Morgunblaðið - 30.06.1978, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978
MORötíhí-í^f’
KAFFINÚ \\ r
(l'
GRANI göslari
Ég verð að fara núna, — hann
sagði að hann vildi fara
snemma að hátta f kvöid!
^ 0Jj
Gestirnir bíða enn eftir ung-
hænunni, sem þeir báðu um!
Að hervæðast
eða brjóta lögin?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sé ekki hægt að koma í veg
fyrir trompun andstæðings er
gott að haga úrspilinu þannig að
hann trompi slag sem ekki verður
hjá komist að gefa hvort sem er.
Þetta getur verið mikilvægara en
að taka strax trompin af höndum
andstæðinganna.
Vestur gaf, allir á hæsttu.
PIB
Norður
S. KG63
H. ÁK
T. K95
L. KD94
Vestur
S. ÁD
H. 85
T. DG10763
L. Á72
Austur
S. 94
H. DG1074
T. 8
L. G10853
Suður
S. 108752
H. 9632
T. Á42
L. 6
Suður varð sagnhafi í fjórum
spöðum eftir þessar sagnir:
ZZiZ
COSPER C
Þetta er árangurinn af þessu stanzlausa járnpilluáti
drengsins!
„Þessar línur eru ekki skrifaðar
vegna hersetu Bandaríkjamanna
hér enda vonandi ástæðulaust að
setja hana í samband við ný lög
um skotvopn ásamt reglugerð um
skotvopn og skotfæri frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu 20. janúar
1978.
Lögin sjálf virðast fljótt á litið
meinlaus, en það sama gildir alls
ekki um túlkunartilmæli dóms-
málaráðuneytisöins til útgefenda
skotvopnaleyfa, m.a. lögreglustjór-
ans í Reykjavík. Nú eiga allir, sem
hafa í fórum sínum skotvopna-
ieyfi, að endurnýja það fyrir lok
þessa mánaðar. Til þess að gera
sögu mína stutta ætla ég að lýsa
tilbúnu dæmi:
Bóndi uppí sveit á fimm syni og
tvær byssur, einn riffil hlaupvídd
22 og eina haglabyssu. Þessir sex
menn hafa einnig allir skotvopna-
leyfi fyrir þessum byssum.
Feðgarnir hafa undanfarin ár
skipt með sér verkum á bænum.
Þeir skiptust einnig á um að liggja
á greni, hlaupa uppi minka, fara
á gæs eða rjúpu, reka burtu illfygli
o.s.frv. Hingað til hafa þeir getað
skipst á um að nota byssurnar,
(oftast voru báðar byssurnar
teknar með í veiðiferð). Eftir 30.
júní 1978 er um þrennt að ræða
fyrir synina fimm, ef við gerum
ráð fyrir því að bóndi sjálfur
endurnýi skotvopnaleyfi sitt með
fyrrgreindum byssum: 1. að missa
skotvopnaleyfi sín. 2. að endurnýja
með því að kaupa sér byssur, þ.e.
fimm riffla og fimm haglabyssur
eða 3. að halda viðteknum hætti,
hjálpa til við búskapinn, fara á
veiðar, nema nú án skotvopnaleyfa
og þar með orðnir lögbrjótar.
Túlkunartilmæli dómsmála-
ráðuneytisins eru sem sagt á þann
veg að engin ein byssa má vera
skráð nema í einu leyfi. Auk þess
segir til um það, ef hefði bóndinn
bara látið skrá riffilinn í sitt leyfi
og einn sonanna hefði skráð
haglabyssuna í sitt þá megi
bóndinn framvegis ekki nota
haglabyssuna! Hins vegar má
bóndinn nota alla riffla á landinu
að fengnu leyfi eigandans ef
hlaupvídd er 22 og þá er alveg
sama hve stór hleðslan er!
Væri fróðlegt að fá upplýsingar
um hvatir ráðamanna í dómsmála-
ráðuneytinu, sem hafa orðið valdir
þessarar túlkunar nýju laganna,
því þau gefa að mínu viti alls enga
ástæðu til slíkrar fávizku.
Friðrik G. Friðriksson.“
Vestur
1 T
2 T
Norflur Austur
dobl 1 II
4 S allir pass.
SuAur
1 S
Útspil tíguldrottning.
Suður sá hættuna á tígultromp-
un austurs. En hann hélt að ráðið
við því væri að ná strax trompun-
um af hendi hans. Þess vegna tók
hann fyrsta slaginn á hendinni til
að geta spilað trompinu að háspil-
um blinds. En þá tók vestur strax
á ásinn og spilaði tígulgosa.
Austur trompaði kónginn og vest-
ur fékk seinna á laufás og
tígulslag að auki. Einn- niður.
Engin ástæða var til að taka
trompin í hvelli. Mikilvægara var
að koma í veg fyrir, að austur
trompaði nauðsynlegan vinnings-
slag og taka því fyrsta slaginn með
tígulkóng. Eftir sem áður þurfti að
spila að spaðaháspilunum í borði
og til að búa til innkomu á höndina
þurfti að leika millileik, spila
laufkóng. Vestur fær á ásinn,
spilar tígli og austur trompar,
slagur sem mátti gefa. Vestur á þá
ekki aðra innkomu en spaðaás en
í hann fer seinna tromp austurs.
Vörnin fær þannig sína þrjá slagi
en á enga möguleika til að hnekkja
spilinu.
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
1
Persúnur sögunnari
Fimm af yngri kynslóðinni,
þar af cinn morðingi og annar
verður fórnarlamb morðingj-
ansi
Judith Jernfelt
Matti Sandor
Kiemens Klemensson
BKO Roland Norell
Nanna Kasja Ivarsen
og tvær miðaldra fraukar sem
eru mikilvæg vitnii
Helena Wijk
Lisa Billkvist
og læknir og yfirlögreglu-
þjónn sem hafa ólíkar skoðan-
ir á morðmálinui
Daniel Sevcrin
Leo Berggren
ásamt með lögregluforingjan
um sem dregst inn í málið í
nokkur dægur áður en glæpur-
inn fyrnisti
Christer Wijk.
1. kafli
Á elleftu stundu
— Á fimmtudaginn, sagði
Helena Wijk upp úr þurru —
mun morðingi sleppa við refs-
ingu sína.
Sennilega stafaði þessi
skyndilega yfirlýsing hennar
af því að samru'ðurnar höfðu
gengið dálftið stirðlega fyrir
sig síðasta hálftímann.
Og það er aftur á móti af því,
að hann kærir sig ekki um að
tala meira um sig og Camillu,
sagði hún við sjálfa sig.
Það eina sem hann hafði sagt
í því samhandi vari
— Hún er heima í Stokk-
hólmi sem stendur og verður
þar í viku. En ég vil ekki... ja,
við höfum sem sagt ekki enn
komizt að niðurstöðu um —
hvcrnig við viljum haga þessu.
Það er eins og við séum að
fikra okkur eftir þunnum ís
sem getur ekki borið okkur. En
það getur auðvitað verið að
þetta bjargist... ef við sýnum
fyllstu aðgát.
Hann hafði horft sínum bláu
augum í hispurslaus brún
móðuraugun. Hann gerði sér
grein fyrir því að hún var
teknari í vöngum og hún var
enn hvíthærðari nú en síðast
þegar hann sá hana og hann
bætti við eins og hálf vandræða-
lega.
— Svo að þess vegna ákvað
ég að vera hérna hjá þér þessa
helgidaga í staðinn fyrir Cam
og ég hef ekki séð eftir því.
En svo hafði hann horfið inn
í mjiig lítt félagslynda þögn
sem aðeins var rofin af stöku
athugascmdum iiðru hverju. —
Jú, takk fyrir, ég get þegið
einn kaffibolla í viðbót.
— Enn rignir. Mikið vildi ég
að það færi frckar að frjósa.
— Enn hvað er kyrrt. IHjótt
og undursamlegt. Ég held það
væri eitthvað meira vit í því að
búa úti á landi.
— Ja, cn hvaða vitleysa er
nú þetta, mótmælti Helena
Wijk.
— Við búum ekkert úti á
landi eins og þú segir. Húsið cr
na-stum f bænum miðjum.
— Jæja. þá. samsinnti
Christer. — En hvað sem því
líður verður þú að viðurkenna
að þctta er óvenjulega hljóðlát-
ur smábær.
Þau sátu í dagstofunni í
brúnu bjálkahúsinu. Úti fyrir
var veröndin og stór og grósku-
mikil ávaxtatrén tcygðu sig
upp fyrir húsþakið. Gatan fyrir
framan var eins auð þetta
föstudagskvöld og vatnsflötur
inn handan götunnar.
— Altraheilgagramessa.
sagði hún hljóðlega og næstum
andvarpandi. — Ilugsa sér
hvað tíminn líður. Að koma
nóvember.
Hún þagnaði og það var eins
og hún hlustaði eftir fótataki
frá neðri hæðinni. Skömmu
seinna hafði hún svo komið með
þessa kyndugu yfirlýsingii um
morðingjann sem myndi sleppa
við hcgningu.
— Hvers vegna. sagði Wijk
lögregluforingi áhugalaus —