Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 37 Innlendir orkugjafar; Virkjaður jarðvarmi hefur aukist um 50% ákjörtímabiiinu Er nú um 520 MW eða 100 MW meiri en virkjað vatnsafl Sogsvirkjana, Búrfells og Sigöldu samanlagt. Sparar þjóðfélaginu marga milljarða í gjaldeyri árlega og heimilum verulegar fjárhæðir Ef undan er skilið frumkvæði borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, er hita- veita var lögð til Reykjavíkur, hafa aldrei fyrr í sögu þjóðarinn- ar verið stigin stærri skref til virkjunar jarðvarma, einkum til húshitunar, en á þvi kiörtímabili sem nú er að líða. I því efni kemur Hitaveita Reykjavíkur enn við sögu. í samvinnu við viðkom- andi sveitarfélög hefur hitaveitan fært út þjónustusvæði sitt til Garðabæjar, Kópavogs og Hafn- arf jarðar á þessu kjörtímabili, en Mosfellshreppur hefur notið hita- veitunnar frá stofnun hennar. Hitaveita Reykjavíkur er nú mæld í megavöttum um það bil 430 MW. Til samanburðar má geta þess að allt virkjáð vatnsafl Landsvirkjunar er nú 400 MW (Sogsvirkjun 90, Búrfell 210, Sigalda 100). Húshitunarkostnað- ur á þessu svæði er verulega lægri en þar sem olía er nýtt til húshitunar. Hitaveita Reykjavík- ur, hefur því stórbætt fjárhags- stöðu heimila á þjónustusvæði sínu, miðað við það sem verið hefði án tilkomu hennar og miðað við það sem er víða annars staðar á landinu. Gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðina nemur og milljörð- um króna á ári hverju. Þá má nefna Hitaveitu Suður- nesja, sem lög voru sett um á þessu kjörtímabili, og komin er vel á veg i framkvæmd og þjónustu. Hún verður um 100 MW fullbúin. Stofnkostnaður hennar er talinn verða milli 7 og 8 milljarðar króna en hún sparar yfir 1 milljarð á ári í gjaldeyri, auk hagkvæmni fyrir byggðir og íbúa Suðurnesja. Hitaveituframkvæmdum er ým- ist lokið eða að þeim unnið á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Siglufirði, Blönduósi, Suðureyri, Vestmannaeyjum. Stækkun hita- veitna er fyrirhuguð á Sauðár- króki, Ólafsfirði, Dalvík, Hvera- gerði og Selfossi. í undirbúningi eru hitaveitur á eftirtöldum stöð- um: Akranesi, Borgarnesi, Hvann- eyri, Egilsstöðum, Lagarfelli, Þor- lákshöfn og efalítið víðar. Þá er unnið að áætlun fyrir Álftanes með nýborun eða tengingu við Reykjavík. I dag er talið að virkjaður jarðvarmi til húshitunar, í landinu öllu, sé á bilinu 510 til 520 MW. Þar af hafa milli 170—180 MW bætzt við á líðandi kjörtímabili (frá 1973), sem er 50% aukning og % virkjaðs jarðvarma. Þegar þess er gætt að Sigölduvirkjun er 100 MW má ljóst vera, hve stór sú viðbót er, sem náðst hefur í hitaveituframkvæmdum á kjör- tímabilinu. Jarðhitaleit og rannsóknir hafa og verið stórauknar. Tveir jarðbor- ar voru keyptir til viðbótar þeim, er fyrir voru, og markar annar þeirra, Jötunn, tímamót í jarðhita- leit hérlendis, þar eð hann nær niður á 3.6 km dýpi. Hinn borinn, Narfi, nær niður í 1.8 km og hefur reynst bæði handhægur og af- kastamikill. Staðir, sem verið er að rannsaka líkur á öflun jarð- varma til hitaveitna, eru m.a: Hella, Hvolsvöllur, Eyrarbakki, Stokkseyri, Grundarfjörður, Stykkishólmur, auk ýmissa staða á Vestfjörðum. Liðsmenn B.G.-flokksins, aftari röð f.v.i Svanfríður Arnórsdóttir (söngur), Ólafur Guðmundsson (söngur og gítar), Ingibjörg G. Guðmundsdóttir (söngur). Fremri röð f.v.i Karl Geirmundsson (gítar), Rúnar H. Vilbergsson (trommur), Samúel Einarsson (bassi) og Baldur Geirmundsson (hljómborð og saxófónn). B.G. frá ísafirði í ferð um landið NÚ í sumar mun hljómsveit- in B.G. frá ísafirði skemmta landsmönnum á ný eftir nokkurt hlé. Nafni hljóm- sveitarinnar hefur verið breytt úr B.G. og Ingibjörg í B.G.-flokkurinn. Fyrsti dansleikurinn, sem hljómsveitin leikur á í sumar, verður í Hnífsdal 30. júní. Síðan ætlar flokkurinn að ferðast vítt og breitt um landið. Framkvæmdastjóri og umboðsmaður hljómsveit- arinnar er Karl Geirmunds- son. Jurtabók AB Fuglabók AB Fiskabók AB Fiskar og fiskveiðar 2. útgáfa endurbætt Bók þessi kom fyrst út í Danmörku árið 1964 en hefur síðan verið gefin út í ýmsum löndum, enda hefur hún vakið verðskuldaða athygli, fyrir fjölbreytilegan texta, fallegar myndir og vandaðan frágang. Islenzk ferðaflóra 2. útgáfan aukin og endurbætt. Handhæg bók í göngu og fjallaferðir. Almenna bókafélagið Austurstræti 1S. Bolholti 6. sími 19707 sími 32620 Fuglar Islands og Evrópu 3. útgáfan. í bók þessari er fjallað um alla fugla íslands og auk þess alla fugla Evrópu, vestan Rússlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.