Morgunblaðið - 26.07.1978, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skólastjórastaða Viö Tónlistarskóla Vestur-ísafjaröarsýslu er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur Halldór Bernódusson, Suöureyri, í síma 94-6105, eöa 94-6160. Gröfumaður Óskum eftir aö ráöa vanan mann á Bröyth x—2B gröfu. Upplýsingar í s. 21626 og 86394. Mosfellssveit Blaöburöarfólk óskast í Holtahverfi og Markholtshveri íMosfellssveit. Upplýsingar í síma 66293.
Húsasmiðir og verkamenn Húsasmiöir og verkamenn óskast strax í útivinnu. Vetrarvinna. Upplýsingar í síma 43221. Skrifstofustarf Innflutningsfyrirtæki óskar aö ráöa starfs- kraft til bókhalds- og vélritunarstarfa. Tilboö merkt: „V — 8894“, sendist Mbl. fyrir 2. ágúst. Starfsfólk óskast Upplýsingar á staönum milli kl. 3 og 5 í dag, ekki í síma. Skrínan, Skólavöröustíg.
Starfsfólk óskast Strax, aö Hraöfrystihúsi Dýrfiröinga Þing- eyri. Fæöi og húsnæöi á staönum. Upplýsingar í síma 94-8204 eöa 94-8200. Bílstjóri Viljum ráöa röskan og reglusaman mann í frambúðarstarf (ekki sumarleyfastarf), til aksturs og afgreiöslu frá vörugeymslum okkar. Æskilegur aldur 25—35 ára. Upplýsingar gefnar hjá starfsmannastjóra á skrifstofum okkar aö Sætúni 8 (ath. uppl. ekki gefnar í síma). O. Johnson og Kaaber h.f.
Kennarar Tvo almenna kennara vantar viö Barnaskól- ann Höfn Hornafiröi næsta skólaár. (M.a. kennsla 6 ára barna). Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-8148. Skólanefnd.
2 kennara vantar Aö Héraösskólanum á Núpi. Kennslugrein- ar: danska, samfélags- og viöskiptagreinar. Rúmgóöar íbúöir fyrir fjölskyldufólk. Upplýsingar í símum 94-8222 eöa 94-8238. Skólastjóri.
Ritari Óskast til almennra skrifstofustarfa (ekki vélritun). Umsóknarfrestur til 1. ágúst n.k. Upplýsingar í skrifstofunni. Skipaútgerö ríkisins
Skrifstofustúlka Óskum eftir aö ráöa sem fyrst skrifstofu- stúlku til vélritunar og símavörslu. Ensku- kunnátta nauösynleg. Kunnátta á telex æskileg. Upplýsingar í síma 25416 og 25417. Páll Jóhann Þorleifsson umboös- og heildverslun Skólavöröustíg 38.
Afgreiðslustörf Þurfum aö ráöa 2—3 menn til starfa viö birgöavörzlu og vörudreifingu. Upplýsingar veittar í söludeild.
Hjúkrunarfræöinga og sjúkraliða vantar nú þegar á sjúkrahús Vestmanna- eyja. Húsnæöi gæti fylgt. Uppl. hjá hjúkrunarforstjóra sími: 98—1955.
Ólafsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust tíl umsóknar. Umsóknir um starfiö ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til oddvita Ólafsvíkurhrepps, Alex- anders Stefánssonar fyrir 31, ágúst 1978. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps.
HEÐINN S
Seljaveg/ 2. Sími 24260.
Au pair Fjölskylda í Maaloey á vesturströnd Noregs óskar eftir aö ráöa au pair stúlku sem getur byrjaö eins fljótt og hægt er. Viö erum 4ra manna fjölskylda, drengur 7 ára og stúlka 4 ára. Móðirin er blaöamaður og faöirinn verslunarmaöur. Viö óskum eftir röskri íslenskri stúlku milli 17 og 20 ára til aö gæta barnanna og hjálpa til viö heimilisstörfin. Veröur tekin sem ein af fjölskyldunni. Viö bjóöum 800.— norskar krónur í laun á mánuöi og fargjaldið til og frá íslandi. Þær sem hafa áhuga skrifiö sem fyrst til: Diplomoekonom Harald Kvalheim, Postboks 132, 6701 Maaloey, Norge. Askur — Atvinna Askur vill ráöa starfsfólk í afgreiöslu og sal Uppl. á Aski, Laugavegi 28B. ^ASKUR
Kennara vantar Flensborgarskóla vantar stunda- eöa forfallakennara í eftirtaldar námsgreinar á haustönn: 1. Bókfærsla (9. bekkur). 2. Þýska (framhaldsskólastig). 3. íslenska (bæöi stigin). 4. Sálar- og uppeldisfræði (framhaldsskóla- stig). Allar nánari upplýsingar veitir undirritaöur í síma 50560. Skólameistari.
Starfsskraftur óskast nú þegar til skrifstofustarfa. Góö vélritunarkunnátta og einhver bókhaldsþekking æskileg. Upplýsingar í síma: 14889 milli kl. 4 og 6 í dag, og á morgun.
— „Sælgætis-
sósíalistar”
Framhald af bls. 5.
og tóbakssölunni. En ef svo væri þá
yrði sparnaðurinn enginn.
Einföld samræming
Þorbjörn Broddason sagði af-
skaplega einfalt að samræma upp-
lýsingagjöf og sælgætissölu. Þarna
yrði ekki bara maður sem gæfi
upplýsingarnar heldur yrðu þarna
kort og ljósaskilti sem veittu upplýs-
ingar.
Sælgætissósíalistar
Davlð Oddsson sagði, að nú hefði
Þorbjörn Broddason fallið um eigin
röksemd. Hann hefði talað um
hagkvæmni rekstrar sölustaðarins
af hálfu SVR og upplýsingagjöf um
ferðir SVR þar. Nú hins vegar segði
hann að allt yrði út í ljósaskiltum og
kortum til upplýsingar. Þessi mál-
flutningur Þorbjörns Broddasonar
væri hreinlega alls ekki í samhengi.
Davíð Oddsson varpaði fram þeirri
spurningu hvers vegna meirihlutan-
um væri svo sérstaklega umhugað að
SVR rækju aðeins sælgætissöluna en
ekki hinar verzlanirnar. Þetta væri
ef til vill ekkert skrýtið. Allt væru
þetta hálfgerðir sælgætissósíalistar.
Að hafna tilboði
Davíð sagði, að rangur skilningur
væri lagður í aðgerðina að hafna
tilboði. Þegar þannig stæði á, að
öllum tilboðum væri hafnað væru
þau þannig úr garði gerð, að
gjörsamlega ómögulegt væri að taka
þeim. Hins vegar í umræddu tilfelli
þá væru leigutilboð há og þá sízt ætti
að hafna þeim. Tilboðum ætti ekki
að hafna vegna duttlungafullra
ákvarðana stjórnvalda.
Opnið húsið
Páll Gíslason sagðist ferðast
mikið með SVR og fara oft um
Hlemm. Stefna borgarstjórnarmeiri-
hlutans væri greinilega í þessu máli
sem öðrum að blása báknið út. Hann
sagði, að mjög brýnt væri að opna
húsið. Menn sæju nú inn um
gluggana á því þar sem það væri
tómt. Þegar gott veður væri gætu
menn beðið úti en þær stundir kæmu
að nauðsyn væri á betra skjóli og því
óskaði hann eftir að settir yrðu upp
bekkir í húsinu svo menn gætu
skotizt inn fyrir í skjól ef svo stæði
á.
Adda Bára.
Græðum á bákninu
Adda Bára Sigfúsdóttir varpaði
fram spurningunni hvað er báknið?
Hún sagði, að báknið væri þjón-
usta við almenning. Hugmynd okkar
var og er að græða megi á bákninu
með þessari sælgætis- og tóbakssölu.
Þjónustubáknið’ við almenning
mætti græða. Borgarstjórn sam-
þykkti síðan með átta atkvæðum
meirihlutans gegn sjö atkvæðum
sjálfstæðismanna að hafna öllum
tilboðunum í sælgætis- og tóbakssöl-
una á Hlemmi og láta SVR reka
hana.