Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 19 Stjóm Verkamannabústaða í Reykjavík: Telur fjárhagslegt Breiðholt á næsta HÉR FER á eftir fréttatilkynning aú sem stjórn Verkamannabústaóa í Reykjavík sendi frá sér í gær Þar sem geró er grein fyrir sambykkt stjórnar V.B um riftun verksamn- ings við Breiðholt h.f.: Á fundi stjórnar verkamannabú- staöa í Reykjavík, 9. ágúst 1978, var gerö svofelld samþykkt: „Stjórn V.B telur aö vel athuguöu máli aö nú liggi alveg Ijóst fyrir aö •• Okumaður- inn stakk af ÁREKSTUR varð á mótum Grensásvegar og Miklubrautar föstudaginn 4. ágúst sl. og hefur umferðardeild lögreglunnar ósk- að eftir vitnum að árekstri þessum. Málsatvik voru þau, að þar var Datsun 180 ekið sgður Grensás- veginn og yfir Miklubrautina um kl. 19.00 en í sama mund kom á móti 2ja dyra bandarískur fólks- bíll, dökkur að lit og skall hann á vinstri framhurð Datsun-bif- reiðarinnar. Ökumenn bifreiðanna Breiöholt h.f. geti ekki vegna stór- feldra fjárhagsöröugleika lokið samningsskyldum sínum viö V.B. samkvæmt verksamningi um bygg- ingu 18 fjölbýlishúsa í Hólahverfi í Reykjavík dags. 3. febr. 1978. Telur stjórnin fjárhagslegt hrun fyrirtækis- ins vera á næsta leiti. Því samþykkir stjórnin meö tilvísun til almennra verkskilmála, liö 30, aö rifta nú þegar framangreindum verksamningi viö Breiöholt h.f. Jafn- fram áskilur stjórnin sér allan rétt til skaöabóta úr hendi Breiðholts h.f., vegna þessarar óhjákvæmilegu rift- unar, þar meö talinn rétt til aö ganga að verktryggingum. Riftun þessi veröi tilkynnt Breiöholti h.f. tafarlaust og nauðsynlegar ráöstafanir geröar til aö hrinda henni í framkvæmd. Stjórnin lýsir sig jafnframt reiöubúna til viöræöna og samninga viö Breiö- holt h.f. um einstök álitamál, sem upp kunna aö koma í kjölfar riftunarinn- ar“. I framhaldi af þessari samþykkt var ákveöiö aö stjórnin yfirtæki fram- kvæmdirnar í Hólahverfi og annist þær sjálf uns öðruvísi veröur ákveö- iö. Framangreindur verksamningur var geröur 3. febrúar 1978 og nam samningsfjárhæð kr. 674.492.000.00 auk réttar tii veröbóta. Útvegsbanki íslands veitti ábyrgö aö fjárhæö kr. 67.449.200.00 til tryggingar því aö verktakinn, Breiðholt h.f. innti af hendi samningsskyldur sínar. Viö gerö þessa samnings var Ijóst aö fjárhagur Breiöholts h.f. var örðugur og aö gjaldfallnar skuldir félagsins námu stórum fjárhæöum. Forráöa- menn félagsins töldu sig þá geta létt á skuldabyröinni meö því aö selja steypustöö félagsins, en síöar kom í Ijós aö sala á steypustööinni tókst ekki. Hinn 25. júlí s.l. ritaði stjórn V.B. bréf til Breiöholts h.f. þar sem SÍvaxandi fjárhagsöröugleikar Breið- holts h.f. voru geröir aö umtalsefni og hrun leiti tekiö fram aö stjórnin hugleiöi alvarlega aö taka verkiö af félaginu af þessum sökum. í bréfinu er vitnaö til almennra samningsskilmála V.B. iiö 30, sem er hluti af verksamningnum, en þar segir svo: „Heimilt er verkkaupa aö rifta samningi ef verktaki verður gjald- þrota eöa fjárhagur hans er siíkur, aö óvíst sé að hann geti lokiö samnings- skyldum sínum“. Þá eru í bréfinu rakin ýmis dæmi um mjög öröuga fjárhagsstööu Breiöholts h.f. svo sem aö meirihlut- inn af steypubifreiöum félagsins hefi veriö tekinn úr vörzlu félagsins og bíöi nauöungaruppboös, aö margar aörar eignir félagsins séu einnig undir hamrinum, aö sýnilegt sé aö félagiö eigi ekki fyrir skuldum og aö stjórn V.B. hafi í nokkrum tilvikum oröiö aö hlaupa sérstaklega undir bagga til aö halda framkvæmdum gangandi. Þessu bréfi svarar Breiöholt h.f. 28. júlí s.l. í svarbréfi Breiðholts h.f. er viöurkennt aö fjárhagsstaöa fyrirtækisins sé mjög erfiö og tekið fram aö til tíöinda geti dregiö, ef ekkert verði aö gert. í bréfinu leggur Breiöholt h.f. til að nýr aöili, Noröurás h.f., yfirtaki verksamninginn með samþykki stjórnar V.B. Þessi hug- mynd var athuguö en stjórn V.B. taldi skilyröi þessa nýja félags fyrir yfirtöku verksins ekki álitleg og hafnaöi því hugmyndinni aö óbreytt- um aöstæöum. Þegar hér var komið sögu var æ Ijósara aö fjarhag Breiöholts h.f. fór sífellt hrakandi. Stjórn V.B. þurfti að taka ábyrgö á kaupum á fyllingarefni í grunna til þess aö verkiö gæti gengiö meö eölilegum hraöa. Toll- stjórinn í Reykjavík lokaöi aöalskrif- stofu félagsins vegna vanskila á söluskatti. Bréf barst frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún þar sem óskaö var eftir ábyrgö á greiöslu vinnulauna. Fleiri slíkar beiðnir eru væntantegar. Aö svo komnu máli átti stjórn V.B. ekki annars úrkosta en rifta verk- samningnum við Breiöholt h.f. svo sem aö framan er sagt. Viö riftunina standa leikar svo aö um þaö bil 6% af verkinu er lokið, en 94% af verkinu óunnin, enda var hér um verksamn- ing til tveggja ára aö ræöa. Stjórn V.B. harmar þaö vissulega aö þurfa aö taka ákvöröum um riftum meö hliösjón af löngu samstarfi málsaöila viö byggingaframkvæmdir. En riftunin var óhjákvæmileg af þeim ástæöum, sem greindar eru hér að framan. komu sér saman um að ekki væri ástæða að kalla á lögreglu heldur gera upp málið sín á milli, og ökumaður Datsun-bifreiðarinnar renndi bifreið sinni upp að Lita- veri í þeirri trú að þar yrði málið útkljáð, en ökumaður bandarísku fólksbifreiðarinnar mætti aldrei, heldur notaði tækifærið og hvarf á braut. Vill lögreglan fá nánari upplýsingar um ökumann og bif- reiðina, og biður þess vegna vitni um að gefa sig fram. Hringleiðin efri Laus viÖ vegaryk og holur. slettur og skvettur, blindhæóirog beygjur Óformlegt vopnahlé í Beirut Beirút 10. ágúst — Reuter. ÓFORMLEGT vopnahlé var sam- ið í dag, fimmtudag. er sýrlenzk- ar hersveitir fóru á brott úr kristna austurhluta borgarinnar, en hann hefur verið umsetinn siðan snemma í júlí. Er sýrlenzku sveitirnar voru að flytja sig á brott brutust þó út nokkrir sktbardagar en ekki var vitað hvort mannfall varð. Litlar líkur eru taldar á, að þetta óformlega vopnahlé standi lengi. Einsöngvarar íNorræna húsinu í kvöld í NORRÆNA húsinu í kvöld er kvöldvaka fyrir heimamenn og erlenda gesti, en þar munu ein- söngvarar og kvæðamenn túlka list sína. Kvöldvakan hefst kl. 9 og munu tveir kvæðamenn úr Iðunni, Njáll Sigurðsson og Magnús Jóhannsson, kyrja vísur, ein- söngvararnir Þórunn Ólafsdóttir og Inga María Eyjólfsdóttir syngja íslenzk einsöngslög og Ragnheiður Guðmundsdóttir einsöngvari mun syngja þjóðlög. Þess má geta að kaffistofa Norræna hússins er opin í kvöld. AWa.ÝSINöASÍMINN BK: 22480 I yfri leiðirnar eru þær öruggustu* sem völ er á. Þú getur stansað svo lengi sem þú vilt á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum eða í Reykjavík. Viljir þú styttri hring, er þér það frjálst. Samt færð þú sérstakt hringfargjald. Það er líka kostur. Fullkomin leiósögutæki vísa örugga leiÓ FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS INNANLANDSFLUG .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.