Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978
11
Hlutverk Grænlands
í vörnum Norður-
Atlantshafsrík j anna
Einhvern kann að undra. að
á dögum þotuflugs og gervi-
hnatta nota Danir hundasleða
við gæzlu á Grænlandi. Þetta er
einn liður í vörnum landsins.
Vegna legu sinnar skiptir
Grænland miklu fyrir öryggi
landanna við Norður-Atlants-
haf.
í síðari heimstyrjöldinni
reyndu bjóðverjar nokkrum
sinnum að setja upp veðurat-
hugunarstöðvar á austurströnd
Grænlands. Vænta má, að svip-
aðar tilraunir hafi verið gerðar
síðar.
Árið 1950 tóku Danir að nota
hundasleða við gæzlu á ný, en
það höfðu þeir ekki gert síðan á
stríðsárunum. Sleðaeftirlits-
ferðirnar eru kallaðar Sirius.
Þær hefjast í Daneborg á
austurströnd Grænlands og ná
yfir 10.000 kílómetra langa
strandlengju, jafnt sumar sem
vetur.
Þegar herfræðingar fjalla um
Norður-Atlantshafið, nefna þeir
^ft línuna mijli Grænlands,
íslands og Bretlands. Þeir ættu
heldur að tala um línuna milli
Grænlands, íslands og Noregs.
Á því svæði leggur NATO mesta
áherzlu á að fylgjast með
umsvifum Sovétmanna.
Bækistöð Bandaríkjamanna í
Keflavík er burðarásin í þessúm
eftirlitsstörfum Atlantshafs-
milli Grænlands og Svalbarða.
Grænland tengist þó ekki
síður vörnum Norður-Ámeríku.
Bandaríkjamenn hafa stóra
bækistöð í Thule á Norðvest-
ur-Grænlandi. Þar var í mörg ár
miðstöð kjarnorkusprengjuflug-
véla, sem lúta stjórn bandarísku
kjarnorkuherstjórnarinnar
(Stratagic Air Command, SAC).
Sprengjuflugvélarnar hurfu á
brott fyrir nokkrum árum, eftir
að flugvél með fjórar kjarnorku-
sprengjur innanborðs fórst
skammt frá stöðinni.
Síðan hefur bækistöðin í
Thule fyrst og fremst verið
notuð sem ratsjárstöð. Eins og
sams konar stöðvar á Englandi
og Alaska er hún búin tækjum
til að fylgjast með hugsanlegum
loftárásum eldflauga og flugvéla
frá Sovétríkjunum á Norð-
ur-Ameríku. Mjög fullkomið
viðvörunarkerfi, sem er í stöð-
ugu sambandi við bandarísku
kjarnorkuherstjórnina, gæfi
sprengjuflugvélum hans nokkr-
ar mínútur til að forða sér
undan eyðileggingu á jörðu
niðri. Þessar ratsjárstöðvar
heita á ensku Ballistic Missile
Early Warning System
(BMEWS), en eins og heitið
gefur til kynna er það megin-
hlutverk ratsjárkerfisins að
vara við árás langdrægra eld-
flauga.
Ferhyrningarnir sýna Þaö ratsjárkerfi Atlantshafsbandalagsríkjanna,
sem gera á viövart um árás kjarnorkueldflauga á Noröur-Ameríku. Hin
keðjan sýnir Dær ratsjárstöövar, sem fylgjast meö feröum sovézkra
sprengjuflugvéla.
bandalagsríkjanna. Þaðan fara
eftirlitsflugvélar reglulega til að
fylgjast með skipaferðum á
höfunum frá Grænlandi til
Noregs. Samkvæmt upplýsing-
um frá Alþjoðaherfræðistofnun-
inni í London (International
Instituete of Strategic Studies),
en vitneskja, sem vélarnar afla,
samræmd upplýsingum frá raf-
eindatækjum neðansjávar.
Norski flugherinn gerir einnig
Eftir John
C. Ausland
út gæzluvélar frá bækistöðvum
sínum í Noregi. Þessar flugvélar
stunda eftirlit á hafinu milli
Noregs og íslands og á Barents-
hafi.
Ekki er fullljóst, hvernig
starfsemi á Grænlandi tengist
eftirlitsstörfunum á Norður-At-
' lantshafi. Einu herflugvélarnar,
sem Bandaríkjamenn eru með á
Grænlandi, eru þyrlur. Hins
vegar er dönsk „vísindastöð" á
norðausturodda Grænlands, en
danskir embættismenn eru orð-
varir um hana. Ætla má, að
þessi stöð gegni mikilvægu
hlutverki og þaðan sé fylgzt með
því, sem fram fer á svæðinu
Frá íslandi til Alaska reygir
sig svo kölluð Distant Early
Warning lína, sem tengir fjórar
ratsjárstöðvar í suðurhluta
Grænlands. Þessar ratsjár eru
til þess gerðar að gefa til kynna
árás sovézkra kjarnorku-
sprengjuflugvéla. Nú starfa
menn í þessum ratsjárstöðvum,
en í Pentagon, varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna, er stefnt
að því að þær geti starfað
mannlausar.
Hernaðarlegt gildi Grænlands
í framtíðinni er mjög komið
undir því, hvað verður um
varnarstöðina í Keflavík. Gildi
Grænlands verður líklega fyrst
og fremst í þágu varna Norð-
ur-Ameríku eins lengi og NATO
hefur aðstöðu í Keflavík. Ef
íslenzka ríkisstjórnin ákveður
að segja upp varnarsamningn-
um við Bandaríkin, mun gildi
Grænlands breytast. Þáttur
landsins í vörnum alls Norð-
ur-Atlantshafssvæðisins mundi
stóraukast. Yrði bandaríska
varnarliðið að hverfa frá íslandi
mundi hlutur Norðmanna óhjá-
kvæmilega aukast í eftirliti
Atlantshafsbandalagsins með
sovézka flotanum í Norðurhöf-
um.
Líklega fær Grænland heima-
stjórn árið 1979, en Danir munu
fara áfram með utanríkismál
landsins.
Hljómlistarfólk frá Akur-
eyri leikur á orgel, trompet
og flautu. Gyða Halldórsdótt-
ir leikur á orgel. Hjálmar og
Sveinn Sigurbjörnssynir
leika tvíleik á trompet. Rún
Halldórsdóttir leikur á
alt-blokkflautu. Kristján
Einarsson skáld frá Djúpa-
læk flytur ræðu. Kirkjukór.
Hólahátíð á sunnudag
Hólahátíðin verður haldin
á Hólum í Hjaltadal n.k.
sunnudag 13. ágúst og hefst
kl. 2 e.h. með því, að
klukkum Dómkirkjunnar
verður hringt og prestar
ganga í skrúðgöngu til
kirkju.
Þar fer fram hátíðarguð-
þjónusta. Sr. Gunnar Gísla-
son, prófastur í Glaumbæ,
predikar, en altarisþjónustu
annast sr. Pétur Sigurgeirs-
son vígslubiskup, sr. Hjálmar
Jónsson á Bólstað og sr.
Sighvatur Birgir Emilsson á
Hólum.
Kirkjukór Sauðárkróks
syngur undir stjórn Jóns
Björnssonar organista.
Að lokinni guðsþjónustu
verða kaffiveitingar á boð-
stólum í skólahúsinu.
Kl. 5 e.h. verður samkoma í
Dómkirkjunni, er hefst með
ávarpi formanns Hólafélags-
ins, sr. Árna Sigurðssonar.
Sauðárkróks syngur. Að lok-
um flytur sr. Pétur Sigur-
geirsson vígslubiskup lokaorð
og bæn.
I sambandi við Hólahátíð-
ina verður aðalfundur Hóla-
félagsins haldinn í setustofu
Bændaskólans og hefst kl.
10.30 f.h. Fundarefni: Venju-
leg aðalfundarstörf. Fjöl-
mennum „Heim að Hólum" á
sunnudaginn kemur.
(Fréttatilkynning frá
Hólafélaginu).
Hann er allt þetta og mikiö meira. Pólski Fíatinn hefur nú veriö
seldur á íslandi í nokkur ár meö góöum árangri. Sem dæmi um
þaö sem fylgir meö í kaupunum þegar þú kaupir Pólska Fíatinn
má nefna: kraftbremsur meö diskum á öllum hjólum, radial
dekk, tvöföld framljós meö stillingu, læst bensínlok, bakkljós,
teppi horn í horn, öryggisgler, 2ja hraöa miöstöö, 2ja hraöa
rúöupurrkur, rafmagnsrúðusprauta, kveikjari, Ijós í farangurs-
geymslu, 2ja hólfa karprator, synkromeseraður gírkassi, hituö
afturrúöa, hallanleg sætisbök, höfuöpúðar o.fl. Þaö er óhætt
aö segja aö þú færö mikiö fyrir peninginn þegar þú kaupir
Pólskan Fíat. Aö innan og utan er bíllinn laglega unninn og
þægilegur.
HAGSTÆÐASTA BÍLVERÐIÐ í DAG.
Kominn á götuna
meö ryövörn og ollu
tilheyrandi 1.815.000 - kr.
Til öryrkja 1.395.000.- kr.
i
FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANOI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SÍÐUMULA 35. SÍMI 85855
1