Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 39 Þetta vill Sjálf- stæðisflokkurinn Jöínun kosningaréttar Sjálfstæðisflokkurinn telur núverandi kjördæma- skipan og kosningatilhögun óviðunandi. Hann mun beita sér fyrir jöfnum kosningaréttar borgaranna og eflingu tengsla þeirra og þingmanna. Einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu frumvörp til laga um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá á síðasta þingi í þessum tilgangi, þótt ekki næðist samstaða um þau. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, beitti sér fyrir flokkasátt í þessu efni, sem kom fram í því að formenn allra stjórnmálaflokka stóðu að þingsályktunartillögu þess efnis, að nýrri stjórnarskrárnefnd vóru sett 2ja ára tímamörk um tillögugerð varðandi stjórnarskrá, að því er varðar kjördæmaskipan, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, kosningalög og skipulag og starfshætti Alþingis. Varanlegt slitlag á hringveginn Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram fram- kvæmda- og fjármögnunaráætlun um varanlegt slitlag á hringveginn, vegi til allra byggðarlaga landsins, á næstu 15 árum. Þessi brýna framkvæmd, sem skilar sér aftur í varanlegri endingu ökutækja, minni viðgerðarkostnaði og benzínsparnaði, er svipað átak fyrir þjóðarheildina og varanleg gatnagerð í Reykjavík var fyrir borgarbúa á sinni tíð. Endurskoðun skólakerfis — aukin verkmenntun Sjálfstæðisflokkurinn vill að einstaklingar, frjáls félagasamtök og sveitarfélög hafi sem mest frum- kvæði og sjálfstæði í skóla- og fræðslumálum. Ríkisvaldið setji lagaramma um, hvern veg menntun skuli háttað. Setja þarf sem fyrst ný lög um framhaldsskóla, þar sem verkmenntun skipi veglegri sess, sem og lög um fullorðinsfræðslu. Þessi löggjöf verður að taka tillit til tengsla við önnur skólastig og atvinnuvegi þjóðarinnar. Vel menntaðir einstaklingar eru fjárfesting, sem skilar sér í betra þjóðfélagi, örari framförum, aukinni þjóðarframleiðslu og betri lífskjörum. Rannsóknastörf Sjálfstæðisflokkurinn vill efla vísindi og rannsóknir í landinu, m.a. til að stuðla að aukinni þí*kingu á landi okkar og betri og hyggilegri nýtingu auðlinda þess og hafsvæðisins umhverfis það. Menningarmál Stefna Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum á rætur í víðsýnni þjóðernishyggju og virðingu fyrir einstaklingnum. í menningarmálum vill flokkurinn stuðla að því að fólk hafi tækifæri til sköpunar og til að njóta frjálsra lista og menningar í daglegu lífi sínu. Sköpunargleði listamanns, rannsóknaþörf vísinda- manns og starfsvilji athafnamanns eru greinar á sama meiði. Sjálfstæðisflokkurinn telur að borgara- legt lýðræði sé frjóastur jarðvegur fyrir hvers konar menningarviðleitni. Sósíalisminn krefst hins vegar að listin lúti vilja valdhafanna, gagnstætt inntaki sj álfstæðisstef nunnar. Sjálfstæði sveitarfélaga Sjálfstæðisflokkurinn vill að sveitarfélögin, sem eru hornsteinar íslenzks þjóðfélags frá öndverðri byggð í landinu, hafi sem mest sjálfstæði um stjórnun heimamála, á grundvelli sjálfsagðrar valddreifingar í þjóðfélaginu. Sjálfsstjórnarrétt ibúa í einstökum sveitarfélögum þarf að efla og standa vörð gegn of mikilli miðstýringu. Eign fyrir alla í húsnæðismálum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á að fólk með almennar tekjur geti eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. í þeim efnum vill hann tryggja rífleg stofnlán til fólks, sem reisir eða kaupir sína fyrstu íbúð. Jafnframt verði lánafyrirgreiðslu beitt til betri nýtingar eldra húsnæðis, sem þegar hefur verið gert að hluta til með áfangahækkun lána til kaupa á eldri íbúðum. Vegahandbókiii í nýrri útgáfu ÞRIÐJA útgáfan af Vega- handbókinni er nú komin út og er það bókaútgáfan Örn og Örlygur sem sér um útgáf- una. Höfundur textans í bók- inni er Steindór Steindórsson frá Hlöðum en ritstjóri er Örlygur Hálfdánarson. Miklar breytingar hafa ver- ið gerðar á efni bókarinnar og er í henni m.a. nýr kafli um fjallavegi á Miðhálendinu og kafli um Vestmannaeyjar sem Árni Johnsen samdi. Bókinni fylgir snælda (kas- etta) er nefnist „Á Þingvöllum — þættir úr sögu þings og staðar". Á henni les Hjörtur Pálsson leiðsögn um staðinn í samantekt Jóns Hnefils Aðal- steinssonar. Leiðsögn Jóns Hnefils hefst á Löbergi, en þaðan leiðir hann samferðafólkið í Lög- réttu, Snorrabúð og að Drekk- ingarhyl. Frá brúnni yfir hylinn liggur leiðin að Brennu- gjá, Peningagjá og á Spöngina, en samfylgdinni lýkur við Þingvallabæinn. Vegahandbókin er filmuð hjá Korpus h.f., prentuð í prentsmiðjunni Odda h.f. og bundin í Sveinabókbandinu. SPÁIR UM ÚRSLIT í KOSNINGASJÓNVARPINU í NÓTT ÞVÍ SPÁIR ÞÚ EKKI í WANG? KOSTIR WANG KOMA VÍÐAR í LJÓS EN í BÓKHALDINU. SERÞJALFAÐIR VIÐGERÐARMENN ÁSAMT NÆGUM VARAHLUTUM TRYGGJA ÖRUGGA VIÐHALDS- ÞJÓNUSTU. WANG LAUSNIN ER ÓDÝRARI EN ÞIÐ HALDIÐ. TÖLVUDEILD, SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.