Morgunblaðið - 26.07.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 26.07.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULÍ 1978 23 Hafa ekki und- an á Akureyri að vinna afla „ÞETTA er nánast öngþveiti hjá okkur og við vitum varla hvernig við eigum að komast yfir að vinna aflann,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Akureyrar þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. að við klárum að vinna afla Kaldbaks í dag, og á morgun verður þá byrjað að vinna aflann úr Svalbaki, þannig að það liggur nú nokkurn veginn ljóst fyrir að við verðum að seinka komu Harð- baks og Sléttbaks," sagði Vilhelm. Vilhelm kvað Kaldbak hafa komið til hafnar s.l. fimmtudag með 300 tonn af þorski og í dag kæmi Svalbakur með önnur 300 tonn. Sléttbakur og Harðbakur væru á veiðum og báðir komnir með mjög góðan afla. „Harðbakur á að koma til hafnar á miðvikudag eða fimmtudag, en það er ljóst að við getum ekki afgreitt skipið þá. Það verður rétt með naumindum Þá sagði hann, að tiltölulega fátt fólk væri við störf í frystihús- inu þessa dagana, en þó væri nú heldur að rætast úr, þar sem fólk væri að byrja að koma til starfa eftir sumarfrí. „Til þess að hafa undan að vinna fiskinn og forða honum frá skemmdum höfum við orðið að salta ansi mikið, þótt það sé kannski ekki bezti kosturinn um þessar mundir." Deilt um lóðaúthlut- un við Sundahöfn VEGFARENDUR hafa veitt athygli fallegum listaverkum, sem prýða steyptan vegg við Austurbæjarskólann og setja skemmtilegan svip á umhverfið. Þessi listaverk eru gerð af nemendum skólans og valin með samkeppni. Annað, sem táknar iðnaðinn, var unnið í fyrra af nemendum 8. bekkjar undir stjórn Björns Birnis kennara. Skipin voru aftur á móti unnin á þessu vori. Þar var að verki 9. bekkur frá í vetur undir stjórn Hafsteins Austmanns, sem kenndi honum. Hjalti Jónsson skólastjóri upplýsti okkur um það, að hugmyndin væri að vinna eitt verk á ári og mundu 9. bekkingar hverju sinni gera það. Stæði sennilega á endum, að þegar flöturinn væri búinn, þyrfti að fara að endurnýja fyrsta verkið, sem léti sjálfsagt á sjá með tímanum í okkar veðráttu. Listaverkin prýða umhverfið og því smellti ljósmyndari blaðsins mynd af þcim í sólinni um daginn. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum þá urðu umræður um tillögur að lóðarúthlutun til Eim- skipafélags íslands við Sundahöfn. Björgvin Guðmundsson kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 20. júlí og gerði grein fyrir málavöxt- um. Hann sagði það vera skoðun hafnarstjórnar, að Eimskipafélag íslands ætti að fá umrætt svæði enda hafi hafnarstjórn sú er nú situr gert samþykkt um það. Nauðsynlegt væri, að Reykjavíkur- höfn sinnti öllum sínum viðskipta- vinum ekki sízt þeim félögum sem yfir sig geti byggt sjálf. Samþykkt hafnarstjórnar hljóðar þannig: „1. Reykjavíkurhöfn úthlutar Eimskipafélagi íslands lóðum nr. 3 og 4 við Sundahöfn samtals rúmir sex hektarar og veitir Eimskipa- félaginu byggingarleyfi á þessum lóðum. 2. Gatnagerðargjöld greiðast á fimm árum með sama greiðslufyrirkomulagi og áður í samningum Eimskipafélags Is- lands og Reykjavíkurhafnar, er þá miðað við að byggðir séu þrír rúmmetrar húsnæðis á fermetra af lóð og gatnagerðargjöld verði á rúmmetra eftir nánari ákvörðun hafnarstjórnar. 3. Reykjavíkurhöfn byggir Kleppsbakka og gerir landfylling- ar upp af honum svo fljótt sem mögulegt er. 4. Eimskipafélag íslands byggir hafnarskemmu sem yrði tilbúin til notkunar 12 mánuðum eftir að lóðin er bygginagarhæf og Kleppsbakki byggður. Eimskipafélaginu er þó heimilt að byggja skemmuna annars staðar á áður úthlutuðu landi, ef það óskar þess frekar. 5. Uppbyggingu á athafnasvæði Eimskipafélagsins í Vatnagörðum verði hraðað sem allra mest og að minnsta kosti í samræmi við áætlun félagsins 15.12 1977 tiilögu 1. Félagið skal afhenda hafnar- stjóra fyrir 11. september n.k. nánari sundurliðun á framkvæma- áætluninni. Hafnarstjórn áskilur sér rétt til að setja byggingarfresti á einstökum liðum með skilyrði um missi leiguréttarins. 6. Eimskipafélag Islands rýmir jarðhæð í Hafnarhúsinu 1. nóvem- ber n.k. og Tollhús ef um það semst við eiganda er 1. byggingar- áfanga samkvæmt framkvæmda- áætlun er lokið en ella A-skála.“ Vegna þessarar samþykktar í hafnarstjórn óskaði Birgir Isleifur Gunnarsson bókað þar: „Eg sam- þykki tillögu að úthlutun sem hér liggur fyrir til Eimskipafélags Islands, en samþykki mitt byggist á eftirfarandi forsendum: 1. Að Hafskip hf. haldi að fullu afnotum af öllum Grandaskála um óákveð- inn tíma eða þar til séð verður fyrir þörfum fyrirtækisins á ann- an viðunandi hátt. 2. Að Hafskip hf. fái afnot af vöruskemmu í Hafnarhúsinu og Tollhúsinu sem fyrst. 3. Að hraðað verði eftir megni framkvæmdum við hafnar- svæðið norðan Korngarðs þar sem Hafskip hf. geti byggt upp framtíðaraðstöðu." Albert Guð- mundsson gerði eftirfarandi bók- un: „Undirritaður gerir það að tillögu sinni, að Hafskip hf. verði tryggð afnot af Grandaskálanum öllum undir starfsemi sína þar til hafnarstjórn hefir með lóðaúthlut- un fullnægt þörfum félagsins til frambúðar. Jafnframt frestist afhending hluta Grandaskálans til annarra aðila til jafnlangs tíma.“ Guðmundur J. Guðmundsson gerði að tillögu sinni, að Hafskip verði tryggð afnot af Grandaskálanum öllum a.m.k. eitt ár til viðbótar. Jafnframt muni hafnarstjórn beita sér fyrir að tryggja Hafskip viðunandi aðstöðu til frambúðar. Jónas Guðmundsson óskaði bókað: „Hafnarstjórn telur æskilegt, að öll uppskipun á hinu nýja hafnar- svæði Eimskips fari fram með rafknúnum krönum sem fái raf- orku frá landi." Ólafur B. Thors kvaðst harma hve stutt menn hefðu fengið að kynna sér hina nýju samþykkt hafnarstjórnar áður en hún kom fyrir borgarstjórn. Ólafur sagði, að með þessari ákvörðun væri hafnarstjórn að taka ákvörðun um ráðstöfun á því landi við Reykja- víkurhöfn sem bezt væri fallið til gerðar hafnarmannvirkja, sú framkvæmd væri bæði hentugust og ódýrust. Sá aðili sem úthlutun- ina fengi á þessu landi þarfnaðist hins vegar ekki aukins viðlegu- rýmis heldur hygðist nota landið a.m.k. nú fyrst um sinn sem útirými. 'Þessi aðili hefði mikið rými við Sundahöfn eins og reyndar eðlilegt væri þegar svo stór og mikilvægur flutningaaðili ætti í hlut og hefði fyrirheit um framtíðarafnot af landinu. Hins vegar væri svo ástatt fyrir öðrum notendum hafnarinnar, að þá vantaði tilfinnanlega viðlegurými og svæði fyrir vörugeymslu þar tengt við. Hann hefði því talið æskilegt að fresta um sinn úthlut- un til Eimskips en reyna að fullnægja brýnustu þörfum þeirra aðila, sem ver stæðu. Nú væri ljóst, að framkvæmdir á Klepps- skafti yrðu hagkvæmastar og að í framkvæmdir norðan Korngarðs verði ekki ráðizt fyrr en síðar. Þar sem sú framkvæmd væri dýr, væri verið að íþyngja hafnarsjóði óeðli- lega miðað við þann kost að ljúka fyrst gerð Kleppsbakka, ef ráðizt væri í hana nú. Ólafur sagði, að Eimskipafélag íslánds væri gagn- merkt félag og hann ætlaði ekki að lasta þeirra starf heldur lofa það, Afstaða sín væri ekki fjandskapur við Eimskip heldur miðaðist hún við aðstæður allra aðila eins og þær væru í dag. . Samkeppm ætti að byggjast á þjónustu við við- skiptamenn en ekki aðstöðumun og kvaðst Ólafur fullviss, að forráðamenn Eimskipafélagsins teldu svo vera. Ólafur spurði hvað yrði þá um aðstöðu netagerðar- manna sem fyrirhuguð var í Grandaskála. Síðan kvaðst hann ekki geta stutt tillöguna en undirstrikaði, að hann væri með þessu ekki að fjandskapast við Eimskipafélag Islands, enda yrði hann síðastur til þess, heldur væri hann að meta aðstæður eins og þær eru í dag. Björgvirf Guðmundsspn sagði, að ekki hefði verið rætt ítarlega um fram- kvæmdaáætlun við Sundahöfn. Hafskip hefði sætt sig við af- greiðslu málanna eins og nú lægi fyrir. Þeir muni fá pláss við gömlu höfnina. Elín Pálmadóttir kvaðst ekki treysta sér til að samþykkja fram komna tillögu því algerlega væri óljóst um framkvæmdaáætl- un við Sundahöfn. Guðrún Helga- dóttir sagðist eins og aðrir hafa haft stuttan tíma til að kynna sér málið og framkvæmdaáætlun væri óljós. Þess vegna óskaði hún eftir frestun og var það síðan sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.