Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 Sóknarleikur í öndvegi í 4:4 leik Fram og FH — FH-ingar leiddu 3:0 í leikhléi og höfðu sigurinn tvívegis í hendi sér ÞAÐ VAR MIKIÐ um mörk í loik FII og Fram í Laugardalnum á sunnudagskvöldið og áður en yíjr lauk urðu mörkin 8 talsins, jafntefli varð í leiknum iA. Gangur leiksins var í stuttu máli þannig að í fyrri hálfleik skoruðu FH-ingar 3 mörk og í leikhléi áttu menn ekki von á öðru en stórsigri Ilafnfirðinganna. Framarar voru þó greinilega ekki á sama máli og á fyrstu 20 mfnútum seinni hálfleiksins skoruðu þeir 3 mörk og staðan var orðin jöfn. Er aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum skoruðu FH-ingar enn og aftur töldu menn FH-sigur tryggðan. Framarar voru sem fyrr á öndverðum meiði og á síðustu mínútu leiksins tryggði Kristinn Atlason Fram annað stigið með skallamarki. FH-ingar fengu þarna dýrmætt stig í baráttunni á botninum, en auðvitað hefðu þr átt að vinna þennan leik. Að vera með þriggja marka forystu á að nægja hvaða liði sem er til sigurs. En FH-ingar uggðu ekki að sér, þeir héldu áfram að sækja og vörn þeirra riðlaðist. Framarar halda enn þriðja sætinu í deildinni og jafnteflið var eftir atvikum sann- gjárnt, því að Framliðið var sízt lakari aðilinn í þessum leik ef á heildina er litið. I fyrri hálfleikn- um gerðist það hvort tveggja að Framarar misnotuðu öll sín mark- tækifæri og engin völdun var í vörninni þegar mörkin komu. Ungu ieikmennirnir í liðunum voru mjög atkvæðamiklir í þessum leik. Guðmundur Steinsson, sonur Steins Guðmunsonar, formanns Fram, gerði tvö af mörkum Fram og var síðara markið sérlega giæsilegt hjá þessum efnilega, eldsnögga leikmanni. Pálmi Jóns- son kom inn á sem varamaður hjá FH í leiknum og skoraði fjórða mark liðsins. Áður hafði annar ungu leikmannanna í FH, Guðjón Guðmundsson, skorað og loks var það Kristinn Atlason, sem setti punktinn yfir i-ið með marki á síðustu mínútunni. Leikur Fram og FH var bráð- skemmtilegur á að horfa og oft á tíðum brá fyrir mjög skemmtilegu spili hjá liðunum. Sóknarleikurinn var nokkuð á kostnað varnarinnar, en einkum var það þó sambands- leysi milli miðvarða liðanna, sem skóp mörkin. . . , ... .. , ,, Það hjalpaði heldur ekki upp á sakirnar að tengiliðir liðanna hugsuðu greinilega meira um sóknarhlutverk sín en varnar- hlutverk. MARKASÚPAN Ef litið er á mörkin þá komu þau á eftirfarandi hátt til að gera langa sögu stutta: • Guðmundur Steinsson, nýliði í Framliðinu, skorar þriðja mark Fram og jafnar leikinn með þrumuskoti. 0:1. Ásgeir Arnbjörnsson átti sendingu utan af vinstri kanti, knötturinn fór yfir vörn Fram og markvörð. Janus Guðlaugsson var réttur maður á réttum stað og góður skalli hans sigldí rakleiðis í netið frá markteigslínu. 0:2. Löng sending upp hægri kantinn á Leif Helgason, sem leikur á einn Framara og rennir knettinum síðan fyrir markið á Guðjón Guðmundsson. Þrumuskot hans fór í einn varnarmanna Fram, markvörðurinn var lagður af stað fyrir knöttinn, sem gjör- breytti um stefnu og fór í hornið hinum megin við hann. 0:3. Magnús Teitsson á fyrirgjöf frá hægri og Leifur Helgason var óvaldaður. Fastur skalli hans fór örugglega í netið. 1:3 Pétur Ormslev skorar af stuttu færi eftir skalla frá Guðmundi Hafberg. 2:3. Guðmundur Steinsson kemst á milli sendingar frá Gunnari Bjarnasyni, sem ætluð var Friðrik markverði. Guðmund- ur átti ekki í erfiðleikum með að skora eftir þessi mistök. 3:3. Nýliðinn Guðmundur Steinsson er enn á ferðinni og eftir að hafa leikið inn að marki frá hægri kanti lét hann mikið skot ríða af með vinstri fæti af um 20' metra færi. Knötturinn þaut í markhornið nær upp undir slá. 3:4. Pálmi Jónsson skoraði af FRAM-FH 4:4 Textii Ágúst I. Jónsson Myndi Ragnar Axelsson. stuttu færi eftir mistök hjá Frömurum. 4:4 Langt innkast frá vinstri. Kristinn Atlason stingur sér á milli varnarmanna og skallar knöttinn í þverslá og inn. GÓÐ LIÐ Á GÓÐUM DEGI Hægt væri að telja upp tækifæri í leiknum, sem ekki urðu að mörkum. Pétur Ormslev átti t.d. skot í slá og yfir í fyrri hálfleik og í seinni hálfleiknum komst Ólafur Danivalsson einn innfyrir, en skot hans fór framhjá. Reyndar hafði Ólafur komist framhjá varnar- mönnum Fram skömmu áður, en þá greip Trausti Haraldsson til þess ráðis að grípa í skyrtu hans og snúa Ólaf niður. Fyrir þetta ljóta brot fékk Trausti aðeins gult spjald. Lið Fram og FH geta bæði náð skemmtilegum leikjum, en það sem háir þeim er hversu misjöfn þau eru. Að þessu sinni voru þeir beztir í FH-liðinu Janus Guðlaugs- son, Benedikt Guðbjartsson og Magnús Teitsson. I liði Fram vakti Guðmundur Steinsson mesta athygli undirritaðs, en Pétur Ormslev og Ásgeir Elíasson gerðu einnig góða hluti. Varamennirnir Gunnar Guðmundsson og Pálmi Jónsn frískuðu báðir upp á lið sín. Valur Benediktsson dæmdi leik- inn og flautaði hann helzt ekki í blístru sína nema þegar um innkast eða útspark var að ræða. I stuttu máli, Islandsmótið 1. deild, Launardalsvöllur 13. áKÚst. Fram — FH 4:4 (0:3) Mörk Fram. Pétur Ormslev á 51. mín. Guðmundur Steinsson á 53. og 65. mín. Kristinn Atlason á 5K). mínútu. Mörk FII. Janus Guðlautfsson á 17. mín. Guðjón Guðmundsson á 32. mín., Leifur Hel^ason á 42. mín, Pálmi Jónsson á 88. mínútu. ÁminninK' Trausti Haraldsson, Fram, fékk jfula spjaldið. Blikar eiga nú vonarglætu FYRSTI SIGUR UHK á heimavelli í sumar í 1. deildar leik kom á sunnudaginn er UBK lagði áhugalaust lið ÍBV að velli 2-0. Ekki er hægt að scgja annað en að sigur þeirra hafi verið sanngjarn. liðið lék ágæta knattspyrnu og haráttan var meiri í liði þeirra en oftast áður. Og þá er ekki að sökum að spyrja, allt gengur betur þegar áhuginn er fyrir hendi. Með þessum sigri UBK í deildinni auka þeir möguleika sína á að falla ekki þó svo það sé frekar langsótt að ætla að þeir sleppi við fall. Leikurinn á sunnudag var ekki sérlega vel leikinn hjá liðunum og virtust Eyjamenn vera frekar áhugalitlir, og sama um hver úrslit leiksins yrðu. Einstaka sinnum brá fyrir sæmilegum leikköflum hjá liðunum en þess á milli var mikið um miðjuþóf og sendingar gegu á milli. Blikarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á upp- hafsminútum leiksins áttu þeir tvö ágæt marktækifæri en Páll Pálmason var vel á verði og bjargaði. Framan af skiptust liðin á að sækja og skapa sér tækifæri en fá þeirra voru hættu- leg. Á 20. minútu fyrri hálfleiksins áttu Eyjamenn sitt bezta mark- tækifæri, er Tómas Pálsson var komin í gegn og skaut af mark- teig. en Sveinn Skúlason mark- vörður UBK var eldsnöggur að kasta sér og verja meistaralega vel. Þarna fór forgörðum gott tækifæri á að ná forystu en lánið var ekki með Tómasi að þessu sinni. Fyrsta mark leiksins og það eina sem skorað var í fyrri hálfleik kom á 39. mínútu. Óskar Valtýsson var með knöttinn og í stað þess að hreinsa frá markinu UBK —JBV 2:0 Textii Þórarinn Ragnarsson | . Mynd. Ragnar Axelsson gaf hann knöttinn til baka og ekki tókst betur til en svo að knötturinn hrökk á Sigurjón Rannversson sem var á auðum sjó og brunaði hann að markinu og skoraði örugglega framhjá út- hlaupandi markverði íbv. Var þetta laglega gert hjá Sigurjóni. Þannig var staðan í leikhléi. í siðari hálfleik sóttu Eyja- menn öllu meira til að byrja með en sköpuðu sér ekki nein tæki- færi. Var spil þeirra of þröngt og brciddin ekki notuð nægilega vel. Á 58. minútu leiksins kemur svo annað markið. Eftir að mikið hafði verið sparkað'inni í vítateig ÍBV-manna á milli myndaðist þvaga og svo virtist sem Þór Hreiðarssyni leiddist þófið, því að hann tók af skarið og prjónaði sig í gegn um hóp leikmanna lék síðast á markvörðinn og rcnndi knettinum yfir marklinuna af stuttu færi. 2—0 fyrir UBK. Eftir markið reyndu Evjamenn að sækja sig en lítil samstaða virtist vera og hvorki gekk né rak. Blikarnir áttu hins vegar ágæta spretti og tvívegis var Sigurður Haraldsson f ágætu færi en tókst ekki að nýta þau sem skyldi. Þó skall hurð nærri hælum er góður skalli hans fór rétt utan við stöngina. Þá varði Páll mjög vel gott skot frá honum stuttu síðar. í lok leiksins átti Tómas ágætis markskot sem sleikti stöngina utanverða. Var þctta eina skotið sem skapaði einhverja hættu við mark UBK. í liði UBK áttu markvörðurinn Sveinn Skúlason og Þór Hreiðars- son beztan leik. Þá brá fyrir góðum sprettum hjá Vigni og Hinrik i framliunni. Hjá ÍBV var og enginn einn öðrum fremri, liðið f heild virkaði áhugalaust og baráttan var f lágmarki. Það skyldi þó aldrei vera að þeir hafi verið búnir að vinna leikinn áður en farið var inn á völlinn. Slfkt kann ekki góðri lukku að stýra. í STUTTU MÁLI. hópaviiKsviillur 13. áxúst íslandsmútift 1. doild l)BK - ÍBV 2-0 (1-0) Mörk UBK. SÍKurjón Rannvcrsson á 39. mínútu ojí I>ór HrciAarsson á 58. mínútu. ÁminninK- Fnjfinn. Ahorícndur 355. —— • Sjaldgæf sjón í sumar. Breiðabliksmenn fagna marki og sigri í leiknum við Vestmannaeyinga. Sveinn Ottósson og Sigurjón Rannversson. 'I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.