Morgunblaðið - 30.06.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjórí
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Hvernig er ástandið
1 skólum landsins?
A* síöustu 10 árum eöa svo hafa staöið yfir viöamiklar
breytingar í skólakerfi landsins. Þetta breytingatímabil
hófst á síðustu árum Viöreisnarinnar og hefur staöið yfir
samfellt síöan. Upphaf þessara breytinga var gagnrýni, sem
fram kom á skólakerfiö, ekki sízt hér í Morgunblaöinu.
Gagnrýni þessi beindist aö mörgum þáttum skólakerfisins,
m.a. þeim, aö skólakerfiö væri of lokað, of takmarkaöur
hópur æskufólks heföi tækifæri til þess aö ganga
menntaveginn eins og skólakerfiö var þá upp byggt. Þessi
gagnrýni fékk mjög almennan hljómgrunn og leiddi til þess
aö miklar breytingar hafa verið geröar á skólakerfinu síöan.
Nú er um áratugur liöinn frá því aö þessar umræöur
hófust. á síöum Morgunblaösins og tímabært aö nýtt mat
veröi lagt á skólastarfiö og þær breytingar, sem unniö hefur
veriö aö á þessu tímabili. Margar spurningar vakna. Hefur
skólakerfiö veriö opnað of mikiö? Eru of litlar kröfur geröar
um námsárangur — meö sama hætti og kannski voru
geröar of miklar kröfur fyrir 10 árum? Er agaleysi í skólum
landsins oröiö vandamál, sem smátt og smátt breiðist út
til annarra þátta samfélags okkar? Er kennslu í nokkrum
námsgreinum, ekki sízt þjóöfélagsfræöi og nútímasögu og
jafnvel nútímabókmenntum, háttaö á þann veg, aö um
augljósa pólitíska misnotkun sé aö ræöa? Þessar
spurningar og margar fleiri vakna, þegar umræður hefjast
um skólakerfiö og leitazt er viö aö leggja mat á þær
breytingar, sem unniö hefur veriö aö undanfarin ár. Það er
mjög almenn skoöun foreldra og skattgreiöenda, aö
skólakerfiö sé komið úr böndum, aö breytingarnar hafi
mistekizt og leitt til verra ástands en var áður en
breytingatímabiliö hófst. Þaö er útbreidd skoðun meöal
foreldra, aö í framhaldsskólum landsins sé um mjög
almenna misnotkun aöstööu aö ræöa í kennslu í sumum
námsgreinum og aö vinstri sinnaðir kennarar noti tækifæriö
til þess að halda uppi pólitískri innrætingu. Þaö er mjög
almenn skoðun skattgreiöenda, aö skólakerfiö sé orðiö aö
alltof stóru bákni, sem kosti of mikið fé samanboriö viö
þann árangur sem þaö skili. Þaö er mjög almenn skoöun
foreldra, aö gæöum þeirrar menntunar, sem börn og
unglingar hljóta í skólum landsins, sé ábótavant.
Auövitaö er hér um alhæfingar aö ræöa. Auövitaö skara
sumir skólar fram úr öörum. Enginn vafi er á því, aö
ástandið á barnaskólastigi, er mun betra en í framhalds-
skólum og Háskóla. í umræðum um þessi vandamál fer
ekki hjá því, aö gagnrýnin veröi fyrst í staö almenns eðlis,
en hún getur síöar skýrzt og beinzt fremur aö þeim þáttum
skólakerfisins, sem hún á sérstaklega viö.
Það er skoðun Morgunblaðsins, aö tímabært sé oröiö
aö taka menntamálin til umræöu á ný. Mat verður aö leggja
á þær breytingar, sem unnið hefur veriö að og ákvöröun
þarf aö taka um, hvaö skal standa af þeim og hvaö má
betur fara. Bákniö í kringum skólana þarf aö endurskoða
og leita leiöa til þess aö draga úr því. Spurningin um
pólitíska misnotkun einstakra kennara á aðstöðu sinni er
oröin svo brennandi í hugum fólks, aö óhjákvæmilegt er,
aö það vandamál veröi tekiö til sérstakrar meöferöar. Þaö
er ekki hægt aö líða þaö lengur, aö pólitísk innræting fari
fram í skólum landsins. Engir ættu aö skilja þaö betur en
kennarar sjálfir, sem verða aö þola þaö sem stétt, aö
gagnrýni beinist aö þeim, sem í raun á einungis viö um
tiltölulega fáa einstaklinga.
Morgunblaðið telur, aö viö myndun nýrrar ríkisstjórnar
þurfi ástandið í menntamálum aö koma til sérstakrar
umræðu og aö viöfangsefni á því sviði þurfi aö taka föstum
tökum á næsta kjörtímabili. Skólakerfið má ekki fara úr
böndum.
Tveir hópar þjóöfélagsþegna þekkja bezt til skólamál-
anna og þeirra vandamála, sem þar eru á döfinni. Þaö eru
kennarar og foreldrar auk nemenda sjálfra. Sjálfsagt er aö
<d endurmat á stööu skólakerfisins og ástandi mennta-
;iála almennt veröi bæöi kennarar og foreldrar kallaöir til.
íjónarmið nemenda eiga þar einnig heima. Þetta er
verkefni, sem vinna þarf að næstu árin.
Frá sýningu Kátu ekkjunnar í vetur
Umfangsmesta leikári
Þjóðleikhússins lokið
Um 133 þúsund manns sáu sýningar þess
LEIKARI Þjóðleikliússins iauk
með sýningu á Kátu ekkjunni
um s.l. helgi. Er þá lokið einu
umsvifamesta leikári leik-
hússins til þessa. Tala sýningar-
gesta var rúmlega 133 þúsund og
sýningarfjöldi 433 á leikárinu.
Meirihluti þessara sýninga var í
leikhúsinu sjálfu, en hins vegar
hafa aldrei verið jafnmargar
sýningar utan höfuðborgarinnar
eða á annað hundrað, segir í
frétt frá Þjóðleikhúsinu. Enn-
fremur segir að leiksýningar á
árinu dreifist á rúmlega 9
mánaða tímabil og ef frá eru
talin mánudagskvöld, sem eru
fríkvöld leikara, og þriggja
vikna hlé vegna verkfalls opin-
berra starfsmanna í haust, komi
það í Ijós að leikhúsið hefur haft
sem svarar tveimur sýningum á
dag. Tala sýninga á stóra
sviðinu var 209 eða svipað og
undanfarin ár og tala gesta
rúmlega 96 þúsund. Á litla
sviðinu voru sýningar 63 talsins
og tala gesta 4823. Sýningar
utanhúss í leikferðum í skólum
og víðar voru samtals 162 og
tala áhorfenda rúmlega 33
þúsund.
Á verkefnaskránni voru alls
20 viðfangsefni, fjögur leikrit
eftir íslenzka höfunda. þrjú verk
fyrir börn og margt fleira.
Rúmlega 30 leikarar eru fast-
ráðnir við leikhúsið, en auk
þeirra léku um 20 aðrir leikarar
eitt eða fleiri hlutverk á árinu.
I Kátu ekkjunni sungi 5 ein-
söngvarar, í gíslenzka
dansflokknum eru 10 dansarar
og í Þjóðleikhúskórnum eru 40
söngvarar. Þá tóku rúmlega 60
hljóðfæraleikarar þátt í sýning-
um leikhússins í vetur.
Að siðustu segir að leikárið
hefjist að nýju í byrjun septem-
ber og þá á nýju verki eftir
Jökul Jakobsson.
(Ljósm.. Sigurgeir Jónsson),
Kirkjukór Vestmannaeyja,
Kirkjukór Vestmannaeyja:
Sungið við messu í London
KIRKJUKÓR Vestmannaeyja
leggur upp í ferð til Bret-
lands þriðjudaginn 4. júlí
næstkomandi. Stjórnandi
kórsins er Guðmundur H.
Guðjónsson, organisti Landa-
kirkju, en í kórnum eru 29
manns.
Kórinn mun taka þátt í
alþjóðlegu söngmóti áhuga-
mannakóra, sem verður haldið
í Llangollen í Wales 4. til 9.
júlí.
Aformað er, að kórinn haldi
tónleika á nokkrum stöðum á
Englandi, t.d. London, Chicest-
er og Kantaraborg. Óperu-
söngvararnir Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Simon
Vaughn syngja sem gestir með
kórnum, en aðrir einsöngvarar
eru Geir Jón Þórisson, Reynir
Guðsteinsson og Þórhildur
Óskarsdóttir. Auk íslenskra
tónverka flytur kórinn verk
eftir Hayden, Mendelssohn,
Farant og Palestrina.
Einnig mun kórinn syngja
við íslenska messu í Lutherian
Danish Church í London
sunnudaginn 16. júlí kl. 16, en
sóknarpresturinn í Vest-
SÉRA Ólafur Skúlason hefur
þegið boð hátíðarnefndar þeirrar,
sem sér um hundrað ára afmæli
byggðar Islendinga í Norður
Dakota, Bandaríkjunum, um að
sækja þessi hátíðahöld og flytja
ræðu á sérstakri hátíðadagskrá,
sem haldin verður fyrsta daginn af
þremur, sem hátíðahöldin standa,
en þau hefjast 30. júní n.k. Mun
séra Ólafur við það tækifæri
einnig flytja kveðjur frá ýmsum að
heiman, m.a. forseta og biskupi, en
hvorugur þeirra kom því við að
sækja hátíðahöldin, segir í frétt
frá dómprófastinum í Reykjavík.
Séra Hjalti Guðmundsson dóm-
mannaeyjum, sr. Kjartan Örn
Sigurbjörnsson, prédikar.
Ferðin mun taka 17 daga og
eru þátttakendur í henni alls
um 60 manns.
kirkjuprestur mun einnig taka
þátt í þessari hátíð og syngur hann
einsöng á samkomunni, en báöir
munu þeir prestarnir flytja mess-
ur sunnudaginn 2. júlí í kirkjum
Mountain prestakallsins. Séra
Ólafur þjónaði þeim söfnuðum
1955 til 1959 og síðan tók séra
Hjalti við af honum og þjónaði
söfnuðunum um rúmlega tveggja
ára skeið.
Eiginkona dómprófasts mun
fara með manni sínum og dvelja
þau vestan hafs um mánaðartíma
og heimsækja byggðir Vestur
íslendinga víða í Bandaríkjunum
og Kanada, segir í fréttinni.
Dómsprófasti
boðið til Ameriku