Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 GRANIgöslari Um varan- lega vegi Hér fara á eftir nokkrar vanga- veltur manns, sem segist aka mikið úti á landi, um vegamálin og telur hann að leggja beri alla áherzlu á varanlega vegagerð út um landið, jafnvel þótt það kunni að kosta mikið: „Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um vegamálin okkar og í ht skipti sem einhverjar hækkanir verða t.d. á bensíni eða innflutningsgjöldum eða öðru tengdu bifreiðum, þá rúka allir upp til handa og fóta og spyrja í hvað peningarnir fari. Allir vilja fá alla þá peninga, sem teknir eru af bíleigendum á einn eða annan hátt, í vegina og er það alls ekkert óeðlileg ósk. Er það raunar merkilegt hversu fálega og með mikilli stillingu fólk hefur tekið t.d. síðustu bensínhækkun. Þegar talað er um varanlega vegi, þ.e. vegi með varanlegu slitlagi, telja flestir að það sé þjóðhagslega hagkvæmt. Nefnt er að þá slitni bílar minna, viðhald þeirra verði ódýrara, gjaldeyrir sparist í minni varahlutakaupum og jafnvel bensíni o.fl. o.fl. Allt þetta er sjálfsagt satt og rétt og nefna má einnig þau miklu þæg- indi, sem af þessu leiðir. Hversu mikil breyting varð það t.d. ekki fyrir Suðurnesjamenn að fá steypta veginn og hversu miklu þægilegra er ekki nú að aka austur fyrir fjall? Af þessu stafa líka ekki aðeins aukin þægindi og ýmiss konar sparnaður, heldur má líka segja að vegir með varanlegu slitlagi séu hættuminni en malarvegir. Hversu rriargir hafa t.d. ekki ekið heimleiðis með kurlaða framrúðu? Sumarfríið ónýtt og öll ánægjan horfin eingöngu vegna glanna- skapar einhvers sem á móti kom, BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Út af fyrir sig er það ágæt regla að taka trompin af höndum andstæðinganna við fyrsta tæki- færi. Þó verður að meðhöndla reglu þessa með varúð. Spilið í dag sýnir þetta nokkuð vel. Við lítum á hendur norðurs og suðurs. Spil austurs og vesturs eru gleymd enda tóku þeir ekki þátt í sögnum og suður gaf. Norður S. 963 H. KD5 T. ÁK4 L. K942 Suður S. KG10875 H. G6 T. D52 L. Á8 Suður var sagnhafi í fjórum spöðum og vestur spiiaði út tígulsjö. Hvernig myndu lesendur haga úrspilinu? Þegar spil þetta kom fyrir tók sagnhafi útspilið í borðinu og spilaði strax trompinu. Nía, lágt, lágt og vestur tók á drottninguna. Hann hélt áfram með tígulinn, spilaði þristinum, sem suður tók á hendinni og spilaði spaðafimmi. En vestur tók strax á ásinn og austur átti ekki til spaða, lét hátt hjarta. Vestur hafði greinilega reiknað með þessu. Hann spilaði hjarta, sem austur tók með ás og síðan trompaði vestur tígul. Einn niður. Eflaust hafa lesendur komið auga á villu spilarans. Hann spiiaði trompunum of snemma. Sama var á hvorri hendinni hann tók útspilið en síðan þurfti að fara í hjartað. Einmitt það sem við hefðum gert. Austur má fá á ásinn þegar hann vill. En hann getur ekki komið í veg fyrir, að við látum tígul af hendinni í annað hjarta- hjónanna og að því loknu er kominn tími til að spila trompun- um. Með þessu móti höfum við komið í veg fyrir, að hann fái slag á trompsmáspil, hafi hann átt ÁD4 ásamt tvíspili í tígli. |/raWM| ■' M Alf A K Framhaldssaga eflir Mariu Lang VV I I ■ ■ |1 ^ | | II III U I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói 39 hvolft... hafa þau sjálfsagt öll átt sinn þátt í húllumhæinu. ÍO. kafli Kirsuber og cyankalium En Nanna Kasja sökkti sér niður í alls konar atriði sem ckki komu kjarna málsins við og tók alls konar hliðarspor sem oftar beindust að einka- sorgum hennar en hörmuiegum afdrifum Matta Sandor. — Ilvort ég þekkti hann vcl? Jú, ætli megi ekki segja það. Við bjuggum í sama stigagangi... það voru tveir inngangar í húsið bæði til Lisu og okkar. Fínni inngangurinn var frá Prestgötunni og eldhús- uppgangurinn var úr portinu. Svo auðvitað rákumst við oft hvort á annað. Og ef ég bakaði bollur bauð ég honum stundum upp á kaffi. Og svo einn laugardaginn þegar við ætluð- um að fá okkur kaffi kom Zacharias sálugi askvaðandi. — Frændi mannsins þíns? — Já. Ivar var á ferðalagi. Og ég gat ekki þolað gamla manninn, hann var orðinn svo kalkaður. En Matti var ekkert nema bliðan og notalegheitin við gamla kurfinn og hiustaði á allt sem hann þusaði eins og honum þætti gaman að þessu rugli. I>ó sagði hann ekkert nema bara já og nei. Þannig var hann — Matti. Og það var indælt að gamla hróið skyldi fá svona elskulegan hiustanda síðasta daginn sem hann liíði... Reyndar var það ekki Zach- arías Iversen sem Christer hafði mestan áhuga á að ræða, en hann bar þó upp spurning- una sem hún beið eftir. — Ætlarðu að scgja mér að hann hafi síðan farið heim að Móbiikkum. lagzt upp í loft og dáið daginn eftir? — (íldungis það sem hann gerði, sagði hún afdráttar lausri röddu og nú var ekki viðlit að stöðva orðaflauminn. — Hann dó sama daginn og gamli kóngurinn og Severin læknir staðhæfði að það hefði verið andlát kóngsins sem gerði útslagið. Því að korter fyrir níu um morguninn var tilkynnt í útvarpinu að Gústaf fimmti hefði látizt á Drottning- arhólmshöll og fánar skyldu dregnir í hálfa stöng um allt landið. Og þá staulaðist hjart- veiki gamiinginn út á hlaðið í rigningu og roki og dró fánann í hálfa stöng. — Og það hefur verið hjarta hans ofviða? — Já, hann ílýtti sér inn í svcfnherbergi tii að taka hjartatöflurnar sfnar, en datt svo aftur á bak á rúmið og dó. Vinnukonan hans hringdi til mín þegar hún kom á mánu- daginn og þá var auðvitað öllu um lokið. — Hvað meinarðu með því? Frúin hneppti loks fáeinum hnöppum á sloppnum sínum og sagði óþoiinmóði — Já, því að uppf rá því sá ég heldur ekki Matta Sandor, né heldur gafst mér tími til að velta ástamálum hans fyrir mér, því að ég var önnum kafin við að skipuleggja allt mögu- legt. fá dánarvottorð, undirbúa jarðarförina og sjá um sorgar flíkur. Ivar var svo nákvæmur mcð allt svoleiðis. Og svo... var hann meira að segja hund- óánægður með ailt. — Með hvað til dæmis? — Hattinn minn, til dæmis, sagði hún einfeldnislega. — Ilann rausaði bókstaflega út af öllu. Við erfðum ekki nóg í reiðufé til að horga útfiirina og ég hafði talað við rangan útfararstjóra og valið vitlausa kistu og svo hafði ég sent allt of löng skeyti. Christer mundi eftir hinum mikla aldursmuni Ivarsen sölu- stjóra og Nönnu Kiisju. — Og svo, sagði Nanna Kasja og andvarpaði, — svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.