Morgunblaðið - 29.06.1978, Side 17

Morgunblaðið - 29.06.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 17 Karólína prinsessa afMónakó ÞEGAR Karólína Grimaldi prinsessa af Mónakó fæddist 23. janúar 1957 var tuttugu og einu fallbyssuskoti hleypt af í heiðursskyni í hallargarðinum, og gestir í spilavítum borgar- innar skáluðu fyrir hinu nýfædda barni hinum nýja erfingja furstadæmisins, en Grimaldiættin hefur verið þar við völd frá því 1297. Talar 4 tungumál Eftir að Karólína náði skóla- aldri var hún í fyrstu í einka- tímum á heimilinu, en síðan í klausturskóla í borginni. Hún fékk þann vitnisburð frá kennurunum þar að hún væri „bráðvelgefin, opinská og af- skaplega forvitin". Frönsku, ensku, spönsku og þýzku talar þjónaverkfalli á ströndinni tók hún sig til og kastaði bol yfir sundfötin og þjónaði til borðs í kaffihúsi, og fékk jafnvel þjórfé fyrir vikið hjá ferðamönnum, sem ekki höfðu hugmynd um hvaða frægðarkona var þarna á ferð. Blaðamatur Þegar hún snéri sér að námi í París í heimspeki og barna- sálarfræði, var hún mikið um- töluð í dagblöðum þar og m.a. gjarnan kölluð fallegasta prins- essan í Evrópu. Hvert hennar skref var blaðaefni, en haft er eftir föður hennar á þeim tíma að hún vildi helzt af öllu fá að hegða sér eins og aðrir hafa rétt til. „Við höfum reynt að gera henni grein fyrir að það geti Flest heimsblöðin flytja nán- ar fréttir af prinsessunni og brúðkaupinu i Mónakó og segja gjarnan frá því 6 þennan hátti „Einu sinni var yndisleg, litil prinsessa ást- fangin af myndariegum manni af borgaraættum, sem var sautján árum eldri en hún, og ákvað að giftast honum — þrátt fyrir and- stöðu foreldra sinna". hún reiprennandi. Hún lærði á píanó og hljóðpípu og varð mikil sundkempa, góður reiðmaður og svo góður tennisleikari að þeir sem vit höfðu á sögðu að með meiri þjálfun væri hún efni í atvinnumann. Frístundum sín- um eyddi hún að miklu leyti í dýragarðinum hjá ljónsungan- um Elsu sem henni var gefinn af þýzkum ljónatemjara. Hún var ærslafull og lífleg sem krakki. Þegar hún var 7 ára við brúðkaup í fjölskyldunni sópaðist fjöldi ljósmyndara að bifreið hennar til að mynda dóttur Grace Kelly. „Hér er hún, prinsessa Karólína" hrópaði hún og ýtti frænku sinni Gracie LeVine fram fyrir linsurnar. „Karólína var alltaf sem ein í hópnum. Hugsaði lítið um fatn- að og hegðaði sér aldrei sem einhver primadonna" er haft eftir frænda hennar Jack Kelly. í Mónakó var hún heldur ekki litlaus brúða. Einhvern tíma í „Hún hefur aldrei hegðað sér eins og einhver prima donna" — segir frœndi hennar Þeir sem þekkja Karólínu persónu- lega segja að hún hafi aldrei verið litlaus og leioinleg. hún ekki, því fólk fylgist með hverju hennar fótmáli, og hún fær á sig slæmt orð“. Faðir hennar átti í málaferlum sem hann vann gegn brazilískum kvennamanni í París, sem lýsti því yfir í sjónvarpi að hann hefði haft mjög náin kynni af prinsessunni í eina tíð. Miklar vonir voru við það bundnar um tíma að leiðir Karólínu og Karls Bretaprins gætu legið saman. Þegar ljóst var að ekki yrði af því, komst sú saga á kreik að furstahjónin óskuðu einskis heitar en að fá prinsinn af Lúxemborg fyrir tengdason. — En fyrir tveimur árum vann Philippe Junot hug og hjarta prinsessunnar á diskóteki í París, en hann er sautján árum eldri en hún, hann var 36 ára og hún nítján. Móðir hennar reyndi hvað hún gat til að hafa áhrif á dóttur sína að hugsa betur sinn gang og tók hana með sér til Bandaríkjanna í þeim tilgangi. En Karólína sigraðist á andstöðu foreldra sinna og var trúlofun hennar og Junot tilkynnt í ágústmánuði í fyrra. Hann er fjármálamaður og starfandi í París og hefur haft það orð á sér í heimalandi sínu að vera ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Brúðkaupið ekki eins og foreldranna Karólína féllst á það að bíða með giftinguna þar til hún næði 21 árs aldri og hefði lokið námi, og brúðkaupið var ákveðið í júní næsta ár. Síðustu dagana fyrir brúð- kaupið var hún önnum kafin í prófum og skylduverkefnum. í síðustu viku flutti hún ræðu hjá Þegar furstahjónin af Mónakó giftu sig fyrir tuttugu og tveimur árum stóð allur heimurinn á öndinni, en Grace Kelly sór þess eið að slikt skyldi ekki endurtaka sig þegar dóttir hennar gifti sig. UNESCG, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, um efnið „Hvers konar veröld er það sem við látum börnunum okkar eftir“, en hún er formaður Mónakónefndarinnar varðandi Alþjóðlega barnaárið 1979. Hátíðahöldin vegna brúð- kaups Karólínu og Junots mun standa í þrjá daga og líkjast ekki að neinu leyti veizluhöldun- um við brúðkaup föður hennar og Grace Kelly fyrir 22 árum þegar allur heimurinn stóð á öndinni yfir glæsileikanum, sem Grace gat sjálf ekki rætt um næsta árið á eftir. „Við viljurn ekki endurtaka þá atburði" sagði hún í blaðaviðtali og hló lágt. Framtíðarheimili brúð- hjónanna verður í París. Allur klæðnaður þeirra mæðgna við brúðkaupið er frá Dior-tízku- húsinu í París.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.