Morgunblaðið - 25.06.1978, Page 13

Morgunblaðið - 25.06.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 45 „Vissulega hef ég meiri og meiri ánægju af því að stjórna, en það þýðir engan veginn að ég hafi í hyggju að yfirgefa píanóið,“ sagði Viadimir Ash- kenazy er Mbl. ræddi við hann í London á miðvikudag, en þá hafði Ashkenazy leikið með og stjórnað London Philharmonia á nokkrum tónleikum í og utan London. En Ashkenazy er í Englandi annarra erinda líka. André Previn á nú 10 ára starfsafmæli sem aðalstjórn- andi The London Symphony Auglýsingar í enskum blöðum um hitíðartón- leika vegna 10 ára starfs- afmælis André Previns sem aðalstjórnanda The London Symphony Orchestra og um tónleika Vladimirs Ashkenazys, par sem hann leikur með og stjórnar London Phil- harmonia. André Previn og Ashkenazy á há- tíðartónleikum þess fyrrnefnda ANDRÉ lOyears Principal Conductorof /*\ TheLondoi £ IH JSymphony Orchestra Anniversary Concerts at the Royal Festival Hall Sunday 18 June st 7.30pm André Prsvin cooductor »nd piaiio Sheila Anustiong, Jnnct Baker, RobertTear, The Boys oí St Cletuent Danes, London Symphooy Chonu Berlioz Ovorture'Les Francs Juges’ Mendelsaohn Piano Conecrto No 1 Britten Spring Symphony Tuesday M June at 8pm A Ptltr Stuyvnant Comeert AndréPrevin conductor, André Watta piano Ravel LsToaheaudeCoujpsrin RStrmoss Tod und Verklirung Brshma Piano Concerto No 3 Sunday SS June at7.30pm André Previn conductor Chopin Piano Concorto No 1 Mendelaaohn Syaphony No4 'ItaUan’ Tlckets £5-£1.10 froabozoáks (01-328 3191)sndususl agenta Michel Beroff, Jeanne Loriod, The LSO 8LSS117 (2-reoord aet) (S1 £7.96 Aakfcr tbenew André Prerinhrochure st your moord dealer ABHKENAZY SUlli !GT S CQNDUCTOR WITH Philharmonia SATURDAY 17JUMR,.t 730 3 i'Ainiiíny Confcrence Ceuliv Orchestra og í tilefni þess eru sérstakir tónleikar haldnir, þar sem meðal annars Vladimir Ashkenazy leikur með hljóm- sveitinni undir stjórn Previns. Vladimir Ashkenazy sagði Mbl., að að loknum þessum hátíðartónleikum myndi hann stjórna London Philharmonia á plötum fyrir Decca-fyrirtækið og í undirbúningi er mikil hljómleikaferð um Evrópu haustið 1979 þar sem Ashkenazy mun stjórna hljómsveitinni. Mbl. reyndi að ná tali af André Previn en annir hans eru slíkar, að ekki gat orðið af því. Aðstoðarmaður hans, Parot að nafni, sagði Mbl. að Previn væri nú upptekinn við hátíðartónleik- ana í sambandi við 10 ára starfsafmæli sitt hjá London Symphony Orchestra, en Ash- kenazy myndi leika með hljóm- sveitinni undir stjórn Previns á þremur slíkum tónleikum; í Cambridge, Redding og í London á sunnudag. Fyrir nokkrum dögum hófust sýningar í London á verki fyrir leikara og hljómsveit, sem André Previn er höfundur að ásamt leikritaskáldinu Tom Stoppard og sagði Parot, að I verkið hefði náð geysilegum vinsældum og væri sýnt fyrir fullu húsi tvisvar á kvöldi og væri ljóst að sýningar ættu eftir að standa lengi. Hljómplata með verkinu er að koma á markað og gerður hefur verið sjónvarps- þáttur um það. Þetta verk verður flutt í Bandaríkjunum síðar í sumar; í Fíladelfíu, í Kennedy-Center í New York og í Pittsburg og verður Previn vestanhafs af því tilefni, auk þess sem hann mun stjórna sinfóníuhljómsveitum í Boston og Pittsburg og leika á tónleik- um. Með haustinu tekur svo við hljómleikaferð um England með London Symphony Orchestra, hljómplötugerð fyrir EMI og BBC ráðgerir að gera þrjá sjónvarpsþætti um Previn og London Symphony Orchestra auk þess sem Previn hefur verið boðið að standa fyrir sérstökum tónlistarþætti í sjónvarpinu á jólum. Þannig sagði Parot að Previn hefði meira en nóg fyrir stafni og kæmist hann þó engan veginn yfir að sinna öllum þeim tilboðum sem hann fær. íslandskynning á Cloucester-hótel- inu í Lundúnum ísland hefur verið sérstaklega tekið á dagskrá hjá Gloucester hótelinu í Lundúnum að undan- förnu og hefur þar verið fáanleg- ur matur. framleiddur úr íslenzku hráefni og nýleg kvikmynd „They should not call Iceland — Iceland“ hefur verið sýnd í innanhússsjónvarpi hótelsins átta tíma á dag. Þegar gestir hótelsins, sem vanalega eru um það bil eitt þúsund talsins, skrá sig til dvalar fá þeir í hendur bækling þar sem Magnús Magnússon hefur ritað nokkur orð um myndina og í matseðli þar sem skráðir eru íslenzku réttirnir ritar hann nokk- ur orð um landið, bendir á hversu ungt það sé og greinir í örstuttu máli frá því helzta sem máli skiptir. Þessi íslandsherferð Cloucest- er-hótelsins hefur verið skiiulögð í samvinnu við skrifstofu Flugleiða í London, en hótelið er vinsælt af viðskiptamönnum sem dveljast í borginni og þangað liggur einnig vaxandi straumur Islendinga. Nefnd skipuð til að undirbúa ár bamsins Morgunblaðinu barst fyrir skömmu eftirfarandi frétt frá menntamálaráðuneytinui Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1979 skuli verða „ár barns- ins“ þ.e. sérstaklega helgað málefn- um sem varða velferð barna. Sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar mun menntamálaráðuneytið hafa með höndum framkvæmd málsins hér á landi og verður haft samstarf um það við utanriksiráðuneytið, önnur ráðuneyti og aðra aðila. Hefur verið skipuð nefnd til þess að fjalla um málið. Eiga sæti í henni Halla Bergs, sendiráðunautur, til- nefnd af utanríkisráðuneytinu, Jón- ína Baldvinsdóttir, kennari, sam- kvæmt tilnefningu Sambands ísl. grunnskólakennara, Margrét Páls- dóttir, formaður Fóstrufélags ís- lands, samkvæmt tilnefningu Kven- félagasambandsins og Svandís Skúladóttir, fulltrúi í menntamála- ráðuneytinu, skipuð án tilnefningar og jafnframt formaður nefndarinn- ar. Fyrirhugað er að efna til ráð- stefnu á næstunni um málefni „barnaársins." Leiðrétting í VIÐTALI við Adolf Berndsen oddvita á Skagaströnd í Mbl. 23/6 var farið rangt með tölur um kostnað við hafnargerð. Var sagt að framkvæmdir kostuðu milli 70 og 80 milljónir en átti að vera 170—180 milljónir og er beðið velvirðingar á þessu ranghermi. Nwrum við búnir að breyta og bæta aðstöðu, ruvST og starfslið málningardeildar okkar, til þess að ða þig við að byggja, breyta eða bæta þína aðstöðu. Lítið inn sjón er sögu rikari lnmgar,v,©f.ur Nýr verslunarstjóri Garöar Guðmundsson Sími 82444 Grensásvegi 18, Hreyfilshúsinu itÉiHí i 31 |^H |HPIi . A ... ■•.A’v 5 í'v. > • , • ; O'-í-r > í :* Lvi «ífs \ V!&\: - jK§5* ' S k’’ ' - Mi'hii ■ W V Á uri|: Lt W: '•v, Pir- R 1 i-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.