Morgunblaðið - 10.08.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978
Þetta gerðist
10. ágúst
1977 - Elísabet II Breta-
drottninií fer í heimsókn til
N-írlands og viðhafðar eru
gífurlegar öryggisráðstafanir.
1974 — Portúgal veitir
Angóla sjálfstæði.
1973 — ísraelsk orrustuþota
neyðir fyrir misgáning farþega-
véi til að lenda en sleppir henni
nokkru síðar.
1964 — Páil páfi sendir frá
sér boðskap sinn þar sem hann
lætur í ljós vilja til að miðla
málum í deiiumálum þjóða.
1961 — Bretar óska eftir
aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu.
1953 — Frjálslyndi flokkur-
inn kemst á ný til valda í
kosningum í Kanada.
1945 — Japanir bera fram
tiiboð um að þeir gefist upp í
stríðinu fái keisarinn að halda
krúnu sinni.
1943 — Churchill forsætis-
ráöherra Breta, Roosewelt for-
seti Bandaríkjanna og
Mackenzie King forsætisráð-
herra Kanada hefja ráðstefnu
um aðgerðir í austri.
1914 — Frakkar lýsa stríði á
hendur Austurríki — Ung-
verjalandi. Þjóðverjar taka
Liege í Belgíu.
1913 — Friðarsamkomulag,
sem bindur endi á Balkanstríð-
ið, er gert í Búkarest.
Innlentt Landsyfirréttur
stofnsettur 1801 — F.
Laurencius Kálfsson biskup
1267 — D. Jón biskup skalli
Eiríksson 1390 — Sturla kemur
til Skagafjarðar með her
manns 1238 — Hákon
konungur háleggur krýndur í
Niðarósi 1291 — Veginn Diðrik
af Minden 1539 — Þingvaila-
fundur 1850 — Log um aðflutn-
ingsbann á áfengi staðfest 1909
— Reglubundnar útvarpstil-
raunir hefjast 1930 — ís-
lendingar sigra í öllum flokkum
í skákkeppni Norðurlanda í
Reykjavík 1950 — Haraldur
ríkisarfi í heimsókn 1967 —
Orð
dagsins:
Gættu pín er poiinmóð-
ur maður reiöist —
John Dryden, enskt
skáld 1631—1700.
„Hægagangur”
um næstu helgi
París, 9. ágúst, AP
FRANSKIR flugumferðarstjórar
hyggjast taka upp hægagangsaf-
greiðslu á flugvélum á frönskum
flugstjórnarsvæðum um næstu
helgi. Um síðustu helgi, sem var
ein mesta ferðahelgi sumarsins í
Evrópu, varð algert öngþveiti á
frönskum flugstjórnarsvæðum og
á flugvöllum vegna þessa og
ákváðu flugumferðarstjórarnir
að beita þessum aðgerðum’ að
nýju vegna lítils árangurs
samningaviðræðna þeirra við
forystumenn franskra samgöngu-
mála.
Boðað hefur verið til fundar með
þeim og forystumönnum sam-
göngumála á fimmtudagsmorgun
þar sem þráðurinn verður tekinn
upp að nýju, en fundur með
fulltrúum flugumferðarstjóra og
Joel Le Theule samgöngumálaráð-
herra á þriðjudag bar lítinn
árangur. Krefjast flugumferðar-
stjórar m.a. nýtízkulegri tækja-
búnaðar við flugafgreiðslu.
Talið er að seinlæti þeirra um
síðustu helgi hafi valdið hálfri
milljón ferðalanga óþægindum.
Flugvélum seinkaði allt upp í 36
klukkustundir og flugvellir voru
víðast yfirfullir.
Flugóhapp yfir
Tékkóslóvakíu
Ullmann
leikur í
norskri
kvikmynd
Ósló, 9. ágúst — AP.
LEIKKONAN heimskunna, Liv
Ullmann, er um þessar mundir að
leika í norsk-þýz sjónvarpskvik-
mynd, sem gerð er eftir sögu
Henriks Ibsens, „Fruen fra havet“.
Er þetta jafnframt fyrsta norska
kvikmyndin, sem Ullmann leikur
aðalhlutverk í. Þegar er lokið við
að taka nokkur atriði myndarinn-
ar upp í nágrenni Bergen og býst
leikstjórinn, Norðmaður að nafni
Per Bronken, við að ljúka við
myndina á tveimur mánuðum.
Myndin er gerð í samvinnu við
Norddeutsche Rundfunk í
V-Þýzkalandi, en margar sjón-
varpsstöðvar hafa sýnt áhuga á að
fá myndina til sýningar.
Leikarar í myndinni eru allir
norskir utan einn Dani.
Stokkhólmi, Aþenu,
9. ágúst. AP
FIMMTÍU farþegar af 189
meiddust lítillega, er sjálfstýriút-
búnaður flugvélar frá sænska
flugfélaginu Scan Air bilaði, en
vélin var þá á leið til grísku
eyjarinnar Rhodos. Bilunin var
ekki alvarlegs eðlis og var vélinni
London:
Veðjað
um veðrið
London, 9. ágúst. Reuter.
EINN helzti veðmangari í Bret-
iandi, WiIIiam Hill, hefur nú
sett í gang veðmál, þar sem
Bretum gefst kostur á að veðja á
tvo fyrstu úrkomulausa sólar
hringa eftir að spáð er þurrki.
Þeir, sem vilja veðja, er gefinn
kostur á líkunum fimm á móti
einum. Það er ekki að ástæðu-
lausu að veðmál þetta er sett af
stað, því að vætusamt hefur
verið með afbrigðum í Bretlandi
í sumar, og Bretar orðnir
langeygir eftir þurrki.
flogið áfram til Rhodos sam-
kvæmt áætlun. Farið var með
fjóra farþega á sjúkrahús við
komuna þangað.
Flugstjóri vélarinnar hafði
fengið tilkynningu frá tékknesku
flugumferðarstjórninni um að
lækka vélina úr 11.000 metrum í
10.000 metra og var vélin að lækka
flugið er stýribúnaður hætti
skyndilega að virka og hún byrjaði
að hækka sig. Lenti vélin þá í
lofttómi og við það kom hnykkur á
hana með fyrrgreindum afleiðing-
Veður
víöa um heim
Akureyri 14 skýjaó
Amsterdam 18 sól
Apena 35 bjart
Barcelona 23 skýjað
Berlín 18 skýjað
Brússel 19 rigning
Chicago 30 bjarl
Frankturt 21 rigning
Genf 17 skýjað
Helsinki 16 skýjað
Jerúsalem 31 sól
Kaupmannahöf n 21 sól
Jóhannesarborg 25 sól
Lissabon 18 skýjaö
Los Angeles 30 bjart
Madrid 25 bjart
Mallorca 26 téttskýjað
Malaga 29 heiðskírt
Miami 30 rigning
Montreal 24 bjart
Moskva 21 skýjaö
New York 30 bjart
Ósló 21 sól
París 19 skýjað
Rómaborg 26 bjart
Reykjavík 13 skýjað
San Francisco 17 bjart
Stokkhólmur 21 skýjað
Sidney 15 bjart
Tel Aviv 30 sól
Tókíó 35 skýjaö
Vancouver 30 sól
Vínarborg 18 skýjað.
Mikið manntjón
vegna óveðurs
LuKano. 9. ágúst. — Reuter
HJÁLPARSVEITIR leituðu í dag
að fleiri fórnarlömbum sem sakn-
að er vegna óveðurs er geisaði um
helgina fram á þriðjudag í
frönsku, svissncsku og ftölsku
Ölpunum með þeim afleiðingum
að a.m.k. 25 létu lifið.
Átján fjallgöngumenn í Mont
Blanc eru týndir. Kunnur sjötugur
fjallgöngumaður Jean Juge fannst
, ,N æturfrost ’ ’
Bók Mlynars um vorið í Pr ag
Dubcek neitaði að skrifa undir uppgjafarskjalið
í bók Mlynars segir m.a. frá
því að Svoboda þáverandi for-
seti Tékkóslóvakíu hafi tekið
undir aðvaranir Brezhnevs og
hvatt til að gengið yrði að
kröfum Sovétríkjanna, ella
gæti komið til alvarlegra blóðs-
úthcllinga. Brezhnev hafi á
fundinum í Kreml virzt vera í
geðshræringu og talað um að
hann hafi trúað á að „Sasha“ —
Alexander Dubcek — hafi verið
góður félagi „sem hafi valdið
okkur öllum svo óheyrilega
þungbærum vonbrigðum“.
Mlynar segir að umbóta-
sinnarnir sem þarna höfðu verið
fluttir til Moskvu hafi síðan
skrifað nauðugir viljugir undir
yfirlýsingu þar sem lagt er til að
hraðað verði eftir föngum að
„eðlileg samskipti" takist með
Sovétmönnum og Tékkóslóvök-
um og „fallist á“ að innrásar-
herirnir verði í landinu um hríð
unz ástand sé að nýju orðið
„eðlilegt". Á síðustu stundu
neitaði Dubcek að skrifa undir
og kveinaði niðurbrotinn: „Látið
þá gera við mig það sem þeir
vilja — ég skrifa ekki undir“.
Mlynar segir að hann og aðrir
viðstaddir umbótasinnar hafi
rætt rólega við Dubcek og hann
hafi síðan fengið róandi sprautu
og skrifað undir en „þar með
höfðum við skrifað undir dauða-
dóm umbótahreyfingarinnar"
segir Mlynar.
Mlynar segir að heit Johnsons
forseta Bandaríkjanna hafi ver-
ið gefið 18. ágúst, tveimur
dögum áður en hin fyrirhugaða
innrás skyldi hefjast. Hefði
Johnson verið inntur eftir því
hvort Bandaríkin myndu standa
við samþykkt Yalta- og Pots-
dam-ráðstefnanna þar sem
áhrifasvæði voru mörkuð. Hefði
Johnson látið Sovétríkin vita að
hvað snerti málefni Tékkó-
slóvakíu og Rúmeníu væri allt
óbreytt miðað við það sem um
hefði verið samið á sínum tíma.
Mlynar nam í Moskvu og var
sannfærður Stalínisti að eigin
sögn. Innrásarnóttina segir
hann hugmyndir sínar hafi
hrunið til grunna endanlega.
Hann fluttist úr landi 1970 eftir
að hafa þá sætt ýmsum ofsókn- •
um af hálfu stjórnvalda.
Mlynar segir að í um það bil
Dubcek
fimm klukkustundum eftir að
innrásarherir Varsjárbanda-
lagsríkjanna ruddust inn í
Tékkóslóvakíu hafi Dubcek og
ellefu aðrir fulltrúar í forsætis-
ráði flokksins verið umkringdir
sovézkum fallhlífarmönnum
sem hafi miðað á þá byssum.
Síðan hafi Dubcek og þrír til
viðbótar verið leiddir brott og
sagt þeir yrðu leiddir fyrir
byltingardómstól, en það reynd-
ist gabb eitt. Sex dögum síðar
var Mlynar síðan fluttur til
Moskvu og hitti þá Dubcek og
alla helztu umbótasinnana eins
og fyrr segir. Telur Mlynar að
þeir hafi allir verið sannfærðir
um að dagar þeirra væru taldir
og þeir yrðu líflátnir Vegna
hinnar afdráttarlausu andstöðu
tékknesku þjóðarinnar hafi
Kremlarbændur ekki treyst sér
til að draga leiðtoga umbóta-
mannanna fyrir rétt eins og
áreiðanlega hafi verið ætlunin
til að byrja með.
látinn rétt fyrir neðan tind
Matterhorns.
Þyrlur voru notaðar við leit í
Domodossola á norður Ítalíu þar
sem mikil flóð urðu og a.m.k. tólf
létu lífið. Óveðrið geisaði einnig
fyrir ströndum Ítalíu, í höfnum og
margir smábátar sukku meðfram
Tuscany ströndinni.
Siglingar um Rínarfljótið voru
stöðvaðar á milli Karlsruhe og
Basel í Sviss vegna flóða úr
Alpafjöllum. Yfirborð Rínar
hækkaði um þrjá til fjóra metra og
mörg flutningaskip lokuðust inni á
fljótinu meðan þau biðu þess að
vatnsyfirborðið lækkaði.
í Sviss er talið að a.m.k. tíu hafi
látið lífið í þessu óveðursfargangi
sem talið er hið versta í aldar-
fjórðung.
Óveðrið olli einnig skaða á
Miðjarðarhafseyjunum Elbu og
Kaprí. í Berlín var úrhellisrigning
og í báðum hlutum borgarinnar
stöðvuðust bæði jarnbrautar- og
flugsamgöngur. Frá Tékkóslóvakíu
bárust þær fregnir að einn maður
hefði drukknað á sundi í vatni í
Austur-Slóvakíu þar sem óveörið
geisaði einnig.
Fjallgöngu-
garpur lézt
Zermatt, Sviss. 9,ágúst — Reuter
JEAN Huge, elzti og þekktasti
fjallgöngugarpur Sviss, fannst í
dag látinn rétt fyrir neðan Matter-
horntind í svissnesku Ölpunum.
Hann hafði reynt að komast á
tindinn ásamt tveimur félögum
sínum. Þegar þeir áttu skammt
ófarið skall á ofsaveður og urðu
þeir viðskila og mun Huge hafa
látizt af ofreynslu.
Huge var forseti Alþjóðaalpa-
samtakanna í nokkur ár og hafð:
víða farið og var hinn mest
fjallagarpur en alla tíð var þai
hugsjón hans helzt að komast í
tind Matterhorns.