Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1978 11 Ágúst Þorsteinsson: Svar til Leif s Jónsson- ar vegna skrif a hans um Haf narf jarðarveg Skrif þín, Leifur, sýna mjög glöggt þann mikla misskilning sem mikill fjöldi íbúa Garöabæjar hefur á þessu málefni. I stórum dráttum erum við mjög sammála. Við erum flest sammála um Reykjanesbrautina og það sem kemur fram í þínum skrifum um hana er alveg það sama og búið er að berjast fyrir í mörg ár. Þú telur að hvorki dugi breikkun né ljós, og að ljós eigi ekki heima við það sem þú kallar hraðbraut. Eg ætla fyrst að svara um breikkunina, sem þú raunar gerir sjálfur í næst-síðustu málsgrein þinni. Að sjálfsögðu á Hafnarfjarðar- vegur að vera innanbæjarvegur Garðabæjar og hann verður það hvort sem hann verður lagður í núverandi legu eða við sjóinn og í báðum tilfellum klýfur vegurinn byggðina. Vegurinn hefur þegar verið breikkaður á stórum kafla, eða frá Lækjarfiti og í Engidal. Þessi breikkun sýndi strax að ekki þurfti mikið að breyta til að laga þá annmarka sem eru á þessum kafla. Rými er nægilegt alveg frá Arnarneslæk og í Engidal, án þess að þurfa að hreyfa við einu einasta mannvirki. Svo komum við að ljósunum. Þú segir í grein þinni að sé vegi þessum (Hafnarfjarðar- vegi) fylgt frá Reykjavík nefnist hann fyrst Kringlumýrarbraut, og við skulum byrja á byrjuninni: Umferðarljós eru á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgar* Rekstur Sænsk- íslenzka frysti- hússins óbreyttur Þar sem óvissa hefur ríkt um framtíð Sænsk- ísl. frystihússins vegna fyrirhugaðrar byggingar Seðlabanka íslands á lóð þess viljum við koma eftirfarandi á framfæri.i Á fundi í borgarráði 6. júní s.i. var samþykkt að heimila óbreytt- an rekstur í Sænsk- ísl. frystihús- inu til haustsins 1979. Sænsk- ísl. frystihúsið hefur verið í eigu Reykjavíkúrborgar frá árinu 1973 en Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur annazt í um- boði borgarsjóðs rekstur og reikningshald hússins: Starfsemi í húsinu er aðallega geymsla á kjöti fyrir kjötheildsöl- ur og verzlanir, ísframleiðsla og leiga á um 650 frystihólfum til einstaklinga en sú þjónusta hefur notið mikilla vinsælda. Rekstur hússins hefur gengið ágætlega frá því Reykjavíkurborg eignaðist húsið og hefur verið hagnaður af rekstrinum öll árin. Fastir starfsmenn eru 4 til 5. túns, Laugavegs, Háaleitisbr., Miklubr. Á gatnamótum Hafnarfjarðar- vegar og Lyngáss, og á gatnamót- um Reykjavíkurvegar og Hjalla- brautar. Svo að umferðarljós eru eins sjálfsögð og eiga þar heima eins og á fyrrnefndum gatnamótum. Flestir þeir, sem unnið hafa að skipulagi bæjarins, eru sammála, eins og margir þeir sem fylgjandi eru sjávarbrautinni í Engidal líka. Ef sjávarbraut á að enda í Engidal verður hún að klofna í tvær áttir rétt fyrir sunnan Stálvík, annar endinn að tengjast Engidal og hinn að liggja út á Álftanes og þar færð þú svarið um eyðiléggingu Gálgahraunsins. Að sjálfsögðu er hægt að hafa útivistarsvæðið upp með Arnarneslæk. Landsvæði eru misheppileg sem útivistarsvæði og er ég í engum vafa um að sjávarsvæðið er heppilegra, þó ekki væri nema vegna siglinganna sem ekki er hægt að stunda annarsstaðar. Við skulum ekki auka ágreininginn um Hafnar- fjarðarveginn. Flest eruhi við að tala um sama málið, sem er.: 1. Við viljum Reykjanesbraut- ina fyrst. 2. Við viljum fá núverandi Hafnarfjarðarveg sem innanbæj- arveg í Garðabæ. Til þess að svo geti orðið þarf smá-lagfæringar, og öryggisins vegna umferðarljós. Svo þurfum við ekkert meira, enga sjávarbraut, hið fyrrnefnda nægir. CO Matreiðslunám- skeið N.L.F.R. Að tilhlutan Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur verður á kom- andi hausti haldið námskeið í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur til að kenna að matreiða svokallað náttúrulækningafæði, þ.e. mjólk- ur- og jurtafæði, eins og það þekkist í Matstofu N.L.F.Í. og Heilsuhælinu í Hveragerði. Námskeiðið verður undir stjórn og umsjá skólans í samráði við matreiðslukonur hælisins og mat- stofunnar. Verður bráðlega skýrt nánar frá hvenær það verður haldið. OPNUMI DAG...0PNDM IDAG... OPNUMIDAG KL.16;00 Landbúnáðarsýningin á SELFOSSI1978 Rúmlega 200 sýnendur á 32000m2 sýningarsvæði Vélasýning B ú fjá rræ k ta rsýn in g Ja rð rækta rsýn in g Þróunarsýning Afurðasýning NÝJUNG Blómasýning Heimilisiðnaðarsýning G a rðyrkj usýning Tækjasýning Byggðasafn Sýningartorg með sérstökum kynningaratriðum. Dómhringur fyrir búfé. Hestaleiga fyrir unglinga. Glæsilegar tískusýningar á hverjum degi. Sérstök dagsskrá með fræðslu- og skemmtiefni hvern dag. Veitingasalir. Sérstakt húsvagnastæði. K vikmyndasýningar. Tjaldstæði. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978. 11.-20. AGUST Ævintýri fyrir alla f jölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.