Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 3 ------- Eru þeir að fá 'ann Veiðivötn Skaga- manna vatnslítil 12,5% hækk- un á Haf nar- fjarðarleið Verðlagsstjóri hefur heimilað hækkun á fargjaldi Landleiða á Hafnarfjarðarleið og nemur hækkunin 12.4% að meðaltali. Venjulegt gjald hækkar úr 105 kr. í 120 kr. Loðnan: 9 skip með 2210 lestir LÍTIL loðnuveiðf hefur verið síðustu daga, en skipin hafa átt í miklum erfiðleik með að komast að aðalloðnusvæðinu vegna mikils íss. Níu skip tilkynntu um afla til loðnunefndar frá kl. 15 í fyrradag til jafnlengdar í gær, samtals 2210 lestir. Skipin fóru með loðnuna til Bolungavíkur, þangað fóru þrjú og sex fóru til Siglufjarðar, en eftirtalin skip tilkynntu um afla: Jón Finnsson GK 100 lestir, Eldborg GK 200, Náttfari ÞH 280, Dagfari ÞH 330, Sigurður RE 200, Kefl- víkingur KE 200, Árni Sigurður AK 450, Rauðsey AK 200 og Guðmundur RE 250 lestir. Séra Stefán Egg- ertsson LÁTINN er í Reykjavík séra Stefán Eggertsson sóknarprestur á Þingeyri í Dýrafirði. Sr. Stefán var fæddur 16. septembor 1919 á Akureyri og lauk hann guðfræði- prófi frá Háskóla íslands árið 1944. Að loknu framhaldsnámi í Eng- landi og víðar var hann settur sóknarprestur í Staðarhrauns- prestakalli 1944—1950 og veitt Sandaprestakall í Dýrafirði í júní 1950 og sat á Þingeyri. Sr. Stefán var skipaður prófastur í V-ísa- fjarðarprófastsdómi árið 1966 og gegndi því til ársins 1971 er bæði látinn Isafjarðarprófastsdæmin voru sameinuð. Séra Stefán Eggertsson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, sat í tryggingarnefnd Mýrasýslu, var formaður skólanefndar á Þingeyri, var í sýslunefnd og fræðsluráði V-ísafjarðarsýslu og var formaður slysavarnardeildarinnar Vörn á Þingeyri frá 1950. Þá var sr. Stefán Eggertsson um árabil í stjórn Skógræktarfélags Vestur-ísafjarðarsýslu og Presta- félags Vestfjarða. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Sigurðar- dóttir. „Árnar okkar eru orðnar afar vatnslitlar og kemur það að sjálfsögðu niður á veiðinni. Þrátt fyrir það hefur verið reytingsveiði og hefur flugan verið drjúg. Flestir veiðihóparn- ir hafa fengið eitthvað og það er mikill fiskur í öllum ánum, en þegar vatnið er svona lítið, hrúgast hann mest á fáa staði þar sem eitthvert dýpi er að finna og liggur þar.“ Þetta sagði Benedikt Jónmundsson í samtali við Mbl. í gærmorgun, er hann var inntur eftir veiðinni í Haukadalsá, Flekkudalsá og Andakílsá, en það eru árnar sem stangaveiðimenn frá Akranesi veiða í á sumrin. Er við ræddum við Benedikt í gær, voru komnir rúmlega 170 laxar á land úr Andakílsá, um 300 úr Flekkudalsá og rúmlega 600 laxar úr Haukadalsá. Hvergi hafa borizt neinir sérstakir stórlaxar á land, en laxinn er afar vænn að meðaltali í Hauka- dalsá, en smærri í hinum ánum tveimur — gg. Uthlutað til 5 aðila á Hlemmi ÚTHLUTAÐ hefur verið til leigu aðstöðu i áningarstað S.V.R. að Hlemmi en alls verða þar 9 básar. Hafa fimm aðilar þegar fengið úthlutað auk þess sem S.V.R. rekur sjálft einn bás, en eftir á að úthluta 3 básum. Samþykkti borgarráð eftirtalda leigutaka: 1) Snyrti- og hreinlætisvörur: Dóra Petersen, Hraunbæ 116 og Hanna Hofsdal, Geitastekk 6. 18,3 fermetrar á 201.000 eða 10.984 kr. pr. ferm. 2) Blóm og gjafavörur: Guðrún Jóhannesdóttir, Hrísateig 43 og Valdís Daníelsdóttir, Grímshaga 8. 15 ferm. á 130.000 eða 8.667 pr. ferm. 3) Blöð og bækur: Guðmundur H. Sigmundsson, Bláskógum 5. 10,7 ferm. á 135.000 eða 12.617 pr. ferm. 4) íssala: Mjólkursamsalan, Laugavegi 162. 7,75 ferm á 151.000 eða 19.483 pr. ferm. 5) Veitingar: Einar Guðmunds- son o.fl. Grenimel 40. 14,2 ferm. á 300.000 eða 21.127 pr. ferm. Gert er ráð fyrir að þeir þrir aðilar, sem fá þá aðstöðu sem enn er óúthlutað, reki þar sölu á leikföngum, skyndimyndum og ljósmyndavörum og ljúfmeti, s.s. ávöxtum, brauöi og mjólkurvörum, að því er Eiríkur Ásgeirsson sagði í samtali við Mbl. og sagði hann að húsið yrði opnað hinn 1. september n.k. fyrir almennri umferð og þá yrðu teknir í notkun þeir básar er tilbúnir væru. Gerði hann ráð fyrir að veitingaaðstaðan yrði einna síðast tilbúin vegna mikilla innréttinga. Leigutíminn er 3 ár og greiða leigutakar fyrsta árið fyrirfram og síðan ársfjórðungs- lega og sameiginlegur kostnaður verður greiddur eftir hlutdeild hvers leigutaka um sig. Á fundi borgarráðs þar sem ofangreint var samþykkt óskaði Albert Guðmundsson bókunar á eftirfarandi: „Þótt ég sé á móti rekstri S.V.R. á sælgætis- og tóbakssölu í hinu nýja verzlunarhúsi borgarinnar að Hlemmi óska ég bókað, að skilningur minn á samþ. borgar- stjórnar á því, að S.V.R. reki umrædda verzlun er sá, að S.V.R. greiði borgarsjóði ekki lægri leigu en hæsta boð var í þessa verzlunaraðstöðu, eða kr. 275 þús. á mán.“ alinn - sérstaklega valinn Bii, 1 1 r 1 J __ OlV > k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.