Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978
13
íMMMMMM,
Sérstakar vinnusýningar eru haldnar d sýningarsvœdi skógræktarinnar og er þá unninn ýmiss viður, svo sem
arinviður og borðviður úr trjdbolunum.
Sýnishom aföllum ís-
lenzkum trjátegundum
• „Hér er að finna sýnishorn af
öllum þeim trjátegundum, sem
hafa reynzt nógu harðgerðar, til
að þola íslenzkar aðstæöur,"
sögðu starfsmenn Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur, en Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur og Skógrækt
ríkisins sýna á sameiginlegu
sýningarsvæði á landbúnað-
arsýningunni.
Alls eru sýndar 58 trjátegundir
og 44 runnategundir, en runnateg-
undirnar eru einkum ætlaðar til
garðræktar. Sumar trjátegundirn-.
ar eru nytjategundir og er lerkið
þar fremst í flokki. Er til sýnis
ýmsislegt; sem unnið hefur verið
úr íslenzkum trjám, svo sem
girðingarstaurar, borðviður og
arinviður. Þá eru einnig vinnusýn-
ingar af og til, en þar sýna
starfsmenn hvernig viðurinn er
unninn.
Skjólbelti er til sýnis á svæðinu,
en þar hefur birki, greni og viðju
verið plantað í skjólbelti. Uppeldi
trjáplantna er sýnt í plastgróður-
húsi, sem að sögn starfsmanna er
bæði ódýrt og einfalt í uppsetn-
ingu. Eru sýndar trjáplöntur, sem
sáð hefur verið í beð og bakka, auk
þess sem trjáplöntur, sem fjölgað
hefur verið með græðlingum, eru
sýndar. Loks má geta þess að til
sýnis eru algengustu og harðgerð-
ustu garðrunnategundirnar.
Happdrætti er starfrækt á
vegum skógræktarinnar og eru
vinningar ýmsar trjáplöntur.
Að sögn starfsmanna skógrækt-
arinnar hefur aðsókn að sýningar-
svæðinu verið mjög misjöfn. Hún
var heldur dræm fyrstu tvo
dagana, enda var veður þá leiðin-
legt og sýningargestir skoðuðu
þann hluta sýningarinnar, sem er
innandyra. í gær var aðsókn hins
vegar góð.
Ostar seldir á
kynningarverði
• Osta- og smjiirsalan sýnir á
sýningunni allar ostategundir
sínar, og auk þess allt annað sem
fæst hjá henni. Þá er gestum
boðið að bragða á ostum og auk
þess að kaupa ost á sérstöku
kynningarverði, en ekkert er um
smjörsölu á sýningunni.
Ostárnir, sem boðið er upp á, eru
Óðalsostur og Gouda-ostur, en sá
síðarnefndi er sterkur 45% ostur.
Þá er gestum boðið að kaupa ost á
kynningarverði, eins og fyrr sagði,
en kynningarverð þetta er nálægt
því að vera heildsöluverð og
munar um 300 til 400 krónum á því
og venjulegu verzlanaverði.
Gouda-ostur og Óðalsosturinn eru
seldir í eins kílós pökkum, en aðrir
ostar eru seldir margir saman á
kynningarbakka.
Kynningarbakkarnir eru af
þremur gerðum, einn bakki ein-
göngu með hvítlaukssmurosti,
annar með fimm tegundum af
smurosti, en sá þriðji er blandað-
ur. Hefur sala gengið vel, að sögn
starfsmanna Osta- og smjörsöl-
unnar. Þá hefur það einnig verið
vinsælt hjá gestum að þiggja
pstaveitingarnar.
Uppskriftir að ýmislegum osta-
réttum er hægt að fá á sýningar-
svæði Osta- og smjörsölunnar og
þar er einnig að fá bækling um
geymslu og næringarinnihald ost-
anna.
Osta- og smjörsalan býður gestum að bragða á ostum og auk jtess eru ostarnir
til sölu d sérstöku kynningarverði.
Sverrir Geirmundsson við mjólkurkœlitankinn, en á bak við Sverri sést í
,free-heater“ kerfið.
Dráttarvélar,
mjólkurkœUtankur
og hitakerfi
• Sverrir Geirmundsson hjá
. Dráttarvélum h/f tjáði okkur að
Dráttarvélar væru með tvö sýn-
ingarsvæði, annað inni í gagn-
fræðaskólanum cn hitt á útisýn-
ingarsvæðinu. Á útisýningar-
svæðinu eru sýndar dráttarvélar
og ýmis heyvinnutæki, en inni í
skólanum er sýndur mjólkurkæli-
tankur og svokallað
„Free-heaiter“-kerfi.
Mjólkurkælitankurinn er um
1500 lítrar að stærð, en það er
samkvæmt upplýsingum Sverris
frekar stór tankur. Við hann er
tengt áðurnefnt kerfi, sem saman-
stendur af vatnstanki og kælivél.
„Free-heater-kerfið nýtir hitann
frá kælivélinni til að hita upp vatn
til notkunar í mjólkurhúsinu,"
sagði Sverrir og bætti við að þetta
væri hiti, sem alltaf væri til
staðar, svo í raun væri með þessu
verið að nýta hita, sem annars
væri ónýttur. „Með þessu má segja
að bændur fái ókeypis heitt vatn,“
sagði Sverrir.
Þá er á innisvæðinu þjónustu-
deild, þar sem meðal annars eru
sýndir varahlutir í Perkins
dísilvélar. Þar eru einnig til sýnis
brynningarskálar fyrir kýr og
svín, seir\ og myndir af þjónustu-
deild Dráttarvéla h/f.
Á útisýningarsvæðinu eru sýnd-
ar Massey-Ferguson dráttarvélar
af mörgum stærðum, auk þess sem
sýndar eru hinar ýmsu gerðir
heyvinnutækja.
Garðyrkjuskóli ríkisins:
„Erum að reyna
að minna á okkur”
• „Við erum að reyna að minna á
okkur með þátttöku okkar í
þessari sýningu. Við erum innan
um aðra garðyrkjumenn af því að
við lítum svo á að við cigum
heima í þeirra félagsskap." sagði
Sigurður Þráinsson kennari í
Garðyrkjuskóla ríkisins. Sigurð-
ur tjáði okkur að þeir væru
aðallega að minna á Garðyrkju-
skólann sem skólastofnun og í
öðru lagi sem tilraunastofnun.
Á innisvæði Garðyrkjuskólans
tók tilraunastarfsemi þeirra
mesta rúmið. Þar voru crysan-
temumgræðlingar sýndir í mis-
munandi ljósi, natríum- og kvika-
silfursljósi. Á svæði skólans utan-
húss gat að líta heimilisgróðurhús
sem þeir höfðu í samvinnu við
garðyrkjubónda. Skólinn hafði
útvegað plötnurnar í húsiö, tó-
mata, paprikur og fleira en fyrir
utan húsið var kryddjurtagarður,
einnig gerður í samvinnu við
garðyrkjubónda.
„Það er erfitt að gera þverskurð
af starfi skólans“ sagði Sigurður,
„en þegar bæði úti- og innisvæðin
eru skoðuð þá held ég að þau gefi
óvenjugóða mynd af því.“
Sýninyarsvœði Garðyrkjuskólans.