Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1978 10 Rekstraraðilar og starfsmenn Hlustað á naflastreng Um Skúlasötu 4 lÍBSur naflastrenKur veikburða tónlistarlífs okkar annars vegar ok vaknandi menninsarþjóðar hins vcgar. í samskiptum tónlistarmanna við þennan streng, sem eins og allir naflastrengir er einokandi, ráðast örlög. Við annan enda hans situr þrímennt æðstaráð, yfirstjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands, og fjölmennar fylginefndir. en við hinn endann sá hluti þjóðarinnar sem hlustar á Útvarpið. Naflastrengurinn flytur að sjálfsögðu sannieikann og allan sannleikann. eða leitast við að gera það. enda fer ekkert um hann nema samþykki æðstaráðs og fylginefnda komi til. Enginn fær að syngja lagið sitt í naflastrenginn nema að fenginni blessun æðstaráðs og fylginefnda. Til þess arna greiða skattborgarar starfsmönnum Útvarpsins laun, eins og gefur að skilja. En sagan er aðeins hálfnuð þótt ótrúlegt megi virðast. Enginn fær að vinna sér fyrir brauði á vegum Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem einnig er cinokandi, hvorki söngvarar, hljóðfæra- leikarar, stjórnendur né tónskáld nema Skúlagata fjögur kinki kolli. Enginn fær að stíga á fjöl í Háskólahi'ói, sem er tónleikamiðstöð íslands, nema fyrir tilstilli Útvarpsmanna. Jafnvel óperusýningar í Þjóðleikhúsi og önnur söngmót standa og falla mcð þessum ágætu mönnum. Ofan á bein völd æðstaráðs og fylginefnda allra bætast þau sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfar umfangsmikilla embætta. Enda rembast allir við að tolla í náðinni af lífshagsmunaástæðum. Einungis Molierískir mannhatarar húka utangarðs og naga njóla eða handarbök. Þessi miðstjórn tónlistarlífs okkar hefur af mannlegum ástæðum notið friðhelgi gagnrýnenda, sem eiga sjálfir, hvort heldur þeir eru tónskáld. hljóðfæraleikarar, eða stjórnendur útvarpsþátta, kóra eða hljómsveita, of mikilla hagsmuna að gæta til að toga í skottið á þessu yfirleitt meinhæga ljóni. Á viðtali því sem nú birtist cr að sjá sem Útvarpsmönnum, bæði þeim er stjórna stofnuninni og hinna sem sinna almennum störfum. verði á stundum fótaskortur á gljápússuðum rangölum Skúlagötu 4. Varla er við öðru að búast. Jafnvel ríkisstjórnendur og menningarfrömuðir verða að bíta í það súra epli af og til. Ekki er hér um að ræða meiri háttar byltur á Útvarpsgöngum, en þó svo háværar að okkur hlýtur að bera siðferðileg skylda til að leggja við hlustir. Með slíkum hlerunum er að sjálfsögðu ekki verið að vega að því sem vel hefur verið gert bæði fyrr og síðar, þvert í mót. heldur aðeins verið að gefa skattgreiðcndum einhverja hugmynd um hvernig fé þeirra er varið. Eitt af útihúum útvarpsins verður hér til umræðu. Sinfóníuhljómsveit Islands. Blaðamaður efndi til fundar með fráfarandi formanni og varaformanni Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar íslands, þeim Gunnari Egilssyni og Sigurði Ingva Snorrasyni, og framkvæmdastjóra hijómsveitarinnar og tónlistarstjóra Útvarps, Sigurði Björnssyni og Þorsteini Hannessyni. Þessum mönnum íærir undirritaður bestu þakkir fyrir fróðlegt spjall. Fyrir fjórmenningana voru lagðar spurningar sem var ætlað að varpa ljósi á starfsháttu hljómsveitarinnar. Um samband rekstraraðila hljómsveitarinnar BLM. Teljið þið að rekstrarform það, sem tíðkast hefur undanfarna áratugi, sé það ákjósanlegasta. þ.e. að riki, borg og rikisútvarp standi að fjárveitingum til hljómsveitar- innar? Sigurður B.i Það hefur kosti og galla. Ég teldi heppilegra að hljómsveitin væri rekin líkt og Þjóðleikhúsið. Það er það einn maður sem stjórnar, en ekki margir. Hann stendur og fellur með sínu starfi. Þetta tíðkast núorðið erlendis. Gunnar. Rekstrarformið er ekki það ákjósanlegasta. Hljóm- sveitin ætti að vera ríkisrekin iíkt og t.d. Þjóðleikhúsið og Háskólinn, enda er S.í. æðsta tónlistarstofnun þjóðarinnar. Sem stendur geta rekstraraðilar S.í. hætt aðild ef fjárhagsörðug- leikar koma til. Þar með væri rekstrargrundvöllur brostinn. Auk þess yrði ríkisrekin hljóm- sveit mun virkari í menningar- lífi þjóðarinnar. Það er vert að gefa tillögu Sigurðar um „ein- vald“ gaum. Sigurður I.t Ég tek undir orð Gunnars. Hins vegar er það rangt sem framkvæmdastjórinn gaf í skyn áður að „einvaldar" réðu fyrir erlendum hljómsveit- um. Það er algengt erlendis að rekstraraðilar séu fleiri en einn. Hlutverk framkvæmdastjóra ’er þá hið sama og hér heima. Sigurður B.i Ég vil aðeins víkja að þessari athugasemd nafna míns. Það er rétt að það hefur verið reynt erlendis að hafa fjölmennar framkvæmda- stjórnir hljómsveita. En flestir hafa nú horfið frá þeirri tilhög- un og fela einum manni allan rekstur. Sigurður I,i Ég fullyrði að fjölmennar framkvæmdastjórn- ir tíðkist erlendis, en er þó ekki þar með að segja áð ég sé hlynntur því fyrirkomulagi hér. Þvert á móti. Sinfóníuhljóm- sveit íslands ætti að vera í höndum eins góðs framkvæmda- stjóra, en ekki vera leiksoppur skrifstofubáknsins. Ég er því sammála framkvæmdastjóran- um hvað þetta áhrærir. Þorsteinn. Á meðan ríkisút- varpið, Reykjavíkurborg, ríki, og sveitarfélög í þéttbýlinu við Faxaflóa hafa ekki bolmagn einslega til að reka hljómsveit, finnst mér núverandi rekstrar- fyrirkomulag útvarps, borgar og ríkis eðlilegt. Það er einnig eðlilegt að rekstraraðilar vilji hafa hönd í bagga um daglegan rekstur. Það eina sem orkar tvímælis er það hvort rétt sé að fela ríkisútvarpinu fram- kvæmadahliðina. Að „einvald- ur“ ráði fyrir hljómsveitinni miðað við núverandi rekstarfyrirkomulag er fráleitt. Yfirstjórn hljómsveitarinnar, sem er skipuð fulltrúum rekstraraðila, markar stefnu. Það er hlutverk framkvæmda: stjóra að framfylgja henni. (I yfirstjórn eiga sæti 3 fulltrúar frá útvarpi, eínn frá borg, enginn frá ríki. ath. G.E.) BLM. Má skilja orð fram- kvæmdastjórans þannig, að honum finnist hann ekki hafa nægileg völd miðað við yfir- stjórn hljómsveitarinnar? Sigurður B.i Ég svara þessu játandi. Ef ég fengi að ráða væri hljómsveitin rekin á annan hátt. BLM. Hvernig þá? Sigurður B,. Ég er ekki tilbúinn að svara því fyrirvara- laust. BLM. Ertu einnig að gefa í skyn að þú verðir að taka á þig gagnrýni sem yfirstjórn hljóm- sveitarinnar ætti fremur skil- ið? Sigurður B.i Ég svara þessu einnig játandi. Þorsteinn. Ef framkvæmda- stjóranum finnst hann ekki hafa næg völd, er það einfaldlega af því að stjórn hljómsveitarinnar hefur það ekki heldur. Hljóm- sveitin er bara til sem sam- komulag milli þriggja rekstrar- aðila, og það frá ári til árs. Ef Sigurður vill meiri völd, verður það að gerast með lögum frá Alþingi um hljómsveitina. Fast rekstrarfyrirkomulag kemst ekki á fyrr. Gunnar. Þetta rennir stoðum undir þá skoðun mína að ríkið eigi að vera eini rekstraraðilinn. Núverandi rekstraraðilar og aðrir gætu eftir sem áður notið eða keypt þjónustu hljómsveit- arinnar. Slíkar greiðslur rynnu þá í sjóð hljómsveitarinnar, eða í ríkissjóð. Um samband rekstraraðila og starfsmanna S.I. BLM. Hvað er um samhand rekstraraðila og starfsmanna S.í. að segja? Er það gott eður slæmt? Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Gunnar. Ég held að yfirleitt sé gott samstarf í nefndum þeim er annast rekstur hljómsveitar- innar. BLM. Hvaða nefndir eru það? Sigurður I.i Það eru starfs- mannanefnd, verkefnavalsnefnd og svo yfirstjórn hljómsveitar- innar. Starfsmenn hljómsveit- arinnar kjósa árlega fimm fulltrúa í starfsmannanefnd. Þessi nefnd hefur hins vegar aðgang að yfirstjórn hljómsveit- arinnar, en hana skipa: Þor- steinn Hannesson, tónlistar- stjóri Útvarps, Ólafur B. Thors fulltrúi borgarráðs, Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri Útvarps, og formaður nefndar- innar Andrés Björnsson Útvarpsstjóri. Starfsmanna- nefnd og yfirstjórn hljómsveit- arinnar geta hvor um sig óskað eftir fundum þegar þurfa þykir. Einnig er til verkefnavalsnefnd. Hana skipa Þorsteinn Hannes- son, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, konsertmeistar- arnir báðir, þau Guðný Guð- mundsdóttir og Jón Sen, Páll P. Pálsson fastráðinn stjórnandi hljómsveitarinnar, og Sigurður I. Snorrason, sem kosinn var fulltrúi hljómsveitarinnar í nefnd þessa. Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri á að sjálf- UM SINFÓNIU- HLJÓMSVEIT ÍSLANDS Fyrsta grein sögðu einnig sæti í verkefna- valsnefnd. Starf nefndarinnar er viðamikið; spannar jafnt listrænar sem hversdagslegar ákvarðanir. BLM. Hvað um starfshætti yfirstjórnar? Þorsteinn. Yfirstjórnin hitt- ist á miðvikudögum þegar þurfa þykir. Sökum þess að Utvarpinu hefur verið falið að reka hljóm- sveitina frá degi til dags eru fulltrúar þess þrír í yfirstjórn, eins og áður segir, en einn fyrir hönd hinna rekstraraðilanna. Ríkið hefur framselt vald sitt sem rekstraraðili í hendur Útvarpsins. Útvarpið hefur svo íaftur menntamálaráðuneytið yfir sér. BLM. Ríkir lýðræði í starfs- háttum þessara nefnda? Þorsteinn. Það hefur enginn meira vald en annar. Menn komast yfirleitt að sameigin- legri niðurstöðu í flestum mál- um. Ef alvarlegur ágreiningur kemur upp er honum vísað til yfirstjórnar. Sigurður B.i Samstarf mitt við hljóðfæraleikarana er mjög gott. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Gunnar. Þótt starfsemi þess- ara nefnda gangi yfirleitt snurðulaust fyrir sig, get ég ekki látið hjá líða að minnast á stórmál þar sem óskir hljóð- færaleikarannna voru gjörsam- lega sniðgengnar. Það var í sambandi við undirbúning nýrra laga um S.í. í haust sem leið ... Þorsteinn. Það er mál ráðuneyt- isins. Gunnar. Ég tel þó að yfir- stjórn hljómsveitarinnar hefði átt að gæta hagsmuna hljóð- færaleikaranna, sem hún gerði ekki. Skipuð var fimm manna nefnd til að vinna frumvarps- gerð til laga um S.í, en okkur hljóðfæraleikurunum haldið al- veg frá þeim undirbúningi. Og jafnvel þótt við æsktum þess að fá að fylgjast með gangi mála var þvertekið fyrir það. Það var ekki fyrr en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi að við litum það augum. Sem betur fer „sofnaði" frumvarpið í þingsölum, ella hefði hljómsveitin gert það! BLM. Ilver í skrifstofu- bákninu stóð í vegi fyrir svo sjálfsagðri málaleitan? Gunnar. Ég vil ekki benda á neinn sérstakan. Hins vegar tel ég að yfirstjórn hljómsveitar- innar hafi þarna brugðist hlut- verki sínu eins og áður sagði. Þorsteinn. Eg vil aðeins benda á, að yfirstjórn hljóm- sveitarinnar getur ekki gefið ráðherra fyrirmæli, en ráðherra er það hins vegar í sjálfsvald sett að gefa yfirstjórninni fyrir- mæli. Ég vísa því þessari gagnrýni til Menntamálaráðu- neytisins. Gunnar. Við gerð þessa frum- varre voru ýmsir menn kallaðir til ftðstoðar, án þess þó að þeir ættu sæti í laganefndinni. Við vorum hins vegar aldrei kallaðir fyrir. Það þúrfti ekki samþykki ráðherra til þess að koma því í kring — síður en svo. Yfirstjórn hljómsveitarinnar hefði átt að sjá til þess að við værum boðaðir á a.m.k. einn fund! Sigurður I,. Ég vil taka það fram að enn þann dag í dag hefur starfsmannafélagi hljóm- sveitarinnar ekki verið sent eintak af þessu frumvarpi til umsagnar, né heldur stéttar- félagi hljómlistarmanna. Hlustáð á naflastreng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.