Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Aukakeppni IBK og UBK í 3. flokknum ÚRSLITALEIKIR íslandsmótsins í 3. flokki drengja fóru fram á Ilúsavík nú um hclgina. Þar áttust við G lið og var þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli voru lið frá UBK, Austra og Haukum, og urðu úrslit úr lcikjum þeirra sem hér segir. UBK — Austri, 5—0 (I—0), Austri — Ilaukar 3—0 (1—0) og Ilaukar — UBK 1—9 (1—6). í B-riðli áttust við lið IBK. bórs og ÍR. og þar urðu úrslit eftirfarandi. ÍBK — Þór 4—0 (1-0) Þór - ÍR 4-0 (0-0) og ÍR - ÍBK 0-3 (0-2) Að afloknum leikjum í riðlunum hófust sjálf úrslitin og var fyrst leikið um 5 sætið. Þar voru það Haukar og ÍR sem áttust við, og lauk leik þeirra með sigri Hauka 2—1, eftir framlengingu. Leikur þessara liða var mjög jafn en tilþrifalítill og þófkenndur á að horfa. Þar næst var leikið um 3. sætið og voru það Austri og Þór sem þar leiddu saman hesta sína. í fyrri hálfleik var leikur liðanna i jafnvægi en þó áttu Þórsarar hættulegri tækifæri, og tókst þeim að skora eitt mark fyrir leikhlé. í síðari hálfleik datt svo allur botn úr leik Austramanna og Þórsarar sigruðu með 5 mörkum gegn engu. Þá var komið að aðalleik móts- ins, leiknum um 1. sætið en þar áttust við lið ÍBK og UBK. Strax varð ljóst að þessi lið voru í algjörum sérflokki og var leikur þeirra tvímælalaust besti leikur keppninnar. Allan leikinn var algjört jafnræði með liðunum. UBK hafði yfirburði í knattmeð- ferð og samleik, en í vörn ÍBK var hvergi veilu að finna og hinir fljótu og ákveðnu sóknarmenn þeirra náðu oft að skapa sér góð færi. Það var svo á 22. mín. að frammherja ÍBK, Ragnari Margeirssyni, tókst að skora og þar með koma liði sínu yfir. Aðeins 5 mínútum síðar tókst UBK að jafna metin og var þar að verki Sigurður Grétarsson sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Það sem eftir var leiksins tókst hvorugu liðinu að skora þrátt fyrir margar góðar tilraunir af beggja hálfu. Þannig var staðan jöfn að venjulegum leiktíma loknum og við það sama sat í framlenging- unni og lauk þannig leik liðanna án þess að úrslit fengjust. Það verður því að leika annan úrslita- leik og verður hann að líkindum leikinn innan skamms, og þá má sannarlega eiga von á spennandi og skemmtilegum leik. • % v# I * i' • \ v.#' Stjarnan lenti í 4. sæti í 4. flokki. • ÍBK þarf að leika aukaleik við . Breiðablik um sigurinn í 3. flokki. • Þór varð í þriðja sæti Austri frá Eskifirði varð númer 4. • Víðir varð númer 5 Haukarnir urðu í fimmta sæti lindri varð í sjötta sæti, en Hornfirðingarnir vöktu mikla athygli. (Ljósm. ('iuómundur (iuójónsson). • Stjarnan endaði í sjötta sæti (Ijósm. Hiirkur Arnviöarstm) FULLKOMiN AÐSTAÐA TILIÐKANA FRJÁLSRA ÍÞRÓTTA Á blaðamannafundi. sem íþróttaráð Reykjavíkur efndi til, í síðustu viku var skýrt frá þcim framkvæmdum sem átt hafa sér stað við hinn nýja og glæsilega frjálsíþróttaleik- vang í Laugardal. Leikvangurinn hefur nú verið sjö ár í byggingu, og fyrsta íþróttamótið, sem fram fer á vellinum, eru Reykjavík- urleikarnir. Þótt leikvangurinn sé nú kominn í nothæft ástand er ýmis frágangur eftir, og búa þarf völlinn betur tækjum. Stefnt er að því að þessu verði að mestu lokið næsta vor og hefur verið ákveðið að efna til sérstaks vígslumóts 17. júní næsta sumar, en þá verða 20 ár liðin síðan aðalleikvangurinn í Laugardal var vígður. Hinn nýi frjálsíþróttaleik- vangur í Laugardal er fyrsti íþróttavöllurinn á íslandi þar sem hlaupabrautir eru lagðar gerviefni og markar því þátta- skil í gerð frjálsiþróttavalla á íslandi. Völlurinn er teiknað- ur á Teiknistofunni s/f Ár- múla. en verkfræðistörf hefur annast verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen. Fyrstu fram- kvæmdir hófust árið 1972 og var þá landið jafnað og dýpri frárennslislagnir lagðar. Vor ið 1977 var síðan hafist handa um að ljúka verkinu, verktak- ar voru Gunnar og Sverrir s/f. Eftirlit hefur annast Bygging- ardeild borgarverkfræðings. Hlaupabrautir og atrennu- brautir eru lagðar gerviefni. Rubtan. sem framleitt er af fyrirtækinu Armerad Betong Vagförvattringar í Svíþjóð. Efnið er að öllu leyti mjög líkt hinu svokallaða tartanefni en mun ódýrara í' innkaupi. Rub- tan efnið var lagt á brautirnar af sérfræðingum frá sænska fyrirtækinu. Illaupahrautirn- ar eru 6. en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 8 síðar. Fullkom- inn knattspyrnuvöllur er inn- an hringbrautarinnar. Steypt áhorfendasta'ði eru fyrir 5000 áhorfendur og undirstöður hafa verið steypt- ar fyrir áhorfendastúku sem taka mun 400 áhorfcndur í sæti. Kostnaður við gerviefni á hlaupabrautir og atrennu- brautir er ea.kr. 58.0 milljónir og heildarkostnaður við leik- vanginn ca. kr. 150.0 milljón- ir. Mikil vinna hefur verið lögð í undirhyggingu vallar- ins. þar sem vellir. sem lagðir eru gerviefnum. þurfa mjög vandaða undirbyggingu. Þá hefur undirbygging knatt- spyrnuvallarins verið miðuð við það að hægt verði í framtíðinni að setja á hann gervigras án mikils tilkostnað- ar. Fimm ára ábyrgð er á gerviefninu frá samska fvrir- tækinu sem setti efnið á völlinn. Með tilkomu þessa gla'silega | vallar er öll aöstaða til frjáls- íþróttaiðkana hér orðin eins og best verður á kosið. Er framtak Reykjavíkurhorgar í þessum efnum mjög lofsvert. — þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.