Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST lð78 Ráóstefna á ve^um Sameinuóu þjóóanna: Kjör erlendra verkamanna Fjórtánda ágúst hefst í Genf á vegum Sameinuðu þjóðanna ráð- stefna, þar sem eitt af meginvið- fangsefnunum verður að fjalla um það misrétti, sem erlendir verka- menn eru beittir í ýmsum löndum í Vestur Evrópu. Fyrir tilstuðláti Sameinuðu þjóðanna hefur ára- tugurinn frá 1973 til 1983 verið sérstaklega helgaður baráttunni gegn kynþáttamisrétti. Aðalframkvæmdastjóri ráð- stefnunnar, Indverjinn C.V. Nara- simhan, sem starfar hjá Samein- uðu þjóðunum, lét svo ummælt í Kaupmannahöfn nýlega að það færi að verulegu leyti eftir því hvort árangur næðist á ráðstefn- unni, hvaða afstöðu iðnríkin tækju í umræðum þar, þegar þar að kæmi: — Þessi ráðstefna fjallar um stjórnmál, þetta eru ekki neinir tæknisamningar, sem valda því svo oft nú á tímum að allt fer í hnút á alþjóða ráðstefnum. Þess- vegna er það mikilvægt, að það verði ráðherrar, sem sækja þessa ráðstefnu, og að þeir gefi þar pólitiskar yfirlýsingar, sagði Nari- simhan í Kaupmannahöfn. Erlendir verkamenn Sú staðreynd, að vandamál í sambandi við dvöl erlendra verka- manna í Evrópulöndum er megin- umræðuefni á svona ráðstefnu á meðal annars rætur að rekja til þess, að menn vilja fjalla um misrétti af ýmsu öðru tagi en það sem á rætur að rekja eingöngu til mismunandi litarafts manna. Efnahagslegt og félagslegt mis- rétti erlendra minnihlutahópa í ríku löndunum er orðið vandamál, sem samviska þjóðanna getur ekki lengur látið kyrrt liggja. Yfirleitt er það svo um erlenda verkamenn, — og það gildir ekki síður á Norðurlöndunum, að þeir verða að taka að sér verstu störfin og sætta sig við lægstu launin. Þar við bætist svo, að þegar harðnar á dalnum með vinnu, eru það oftast nær þeir, sem fyrstir fá uppsagn- arbréfin. Atvinnulaus erlendur verka- maður rekur sig oftast fljótlega á vegg hjá yfirvöldum, þegar hann leitar eftir aðstoð og fyrirgreiðslu. Þetta er eitt af þeim vandamálum, sem reynt verður að leysa að sögn Narasimhan. Zíonismi Eitt af því sem valda mun erfiðleikum í sambandi við þetta ráðstefnuhald er að árið 1975 samþykkti Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna yfirlýsingu, þar sem segir að Zíonisminn feli í sér kynþáttamisrétti. Þessi samþykkt hefur haft í það í för með sér að hvorki munu fulltrúar ísraels né Bandaríkjanna sitja þessa ráð- stefnu. Að því er Bandaríkin áhrærir þá er ríkisstjórnin þar beinlínis bundin af samþykkt bandaríska þingsins, sem af grundvallarástæðum kemur í veg fyrir þátttöku. Hinsvegar hefur ríkisstjórn Carters gefið tals- mönnum Sameinuðu þjóðanna til kynna, að hún styðji alþjóðlegar reglur sem hafi að markmiði, að berjast gegn kynþáttamisrétti í þess orðs fyllstu merkingu, og því sé það ósk stjórnarinnar, að Genfarráðstefnan leiði til skyn- samlegrar niðurstöðu og árangurs. Þótt Vestur Evrópulönd væru á sínum tíma á móti Zíonisma-sam- þykkt Allsherjarþingsins, hafa öll Efnahagsbandalagslöndin ákveðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Apartheid Það gefur auðvitað auga leið, að Suður Afríka kemur hvergi nálægt þessari ráðstefnu, því hvergi nokkursstaðar er kynþáttamis- réttið jafn í hávegum haft eins og þar. Narasimhan, aðalfram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar sagði hinsvegar að kynþáttamisrétti ætti sér stáð í fjölmörgum öðrum löndum. Apartheidstefnan væri einkennandi fyrir Suður Afríku, þar sem ekki væri hið einasta gert upp á milli manna vegna litarafts, heldur væri löggjöf landsins beint í þann farveg að niðurlægja og kúga hina afrísku íbúa landsins. Fjallað var um Apartheid á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Lagos í Nígeríu í ágúst mánuði í fyrra. Ef til vill má segja að ráðstefnan í Genf í ár snerti flesta Evrópumenn meira á beinan hátt. Framkvæmdaáætlun Hvers er að vænta að geti orðið árangurinn af svona tveggja vikna ráðstefnu um kynþáttamisréþti? Þessu svarar Narasimhan á þann veg, að freista verði þess á ráðstefnunni, að fá samþykktar gagnorðar yfirlýsingar á hafa muni siðferðileg og pólitísk áhrif á ríkisstjórnir þeirra landa, sem fulltrúar munu eiga á ráðstefn- unni. Þessar yfirlýsingar ættu fyrst og fremst að vera annarsveg- ar almenn yfirlýsing og hinsvegar framkvæmdaáætlun um aðgerðir fram í tímann. Þar á meðal annars að koma fram, — ef ráðstefnan heppnast eins og til er stofnað, hvað ríkisstjórnir hinna ýmsu landa geti gert til að bæta kjör erlendra verkamanna, hvaða ráðstafanir beri að gera til að tryggja rétt erlendra minnihlutahópa, og hvernig sé unnt að upplýsa fólk betur en til þessa um vandamál, er að þessu lúta í einstökum löndum. Hið síðastnefnda er ekki hvað síst talið mikilvægt, þar sem kynþátta- misrétti á oft rætur að rekja til fáfræði og skilningsskorts hjá þeim sem eru svo heppnir að tilheyra meirihlutanum. Alþjóðasáttmáli í framkvæmdaáætluninni verð- ur einnig ef að líkum lætur ítrekuð hvatning til þeirra landa, sem ekki hafa þegar gert það, að staðfesta Alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóð- anna um útrýmingu hverskonar kynþáttamisréttis. Þessi sáttmáli er einn þeirra sem gefnir hafa verið út í tengslum við mann- rétindayfirlýsinguna frá 1948. Hann var um síðir samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna árið 1965 og öðlaðist gildi fjórum árum síðar. Nú hafa um eitt hundrað lönd staðfest þennan sáttmála (um tveir þriðju landa heims) þar á meðal Norðurlöndin öll. Hversvegna ráðstefnu? Einhver kynni nú að spyrja sem svo, hvaða nauðsyn bæri til að halda alþjóðlega ráðstefnu um þetta efni, þegar fyrir hendi er alþjóðlegur sáttmáli um kynþátta- misrétti? Því er þar í fyrsta lagi til að svara, að ekki er ævinlega nægjan- Hver man ekki eftir stássstof- unum, sem tíökaðist að loka nema gesti bæri að garði? Heimilisfólkinu var ekki hleypt þar inn hvunndags. Þessi spari- stofuhugsunarháttur virðist stundum æöi lífseigur í okkar samfélagi, þar sem vissara þykir að leyfa engan átroöning heima- fólks. löandi mannlíf á göngugötunni Austurstræti á dálítiö erfitt uppdráttar. Nú hefur verið stungiö upp á að koma þar upp útimarkaöi, þar sem fólk kemur og kaupir grænmeti og fleira, eins og þekkzt hefur í aldaraöir í Evrópulöndum og er enn. Arki- tekt svæöisins og fleiri áhuga- menn bjóöast jafnvel til aö standa fyrir slíkri tilraun — af áhuga á aö lífga upp miðborg- ina. Ekki viröist því tekið fagn- andi. Sumarið er aö líöa og eitthvert tregöulögmál viröist ætla aö koma í veg fyrir slíka tilraun aö þessu sinni. Græn- metistíminn er aö líöa hjá. Heilbrigðisyfirvöld ku ekki hafa sett sig á móti þessu, enda auðvelt aö setja regJur um umgengni og hreinlæti. En leyfa þó ekki aö seldur sé kaffibolli. Mér er sagt aö stefna heil- brigöisráös sé aö íslendingar neyti ekki fæöu utandyra, eins og haft er eftir einum í því góöa ráöi. Sjálfsagt er það skiljanlegt sjónarmiö aö við megum eta pylsur í Hafnarstræti, en ekki drekka úr kaffibolla í Austur- stræti. Eins gott að haft sé vit fyrir fólkinu. Nú bíðum við eftir því aö vita hvort svo þjóðlegur siöur, eins og sá aö naga rófur um uþpskerutímann, utandyra, sé nógu fínn fyrir okkur. Aö vísu munu rófurnar bragöast bezt ef stolnar eru úr göröum, eins og margir kunnir endurminninga- höfundar hafa upplýst. En mætti kannski notast viö keyptar markaðsrófur. Þá þarf aö gæta þess vel að ekki veröi aðrar hættur á vegi þéttbýlisfólks en glerbrotin. Þau hafa áunnið sér hefö og ekki viö aö amast. Dæmi um slíka forsjálni: Á sínum tíma örkuöum viö umhverfisráösfólk inn aö Þvottalaugum — þessum sem Ingólfur Arnarson og Þorgeröur sáu reykinn af fyrir 1100 árum og kenndu viö Reykjavík. Síðan þvoöu kerlingar þvottinn sinn þar í heita vatninu í margar aldir. Laugarnar frægu voru komnar í nokkra óhirðu og mold haföi veriö mokað í hlaðna frárennslis- skuröinn. En erlendir ferðamenn og þjóöhollir eöa forvitnir íslend- ingar áttu þaö til aö leggja þangaö leið sína, til aö skoöa þessa merkilegu þvottamiðstöð. Nú fól téð ráö Hafliöa garöyrkju- stjóra aö koma lauginni frægu í fyrra horf, þegar lokiö væri framkvæmdum á íþróttavellinum og hægt aö hreinsa upp úr skurðinum hlaöna. í sumar var það búiö og gert, og.vatninu aftur hleypt á Þvotta- laugarnar, sem eru meö gömlu grindunum yfir og hjá stendur þvottakonan hans Ásmundar. Vökull borgari gekk hjá, kallaði á lögregluna, því hættulegt væri að hafa heitt vatn í voru landi fyrir börnum. Lögreglan skaut málinu til öryggiseftirlits, er bannaöi allt saman. Heitar laug- ar eru hættulegar mannfólkinu í þessu landi elds og ísa. Þær eiga ekki heima í nútíma fslandi. Burt með þær. Viö eigum líklega æriö verkefni fyrir höndum aö útrýma þeim. Lækjartorg, Laugardalur og Klambratún (þaö gamla heiti þótti ekki nógu fínt og túnið var skírt upp í Miklatún, þegar þaö varö aö fínum borgargaröi) eiga auðvitað aö notast af íbúunum. Gott dæmi um þaö var maka- lausi mánudagurinn á Klambra- túni eins og eitt blaðiö oröaöi þaö, þegar Þursaflokkurinn lék og söng þar í tilbúnu kvosinni og Reykvíkingar, ungir og gamlir, streymdu aö til aö husta. Þaö var rétt eins og þegar lúörasveit- ir spiluðu á Austurvelli og menn komu niöur í bæ og gengu kring um Austurvöll meðan þeir hlustuöu. íslendingar eru greinilega í þörf fyrir aö blanda meira geöi. Það sýnir aðsóknin aö hvers konar sýningum í Laugardalshöll og víðar. Aö ekki sé talaö um öll útimótin, sem efnt er til, skáta- mót, ungmennafélagsmót og svo framvegis. Gáruhöfundur er nýbúinn aö hitta þjóöina á einu slíku móti, hestamannamóti á Þingvöllum, sem dró aö landa úr öllum landshornum — og flugvéla- farma af íslandshrossavinum utan úr Evrópu aö auki. Slíkar samkomur eru þjóöleg- ar og eiga enga sína líka. Þar eru engar sparistofur, sem útvaldir fá setu í, heldur blandar þar geröi þverskurður af þjóöinni ungir og gamlir, konur og karlar, verkamenn, bændur og banka- stjórar. Allir í reiöbuxum og lopapeysum og úlpum, svo ógerlegt er aö greina uppruna eöa hversdagsbardús hvers og eins. Enda kemur þaö ekki málinu við. Engum kemur til hugar aö tala um aö þetta eöa hitt sé fyrir eldri eöa yngri, eöa svo mikiö sem ympra á tízkuorð- um eins og þéttbýlisfólk eöa dreifbýlisfólk, launamaöur eöa atvinnurekandi, unglingur eöa aldraöur borgari. Þarna er bara ein þjóö aö skoöa hesta — sem voru upþ til hópa gullfallegir — bregða sér á hestbak og dreypa á pela og syngja saman á sumarnóttum. Ætli hesta- mennskan sé ekki aö veröa eitt af því fáa, sem eftir er, er sameinar þessa þjóð? Kannski ráöið sé aö setja verkalýðsleið- toga og stjórnmálamenn upp á hross og slá í, svo þeir megi hossast á þjóðamót eöa saman út um víðan völl í nokkra daga. Vita hvort þeir fá það ekki á tilfinninguna að þetta sé ein þjóö. — Látiö ekki draga ykkur í dilka, sagöi forsætisráöherrann okkar aö gefnu tilefni viö flokks- menn sína á merkum fundi nýlega. Ætli þau vísdómsorö eigi ekki erindi í víöari hring, út í samfélag okkar í heild. Fleiri gullkorn af sama fundi gætu raunar átt þar erindi líka. Þau féllu af munni fyrrverandi borgarstjóra okkar Reykvíkinga. Hann sagöi, aö þegar búiö væri að kjósa menn til trúnaðarstarfa, þá geröi hann þá kröfu til þeirra, hverjir sem þeir væru, aö þeir ynnu saman aö verkefnunum. Eigum viö ekki, þjóöin, aö fara aö gera slíkar kröfur? Hér aö ofan var drepiö á þjóðarsönginn á hestamanna- mótinu, þar sem menn sungu saman hálfu og heilu næturnar. Þetta er, held ég, nokkurt sérkenni á íslendingum. Og þó söngurinn sé ef til vill ekki frambærilegur í öörum sölum en himnasölum, þá vekur furöu hve mikiö er í bland af þjálfuðum söngröddum á íslandi. Þær koma úr öllum sýslum. Má þar merkja kórmenninguna í land- inu, enda er fyrr en varir farið aö syngja í röddum. Ööru hætti ég aldrei aö furöa mig á. Hve mikið fyrirfinnst af góðum tenórum meöal íslendinga, af hverju sem þaö kann aö stafa. Þeir eru nefnilega ekki á hverju strái í veröldinni. Ég minnist þess frá Parísarárunum hve erfiölega Frökkum gekk aö hafa almenni- lega tenóra í óperunni sinni. Enda eru furöumargir íslenzkir tenórsöngvarar við óperur er- lendis. En margir syngja enn meö sínu nefi heima í sinni sveit. Hvaö um það, mér sýnist þjóöin hafa þörf fyrir svona mót, til aö blanda almennilega geöi. í sýningarskrá skrifar formaöur Landsambandsins á þá leið aö vel megi vera aö landsmót þetta veröi hiö síðasta með því sniöi sem tíðkazt hefur, þ.e. aö það sé notað sem tilefni til feröalaga á hestum yfir fjöll og firnindi hvaöanæva aö af landinu. Hon- um sýnist að mót framtíðarinnar verði fremur í formi land- búnaöarsýningar. Þaö þykja mér ifl tíöindi, ef úti er ævintýri. Þaö væru slæm skipti ef ekki kæmu á landsmót hestamanna aörir ríðandi en atvinnufólk meö sýningarhross — eöa báöir á bílum. Stáss er gott í hófi — en skemmtilegra hlýtur þaö að vera aö heimamenn stígi inn fyrir þröskuldinn og séu þátttakend- ur, ekki aöeins áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.