Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1978, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. ÁGUST 1978 Sveinn Valfells forstjóri kemur víóa viö í nýlegu blaðasamtali í Vísi. Stakir steinar telja sjónarmið hans eiga erindi tii íhug- unar lesenda Mbl. og birta bví eftirfarandi kafla úr viðtalinu. I_ „Oraunhæfar kaupkröfur orsök efna- hagsvandans“ í upphafi samtals okk- ar barst talið aö núver- andi ástandi í efnahags- málum pjóðarinnar en Sveinn hefur mjög ákveðnar skoðanir á or- sökum Þess. — „Þegar rætt er um ástandið í efnahagsmál- um er mikilvægt að gera sér grein fyrir aö allt of lengi hafa kaupkröfur farið langt fram úr aukn- ingu verðmætasköpunar Þjóðfélagsins og undan Þessum kröfum hefur verið látið í algjöru skiln- ingsleysi á Því, að upp- fylling slíkra kaupkrafna virkar neikvætt á hag alls almennings. Þetta er kjarni málsins. Það liggja fyrir víðtækar rannsóknir, sem ná yfir meira en hundrað ára tímabil, á Því, að engu Þjóðfélagi hefur tekist að auka framleiöni sína og verðmætasköpun sem nemur meira en 3% á mann á ári að meðaltali. Þess vegna eru allar kauphækkanir sem fara fram úr Þessari tölu, einungis til Þess fallnar að kynda undir verðbólgu sem færir engum aðilum bætt lífskjör heldur hið gagnstæða. Allar kaup- hækkanir umframpessi 3% eru Því tilgangslausar og af hinu verra. í launa- umslaginu eru að vísu fleiri pappírsseðlar, en Þeir eru einskis viröi og raunar bara vindur. Heildaráhrifin verða svo neikvæð Því að Þessi ruglingur á skilningi verðmæta veldur óreiðu og jafnframt sóun verð- mæta Því menn missa virðingu fyrir hlutunum og viröingu fyrir spar- semi. Og sóun verðmæta virkar neikvætt á allar framfarir. Við Þetta má bæta, að meira að segja hagfræðingur Alpýðu- sambandsins hefur viðurkennt að á íslandi hafi ekki orðið raunveru- leg kjarabót sem nemur meira en 2.6% á ári Þótt kauphækkanir hafi num- iö hundruðum prósenta. Samt halda menn enda- laust áfram að gera pess- ar óraunhæfu kaupkröfur og ástandið í efnahags- málum Þjóðarinnar lag- ast ekki á meöan haldið er áfram með sömu vit- leysuna". „Þaö ætti aö setja verömiöa a alla þjónustu ríkisins,, „En Það er ýmislegt fleira sem hér kemur til og eitt er gegndarlaus eyðsla og sóun sem á sér stað af hálfu ríkisvaldsins undir yfirvarpi félags- legra umbóta. Það ætti að setja verðmiða á alla Þjónustu ríkisins svo að menn vissu hvað Þeir væru aö kaupa og á hvaða verði. Ég er hræddur um, að margir Þeir, sem nú heimta alls konar Þjónustu af hálfu ríkisins, mundu ekki vilja sjá að kaupa hana ef Þeir ættu sjálfir að borga hana Því verði sem hún er boðin á. En af Því aö Þetta heitir félagsleg Þjónusta er hún falin, sóunin og vitleysan. Gjaldeyrismálin og verölagsmál almennt eru einnig nátengd Þessu ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum. j því sambandi vil ég benda á nauðsyn Þess, aö gefa gengið frjálst — Þ.e. sölu á gjaldeyri. Þá finnur gengið sitt jafnvægi und- ireins og verður hverju sinni jafngildi kaupmátt- ar Þjóðarinnar og Þeirra peninga sem hún hefur með höndum. Þá er ég líka sannfærð- ur um, aö ef allt verðlag yrði gefiö frjálst myndi Það verka til hagsbóta fyrir hinn almenna neyt- anda á hvaða sviöi sem er. Og Það gildir ekki aðeins um smjör, ost eöa ýsu heldur einnig um hvers konar Þjónustu, sem nú er reyrð í okur- kerfi. Einokunarmyndun verkar alltaf neikvætt á hagsmuni almennings og Þess vegna Þarf að koma frjálst markaðskerfi á sem flestum sviðum. Verðmyndun hlutarins gerist fyrir frjálst markaðsframboð er. ekki fyrir einokunartaxta, hvort sem Það er pípu- lagningamaður, tann- læknir eða hvers konar Þjónustumaður sem get- ur skapað sér aðstöðu til að taka óeölilega hátt gjald fyrir Þjónustu sína. Markaðurinn verður að fá að njóta sín á sem flest- um sviðum Því Það er besta tryggingin fyrir réttu verði. Og Þegar ég segi réttu verði Þá á ég við, að Það sé ekki of hátt og ekki of lágt.“ „Þaö er þjóöin sjálf sem skrá- ir gengiö — ekki embætt- ismenn“ Á tímum efnahags- örðugleika er stundum Sveinn Valfells forstjóri. talað um Þá lausn, að fjármálamenn og menn með reynslu á viöskipta- svíðinu, taki við stjórn efnahagsmála. Hvað myndir Þú gera ef Þú værir fjármálaráðherra í dag? „Það fyrsta sem Þarf að gera er aö gera Þjóðinni Ijóst að hún skráir gengið sjálf en ekki embættis- mennirnir. Það er mikill misskilningur að halda, að embættismannalýður- inn og hinir pólitísku valdhafar skrái krónuna. Það er fiskurinn í sjónum og hegðun fólksins sem að skráir krónuna. Þess vegna er pað bara vit- leysa aö tala um aö Þessi eða hin ríkisstjórnin hafi gripið til gengisfellingar. Þegar til slíkra ráöstaf- ana er gripið er krónan löngu fallin og embættis- mennirnir gera ekki ann- að en að setja gúmmí- stimpil á oröinn hlut og yfirleitt allt of seint. Einnig Þarf aö glæða skilning Þjóðarinnar á Því, að Þaö eru möguleik- ar á að fá jafngott líf með færri krónum ef Þær hafa meiri kaupmátt og jafn- framt að ef hún vill hafa Það gott má hún aldrei gera meiri kaupkröfur en sem nemur 3% á ári. Einhver mestu mistök, sem gerð hafa verið í efnahagsmálum hér á landi, urðu viö stofnun viðreisnarstjórnarinnar 1960, aö gera Þá Þjóðinni ekki Ijóst að hún skráði gengiö sjálf og að hún gæti valið á milli Þess að fylla launaumslagið með verðlitlum krónum eöa að fá færri „stabílar“ og réttar krónur með fullum kaupmætti. En hvað um framtíðar- Þróun í efnahagsmálum eins og Þetta blasir við okkur í dag. Er einhver von um aö Þetta breytist til hins betra að Þínum dómi? „Ekki nema að Það verði breytt algjörlega um kerfi og að stjórn- málamenn, — mér liggur við að segja heimskir stjórnmálamenn, hætti aö blanda sér í viðskipta- lögmálin og láti hin eðli- legu „ökonómísku" lög- mál ráöa feröinni. Ég held aö Það Þurfi bara að koma ný kynslóð, með nýtt uppeldi og meiri menntun og skilning á efnahagsmálum og Þá megi lagfæra hlutina eins og alla aðra hluti. En til Þess Þarf kynslóðaskipt- ingu Því að gamla kyn- slóðin getur Það aldrei úr Því sem komið er. Þarna parf að koma til hugarfarsbreyting sem felst m.a. í betri skiiningi á hegðun manna hvers gagnvart öðrum í við- skiptalegu eða efnahags- legu tilliti. Og kerfið verður að vera Þannig, að Það feli í sér hvata til Þess að hver og einn einstaklingur leggi sig sem mest og best fram í verðmætasköpun. Slíkur hvati er nauðsynlegur Því að Það er aldrei hægt með nauðgun og vald- boði að reka menn til að leggja sig alla fram.“ „Já, Það voru mikil mistök að gefa gengið ekki frjálst árið 1960. Ég lagði Þá eindregið til að Það yrði gert svo og aö vextir yrðu gefnir frjálsir. Þá hefði lánsfé fylgt hagkvæmislögmálinu og fariö í Þær framkvæmdir sem voru arðvænlegastar fyrir Þjóðfélagið. Einung- is arðvænlegar fram- kvæmdir geta staðið undir að borga hæstu vextina en vitleysan ekki. Þá áætlaði ég einnig gengi dollarans fram í tímann og sagði að hann mundi verða á milli 210 og 220 krónur á árinu 1980. Þá sögðu allir að ég væri geggjaður og að dollarinn færi aldrei upp í Þá upphæð. En pví miður var ég ekki nógu raun- sær, — hann er nú kom- inn miklu hærra. Ég var- aði mig ekki á Því að heimskan var ennÞá verri og meiri en ég hélt.“ Leikið verður í Búðardal, Þingeyri, Suðureyri, Bolungar- vík, ísafirði og Bíldudal. Efnis- skráin er ekki endanlega ákveð- in, en Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar sagði í samtali við Mbl. að ákveðið væri að frumflytja verk eftir Jónas Tómasson á hljóm- leikunum á ísafirði, konsert fyrir víólu og hljómsveit, og Sinfónían í hljómleika- ferð til Vestfjarða Sinfóníuhljómsveit íslands fer í næsta mánuði í hljómieika- ferð til Vestfjarða og verða hljómleikar á 6 stöðum vestra. Verður lagt upp í ferðina þann 13. september og endar hún sunnudag 17. september. leikur Ingvar Jónasson einleik. Sagði Sigurður að efnisskráin yrði með léttklassisku sniði og iíkt og í hringferð hljómsveitar- innar s.l. haust og við hæfi allrar fjölskyldunnar og yrðu einsöngvarar með í för. Stjórn- andi verður Páll P. Pálsson, og er hljómsveitin í ferðinni skipuð 50 hljóðfæraleikurum. Hinn fyrsta október n.k. verða tónleikar í Háskólabíói á vegum hljómsveitarinnar í tilefni al- þjóðlegs tónlistardags, en fyrstu reglulegu áskriftartónleikarnir verða hinn 12. október n.k. — I Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis heldur sumarfagnað viö Kópavogshælið, laugardaginn 12. ágúst kl. 2 e.h. Nefndin. París 14 dagar Alliance Francaise hefur ákveöiö aö efna til hópferðar til Parísar 23. sept. — 7. október n.k. Gist í miðborginni. Allar frekari upplýsingar hjá: FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Pósthússtræti 9, sími 26900 Alliance Francaise. Lincolnstóllinn Þessi glæsilegi stóll er klæddur meö leöri. Þér getið valiö um þrjá liti. Þiö, sem eigið pantaöa stóla vinsamlegast hafiö samband viö okkur sem fyrst. Sent gegn póstkröfu. Valhúsgögn, Ármúla 4, sími 82275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.