Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
Systir mín, + KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR.
frá Ytri-húsum í Dýrafiröi,
andaöist 13. ágúst. Jens Jóhannesson.
+
Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍDUR HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Bogahltð 24,
andaöist á Borgarspítalanum 12. ágúst.
Ágúst Guðmundsson,
Sigríður Ágústsdóttir, Grímur Brandsson,
Atli Ágústsson, Þóra Sigurjónsdóttir.
t
Móöir okkar og amma,
SÓLBORG GUDJÓNSDÓTTIR,
Lokastíg 24,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. ágúst kl 10.30 f.h.
Börn og barnabörn hinnar látnu.
+
Eigínmaöur minn,
BJÖRN BJÖRGVINSSON
löggiltur endurskoðandi
lézt 12. ágúst.
Erla Jónsdóttir.
+
Útför eiginkonu minnar og móöur okkar,
GUÐRÍDAR GÍSLADÓTTUR,
Unnarbraut 5, Seltjarnarnesi,
verður gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 10.30. Blóm og
kransar afbeðnir.
Fínnur Guðmundsson
Helga Finnsdóttir Guðrún Finnsdóttir.
+
Útför eiginmanns míns,
STEFÁNS EGGERTSSONAR,
sóknarprests
Þingeyri,
ferfram frá Fossvogskírkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13.30.
Guðrún Sigurðardóttir.
Bróðir okkar,
VALTÝR KARVELSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. ágúst kl. 15.
Guörún Karvelsdóttir,
Jóna S. Andersen,
Lúðvík Karvelsson.
+
Útför
BJARNA EINARSSONAR,
vélsmiðameistara,
Hrisateigi 45, Reykjavík,
veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Elisabet Þorkelsdóttir,
Þorkell Bjarnason, Ása K. Oddsdóttir,
Björgvin Bjarnason, Krístjana Kjartansdóttír,
Björgvin Á. Bjarnason,
Ólöf H. Bjarnadóttir
og barnabörn.
Hrefna Ingvarsdótt-
ir Minningarorð
F. 6. október 1921.
D. 7. áKúst 1978.
En það er eðli mjúkra
móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
D. Stef.
Hrefnu, bað mig fyrir, er hún hélt
í hönd ömmu sinnar skömmu fyrir
andlát hennar og amma sagði:
Linda mín, ég er að fara, ég bið að
heilsa öllum.
Helena Svavarsdóttir og börn.
í dag kveð ég mína kæru
tengdamóður sem frá okkur hvarf
svo snöggt og óvænt. Mér var þessi
sómakona afar kær eins og reýnd-
ar öllum er henni kynntust, því
leitun er að slíkri mannkosta-
manneskju er hún var, alltaf með
útréttar hendur öðrum til hjálpar.
Börnum sínum og barnabörnum
var hún einstök og ef eitthvað
bjátaði á var ávallt knúið dyra á
heimili hennar og Sigurbjörns að
Skeiðarvogi 141. Þar átti hún
fallegt og gott heimili og var þar
veitt af rausn.
Hrefna var fædd í Hafnarfirði 6.
okt. 1921 dóttir hjónanna Sigríðar
Böðvarsdóttur og Ingvars Einars-
sonar skipstjóra. Ingvar er látinn
fyrir nokkrum árum en Sigríður
dvelur á Dvalarh. aldr. sjómanna.
Af börnum Ingvars og Sigríðar
komust 7 til fullorðisára og er
Hrefna annað barn þeirra er
kveður þennan heim. Hrefna var
tvígift, fyrri maður hennar var
Guðmundur Eyjólfsson, með hon-
um eignaðist hún tvo syni Birgi f.
7. ágúst 1943 og Guðmund Ingvar
f. 30. janúar 1945. Guðmund mann
sinn missti hún er Dettifoss fórst í
febrúarmánuði 1945. Var hún því
ung ekkja með tvo litla drengi. En
öll él birtir upp um síðir og seinna
giftist hún Sigurbirni Ólafssyni
sem reyndist henni trúr og traust-
ur lífsförunautur. Með Sigurbirni
eignaðist hún Arnar f. 16. janúar
1949 og Rafn f. 31. janúar 1955.
Þrír elstu synirnir eru kvæntir
fjölskyldumenn og sá yngsti heit-
bundinn. Það er stutt milli lífs og
dauða, nú um verzlunarmanna-
helgina var ég ásamt fjölskyldu
minni með Hrefnu og Sigurbirni
upp í Borgarfirði í fögru umhverfi
og fallegu veðri. Þar var glatt á
hjalla og naut Hefna þess að leika
og starfa með barnabörnum sínum
er þarna voru. Að kvöldi sunnu-
dags veiktist hún skyndilega, að
morgni mánudags var hún öll.
Ég bið góðan guð að gefa mínum
kæra tengdaföður, aldraðri móður
hennar, börnum og barnabörnum
styrk til að taka á móti þeirri
miklu sorg er kvatt hefur dyra.
Nafna hennar ung sagði, er hún
heyrði andlát ömmu sinnar: „Hún
amma verður örugglega fallegur
engill." Hrefnu er nú sárt saknað
svo traust og góð er hún ávallt var.
Að síðustu þakka ég af heilum hug
allt það, sem hún hefur fyrir mig
og mína gjört.
Blessuð sé minning hennar.
G.P.
Mig setur hljóða, er ég sest
niður til að minnast tengdamóður
minnar, Hrefnu Ingvarsdóttur,
sem svo skyndilega var kölluð frá
okkur. Það eru svo margar og
góðar minningar sem koma upp í
huga minn að ég get ekki látið hjá
líða, að þakka henni fyrir hönd
barna minna. Það sem frá þeim ér
tekið, kemur ekki aftur. Enginn
kemur í ömmu stað, enginn er eins
og Hrefna amma. Minningarnar
eru margar og dýrmætar og ég
veit að þær eiga eftir að leiða þau
til góðra verka, alitaf gat amma
sagt þeim hvað var rétt í leik og
starfi, enginn gat skipt eins jafnt
og Hrefna amma. Þar eiga best við
orð Rósu, yngstu systur minnar,
sem er fósturdóttir mín og elsta
sonar Hrefnu, ég man ekki aðra
ömmu en Hrefnu, hún var mér
alltaf svo góð. Ég veit að Rósa
minnist fermingardags síns, þá
koma Hrefna amma og Salli afi
fyrst upp í huga hennar. Þau fylltu
vel upp í stórt skarð sem þá hafði
nýlega verið höggvið í hennar líf.
Ég ætla að láta það verða lokaorð,
sem Linda, fyrsta barnabarn
„Kallið er komið, komin er nú
stundin", segir í hinum fallega
sálmi Valdimars Briem.
Oft er það þó svo, að einhver
viðvörun eða aðdragandi um að
kallið sé nærri fer á undan,
smátími fyrir þann sem brott skal
halda það sinn — og ættingja
hans að venjast tilhugsuninni og
sætta sig við það sem óumflýjan-
legt verður. Þannig var því þó ekki
varið með mágkonu mína.Hrefnu
Ingvarsdóttur, sem nú verður
kvödd hinzta sinni. Maðurinn með
ljáinn lagði þar skjótt og umsifa-
laust.
Hún og maður hennar höfðu
mjög gaman af að bregða sér í
smáferðalög og tjalda einhvers-
staðar úti í náttúrunni og oftast
fór eitthvað af börnunum með eða
barnabörnin. Hress og kát lögðu
þau af stað í eina slíka útilegu um
verzlunarmannahelgina. Tjaldað
var í Borgarfirði og skyldi nú notið
útiverunnar saman þessa fríhelgi.
Sonur og tengdadóttir, sem höfðu
verið með þeim, nýbúin að kveðja
og farin, en tvö af barnabörnunum
ætluðu að verða eftir í tjaldinu
með afa og ömmu eins og svo oft
áður. Allt var bjart, gott og indælt,
þegar Hrefna hneig skyndilega
niður og kvartaði um þrautir í
höfði. Henni var ekið í skyndi til
læknis í Borgarnesi, en þaðan á
sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem
hún lézt skömmu síðar. Banamein-
ið reyndist vera heilablóðfall.
Hrefna virðist hafa gert sér
ljóst þá þegar að hverju stefndi
sagði við mann sinn að hún væri
að deyja og bað hann fyrir börnin.
Við Lindu litlu, sonardóttur sína,
mælti hún; Ég er að fara, skilaðu
kveðju frá mér, ég bið að heilsa
öllum. Fyrir þessa kveðju þökkum
við Hrefnu af alhug og dáum það
hugrekki og æðruleysi, sem að
baki hennar býr.
Það er hugrökk kona og sátt við
lífið og mennina, sem hefur
hugsun á því að biðja fyrir kveðjur
til allra, er hún svo skyndilega er
slegin til jarðar á miðjum aldri,
svo mörgu var ólokið og frá svo
mörgum sem hún unni og vildi
vera lengur samvistum við varð
hún að hverfa.
Eftir stendur hnípinn hópur og
reynir að átta sig á, að eiginkona,
móðir, tengdamóðir og elskuleg
amma verður ekki framar til að
bjóða þau velkomin heim á sinn
glaðværa hátt.
Hrefna átti því láni að fagna, að
eiga gott og hamingjusamt fjöl-
skyldulíf, góðan eiginmann og
félaga, fjóra myndarlega syni,
tengdadætur sem henni þótti vænt
um og barnabörn sem hún sá ekki
sólina fyrir. Fjölskyldan ’ var
Hrefnu allt og hún naut sín aldrei
betur en þegar þau voru öll
samankomi á vistlegu heimili
þeirra hjóna að Skeiðarvogi. Þá
var hún hrókur alls fagnaðar og
fyrst til að fara í alls konar leiki
við börnin, bæði inni og úti.
Barngóð var hún með afbrigðu og
aldrei var hún svo upptekin að
hafa ekki tíma fyrir þau, sama
hvort þau voru skyldmenni eða
ekki, alltaf var kassinn góði með
leikföngunum dreginn fram, er
börn komu í heimsókn.
Hrefna ólst sjálf upp í stórum
systkinahópi, var eitt af sjö
börnum hjónanna Ingvars Einars-
sonar skipstjóra, sem látinn er
fyrir nokkrum árum, og konu
hans, Sigríðar Böðvarsdóttur, sem
nú er háöldruð kona og verður að
sjá á eftir öðru barni sínu, en
Ingvar bróðir Hrefnu lézt fyrir 6
árum. Eftir eru fimm úr hópnum
og sendi ég þeim öllum samúðar-
kveðjur, sérstaklega Huldu,
tvíburasystur hennar, en þær voru
alla tíð mjög nánar og samrýndar.
Á þessu stóra æskuheimili
hennar sem rekið var af miklum
myndarbrag alla tíð, var mikið um
gesti og gangandi og vöndust
systkinin við það að hafa marga í
kring um sig. Oft hefur verið
gaman að hlusta á þau rifja upp
glaðar og skemmtilegar endur-
minningar frá þessum dögum.
Sjálf á ég hugljúfar endur-
minningar frá þeim dögum að
börn okkar voru yngri og öll þessi
stóra fjölskylda safnaðist saman á
jólum til að dansa í kringum
jólatréið á heimili afa og ömmu
Siggu. Þá var oft glatt á hjalla, en
Hrefna og Salli fremst í flokki að
halda uppi fjörinu, allir urðu að
vera með, enginn mátti skerast úr
leik. Þessi skemmtilegi siður
fluttist síðan með systkinunum
inn á þeirra eigið heimili og ekki
gæti ég hugsað mér jólin án þeirra
og vona að þetta haldist áfram hjá
börnum okkar og barnabörnum.
Hrefna var tvígift. Fyrri mann
sinn, Guðmund Eyjólfsson missti
hún eftir skamma sambúð, en með
honum eignaðist hún tvo eldri syni
sína, Birgi og Guðmund. Með
eftirlifandi eiginmanni og föru-
naut um 30 ára skeið, Sigurbirni
Ólafssyni, eignaðist hún einnig tvo
syni, Árnar og Rafn. Sigurbjörn
hefur reynzt þeim eldri bræðrum
hinn bezti faðir og félagi alla tíð,
svo þar var enginn munur á.
Þessum ástvinum Hrefnu, ásamt
aldraðri móður hennar, sendum
við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur, einnig tengda-
dætrum og barnabörnum hennar.
Ég veit að hið góða og nána
samband, sem ríkti innan fjöl-
skyldu hennar meðan hennar naut
við, dofnar ekki þótt hún sé ekki
lengur til að hlúa að því, heldur
verði hinar góðu endurminningar,
sem hún skyldi ykkur eftir, til að
treysta böndin enn betur. Með
þessum fátæklegu orðum kveð ég
svo Hrefnu, þakka henni fyrir
samveruna og ég harma það að
hún skyldi ekki verða lengri.
Megi algóður Guð vaka yfir
fjölskyldu Hrefnu og gefa henni
styrk.
Hvíli hún í friði.
J.J.
Afmœlis- og
minningargreinar
AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að
minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og
greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag,
verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.