Morgunblaðið - 10.08.1978, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978
t
Systir okkar,
SIGRÍÐUR ÞORGILSDÓTTIR,
Stórholti 31,
andaöist á Landakotsspítala 8. ágúst.
Þorgerður Þorgilsdóttir,
Páll Þorgilsson.
Systir okkar,
ÞÓRUNN PÉTURSDÓTTIR,
sjúkraÞjálfari,
Álfaskeiði 40, Hafnarfirði,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 8. ágúst.
Aöalheiður Pétursdóttir,
Sigríður Pátursdóttir,
Karl Pétursson.
t
Móöir okkar,
JÓHANNA BJARNADÓTTIR,
Háaleitisbraut 54,
lést í Landspítalanum, þriöjudaginn 8. ágúst.
Jónfríður Sigurðardóttir,
Guðjón Sigurðsson,
Rafn Sigurösson,
Sverrir Sigurðsson.
f Systir mín og móöursystir okkar.
ÐRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR,
Hátúni 10B, Reykjavík
andaöist 8. þ.m.
Svanborg Bremnes
Ingvar Hallgrímsson Pernille Bremnes,
Jónas Haligrímsson, Vílborg ísberg,
Þórir Hallgrímsson, Jörvar Bremnes.
f Hjartkær eiginkona mín,
GUDRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Mjósundi 16, Hafnarfirdi,
lézt 5. ágúst. Fyrir mína hönd og barna minna. Jón Pálsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
SIGURDUR TÓMASSON,
Goöheimum 8,
andaöist að morgni 9. ágúst. Fyrir hönd vandamanna.
Herborg Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Elínborg Sígurðardóttir.
t
Utför moöur okkar,
INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR,
Fálkagötu 14
veröur gerö frá Neskirkju, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13.30.
Skúli Magnússon,
Guörún F. Magnúsdóttir,
Þorkell Magnússon,
Kristinn Magnússon,
Rafn Thorarensen.
t
Systir okkar,
MARÍASÍNA MARÍASDÓTTIR,
Kleppsveg 10,
er lést 3. ágúst veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. ágústi
kl. 3
Fyrir hönd systkina hinna látnu og annarra vandamanna.
Þóröur Fínnbogi Guömundsson.
t
Faöir okkar,
ÞORSTEINN SNORRASON,
Hvassafelli,
veröur jarösunginn frá Hvammskirkju Noröurárdal, laugardag 12. ágúst kl.
1400. '
Snorri Þorsteinsson,
Gísli Þorsteinsson.
Stígur Guðbrands-
son -Minningarorð
Fæddur 4. nóv. 1906
Dáinn 27. júlí 1978
Eg vil í nokkrum orðum kveðja
vin minn Stíg Guðbrandsson er
fæddur var í Reykjavík og ólst þar
upp í bernsku. Foreldrar hans
voru Júlíana Stígsdóttir og Guð-
brandur Jónsson, en þau áttu
fimm börn og er aðeins á lífi
Sigurður, er býr í Reykjavík.
Mikil fátækt var á heimili hans
og varð Stígur aðeins 14 ára að sjá
um sig sjálfur og stunda almenna
vinnu. Snemma hneigðist hugur
hans til sjómennsku og vann hann
við þau störf nær einvörðungu
fram yfir þrítugs aldur. Árið 1928
kvænist hann Vilborgu Jónsdóttur
frá Hópi í Grindavík og hófu þau
búskap í Grindavík og eignuðust
sex börn og eru fimm á lífi, en þau
eru: Jón eftirlitsmaður, Heimir
ljósmyndari, Dagbjartur hús-
gagnasmiður, Þórhallur löggiltur
endurskoðandi og Edda Borg
húsmóðir. Son sinn Eggert misstu
þau tveggja ára. Stígur var mikill
fjölskyldufaðir, enda minnugur
bernsku sinnar og hversu hann
sjálfur fór á mis við heimili sitt í
uppvexti. Stór hópur barnabarna
minnist og afa síns og langafa en
hann var þeim óvenju kær alla tíð.
Þau hjónin Stígur og Vilborg voru
mjög samhent, en hún lést fyrir
fjórum árum. Hrakaði heilsu Stígs
fljótlega eftir andlát hennar og má
með sanni segja að hann hafi ekki
borið sitt barr eftir það.
Árið 1939 flyst Stígur til
Reykjavíkur og vinnur við verk-
stjórn um nokkurt skeið, en flyst
þaðan til Keflavíkur 1942 og gerist
aðalverkstjóri hjá Keflavíkur-
hreppi og árið 1946 lögregluþjónn
á sama stað. Var hann vinsæll
mjög í þessum störfum og margir
minnast hans með velvild og hlýju,
enda vildi hann leysa hvers manns
vanda og átti mjög auðvelt að
kynnast fólki. Árið 1964 flyst hann
til Kópavogs, að Álfhólsvegi 29, og
átti þar mjög skemmtilegt einbýl-
ishús. Hann vann hjá Reykjavík-
urborg almenn störf næstu árin,
en þó lengst af verkstjóri við
sprengingar á grjóti. Um nokkurra
ára skeið vann hann og hjá
fiskbúðinni Sæbjörgu í Reykjavík.
En árið 1974 flyst hann á heimili
dóttur sinnar Eddu og Magnúsar
manns hennar er búsett voru í
Hafnarfirði. Vann hann um tíma
vaktmannsstörf hjá Eimskip, en
þá fór að halla undan fæti, hvað
snerti heilsu hans. Hugur hans
stóð þó til sjómennskunnar og
keypti hann tvo minni báta, en
komst ekki til þess að stunda
sjóróðra vegna heilsuleysis. Er
dóttir og tengdasonur fluttust til
Noregs í vor, þá fluttist hann til
Keflavíkur til Jóns sonar síns og
tengdadóttur og bjó þar til dauða-
dags.
Eg kynntist Stígi fyrst árið 1973,
en þá heimsótti ég hann að
Álfhólsvegi 29 og ræddum við
saman um ýmis mál. Eru mér
ógleymanleg þessi fyrstu kynni
okkar, enda var Stígur mjög
fróður og hafði frá mörgu að segja
af langri starfsæfi. Undraðist ég
ttijög hversu fróður hann var um
öll bæjarmál Kópavogs, svo og
almennt um landsmál. Stígur
hafði óvenju skemmtilegan frá-
sagnarstíl og ágæta kímnigáfu.
Var hann tíður gestur á heimili
okkar hjóna og færði yl og hlýju
með sér. Karlmennska Stígs birt-
ist ekki síst í jákvæðu hugarfari
hans til ungá fólksins og skildi
hann vel þá nauðsyn, að mann-
dómsárum sínum máttu þau ekki
glata í iðjuleysi, heldur að verja
þeim í skapandi starf. Gladdist
hann mjög yfir hverjum áfanga á
þeirri braut hjá sérhverju ung-
menni og var engu líkara, en hann
sæi sjálfan sig ungan í annað sinn.
Einnig hafði hann mikinn áhuga á
því að bæta kjör aldraðs fólks og
þá sérstaklega þeirra, sem engan
lífeyrissjóð hafa og aðeins verða
að lifa af ellilaunum. Að hans mati
eru engu líkara, en þessi fjölmenni
hópur sé hafður utangátta í
þjóðfélaginu,- svo mjög er hagur
hans fyrir borð borinn. Flestir
yngri menn og konur eru nú sem
betur fer orðnir virkir félagar í
sínum lífeyrissjóðum. Núverandi
tryggingakerfi er stórgallað gagn-
vart þessum aðilum og hafði
Stígur næmt auga fyrir þessum
brestum í kerfinu, en því miður
vilja menn eða geta ekki gert
nokkuð til úrbóta, enda þótt
vandinn blasi augljóslega við
öllum.
Á sínum yngri árum tók Stígur
virkan þátt í félagsmálum og hafði
alla tíð mikinn áhuga á þjóðmál-
um. Má því með sanni segja að fátt
mannlegt hafi hann látið fara
fram hjá sér.
Sú kynslóð, sem hverfur með
Stígi hefur unnið landi og þjóð
okkar mikið gagn, sem við seint
fáum fullþakkað. Lífið á uppvaxt-
arárum þess fólks var mjög erfitt
og fátækt og atvinnuleysi daglegt
brauð. En engu að síður hefur
þrautseigja og dugnaður þess verið
lyftistöng velmegunar síðari tíma.
Er ég nú minnist Stígs, þá kemur
mér í huga, að hann er einmitt
dæmigerður fulltrúi síns tíma og
veit ég að sú minning mun lifa.
Að lokum sendi ég aðstandend-
um hans samúðarkveðjur.
Sigurður Helgason,
Kópavogi.
Þriðjudaginn 8. ágúst yar borinn
til hinstu hvílu frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði Stígur Guðbrandsson,
sem var fæddur 4. nóvember 1906 í
Reykjavík. Um leið og ég kveð
minn kæra tengdaföður, minnist
ég hans sem örláts manns á
veraldleg gæði, bæði til min,
minnar elskulegu eiginkonu og
dætra okkar hjóna Gerðar Óskar
og Herdísar Erlu. Ég minnist hans
sem manns sem aldrei mátti aumt
sjá á öðrum, því hann var fljótur
til að hugga og hughreysta. Eins
var hann fljótur að gefa frá sér
það sem hann eignaðist, enda þótti
honum ávallt sælla að gefa en
þiggja, og því stóð veraldlegt
ríkidæmi hans aldrei hátt, en þeim
mun stærri sjóði á hann á
himnum, að mínu viti, vegna
hjartagæsku sinnar og hjálpsemi í
garð bæði barna og gamalmenna
sem minna máttu sín í þjóðfélag-
inu. Ég þakka honum allan þann
stuðning sem hann og eiginkona
hans, Vilborg Jónsdóttir frá Hópi í
Grindavík, sem lést fyrir fjórum
árum, veittu mér, fyrst í Keflavík
frá 1962 og síðan í Kópavogi, að
Álfhólsvegi 29. Eldri dóttir okkar
hjóna, Gerður Ósk sem fæddist í
Keflavík, minnist hans með gleði í
hjarta, frá bernsku sinni í húsum
hans, enda má segja að hann hafi
átt í henni hvert bein, og síðan
eftir að eiginkona hans dó og hann
fluttist til okkar í Hafnarfjörð var
hann dætrum okkar hjóna til
sérstaklega mikillar ánægju og
uppfræðslu.
Ég færi Stígi hjartans þakkir
frá dætrunum, sem nú eru búsett-
ar um tíma í Noregi, en því miður
höfðum við ekki tækifæri til þess
að koma heim til íslands til að
fylgja honum til hinstu hvílu. Með
eiginkonu minni Eddu Borg sendi
ég heim til Islands samúðarkveðj-
ur til eftirlifandi bræðra hans,
sona, tengdadætra og barnabarna
og annarra venslamanna.
Magnús Óskar Magnússon
f
Þökkum auðsýnda samúö og vinsemd vegna fráfalls
EINARS B. SIGURDSSONAR,
Laugarnesvegi 104
Guðbjörg Jónsdóftir, Einar Logi Einarsson,
Sverrir Sigurösson. Elín M. Siguröardóttír,
Viðar Sigurðsson,
og sonardætur.
f
Eiginmaður minn, sonur, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
ARNAR RÓSANT JÓRGENSEN,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. ágúst kl. 1.30.
Elísabet Jóhannsdóttir,
Sigríður Þorleifsdóttir,
Jóhann Þór Arnarson, María Brynjólfsdóttir,
Sigrún Arnarsdóttír og barnabörn.
f
Þökkum innilega sýndan hlýhug við fráfall og útför,
GUNNARS RUNÓLFSSONAR,
Vopnafiröi.
Eigínkona, börn, tengdabörn og barnabörn.
f
Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÞÓRU SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
frá Patreksfirði,
Óli Barðdal,
Guðmundur Gíslason,
tengdadætur, börn og barnabörn.