sviði líffæra-, lífeðlis- og íþróttafræði er engin, enda er þessum þætti algerlega sleppt, og er það alveg ótækt. Það eina sem fylgir kröfum nútímans er heimavistarhúsnæði nemenda, tekið í notkun 1968 og allt hið snyrtilegasta. I 6. gr. laga um I.K.I. er greint frá hvernig námi við skólann skuli háttað, en þar segir meðal annars: „Stefnt skal að því að gera námsefni skólans þríþætt: kjarna, kjörsvið og valgreinar". Reyndin er hins vegar sú að ekki hefur þessu enn verið komið í fram- kvæmd þó svo að lögin séu frá 1972. Að sjálfsögðu veldur hér nokkru aðstöðuleysi og bágborinn fjárhagur skólans. Þó væri þetta framkvæmanlegt að einhverju leyti þrátt fyrir slæma aðstöðu, ef áhugi væri fyrir hendi. Nauðsyn þess að þetta verði gert, er augljós, þar sem það opnar leiðir -til þess að nemendur geti sinnt frekar þeim greinum er þeir hafa sérstak- an áhuga á. Engum blandast hugur um, að það er sjálfsögð krafa nemenda við I.K.Í., að skólinn sé mannaður besta fáanlegu starfsliði sem völ er á hverju sinni, enda segir í 9. gr. áður nefndra laga: „til að verða skipaður kennari við IK.I. skal umsækjandi hafa lokið prófi frá viðurkenndum íþróttakennara- skóla, að viðbættu framhaldsnámi í sérgrein, sem yfirstjórn skólans metur gilt“. Undanfarin tvö ár hafa þó starfað kennarar við skólann, sem ekki uppfylla þessar kröfur og þykir okkur að vonum hart, að ekki skuli fást sér- menntaðir kennarar til skólans, eina íþróttakennaraskólans í land- inu. Hér veldur sennilega mestu um aðstöðuleysi og slæmur að- búnaður við skólann svo og sof- andaháttur og sinnuleysi stjórn- valda. Þó verður svívirðileg fram- koma stjórnvalda gagnvart kenn- urum skólans á liðnum vetri vart til að laða kennara að skólanum í framtíðinni. En stjórnvöld neituðu á liðnum vetri að greiða laun samkv. samningum B.S.R.B., og er það mál ekki enn leyst þrátt fyrir mikla eftirgangssemi af hálfu kennara og slíkt er auðvitað alls óverjandi. Þörf er á endurskoðun laga um inntökuskilyrði í I.K.I., en val nemenda er í höndum skólaráðs. Grein sú, er fjallar um þennan þátt, er að okkar mati alls ekki nógu skýr og sem dæmi er þess getið í grein þessari að próf með sérstakri lágmarkseinkunn frá framhaldsdeild gagnfræðaskóla gildi til inngöngu í skólann, en ekki nánar getið úr hvaða bekkjum framhaldsdeilda prófið sé. Svo óljós ákvæði verða þess valdandi að skólaráði er nánast að öllu leyti í sjálfsvald sett hverjir teknir eru inn í skólann hverju sinni, enda er það staðreynd að lítið samræmi virðist vera í því vali. Forsenda þess að nám við Í.K.Í. verði samræmt námi við Kennarahá- skóla íslands, er að stúdentspróf eða samsvarandi menntun verði gerð að inntökuskilyrði. Því fyrr því betra. Að endingu viljum við svo minnast lítillega á fjármál skól- ans. Sem dæmi um fjársvelt skólans má nefna að fyrir árið 1978 var sótt um fjárveitingu til nýbygging- ar, sem nam rúmlega 100 milljón- um króna, en veittar^/oru þrettán milljónir. Þá má einnig minnast á tregðu Lánasjóðs að veita nemendum skólans námslán á fyrra ári, einmitt þegar kostnaðurinn er sem mestur. Fyrir þessu höfum við barist og er ekki enn séð fyrir endann á þeirri baráttu. Von er að þeir sem á eftir koma láti ekki deigan síga í þessu mikilvæga baráttumáli. Nauðsyn er á, að ríkisvaldið vakni af Þyrnirósarsvefni sínum og hafist verði handa um raun- hæfa uppbyggingu skólans. íþróttakennaramenntun verði komið á það stig sem henni sæmir. Það er ósk okkar allra. Laugarvatni 15. júní 1978. Nemendafélag íþróttakennaraskóla íslands. Skákmótið í Las Palmas, seinni hluti: Tukmakov kunni tökin á Spánverjunum Á skákmótinu í Las sínu. Eftir ÍO. a4! stendur hvítur Palmas var óvenjulega mikið um stuttar vinn- ingsskákir, sérstaklega þegar áttust við stór- meistari og titillaus skákmaður. Á Reykjavík- urmótinu í vetur lauk t.d. aðeins einni vinnings- skák í minna en tuttugu leikjum, en það var hin snaggaralegi sigur Miles yfir Ogaard. í Las Palm- as var hins vegar allmik- ið um slíkar skákir og í þættinum í dag skulum við skoða nokkrar þeirra. Það var sérstaklega annar sigurvegaranna, Vladimir Tukmakov, sem virtist hafa undravert lag á að rugla hinn titillausa Spánverja í ríminu. Við skulum líta á tvær skákir hans frá mótinu: Hvítt> Tukmakov (Sovétríkjun- um) Svarti Medina (Spáni) Drottningarbragð 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. d4 - d5, 4. Rc3 - Be7, 5 Bf4(Þessum leik beitti Fischer í 14. einvígisskákinni við Spassky 1972 og fékk slæma stöðu. Síðan hafa þó margir stórmeistarar fengið augastað á honum, enda er hann ágæt tilbreyting við hið hefðbundna framhald, 5. Bg5) 0—0 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Rc6, 8. Dc2 - Bxc5, 9. Hdl - Da5, 10. a3 - Be7, 11. Rd2 - Db6? (Hér verður Medina illilega á í messunni. Betra var 11 ... e5, 12. Bg5 - d4, 13. Rb3 - Dd8 og hvítur stendur örlítið betur) 12. Be2 — e5, 13. Bg3 — dxc4 (Eftir þennan leik er svartur með tapað tafl, en 13 ... d4, 14. Ra4 — Dd8, 15. Rf3 gaf heldur ekki fögur fyrirheit) 14. Rc4 - Dc7,15. Rb5 - Db8 16. Rd4! (Nú standa öll spjót á svörtum) Dc7 17. 0-0! (Ekkert liggur á. Hvítur var ekki ginnkeyptur fyrir 17. Rsc6 — Dxc6, 18. Rxe5 — Dxg2, eða 17. Rxe5 — Da5+) He8, 18. Rxe5 og svártur gafst upp. Staða hans er gjörsamlega hrunin. Hvítur hótar einfald- lega 19. Rexc6 og ekki dugir 18 ... Bd6 vegna 19. Rb5. Hvítt. Garcia Padron (Spáni) Svarti Tukmakov (Sovétríkun- um) Enski leikurinn 1. c4 - Rf6,2. Rc3 - d5,3. Rf3 - d5, 4. cxd5 - Rxd5, 5. e3 - Rxc3, 6. bxc3 — g6, 7. d4 — Bg7, 8. Be2 0-0, 9. 0-0 - Dc7, 10. Da4? (Upphafið á rangri áætlun. Með framrásinni e4 — e5 grefur hvítur einungis undan miðborði betur eins og kom fram í skákunum Polugajevsky — Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson — Miles á Reykjavíkurskákmótinu í vetur) b6,11. e4 - Bb7,12. e5 - Bd5, 13. Bf4 (Eftir 13. c4 — Bb7 hrynur hvíta miðborðið) Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Rc6, 14. Bg3 - e6, 15. Bh4 - a6, 16. Da3 - h6, 17. Hfdl (Ekki 17. dxc5? b5 og peðið á e5 feliur) IIfc8 18. Dcl?? (Sjálfsagt var 18. Hacl, jafnvel þó að svartur geti leikið 18 ... b5, 19. Dxc5 — Rxe5! og fær í öllum tilfellum betra endatafl) cxd4, 19. Bf6 (Skyndilega rennur upp ljós fyrir hvítum. Eftir 19. cxd4 — Bxf3, 20. Bxf3 — Rxd4! er staða svarts unnin) Rxe5! og hvítur gafst upp. Hann verður óumflýjanlega tveimur peðum undir. Hér er síðan fjörug skák með hinum sigurvegaranum, ung- verska stórmeistaranum Sax: Hvítt. Sax (Ungverjalandi) Svarti Sanz (Spáni) I. e4 - e5,2. Rf3 - Rc6,3. Bb5 — Rge7?! 4. 0-0 (Jafnvel þó að afbrigði það sem svartur velur í þessari skák sé mjög vafasamt, er ekki sama hvaða uppbyggingu hvítur velur. Skák þeirra Medina og Sanz fyrr á mótinu tefldist þannig: 4. Rc3 — Rg5, 5. d4 — exd4, 6. Rxd4 — Bc5, 7. Be3 — Bxd4, 8. Bxd4 0-0, 9. 0-0 d6, 10. Hel - f5, II. exf5 — Bxf5,12. Be3 — Rce5, 13. Be2 - Dd7, 14. Dd2 - He8, 15. f4 - Rg4, 16. Bxg4 - Bxg4, 17. h3? - Bxh3!, 18. He2 - Bg4, 19. Hf2 - Hae8, 20. Hel - Rh4, 21. Hff2 - Dc6, 22. Rd5 - Be6, 23. Rb4 - Db5, 24. b3 - a5, 26. Rd3 — Dh5, 26. Bd4 — Bd5 og hvítur gafst upp) g6, 5. d4 — cxd4, 6. Rxd4 — Bg7, 7. Be3 0-0, 8. Rc3 - d6, 9. Í4 - 15, 10. Dd2 - fxe4, 11. Rxe4 - RÍ5?! (Svartur hyggst leysa vandamál sín á taktískan hátt. aa. .. .Rxd4, 12. Bxd4 — c6 kom til greina. T.d. 13. Bxg7 — Kxg7,14. Dd4+ - Kg8,15. Bc4+!? - d5,16. Rf6+ — k57 og staðan er tvísýn) 12. Rxc6 - De8, 13. Rxa7 - Dxe4, 14. Bf2 - Bh6, 15. Rxc8 — Haxc8 (Svartur átti ekki kost á milli- leiknum 15. ... Bxf4 vegna 16. Dc3 og hvítur hótar 1.7. Hael) Framhald á bls. 63 KALMAR ER KJÖR0RÐ DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.