Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Sprækir Þrótt- arar unnu Þór EFTIR GÓÐAN sigur Þróttar, Neskaupstað. yfir Þór á Akureyri, í leik sem fram fór á Akureyri á laugardag, eygja Þróttarar nú möguleika á því að hreppa annað sætið í 2. deild og þar með sæti í 1. deild að ári. Það eiga sér sannarlega stað miklar sviptingar í 2. deildinni í ár. Það er ekki langt síðan að Þróttur var meðal botnliðanna f deildinni, en nú eru þeir komnir í toppbaráttuna, og eiga án efa eftir að selja sig dýrt f næstu leikjum. Þrátt fyrir þennan óvænta skallaði Sigþór rétt fram hjá ósigur eru Þórsarar enn með f báráttunni um sætið í 1. deild. Framlína liðsins var afar bit- laus í leiknum gegn Þrótti á laugardag og hefir raunar verið það í flestum leikjum liðsins í sumar, sem best sést á því að liðið hefir einungis skorað 13 mörk í 14 leikjum í deildinni. Hins vegar skoruðu Þórsarar sjö : mörk gegn KA í síðustu viku og I var þá allur annar og meiri broddur í framlínunni, raunar eins og allt liðið magnaðist við að leika gegn KA. Ef við snúum okkur annars að leiknum á Akureyri á laugardag þá verður sigur Þröttara að teljast sanngjarn. Lengst af voru Þróttararnir fljótari á boltann og sköpuðu sér fleiri marktækifæri. T.d. átti Helgi Benediktsson þrumuskot í þver- slá Þórsmarksins í fyrri hálf- leik, eitt mesta skot sem undir- ritaður hefir séð lengi. Þá komst Bjarni Jóhannsson einn inn fyrir vörn Þórs, en missti boltann of langt frá sér og bjargað var. I byrjun síðari hálfleiksins áttu Þórsarar held- ur meira í leiknum og t.d. stönginni og Þróttarar önduðu léttar. Þróttarar sneru vörn í sókn og skoruðu fallegt mark sem einkar vel var að staðið. Bjarni Jóhannsson lék þá upp kantinn og sendi fram á Andrés Kristjánsson sem sendi fyrir markið og þar var Björgúlfur Halldórsson vel staðsettur og skallaði fallega í netið. Eftir að Þróttarar höfðu náð forystunni drógu þeir sig aftar á völlinn og lögðu allt kapp á vörnina. Oft komst mark Þróttar í hættu undir lokin, en vörn Þróttar var traust fyrir og Ágúst markvörð- ur stóð vel fyrir sínu. Bestu menn Þróttar að þessu sinni voru Magnús Magnússon, sterkur miðvörður, og Þórhallur Jónasson. Þá átti Helgi Ben. einnig ágætan leik í fyrri hálfleik, en „týndist" í þeim síðari. Enginn einn leikmaður skar sig úr í liði Þórs. Þó var Árni Stefánsson traustur í vörninni og Sigurður Lárusson á miðj- unni, en var þó fjarri sínu besta. Arnþór Oskarsson dæmdi leikinn og hefir Arnór oft gert betur. Sigb.G. markareikninginn í leiknum með marki á 12. mínútu og Jón Guðmann Pétursson gerði annað markið i leiknum 5 mínútum síðar. Á 35. mínútu hálfleiksins lentu þeir í átökum Þórður Marelsson og Kristján Olgeirsson og var þeim réttilega báðum vikið af leikvelli. Einn leikmanna Völsunga blandaði sér í átökin og fékk hann að líta gula spjaldið, síðar í leiknum var gula spjaldið enn á lofti og fékk einn leikmanna Völsungs að líta það. Jón Guðmann skoraði annað mark sitt í leiknum á 33. mínútu seinni hálfleiksins og á 35. Björnsson muninn í 4 mörk. Er 3 mínútur voru eftir var dæmd vítaspyrna á Reyni, en Jón Örvar gerði sér lítið fyrir og varði skotið. Úrslitin urðu því 4:0 sigur Reynis, sem nú er meðal efstu liðanna í deildinni eftir misjafnt gengi í sumar, en liðið á aðeins tvo leiki eftir. Erfitt var fyrir bæði liðin að leika góða knattspyrnu á laug- ardaginn, en þó var það mesta furða hve vel Reynismenn náðu saman Völsungarnir hafa ekki náð sér á strik í allt sumar og ekki verður annað séð en fall niður í þriðju deild bíði liðsins. JJ Allt á f loti er Reynir vann 4:0 STÓRRIGNING setti mikinn svip á leik Reynis og Völsunga í Sandgerði á laugardaginn, pollar og drullueðja settu svip sinn á leikinn og gerðu leikmönnum erfitt fyrir. Úrslit leiksins urðu þau að Reynir sigraði 4i0 og var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Völsungarnir virðast alveg heillum horfnir og m.a. misnotuðu þeir vitaspyrnu í lok leiksins. Tveir leikmenn fengu að sjá rauða spjaldið f leiknum fyrir stympingar, einn úr hvo u liði og tveir leikmenn Húsvfkinga fengu gula spjaldið. Pétur Brynjarsson opnaði mínútu hálfleiksins jók Omar • Barátta f vítateigi Þróttara. Atli Eðvaldsson, sem skoraði tvfvegis f leiknum, er lengst til vinstri. ÞRJÚ MÖRK MEÐ MEISTARATÖKTUM ÞRÓTTARAR voru ekki mikil fyrirstaða hinu léttleikandi liði Valsmanna á Laugardalsvellinum á laugardag sl. en leikurinn ier þó á spjöld knattspyrnusögunnar, því að Þrótturum tókst nú það sem þeim og öðrum liðum hafði ekki tekizt í 11 leikjum þar á undan — að koma knettinum framhjá Sigurði Haraldssyni í marki Valsmanna. Það hrökk þó skammt, því að áður voru miðvallarleikmenn Vals, þeir Atli Eðvaldsson og Hörður Hilmarsson, búnir að skora þrívegis hjá Þrótturum — með meistaratöktum í öll skiptin. „Við erum komnir með aðra höndina á bikarinn," mátti heyra Pétur Sveinbjarnarson, formann knattspyrnudeildar Vals, segja sigri hrósandi að leik loknum, og það er greinilegt að ef svo fer fram sem horfir, að Valsmenn og Akurnesingar leggja hvern andstæðing sinn af öðrum, eins og þeir hafa gert fram til þessa, þá stefnir í eitthvert stórkostlegasta upp- gjör allra tíma í ísl. knattspyrnu milli þessara tveggja liða. Valsmenn náðu strax undir- tökunum í leiknum gegn Þrótti og þegar á 18. mínútu leikur Albert upp hægri vallarhelming Þróttara og gefur fyrir markið á Atla Eðvaldsson, sem þar er óvaldaður og skorar örugglega. Þróttarar reyndu að svara fyrir sig, og náðu endrum og eins þokkalegum samleiksköfl- um út á vellinum en yfirleitt runnu sóknir þeirra út í sandinn þegar að markinu kom, eins og þegar Sverrir Brynjólfsson átti fallega sendingu inn fyrir vörn Vals en Árni Valgeirsson var aðeins of seinn. Leikur Valsmanna var á þessum tíma ekki sérlega til- Valur — Þróttur 3:1 Textii Björn Vignir Sigurpálsson þrifamikill þótt leikmenn liðsins gerðu ýmislegt laglegt .inn á milli, líkt og þegar Guðmhndur Þorbjörnsson undir lok hálf- leiksins skaut viðstöðulausu þrumuskoti á mark Þróttara innan vítateigsins en höfuð eins varnarleikmannsins hjá Þrótti varð fyrir og knötturinn fór því ekki í markið í þetta sinn. í síðari hálfleik tóku Vals- menn öll völd á vellinum strax í upphafi. Miðjumennirnir Hörður og Atli voru allsráðandi á vellinum, sérstaklega átti sá fyrrnefndi stórleik. Hann átti allan heiður af öðru marki Vals í byrjun hálfleiksins, er hann sendi knöttinn gullfallega inn í eyðu fyrir fætur Atla, sem skoraði þarna annað mark sitt í leiknum. Valsmenn voru nú síógnandi og þegar á 18. mínútu kom þriðja mark Vals — Hálf- dán Örlygsson sem kominn var inn á fyrir Guðmund, einleik upp að endamörkum, sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Albert var fyrir og stökk yfir knöttinn og í því kom Hörður aðvífandi og þrykkti kenttinum í markið. Vel að verið hjá Valsmönnum. Þróttarar voru á þessum tíma hreinlega yfirspilaðir af Völsur- um, og tilraunir þeirra til að snúa vörn í sókn voru yfirleitt máttlitlar. Það var þó í einni slíkri, sem hið sögufræga mark kom. Brotið var á leikmanni Þróttar nokkuð fyrir utan víta- teig Vals og dæmd aukaspyrna, sem Páll Olafsson, hinn skot- harði sóknarmaður Þróttar tók. Sigurði Haraldssyni tókst að verja þrumuskot hans upp í þverslána, þaðan sem knöttur- inn fór út aftur og fyrir fætur fyrirliða Þróttar Jóhanns Hreiðarsson.ar sem ekki þurfti annað en ýta knettinum í netið. Eftir markið jafnaðist leikurinn á ný og hélst í jafnvægi til leiksloka. Austri gulHryggði sig í2. deildinni AUSTRI vann 2.1 sigur á Haukum í 2. deild í knattspyrnu á laugardaginn. Með þessum sigri sínum náði Austri, nýliðar í 2. deild í ár, 15 stigum og úr þessu fellur liðið varla niður í 3. deild, en margir spáðu liðinu skammri veru í 2. deild í vor. Reyndar eru Austramenn nær því að vera í toppbaráttunni eftir þennan sigur, en keppnin í deildinni er harðari en nokkru sinni og fram tl þessa hefur allt getað gerzt. Haukaliðir í rauninni í fallbaráttu eftir þennan ósigur, en til þess kemur varla að Haukarnir falli. Malarvöllurinn á Eskifirði var í mörk með 5 mínútn millibili, mjög slæmu ástandi á laugar- fyrst Ágúst Ingi Jónsson með STAÐAN 1. DEILD StaAan í 1. dcild eltir leiki heÍKarinn- ar. Valur — Þróttur 3 — 1 lA — Vtkinxur 5—0 UBK - ÍBV2-0 Fram — FH 4—4 KA - ÍBK 0-5 Valur 15 15 0 0 40, fi 30 ÍA 15 13 1 1 45.10 27 Fram 15 7 2 6 20.22 lfi VíkinKur 15 7 1 7 22,28 15 ÍBK 14 5 2 fi lfi.18 13 KA 15 3 4 8 12,3fi 10 Þróttur 14 2 5 7 17,23 9 FH 15 2 5 8 21,33 9 UBK 15 2 1 12 33,3fi 5 Markhæstu menn í 1. deild. Pétur Pétursson ÍA 17 InKÍ Björn Albertss. Val 11 Matthías llallKrímss. ÍA 11 Atli Eövaldss. Val 9 GUÐMUNDUR Þorbjörnss. Val 8 Gunnar (irn Kristjánss. Víkinxi 7 Leifur llelxason F(I 7 Arnór Guójohnsen Vikingi 7 daginn er Austri mætti Haukum og var ekki meira en svo að völlurinn væri í leikhæfu ástandi. Kom þetta niður á knattpsyrnunni, sem liðin sýndu. Haukarnir léku undan vindi í fyrri hálkfleiknum og áttu þá meira í leiknum án þess að skora mark. I síðari hálf- leiknum höfðu heimamenn vind- inn með sér og um miðjan hálfleikinn skoraði Austri 2 skoti úr miðjum. vítateig í hliðanetið fjær og síðan Halldór Árnason með skoti frá markteig eftir góða fyrirgjöf Sigurðar Gunnarssonar. Árni Hermanns- son skoraði mark Haukanna er aðeins ein mínúta var eftir af leikn. Hann komst einn innfyrir, en Benedikt Austramarkvörður varði skot hans, en hélt ekki knettinum. Árni náði honum aftur og skoraði auðveldlega. Haukarnir áttu skilið jafntefli í leiknum, en þeir fóru herfilega að ráði sínu a.m.k. tvívegis í leiknum, er þeir komust í dauðafæri. Beztu menn Austra í þessum leik voþeir Sigurbjörn Marinós- son, fyrirliði Austra, og Sigurð- ur Gunnarsson. Beztir í liði Hauka voru Ólafur Jóhannes- son, Sigurður Aðalsteinsson og Ólafur Torfason. Ágætur dóm- ari leiksins var Guðmundur Sigurbjörnsson. 2. DEILD Staóan 1 2. dcild eftir Ieiki helKarinnar er þessii Iteynir — VölsunKur 4—0 l>ór — Próttur 0 — 1 Austri — Ilaukar 2 — 1 Þróttur 14 5 4 5 17-21 14 Haukar 14 4 5 5 16-17 13 Fylkir 14 6 1 7 16-17 13 Armann 14 4 2 8 14-19 10 Völsunxur 14 2 2 10 10-34 6 KR I>ör Iíe|nir Austri 13 10 2 1 14 6 4 4 lfi 6 4 fi 13 5 5 3 14 fi 3 5 35-3 13-12 21-20 19-13 13-14 Markhæstu leikmenni Sverrir Herbertsson KR 9 Stefán (). SÍKurðsson KR 9 Hilmar Sixhvatsson Fylki 6 Þráinn Asmundsson Arm. 6 Jón Lárusson l>ór fi SÍKurður lndriðason KIÍ 5 llaraldur Lcifsson ÍBÍ 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.