Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Vinsældalistar og fréttir ðr poppheiminum.... Mick Jagger Vinsœldalistar EINS og fyrri daginn eru John Travolta og Olivia Newton-John í efsta sæti vinsældalistans í Bretlandi og þau láta ekki þar við sitja heldur eru einnig ofarlega á blaði í Hollandi, Hong Kong og Bandaríkjunum. Bee Gees láta heldur ekki sitt eftir liggja í þessum málum, þeir eru með tvö lög á listanum í Vestur-Þýzkalandi, eitt lag í Hong Kong og eitt í Bandaríkjunum, ,auk þess sem Andy Gibbs flytur lagið sem er í efsta sæti listans í Bandaríkjunum. Amsterdam 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M. 2. (5) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John.. 3. (4) Lady McCorey — Band Zonder Naam 4. (7) If you can’t give me love — Suzi Quatro 5. (12) Miss you — Rolling Stones 6. (3) Substitute — Clout (10) The Golden years of rock’n’roll — Long Tall Ernie 8. (6) Night fever — Bee Gees 9. (8) Met de vlam in de pjip — Henk Wijngaard 10. (13) Presence dear — Blondie Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonn 1. (1) Rivers of Babylon — Boney M 2. (4) Night fever — Bee Gees 3. (2) Stayin’ alive — Bee Gees 4. (3) Take a chance on me — ABBA 5. (13) Oh Carol — Smokie 6. (14) Follow me, follow you — Genesis (7) Runaround Sue — Leif Garrett 8. (6) If you can’t give me love — Suzi Quatro 9. ( —) Eagle — ABBA 10. (9) Follow me — Amanda Lear Tvö lög jöfn í sjötta sæti. London 1. (1) Yoúre the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 2. (2) Rivers of Babylon — Boney M. 3. (10) Miss you — Rolling Stones 4. (5) Annie’s song — James Galway 5. (11) Smurf song — Father Abraham 6. (4) Davy’s on the road again — Manfred Mann's Earth Band (13) Oh Carol — Smokie 8. (9) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand 9. (20) Making up again — Goldie 10. (3) Boy from New York City — Darts Tvö lög jöfn í sjötta sæti. New York 1. (1) Shadow dancing — Andy Gibb 2. (2) Baker street — Gerry Rafferty 3. (5) It‘s a heartache — Bonnie Tyler 4. (3) You're the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 5. (4) Too much, too little, too late — Johnny Mathis og Deniece Williams 6. (9) Take a chance on me — ABBA (7) Feels so good — Chuck Mangione 8. (8) Love is like oxygen — Sweet 9. (11) Two out of three ain‘t bad — Meat Loaf 10. (10) Because the night — Patti Smith Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Einn kemnr þáannar fer FYRIR skömmu var til- kynnt hver taka muni sæti gítarleikarans Terry Kath í bandarísku hljómsveitinni Chicago, en Kath lézt fyrr á þessu ári. Eftirmaður Kaths heitir Donny Dacus og hefur hann leikið tals- vert með Boz Scaggs og Stephen Stills. Dacus verð- ur á næstu hljómplötu Chicago, sem búizt er við að komi út í sumar, en upptök- ur á plötunni hófust fyrir skömmu. Knattspyrnan og rokkstjörnurnar Peter Frampton — meðeigandi í bandarísku knattspyrnu- félagi. ÞAÐ hafa alla tíð verið sterk bönd sem tengja saman knatt- spyrnu og rokk-tónlist. Hvor tveggja dregur að sér fjölda áhorfenda, knattspyrnu- og rökkstjörnur eru þekktar um allan heim og slagsmál og ofbeldi á áhorfendapöllum eru ekki óalgeng sjón á knatt- spyrnuleikjum og rokktónleik- um í Bretlandi og Bandaríkjun- um. En nú eru tengslin milli knattspyrnu og rokktónlistar sterkari en nokkru sinni fyrr og er ástæðan þess sú að æ fleiri rokkstjörnur eru farnar að hafa gaman af knattspyrnu og láta þær þá gjarnan nokkurn hluta af fjármunum sínum renna til uppáhaldsknattspyrnufélags síns. Elton John, píanósnillingur- inn góðkunni, var fyrsta rokk- stjarnan sem keypti sig inn á félag, ef svo má aö orði komast. Hann er mikill aðdáandi knatt- spyrnufélagsins Watfords, sem lék í fjórðu deildinni í Englandi, en vann sig upp í þriðju deild nú í vor. Er velgegni Watfors þökkuð því hve Elton John var óspar á að veita félaginu fé auk þess sem áhugi hans kann að hafa reynzt þungur á metunum. En sú rokkstjarna sem kunn- ust er fyrir áhuga sinn á knattspyrnu er án efa Rod Stewart. í æsku hafði hann. mikinn áhuga á rokktónlist og knattspyrnu og langaði til að reyna sig á öðru hvoru sviðinu. Hann valdi knattspyrnu og skrifaði undir samning með fjórðu deildar félaginu Brent- ford. Stewart uppgötvaði hins vegar eftir dálítinn tíma, að hanp hafði ekki þá hæfileika sem þarf til að verða góður knattspyrnumaður og sneri hann sér þá að rokktónlistinni. Áhugi rokktónlistarmanna á knattspyrnu og samt ekkert undarlegur. í Bretlandi eru knattspyrna og rokktónlist helztu áhugamál unglinga og það er draumur næstum hvers einasta unglings að verða þekkt- ur knattspyrnumaður eða þekkt rokkstjarna. Þetta er ástæðan fyrir því að Rod Stewart flýgur hálfan hnöttinn á enda til að horfa á landslið Skotlands keppa og Elton John flýgur frá Los Angeles til Englands um hverja helgi til að horfa á lið sitt, Watford, leika. Nýlega var stofnað í Banda- ríkjunum nýtt knattspyrnu- félag, „Philedelphia Fury“, og eigendur þess félags eru engir aðrir en Mick Jagger, Peter Frampton, Rick Wakeman og Paul Simon. Meðal áhorfenda á fyrsta leik félagsins voru heldur ekki neinir aukvisar eða James Taylor, Bruce Springsteen og Eric Clapton. Annað félag í Bandaríkjun- Jefí Lynne hefur hug á að komast að hjá Birmingham City. um, Cosmos, fær einnig veruleg- an hluta fjár síns úr rokktón- listarheiminum og er það hljóm- plötufyrirtækið Atlantic Records sem fjármagnar það félag. Haft er fyrir satt að Jeff Lynne, einn meðlima Electric Light Orchestra, hafi reynt að kaupa sig inn í enska knatt- spyrnufélagið Birmingham City, en Lynne er góðkunningi Trevor Francis, skærustu stjörnu Birmingham. Að endingu er rétt að benda á það að rokktónleikar eru iðulega haldnir á knattspyrnu- völlum í Bretlandi og nægir í því tilfelli að nefna hljómleika þá sem verða í sumar á heimaveili Charlton Athletic í London. Meðal hljómsveita sem fram koma á þeim hljómleikum eru Rush, Blood Sweat and Tears, Bachman Turner Overdrive og Elvin Bishop Band auk þess sem Lou Reed mun einnig leika á hljómleikunum. Já, tengslin milli knattspyrnu og rokktón- listar eru ótvíræð og sterk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.