Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 32
Breiðholthf.: Teljum riftunina ekki geta staðizt Stjórnarmyndunarviðræðurnar í dag: Viðmælendur ýmist hóflega bjartsýnir eða vantrúaðir á árangur Einar Agústsson náði ekki kjöri í viðræðunefnd Framsóknar SJÁLFSTÆÐISMENN og Alþýðuflokksmenn munu vera hóflega bjartsýnir á árangur þeirra viðræðna, sem hcfjast í dag undir forystu Geirs Hallgrímssonar um myndun þriggja flokka stjórnar þessara tveggja flokka og Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn eru hins vegar öliu vantrúaðri á að viðræðurnar leiði til niðurstöðu og leysi þá stjórnarkreppu sem rikir hér á landi. Af hálfu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks munu formenn og varaformenn beggja flokkanna, annars vcgar Geir Hallgrímsson óg dr. Gunnar Thoroddsen og hins vegar Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson, taka þátt í viðræðunum en þeir ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson, formaður og ritari Framsóknarflokksins, af hálfu framsóknarmanna. — VIÐ gengum í upphafi til samninga við Breiðholt hf. þar sem settar voru nægar tryggingar hjá ríkisbanka, en við vorum búnir að gefa því alla möguleika sem hægt var og þess vegna var þessum samningi rift, sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar Verkamanna- bústaða. — Við verðum ekki fyrir neinu tjóni, því trygging er hjá Útvegs- banka íslands er nemur 10% af verksamningsupphæðinni eða 67 m.kr. en ekki er vitað á þessu stigi hvort ganga þarf að þeirri tryggingu. Breiðholt hefur þegar fengið greitt sem svarar um 6% verksins. I frétt frá stjórn V.B. segir að vegna stórfelldra fjárhagsörðugleika geti Breiðholt ekki lokið samnings- skyldum sínum og telji stjórnin fjárhagslegt hrun fyrirtækisins vera á næsta leiti. Eyjólfur K. Sigurjóns- son sagði að höfuðáherzla væri lögð á að verkið gengi hratt fyrir sig, en sýnt hefði verið að stjórn V.B. hefði Nýrækju- mið norður af Horni RÆKJUBÁTURINN Arnarborg frá Dalvík fékk dágóðan rækju- afla fyrir skömmu um 70 mílur norður af Ilorni, en fyrr hefur ra'kja ekki verið veidd þar. „Við fengum góðan rækjuafla þarna, allt upp í 1200 kg í hali eftir ö'/z tíma og þetta var mjög stór og góð rækja," sagði Sævar Sigurðs- son skipstjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það var gerð tilraun til að veiða rækju þarna í fyrra en þá fékkst lítið. Við vorum þarna í tæpa 4 sólarhringa og fengum um 9 tonn af rækju. Þetta var á 250—260 faðma dýpi með djúpkantinum þarna sem liggur austur undir Kolbeinsey, en við tókum 35—40 mílna bein tog. Þetta er spennandi svæði fyrir rækjuveiði og við höldum aftur á miðin annað kvöld, en allt austur- svæðið þarna er ókannað ennþá.“ Samciginlegur fundur forráða- manna frystihúsa í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, sem haldinn var í gær, samþykkti að írystihús þar hættu starfsemi sinni hinn 1. september n.k. ef ekki hefðu verið gerðar einhverj- ar breytingar á rekstrargrund- velli þeirra þá. Hjá þessum frystihúsum starfa um 1000 manns og á skipum sem reglulega Ieggja upp afla hjá þeim er um 200 manns. Bæjarútgerð Reykja- víkur og Ilafnarfjarðar standa þurft að taka ábyrgð á nokkrum þáttum verksins til að það gengi eðlilega fyrir sig. Sigurður Jónsson forstj. Breið- holts h.f. sagði í amtali við Mbl. að stjórn V.B. hefði verið skrifað og riftuninni verið mótmælt — því við teljum engar forsendur vera fyrir henni, sagði Sigurður. Við erum og að kanna okkar mál og ætlum að freista þess að ná samkomulagi um ákveðna hluti, því við teljum riftun- ina ekki fá staðizt. Aðspurður kvaðst Sigurður ekki vita hvort höfðað yrði skaðabótamál. Sjá „Telur fjárhagslegt hrun Breiðholts á næsta leiti“ bls. 19. Keisarar úr lofti í Eyjum TVÖ sérstæð afbrigði af lunda og langvíu hafa veiðst í Bjarnarey í Vestmannaeyjum í sumar. Lund- ann veiddi Valur Andersen á Neðri-Bring í Bjarnarey fyrir nokkrum dögum og er hér um að ræða lundakeisara, alsvartan með silfurgráa slikju á bringu og eðlilegan hvítan fláka á haus, en langvíuna skaut Hermann Einarsson við Bjarnareyjarhorn- ið snemma í vor og er þar um að ræða langvíukeisaraynju með hvíta bringu, silfurgráan haus, gráyrjótt bak og appelsínugult nef og lappir. Vorkuldi dró úr berjasprettu Berjasprettan í sumar virðist ætla að fara forgörðum áð mestu og kenna hagvanir þar um kuldun- um í vor. Eitthvað hefur þó rætzt úr að undanförnu en samkvæmt upplýsingum á helztu berjasvæð- um er sprettan léleg í ár. hinsvegar ekki að baki þessari ákvörðun, þar sem ekki hefur verið haldinn fundur í útgerðar- ráðum fyrirtækjanna um þetta mál. Frystihúsamenn í Norðurlands- kjördæmi eystra komu einnig saman til fundar í gær og í samþykkt frá fundinum er ný- kjörnum alþingismönnum öllum sem einum vinsamlega bent á, að þeir eigi að vera ábyrgir menn. I samþykktum fundanna í Bæði Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur héldu þingflokks- fundi í gær. Líkt og innan Sjálfstæðisflokksins var það sam- Reykjavík og Akureyri er bent á að frystiiðnaðurinn sé rekinn með 4—6% halla, 11% greiðsla úr Verðjöfnunarsjóði gildi aðeins til 1. september, miklar kauphækkan- ir verði um n.k. mánaðamót, orkukostnaður hækki um 25% á næstunni o.fi. o.fl. Ennfremur er bent á að hinn 1. október n.k. sé óhjákvæmilegt að fiskverð hækki á ný miðað við núverandi kerfi. Á fundi frystihúsamanna á híorðurlandi eystra var ekki ákveðið að stöðva frystihúsin dóma álit þingmanna Alþýðu- flokksins að senda formann og varaformann til þessara viðræðna en hins vegar kom til kosninga einhvern ákveðinn dag, heldur ákveðið að bíða átekta í von um að alþingi geri eitthvað í þessum alvarlegu málum. Þau frystihús sem stöðvast á Stór-Reykjavíkursvæðinu hinn 1. september n.k. hafi engar sérstak- ar ráðstafanir verið gerðar eru: Barðinn h.f. Kópavogi, Hraðfrysti- stöðin í Reykjavík h.f., ísbjörninn h.f. Reykjavík, íshús Hafnarfjarð- ar h.f., Kirkjusandur h.f. Reykja- vík, Sjófang h.f. Reykjavík og Sjólastöðin h.f. Hafnarfirði. innan þingflokks framsóknar- manna um fulltrúa í viðræðunum. Sem aðalmenn í viðræðunum voru þeir kjörnir Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson, en til vara þeir Tómas Árnason og Jón Helgason. í báðum tilfellum kom Einar Ágústsson, varafor- maður flokksins, næstur en náði ekki kjöri. Nokkur blæbrigðamunur er á afstöðu Alþýðuflokksmanna og framsóknarmanna til viðræðn- anna með forsvarsmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði eftir þingflokksfundinn, að þar hefði verið samþykkt að fara til formlegra viðræðna ‘ um fyrrgreinda þriggja flokka stjórn, en á Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, var að heyra að hann liti fremur á sem um þreifingar væri að ræða, en hann kvað þingflokkinn hafa þegið boðið um viðræður með hliðsjón af nýlegri flokksstjórnarsamþykkt um að flokkurinn væri reiðubúinn til viðræðna við alla stjórnmála- flokkana, en hann hefði ekki skuldbundið sig á neinn hátt eða tekið afstöðu til þessarar stjórnar- myndunartilraunar sem slíkrar heldur vildi kanna hvernig að þeim yrði staðið. Frystihús á Reykjavíkursvæði hóta lokun 1. sept: Missa 1200 manns O ■d-’WT-j y\ 11 T/\ O ^ Bedið átekta á diVlIIII UIld • Norðurl.eystra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.