Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 51 Leitarstarfsemi Krabbameinsfélags Krabbameinsleit hefur frá upp- hafi verið snar þáttur í starfsemi Krabbameinsfélags Islands. í sam- fleytt 14 ár, eða síðan 1964, hefur Krabbameinsfélag íslands og deildir þess víðs vegar um land haldið uppi reglubundnum skoðun- um hjá konum í leit að krabba- meini í legi og eggjakerfum og síðan 1973 einnig í brjóstum. Þessar skoðanir voru fyrstu árin bundnar við Reykjavík og ná- grenni, en síðan 1969 hafa þær verið framkvæmdar um land allt. Á Akureyri og í Reykjavík hafa þessar skoðanir verið stöðugt í Árleg tíðni leghálskrabbameins á íslandi 1955-1977 miðað við 100.000 konur. (Nú eru um 110.000 konur í landinu). gangi, en annars staðar á landinu hafa þessar skoðanir verið fram- kvæmdar reglulega annað hvert ár. I heild hefur þátttakan verið góð. Þannig hefur á aldrinum 15—70 ára verið skoðaður 80—90% minnst einu sinni. Hins vegar er enn nokkur fjöldi kvenna sem aldrei hefur mætt til skoðun- ar. Til þess að þessar skoðanir veiti tilætlað öryggi er æskilegt að konur mæti annað hvert ár. Af um 40 þúsund konum á aldrinum 25 til 60 ára hafa síðustu árin verið skoðaðar um 13 þúsund árlega þar af rúml. 1.000 sem eru í reglu- bundnu eftirliti vegna minnihátt- ar breytinga sem ekki hafa gefið tilefni til meðferðar þegar í stað. Meðfylgjandi tvær myndir sýna annars vegar árlega tíðni og hins vegar árlega dánartölu af völdum leghálskrabbameins miðað við 100.000 konur. Nú eru í landinu um 110 þúsund konur. Þessar tíðnitöl- ur taka yfir 23 ára tímabil, eða frá 1955, og er þeim skipt í fjögur fimm ára tímabil nema síðustu árin 75 og 76 sem eru tekin sér og svo loks árið 1977. Tíðnin var mest fyrstu fimm árin eftir að hópskoð- anirnar hófust 1965—1969. Komst á árinu 1968 upp í 34 konur greindar með leghálskrabbamein, en á síðasta ári voru aðeins 3 konur greindar með legháls- krabbamein. Mynd nr. 2 sýnir á sama hátt dánartölur af völdum legháls- krabbameins á íslandi þessi 23 ár. Islands Dánartíðnin jókst fyrstu fimm ár hópskoðana og var hæst árið 1969, en það ár dó 21 kona af völdum þessa sjúkdóms. Á síðasta ári dóu aðeins 2 konur á öllu landinu af völdum leghálskrabbameins. Á þessu má sjá, að árangur hópskoð- ana varðandi leghálskrabbamein hefur orðið það augljós að tölvu- fræðilegir útreikningar verða raunar óþarfir og það er ekki sennilegt að við náum öllu lengra á þessu sviði. Við getum þó ekki hætt þessum skoðunum til þess að viðhalda þessum árangri, en áformuð er endurskipulagning Árleg dánartíðni leghálskrabba- meins á íslandi 1955—1977 miðað við 100.000 konur> Dr. Gunnlaugur Snædal innkallanna með hliðsjón af lækk- andi tíðni við endurteknar skoðan- ir. Þó nokkuð hafi sýnilega áunnist við greiningu á öðrum illkynja sjúkdómum í kynfærum kvenna, eins og eggjakerfum og legbol, þá er hann hvergi nærri eins áþreif- anlegur. Brjóstakrabbamein Brjóstakrabbamein er algeng- asti illkynja sjúkdómur hjá ís- lenskum konum og tíðni eða nýgengi þessa krabbameins farið ört vaxandi á undanförnum árum. Mynd nr. 3 sýnir heildartíðnitölur yfir brjóstakrabbamein á íslandi síðustu 13 árin. Eins og sjá má hefur tíðni sjúkdómsins aukist mjög verulega síðustu árin, sér- staklega síðan 1973. Það ár var brjóstaskoðun tekin upp sem fastur liður í hópskoðunum. Frá árinu 1973 var með samvinnu Krabbameinsfélags Islands og Röntgendeild Landspítalans tekn- ar brjóstamyndir af 2000 konum 35 ára og eldri sem mætt höfðu til skoðunar í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins í Reykjavík. I þessum hópi 2000 kvenna voru greindar 13 konur með krabba- mein í brjóstum. Ekki var talið fýsilegt að halda áfram að mynda allar konur sem komu til skoðunar á þessum aldurshópi og hefur síðan 1975 aðeins verið myndaður þær konur sem að fundist hefur eitthvað athugavert við eða taldar hafa verið til áhættuhópa. Á þessum fimm árum, þ.e.a.s. frá 1973, hafa verið' greindar við hópskoðanir 72 konur með krabba- mein í brjóstum og voru þær flestar á síðasta ári eða 22 af þeim 76 sem þá voru greindar á öllu landinu. Sé litið á þessa tölu, 22 konur, sem er 29% af heildarfjölda greinum á öllu landinu, má þetta heita góður árangur þegar það er haft í huga að árlega er ekki skoðaður nema um þriðjungur allra kvenna á áhættualdri fyrir brjóstakrabbamein. Auka þarf leit að brjóstakrabbameini Við teljum líklegt að með auknum brjóstaskoðunum og brjóstamyndatökum mega reyna fleiri brjóstakrabbamein á byrjun- arstigi. Hinn mikli og vaxandi fjöldi af brjóstakrabbameinum sem nú eru greind árlega gerir það nauðsynlegt að leggja ríkari áherslu á greiningu þessa sjúk- dóms. Það er eitt af áformum Framhald á bls. 62. Fjöldi brjóstakrabbameina á íslandi 1955-1977 □ Heildarfjöldi á öllu landinu 5REINDAR VIÐ HÓPSKOÐUN Umkrabba- mein í brjóstum og móðurlífi Deyr á annað þúsund kvenna úr brjóstkrabba fyrir næstu aldamót? Sú staðreynd að tíðni brjóstakrabba hefur stóraukist á íslandi undanfarna áratugi og er nú algengasti illkynja sjúkdómur hjá íslenzkum konum eða um tuttugu prósent af illkynja æxl- um kvenna, sýnir fram á að þetta er ekki aðeins vandamái viðkom- andi hcldur þjóðfélagslegt vanda- mál, haldi sama þróun áfram. I meðferð brjóstakrabba hefur að sögn dr. Gunnlaugs Snædal náðst svipaður árangur hérlendis og hjá öðrum þjóðum. Um sextíu prósent tilvika læknast að fullu og hjá þeim sem ekki læknast fylli- lega er oft um töluverða lengingu á lífsskeiði að ræða miðað við fyrri tíma. Um níutíu prósent æxla í brjóstum eru þó góðkynjuð, sam- kvæmt þeim sýnum sem rannsök- uð hafa verið á rannsóknastofu Háskólans. Staðfestir hnútar úr brjóstum eru alltaf fjarlægðir jafnskjótt til að taka af allan vafa, að sögn dr. Gunnlaugs, og sé um krabbamein að ræða er brjóstið í heild nánast undantekningarlaust fjarlægt. Brjóstakrabbi byrjar oftast sem eymslalaus og einkennalaus hnút- ur í brjósti sem fer smástækkandi. í flestum tilfellum eru það kon- urnar sjálfar sem greina hnútinn, að sögn Gunnlaugs en krabba- meinsfélögin hafa til margra ára dreift bæklingum um sjálfskoðun brjósta til að stuðla að fyrri greiningu. Leiti konan nógu snemma til læknis eða nálægrar leitarstöðvar aukast möguleikar á því að koma í veg fyrir að útsæði breiðist víðar um líkamann. En brjóstakrabbi getur myndað mein- vörp í öllum líffærum þegar lengra líður. Yfirleitt er geislameðferðjnni beitt strax að lokinni skurðaðgerð sem og lyfjameðferð en lyfin eiga að auka líkur á því að útsæði dreifist ekki víðar eða að aftur- hvarf verði á sjúkdómnum. En fylgjast verður með krabbameins- s ævilangt. Þó nokkrum árangri hefur verið náð með notkun lyfja að sögn Gunnlaugs og eftirlit með sjúklingnum er miklu strangara en áður og lyfjameðferð gjarnan hafin strax að lokinni fyrstu meðferð. Þá segir hann að um fimm til tíu prósent fleiri konur læknist af brjóstkrabba nú en fyrir áratug. Um orsakir brjóstkradba segir dr. Gunnlaugur Snædal en hann skrifaði doktorsritgerð um brjóst- krabba á Islandi, að ekki sé mikið vitað en tíðni hjá konum sem eiga fá eða engin börn sé hærri en hjá hinum. Segir hann ástæðuna geta verið meðgönguhormóninn eða brjóstagjafir sem veiti konum einhverja vernd, eða hafi hagstæð áhrif. Bendir hann til dæmis á minnkandi fæðingartíðni meðal íslenzkra kvenna, sem er nú 2,4 börn á konu og er helmingsfækkun frá 1920. Segir Gunnlaugur þó að varlega þurfi að fara með allar slíkar yfirlýsingar því svo stórar tölur þurfi til að gefa marktækar niðurstöður. Aðspurður um hvort pillan gæti verið orsakavaldur eins og margir hafa velt fyrir sér segir Gunnlaug- ur að ekkert slíkt hafi sannast, og skoðanir hafi komið fram bæði með og móti pillunni viðkomandi brjóstkrabba. Þá bendir hann einnig á þá ástæðu að aukning á brjóstkrabba sé háð betri og nánari greiningu á skýrslum en áður. Auk þess nái fleiri konur hærri aldri en áður en brjóstkrabbi fari vaxandi með auknum aldri. Fyrsta tilfellið af brjóstkrabba sem Gunnlaugur segir að hafi verið skýrt frá er í Skarðsannál frá 1625: ... andaðist sú sæmdar- kvinna Ragnheiður Sigurðardóttir í Glaumbæ 4. í jólum úr brjóst- meini. Þá segir Gunnlaugur í riti um brjóstkrabba á íslandi frá upphafi til 1910: Tveggja kvenna geta annálar sem önduðust úr meinsemdum í brjósti sem líklega hefur verið krabbamein. Frá annarri er sagt í Vallaannál. Er hún að vísu alþýðukona, en um hana er þarna rofin þögnin, sem annars ríkir um banamein alþýðu- fólks, vegna þess að hún var móðir tveggja systra í Vestmannaeyjum er sakaðar voru um morð. Hún hét Guðrún og dó vorið 1694 af brjóstmeini illu og óvenjulegu, er sagt var að hún hefði fengið snögglega. Sjálfsagt er þarna meint að meinið tók að valda vanlíðan og þrautum, en það hefur verið byrjað löngu fyrr. Krabbamein í móðurlífi Þrjár tegundir af krabbameini í móðurlífi eru algengastar — leghálskrabbi, legbolskrabbi og krabbamein í eggjastokkum. Skipulagðar hópskoðanir á leg- hálskrabbameini hafa leitt til verulegrar fækkunar dauðsfalla og á síðasta ári fundust aðeins þrjú tilfelli, þar af tvö hjá konum, sem ekki komu í skoðun. Áður voru tilfellin að meðaltali 20—30 á ári. Leghálskrabba er tiltölulega auðvelt að greina strax með frumurannsóknum og er starfsemi leitarstöðva krabbameinsfélagsins farin að vekja athygli víða erlendis fyrir fráæran árangur á þessu sviði. Að sögn Gunnlaugs Snædal eiga frumubreytingar sé stað löngu áður en æxlið myndast og frumur á yfirborðinu sem hægt er að rannsaka áður en æxlisvöxtur byrjar gerir það kleift að hægt er að koma fyllilega í veg fyrir leghálskrabbamein. Um orsakir er euki vitað mikið en Gunnlaugur bendir á að konur Framhald á bls. 62. Leghálskrabbamein á byrjunar- stigi Leghálskrabbamein vaxið inn í blöðru og endaþarm (myndirnar eru úr fréttabréfi um heilbrigðismál).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.