Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. AGUST 1978 Óútklakið egg Tónlistarháskóli yrði að því leyti gjörólíkur öllum tónlistar- skólum hér á landi, bæði fyrr og síðar, að þar gengju þeir einir fram til leiks er helgað hefðu tónlistinni líf sitt allt. Þar myndi hollusta nemenda ekki tvístrast á milli margra skóla, eins og verið hefur t.d. í Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem félagslíf, hvort heldur tónleikahald eða fundir til skoðanaskipta, er eins og óút- klakið egg sem skortir nærveru og hlýju frá nemendum, sem flestir stunda nám í öðrum skólum samhliða, t.d. mennta- skólum, og leita því félagsskap- ar þar. I tónlistarháskóla gæti mynd- ast samfélag listamanna er gæti gjörbreytt ásjónu íslands, í tónlistarlegu tilliti, á einum áratug. Arfurinn Tónlistarháskóli myndi vænt- anlega halda áfram því starfi er sr. Bjarni Þorsteinsson hóf af einstæðum eldmóði fyrir um eitthundrað árum, en legið hefur niðri, ef frá er talið grúsk örfárra einstaklinga: Tónlistar- háskóli myndi leitast við að koma á framfæri og skrásetja íslensk tónverk, hvort heldur sönglög, hljómsveitarverk eða hversdagsmúsik. Tónlistarhá- skóli myndi leitast við að varpa Ijósi á tónlistariðkun þjóðarinn- ar í fortíð og nútíð. Slíkt væri ekki gert með það fyrir augum að uppáleggja tónskáldum okk- ar að klæðast tónrænum peysu- fötum óg sjóstökkum eins og sumum þjóðræknisspekúlöntum er svo umhugað um, heldur fremur til að svala forvitni um tóniðkun forfeðra okkar. Tónlistarháskóli myndi reyna að bjarga fágætum hljóðritun- um frá glötun, og koma á fót sæmandi hljómplötusafni þar sem ungir jafnt sem aldnir, tónlistarmenn sem leikmenn, hefðu greiðan aðgang að öllum tónbókmenntum, innlendum sem erlendum. Hugskeytasamband við útlönd Síðast en ekki síst gæti Tónlistarháskóli íslands orðið viðkomustaður þeirra fjölmörgu erlendu tónlistarsnillinga er ferðast yfir Atlantshafið dag- lega. Með ofurlitlu hugarflugi og útsjónarsemi mætti jafnvel gera ísland að alþjóðlegum fundar- stað tónlistarmanna. En burtséð frá slíkum dagdraumum er hitt augljóst, að tónlistarháskóli á íslandi þyrfti ekki að einangr- ast, siður en svo. Erienda hljóðfæraleikara, fræðimenn, tónskáld og söngvara mætti fá til fyrirlestrahalds með litlum tilkostnaði, svo ekki sé talað um alla þá útlendinga er heimsækja Sinfóníuhljómsveit íslands ár- lega og aðrar tónlistarstofnanir hér á landi. Þannig gæti tónlist- arháskóli orðið það kýrauga er menn gætu rekið augu og eyru upp að til að fræðast um málefni líðandi stundar heima og heiman. Margt er óupptalið. En von- andi hefur þetta stutta spjall skýrt nánar hvaða skilgreining á hugtakinu „tónlistarháskóli" hefur verið höfð í huga í greinaflokki þessum. Skilgreining á hugtaki í greinaflokki þeim um tón- listarháskóla á íslandi. sem hér hefur birst að undanförnu. hafa eftirfarandi atriði borið ha'st. Skólastjórar tónlistar- skóla Reykjavíkur kváðu upp samdóma álit þess efnis. að eðlilegt væri að Tónlistarskól- anum í Reykjavík yrði falið hið háa umrædda hlutverk. bótt margan hafi grunað að svo fa*ri hefur slík yfirlýsing aldrei hirst áður á prenti. I iiðru lagi hafa komið fram vilji þriggja áhrifamanna innan Tónlistar- skólans til stofnunar tónlistar- háskóla. þeirra Jóns Nordal. Stefáns Edelstein og Þorkels Sigurbjiirnssonar (samanber ívitnanir í skólablað Tónlistar- skólans). Að lokum fylgir hér í kjiilfarið stutt vangavelta um tónlistarháskóla almennt og hlutverk þeirra í samfélagi manna fyrr og síðar. Schola Cantorum og Conservatorio „Tónlistarháskólar", í víðustu merkingu þess hugtaks, hafa gegnt samfélagslegu hlutverki svo langt aftur sem sögur herma. Hlutverkið hefur mótast af ólíklegustu óskum, hugsjón- um, trúarskoðunum, siðgæðis- hugmyndum, þjóðfélögum og tíðaranda. Elstu tónlistarhá- skólar meginlands Evrópu, sem jafnframt eru fyrirrennarar tónlistarháskóla samtímans, voru stofnaðir á fyrrihluta miðalda af kirkjunnar mönnum, til að útbreiða og kenna prestum tíðasöng samkvæmt kúnstarinn- ar reglum; Schola Cantorum. Þessar stofnanir tóku hægfara breytingum fram eftir miðöld- um. Slikur skóli var starfræktur á Islandi ekki ýkja löngu eftir að kristin trú var lögtekin á Islandi. A Italíu var stofnaður sögu- legur tónlistarskóli árið 1537, þar sem allar hinar fjölbreyttu námsgreinar tónlistarinnar voru kenndar — ekki ósvipað og gert er í tónlistarháskólum enn í dag. Þessum stofnununum, eða Conservatorio, var ætlað það hlutverk að vera munaðarlaus- um börnum til sáluhjálpar og viðhalds eins og nafnið ber með sér. Þar var loks komin sú fyrirmynd sem upp var tekin um víða veröld, endurbætt og stað- færð. Við tónlistarháskóla nítj- ándu aldar störfuðu mörg fræg- ustu tónskáld sögunnar, og fræðimenn, er lögðu grunninn að þeim víðtæku sérsviðum er flokka má undir samheitið tónmenntir. Veðurviti Tónlistarháskólar fortíðar- innar voru í flestum tilfellum afturhaldsöfl í listsköpun. Borg- aralegir orðuhafar og „viður- kenndir" lstamenn prédikuðu þar sannleikann og ekkert nema sannleikann yfir hausamótum áhrifagjarnra lærlinga. Aðeins einn og einn baldinn foli lét sér ekki segjast, fór ótroðrna sióð, og bætti þar með við reynslusvið mannsins. I dag hafa forsvars- Tðnhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON menn tónlistarháskóla gert sér ljóst, að hlutverk þeirra er ekki að halda dauðahaldi í fortíðina og þekkingu hennar, heldur fremur að líta fram á við, með hiiðsjón af því sem á undan er gengið. En hlutverk tónlistarháskóla er fyrst og síðast að vera fundarstaður þeirra er lifa, hrærast og deyja í tónlist. Tónlistarháskóli er vettvangur skoðanaskipta, augnaráða, handapats, hugmynda, hug- sjóna, drauma, heimsk'i, speki, nieðalmennsku, snilli — mann- lífs! Tónlistarháskóli er sá grautarpottur sem úr er deilt í menningaraska þjóðarinnar, það lýðræðislega alþing sem fulltrúar afskekktustu byggöar- laga sækja, sá veðurviti sem snýst gagngert upp í menning- arstrauma líðandi stundar — jafnt þeirra vinda er blása af fjöllum og hinna er þeytast yfir heimshöf. Um hlutverk tónlistarháskóla á íslandi Hiutverk tónlistarháskóla á íslandi gæti orðið margþætt. Tónlistarháskóli myndi mennta og þroska það fólk sem lokið hefur grundvallarnámi í tónlist en hyggst sérhæfa sig, t.d. í kennslustörfum, hljóðfæraleik, söng, fræðimennsku eða tón- smíðum. Tónlistarháskóli mundi væntanlega leitast við að svala aldagömlum þorsta Islendinga í tónbækur, jafnt til afþreyingar og kennslu: Bækur um tónlist fortíðarinnar, tónlist samtím- ans og tónlist framtíðarinnar. í dag eru teljandi á fingrum annarrar handar þær bækur er þjóna þessu hlutverki, eða ein- hverju í þá átt! Island er eitt fárra menningarlanda þar sem börn og unglingar þurfa að fikra sig í gegnum erlendar kennslu- bækur til að fá innsýn í grundvallaratriði hljómfræð- innar — svo dæmi sé tekið af handahófi. Tónlistarháskóli myndi veita þeim ótrúlega mörgu íslending- um er lokið hafa sérhæfðu tónlistarháskólanámi tækifæri til að segja löndum sínum af heimsóknum í sjaldséð skúma- skot þekkingarinnar, af ferða- lögum um endimarkalaus hug- svið mannsandans. Þeir eru margir íslensku tónlistarmenn- irnir og kennararnir sem nú verða að láta sér nægja að mata byrjendur á cinhæfu og and- lausu stafrófi tónfræðinngar, en fá nær aldreí tækifæri til að furða sig á fjölbreytileika tilver- unnar í hópi áhugasamra nem- enda. Tónlistarháskóli myndi gefa öllum hæfustu hljóðfæraleikur- um okkar, og þá ekki síst nemendum, tækifæri til að leika tónlist saman, kynnast tónbók- menntum og ólíkum viðhorfum til samleiks og flutningshátta. Eins gæfist söngnemum tæki- færi til að syngja saman helstu tónverk sögunnar, og ekki síst tækifæri til að flytja verk samtímans, en í dag er ekki starfræktur einn einasti kór á Islandi sem ekki er marga mánuði að berjast í gegnum messu eftir Haydn, eða valsa eftir Brahms. Nútímaverk eru helst aldrei sungin! UM TÓNUSTAR HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.