Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978
3
Fjölbreytt landbúnaðarsýning opnuð á morgun:
Allt frá laxi upp í stóð-
hest og 1 já upp í flugvél
Landbúnaðarsýningin á Sel-
fossi verður opnuð í gagn-
fræðaskólanum á Selfossi á
morgun klukkan 14.30 með
hátíðlegri athöfn. Verða þá
fluttar ræður, en að því loknu
munu gestir skoða sýninguna.
Klukkan 16.00 verður sýningin
síðan opnuð fyrir almenning,
en á henni getur að líta margs
kyns tæki sem notuð eru við
landbúnað. Húsdýr verða til
sýnis og ennfremur verður
sérstök hcimilisiðnaðarsýning
og tízkusýningar og kvöldvök-
ur verða meðan ssýningin
stendur yfir.
Eins og fyrr sagði verður
sýningin opnuð klukkan 14.30.
Þá halda ræður Einar Þor-
steinsson, formaður sýningar-
stjórnar, fulltrúi bæjarstjórnar
eða landbúnaðárráöherra, Stef-
án Jasonarson, formaður
Búnaðarsambands Suðurlands
og Kristján Eldjárn forsti ís-
lands.
Alls eru sýningaraðilar 107 og
sýna þeir vöru sína ýmist innan
dyra eða utan. Utan dyra verða
til sýnis ýmiss konar vélar og
verða þar sýndar heíztu nýjung-
ar í þeim efnum. Gripasýning
verður í gripahúsum og má
nefna að þar verða sýndar 16
kýr, fjögur naut, nýborin kýr
með kálfi og geldneyti á ýmsum
aldri. Meðal hestanna, sem
sýndir verða, eru 15 hryssur og
stóðhestar og kindur og hrútar
verða sýnd. Geitafjölskylda,
geithafur, geit og kiðlingar,
verða til sýnis og svín verða
einnig á sýningunni. Meðal
annars verður sýnt nýtízkulegt
svínafæðingarhús. Ýmsar teg-
undir af hænsnum verða á
sýningunni, svo sem hænsn til
kjötframleiðslu og hænsn til
eggjaframleiðslu.
Landgræðslan verður með
sérstakan sýningarbás og verð-
ur starfsemi hennar kynnt þar.
Sýnd verður landgræðsluvélin
TF-TÚN og ef vel viðrar mun
flugvélin Páll Sveinsson fljúga
yfir sýningarsvæðið á sunnu-
dögum og dreifa einhverju yfir
það.
Skógræktin verður kynnt með
skógi, sem plantað hefur verið
og verður þar sýnd skógræktar-
flóra íslands.
Garðyrkjumenn sýna á
sýningunni skrúðgarðssýnis-
horn, gróðurhús og fleira. Þá
verða garðyrkjumenn með
blómasýningu.
' Tízkusýningar verða þrisvar á
dag yfir helgar, klukkan 15.00,
18.00 og 21.00, en virka daga
verða tízkusýningar ekki klukk-
an 21.00. Kvöldvökur verða
haldnar öl kvöld og verða þar
sýndir dansar auk þess sem
kórar munu koma fram.
Vinnusýningar verða í gangi í
heimiiisiðnaðardeild og gefst
gestum þar tækifæri til að sjá
gömul vinnubrögð, svo sem
Meðal þess sem til sýnis verður á landbúnaðarsýningunni eru dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki,
cn leitazt verður við að sýna helztu nýjungar á því sviði.
tóvinnu, skógerð, prjón, gimb,
flos og hekl.
Þá verða smíðaðar skeifur á
sýningunni.
Þá má geta þess að í keri einu
á sýningarsvæðinu verður
sýndur lifandi lax og uppeldis-
seiði verða sýnd á útisýningar-
svæðinu.
Fyrir börnin verður hesta-
leiga* og geta börnin þar komið
á hestbak og farið í smáreiðtúr.
Annars staðar verða hestar, sem .
spenntir eru fyrir kerrur og
hestar með heybagga og geta
börnin setið í kerrunum og
jafnvel inn á milli heybagganna.
Þá verða í hænsnabásnum smá-
ungar, sem börnin geta fengið
að halda á.
Veitingasalur er í gagnfræða-
skólanum og er honum skipt í
tvennt, annars vegar grillið og
hins vegar matsalurinn. Þar
verða kynntar ýmsar nýjungar í
matargerð og um helgar verður
kalt borð í hádeginu.
I kjallara gagnfræðaskólans
verða tvisvar á dag kvikmynda-
sýningar og hlutavelta og get-
raunir verða í gangi á sýning-
unni. Þá verður mingripaverzl-
un starfrækt á sýningunni og
þar geta gestir meðal annars
keypt miða í happdrætti, en
vinningar þar eru reiðhestur,
litasjónvarp og sólarlandsferð.
Sýningin, sem stendur dagana
11. til 20. ágúst, verður opin frá
klukkan 14.00 til 23.00 virka
daga, en klukkan 10.00 til 23.00
um helgar. Aðgönguhliðunum er
lokað alla daga klukkan 22.00.
Verð aðgöngumiða er krónur
1500 fyrir 13 ára og eldri, 800
krónur fyrir 7 til 12 ára, en fyrir
börn yngri en 7 ára er aðgangur
ókeypis.
Selfoss
— bær fram-
tíðarinnar?
Á undanförnum árum hefur
SclfossbaT vaxið mjög hratt og
uppbygging þar verið ör. Árið
1970 var gengið frá nýju
aðalskipulagi af bænum. Þá
var íbúðaf jöldinn rúmlega
2.300 manns en 1. desember
árið 1977 voru fbúar Selfoss
orðnir rúmlega 3.100. Með
sama framhaldi er gert ráð
fyrir að um 5.500 til 8.000
manns verði búsettir á Selfossi
um næstu aldamót.
í skipulaginu frá 1970 var í
grundvallaratriðum lcitast við
að mynda þéttan bæjarkjarna
umhverfis miðstöð stofnana og
skóla, en þar er Landhúnaðar-
sýningin haldin nú. Þetta
skipulag er nú í endurskoðun,
en þó er í meginatriðum fylgt
þeirri stefnu, sem lögð var til
grundvallar árið 1970.
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var á Selfossi í gær,
kom fram að sérstök áhersla
hefði ætíð verið lögð á að hafa
sem flesta íbúa Selfoss með í
ráðum um framtíðarþróun
bæjarins og í því sambandi var
við gerð aðalskipulags bæjarins
frá árinu 1970 gerð fyrsta
félagskönnun í sambandi við
skipulag bæjar hér á landi.
Jafnframt þessu hefur verið
leitast við að hafa alltaf nægi-
legt framboð, bæði á íbúðar- og
iðnaðarlóðum, en byggingarland
á Selfossi er yfirleitt mjög gott.
I skipulaginu er stefnt að því að
forðast alla óþrifalega og
mengunarvaldandi stóriðju, en
þess í stað lögð sérstök áhersla á
að hafa rólegt og hvetjandi
umhverfi fyrir íbúana, og þá
sérstaklega börnin. Stærsta
verkefnið, sem nú er í gangi á
Selfossi, er bygging félags-
heimilis á bökkum Ölfusár.
Gestur Ólafsson arkitekt hef-
ur haft yfirumsjón með skipu-
lagningu Selfoss, sem fram-
tíðarbæjar. Á blaðamanna-
fundinum sagði hann að það
sem hann teldi að Selfoss hefði
t.d. fram yfir Reykjavík væri
hvað yfirleitt væri stutt fyrir
fólk að fara í vinnu og væri það
sérstaklega æskilegt vegna vax-
andi þátttöku kvenna í atvinnu-
lífinu. Ennfremur væri mjög
Likan af skipulagi Selfoss eins og það er hugsað og sézt á því hvernig skiptast á iðnaðár. verzlunar-.
íbúðar- og útivistarsvæði. Ljósm. Rax.
góð aðstaða til íþróttaiðkana á
Selfossi og þar væri þeirri
stefnu framfylgt að safna öllu
félagsstarfi saman á einn stað,
en það örvaði félagssamskipti
fólks á öllum aldri.
Fyrir margra hluta sakir er
Selfoss tilvalin héraðsmiðstöð,
bæði hvað viðvíkur menntun,
atvinnu, ráðstefnuhaldi og þjón-
ustu. Grunnskólinn á Selfossi
getur rúmað allt að 800 nemend-
ur og stefnt er að því að byggja
upp fjölbrautaskóla á staðnum.
Skólahúsnæðið er um 5000
gólffermetrar að stærð og þar er
einnig mikið nýtanlegt vegg-
pláss. Skólahúsnæðið má því
nýta á margan annan hátt en til
kennslu. Þar er einnig hentug
keppnis- og æfingaaðstaða fyrir
íþróttir, og gefur það ýmsa
möguleika. Hægt er að halda
þar sýningar, bæði stórar og
smáar og á bæjarfélagið uppi-
stöður og skilrúm sem nota má í
því skyni. Sagði bæjarstjórinn á
Selfossi, Erlendur Hálfdánarson
að hann teldi að á næstu árum
myndi þörfin fyrir slíka aðstöðu
til sýninga aukast að mun, þar
sem Selfoss væri mjög í alfara-
leið. Nefndi hann sem dæmi að
um hverja helgi í sumar hefðu
um 10 til 15 þúsund manns lagt
leið sína um Selfoss. Erlendur
sagði ennfremur að nota mætti
íþróttahús skólans sem hljóm-
leikasal, því þar væri mjög
góður hljómburður.
Eftir blaðamannafundinn var
blaðamönnum gefin kostur á að
skoða bæinn. Þar var allt iðandi
af mannlífi og allt í fullum
gangi við að undirbúa Land-
búnaðarsýninguna, sem hefst
næsta föstudag. Krakkarnir í
unglingavinnunni voru í óða önn
við að tyrfa svæðið í kringum
skólann og allir virtust vilja
leggja eitthvað af mörkum til að
fegra bæinn sinn, því í görðúm
mátti sjá fólk önnum kafið við
að snyrta blómabeð, planta
trjám og við aðra hliðstæða iðju,
enda var veðrið alveg tilvalið til
þess.
Mikil og fjölbreytt uppbyggingarstarfsemi á Selfossi