Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 62 — Um fjölskyldu- gengi... Framhald af bls. 46. þá kemur í ljós að líkur þeirra sem fæddar eru á tímabilinu 1940—1950 eru tíu sinnum meiri en þeirra er fæddust einni öld áður eða 1840-1850. Því má skjóta inn í að aðrar tegundir krabbameins breytast fremur ört og þær tegundir, sem hafa aukist aðrar en brjósta- krabbamein, eru krabbamein í blöðuhálskirtli, í lungum og ristli. En tíðni magakrabba og krabba- meins í vélinda hefur mínnkað. Fjóríalt minni líkur á að kona fái brjóstakrabbamein eigi hún 1. barn innan við tvítugt... Ástæðan fyrir hinni gífurlegu aukningu á krabbameini í brjóst- um er alls ekki ljós. Þekktir eru áhættuþættir, sem geta aukið eða minnkað líkurnar á því að konur fái brjóstakrabbamein. Þýðing þeirra er talsverð þannig að nauðsynlegt var að kanna þessa áhættuþætti ítarlega áður en hægt væri að reyna að koma tölu á hlut ættgengis í allri áhættunni. Þessir þættir eru einkum bundnir fæðingarsögu konunnar og eru þannig, að því yngri sem konan er þegar hún á sitt fyrsta barn því minni eru líkurnar á'því að hún fái krabbamein i brjóst. Hér munar svo miklu að þegar bornar eru saman konurnar sem eiga sitt fyrsta barn tvítugar og yngri er munurinn fjórfaldur. Þessar upplýsingar komu fyrst fram í kringum 1970. Hefur verið hægt að sýna fram á þetta víðast hvar sem leitað hefur verið að því, þó er vert að geta þess að ekki komast allir vísindamenn að þess- ari sömu niðurstöðu. Á íslandi hefur þetta komið greinilega í ljós og er þessi munur alveg marktækur. Hinn þátturinn sem tengist fæðingarsögunni er sá að fjöldi barna sem kona eignast, hefur líka áhrif. Þau áhrif eru þannig að því fleiri börn sem kona hefur átt því minni eru líkurnar á því að hún fái brjóstakrabbamein. Þessar rann- sóknir voru gerðar hér á íslandi og má segja að þær séu nýjar og eru þetta niðurstöður úr rannsóknun- um sem nýlokið er við á vegum Krabbameinsskrárinnar en upp- lýsingar sem aflað hefur verið í leitarstöð Krabbameinsfélags ís- lands hafa reynzt þýðingarmiklar. Meðalaldur kvenna við fyrsta barnsburð og barnafjöldi kvenna breytist með tímanum. Því er nauðsynlegt að taka tillit til þess þegar spurt er hvort tíföldun á tíðni sjúkdómsins eigi rætur sínar að rekja til breytinga á þessum atriðum fæðingarsögunnar. Svo er ekki því að þýðingarmeiri þáttur- inn af þessum tveimur sem nefnd- ur hefur verið, þ.e. aldur við fyrsta barnsburð hefur farið lækkandi síðastliðna öld ocr ætti hað að hafa leitt til þess að tíðni sjúkdómsins minnkaði fremur en ykist. Hitt atriðið, að barnafjöldinn skipti máli, stefnir frekar í hina áttina, þ.e. að meðal barnafjöldi kvenna á íslandi í dag er lægri en hann var fyrir einni öld en um það munar minna eins og áður var sagt. Þátturinn sem bundinn er barnafjöldanum er þýðingarminni en hinn.“ Krabbameinsskráin Á rúmum tveimur áratugum hafa verið skráð á tíunda þúsund illkynja æxli á íslandi. Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags ís- lands tók til starfa árið 1954 undir forstöðu Ólafs Bjarnasonar. Hrafn Túliníus núverandi yfirlæknir Krabbameinsskrár hefur sagt m.a. í Fréttabréfi um heilbrigðismál að tilgangurinn með skráningu á öllum krabbameinstilfellum sé að afla ítarlegra og áreiðanlegra upplýsinga um alla sjúklinga, sem greindir eru með illkynja æxli. betta er gert til þess að á því sé hægt að byggja nákvæmar rann- sóknir á útbreiðslu sjúkdómanna og veitir það ómetanlega hjálp við alls konar rannsóknir á krabba- meini eins og greint er frá hér að framan. — Leitarstarfsemi Framhald af bls. 51. Krabbameinsféiags íslands að taka upp þéttari brjóstaskoðanir og myndatökur í ríkara mæli en nú er gert, en þetta kostar aukið fjármagn. Þess skal getið, að á 12 ára tímabili 1965—1976 dóu alls 284 konur úr brjóstakrabbameini eða um 24 árlega. Athugun hefur verið gerð á legudagafjölda þess- ara sjúklinga og miðað við núver- andi daggjöld sjúkrahúsanna í Reykjavík reiknast okkur til að þær konur sem deyja úr brjósta- krabbameini kosti ríkið árlega um 60 milljónir kr. Sé árangurs að vænta af brjóstaskoðunum til fyrri greiningar á brjóstakrabba- meini, verður vart fundin vænlegri fjárfesting innan heilbrigðiskerf- isins. — Krabbamein 1... Framhald af bls. 51. sem byrji samlíf snemma og með mörgum sé hættara við legháls- krabba en öðrum. Þá er hærri tíðni hjá konum sem eiga mörg börn. Veirur geta einnig verið orsaka- þáttur og óhreinlæti. Mjög há tíðni á leghálskrabba er til dæmis meðal vændiskvenna. „Nunnur og konur sem lifa skírlífi eru að mestu leyti lausar við legháls- krabbamein. Af því hafa verið dregnar þær ályktanir að sjúk- dómurinn orsakaðist af smitun, sennilega af völdum veiru, sem bærist frá karlmanninum, segir m.a. í grein efir Guðmund Jóhann- esson yfirlækni leitarstöðvar krabbameinsfélagsins. Segir enn fremur í sömu grein að langvar- andi notkun pillunnar eða lykkj- unnar virðist ekki hafa áhrif á tíðni leghálskrabba. Að sögn dr. Gunnlaugs Snædal er leghálskrabbi mjög sjalegæfur hjá konum undir 25 ára aldri en algengastur hjá konum milli fertugs og sextugs. Það er erfiðara að greina legbolskrabba en leghálskrabba því hann á rætur lengra uppi í leginu og að sögn Gunnlaugs Snædal er hann tíðari hjá konum sem eiga fá eða engin börn. Þó telur Gunnlaugur varasamt að koma með slíkar yfirlýsingar því ein rannsóknin bendi á þetta og önnur hitt. Af þessum þremur tegundum krabbameins í móðurlífi er erfið- ast að greina krabbamein í cggjastokkum, Það er ekki hægt að greina með frumurannsóknum og æxlið þarf að vera búið að ná vissri stærð til að hægt sé að finna það með þreifingu. Segir Gunn- laugur að til séu margar tegundir af krabbameini í eggjastokkum og mjög ólíkar að gerð. Stuðli það að þeirri kenningu að sennilega sé krabbamein margir ólíkir sjúk- dómar. Við meðhöndlun krabba- meins í eggjastokkum eru yfirleitt báðir eggjastokkar fjarlægðir og geisla- sem lyfjameðferð notuð strax. Gunnlaugur gat þess að vonir stæðu til þess að krabdameinsgát- an yrði leyst áður en langt um liði og benti á það að fjármagninu sem lagt væri í krabbameinsrannsókn- ir mætti líkja við herkostnað stórveldanna. Fetar þú í fótspor Fileasar Fogg? Einhver áskrifandi Dagblaðsins gerir það áreiðanlega. Og ekki einn. Því sigurlaun í áskrif- endaleiknum okkar eru ferð fyrir tvo umhverfis jörðina á 30 dögum. Því ekki þú? Þá biða þín framandi stórborgir og furðulönd. London, Róm, Karachi, Bangkok, Manila, Hong Kong, Tokyo, Honolulu, San Fransisco og New York. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina og þið gistið á mörgum frægustu lúxushótelum heims, t.d. Royal Cliff hótelinu í Bangkok. Sértu áskrifandi nú þegar, þá ertu þar með þátttakandi í áskrifenda- leiknum. Gerist þú áskrifandi nú fyrir mánaðamótin verða tveir seðlar með þínu nafni í pottinum þegar dregið verður þann 20. ágúst. Tveir seðlar. Og símanúmer Dagblaðsins verður þú að muna: 27022 Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins. En fyrst er að gerast áskrifandi. Hringdu strax. Síminn er 27022. mmiADa Áskrifendasími 27022 SOKKAcÆ; * BUXUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.