Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1978 Sprengja banar einum í Teheran Sólar- landa- ferðir hækkaí Noregi Osló. I I. ágílst. Al\ NORSKAR feröaskrifstofur munu í vetur bjóða 30 til iOc/r dýrari hópfcrðir til suður-Evrópu cn í fyrravetur. ef marka má ferðaáætlun þeirra fyrir vetur- inn. sem út kom fyrir skömmu. Mest er verðhækkunin á ferðum til Spánar, Majorca og Kanaríeyja, en þangað hafa flestir Norðmenn farið yfir vetrartímann. Sé ferða- áætiun ferðaskrifstofanna grand- skoðuð kemur í ljós að sumar tveggja vikna ferðir til Knaríeyja eru meira en 40% dýrari í vetur en í fyrravetur. Ferðaskrifstofa nokkur, sem hingað til hefur boðið tveggja vikna ferðir á jafnvirði 117.000 króna, hyggst í vetur hækka verðið í þessari sömu ferð upp í 195.000 krónur. Ástæður fyrir þessum hækkun- um eru sagðar margar og má nefna meðal þeirra að norska ríkisstjórnin ákvað nýlega að leggja aukaskatt á allar vetrar- sólarlandaferðir og nemur skatt- urinn jafnvirði 5,700 króna. Þá hefur hótelgisting á Spáni einnig hækkað nokkuð í verði og verð- bólgan í Noregi og almennar launahækkanir þar í landi spila einnig inn í. í fyrra fóru 200.000 Norðmenn til Spánar, Majorca og Kanaríeyja og fyrstu sex mánuði þessa árs jókst ferðastraumurinn til suður- landa um 24% Tt hcran. íran. 11. áliíi'I. AP. SPRENGJA sprakk á veitinga- stað í Tcheran á sunnudagskviild með þeim afieiðingum að maður- inn, sem hafði hana meðferðis í svörtum plastpoka. lét lífið en 45 særðust. Hinn látni var íranskur. Hersveitir eru stöðugt á verði í þremur stærstu borgum Iran og fjölda bæja, þar sem a.m.k. tólf hafa látið lífið, þrjú hundruð særzt og hundruð manna hafa verið handteknir frá því að óeirðirnar hófust að nýju í síðustu viku. í borginni Isfahan hefur verið ríkjandi útgöngubann og herlög voru sett í s.l. mánuði en sex manns létu lífið í óeirðum á föstudag og sextíu og sex særðust. í Teheran var allt með fremur kyrrum kjörum á mánudag og lögreglan taldi ekki ástæðu til að setja á útgöngubann. Flestir uppreisnarmannanna í Teheran, Isfahan, Shiraz og fjölda smærri borga eru íhaldssamir múhameðstrúarmenn sem vilja að hinni ströngu löggjöf múhameðs- trúarmanna verði komið á að nýju, konum verði vikið á brott úr æðri menntasetrum, áfengisverzlunum verði lokað og hert verði eftirlit með leikhússýningum og sjón- varpsdagskrá. Þá eru uppreisnar- mennirnir andvígir nýjum reglum sem Iranskeisari, Reza Pahlavi, hefur komið á, um jafnrétti kynjanna og aukið trúfrelsi. Stjórnvöld í íran segja marxista æsa múhameðstrúarmenn til að- gerða gegn keisaranum og stjórn hans. Af gestum þeim er særðust á veitingastaðnum á sunnudags- kvöld voru a.m.k. tíu Bandaríkja- menn en enginn þeirra særðist alvarlega. Um tuttugu manns voru þó enn á sjúkrahúsum í dag, flestir alvarlega særðir. S Fyrsti páfinn sem jarðaður er á þessari öld — hinir hvfla í steingröfum \ alihanifl. 12. ágiiM. \I\ Kcutrr. Milljónatugir manna um heim allan fylgdust með útför Páls páfa í sjónvarpi síðastlið- inn laugardag og 100.000 manns heiðruðu minningu lát- ins leiðtoga með nærveru sinni á Sankti-Péturs torgi í blíð- skaparveðri. þar sem Páli páfa var m.a. lýst sem „sönnum boðbera friðar". Fjölmennt lið vopnaðra og óvopnaðra liigreglumanna var einnig við- statt útförina til verndar þeim fjölmörgu fyrirmönnum hvaða- næva að út heiminum. sem viðstaddir voru. en meðal þeirra voru Kurt Waldheim franikvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Rusalynn Carter forsetafrú Bandaríkjanna og Andreotti forsætisráðherra Ítalíu. Kista Páls, einföld kista úr sýprusviði, lá á persnesku teppi framan við altarið, sem klætt var hvítum dúk, og skreytt örfáum kertum að ósk páfa. Aftan og framan við altarið sátu svo rúmlega eitt hundrað kardínálar í viðhafnarklæðum. Páll páfi var jarðaður í kapellu undir altari Sankti-Pét- urs kirkjunnar og voru aðeins örfáir kirkjunnar menn, kardínálar og nokkrir embættis- menn Vatíkansins, viðstaddir greftrunina og var það einnig að ósk Páls. Verkamenn úr Vatíkaninu tóku gröfina. Páll páfi er einasti páfi þessarar aldar, sem hefur verið jarðaður, hinir hvíla í steingröfum. Þegar athöfninní lauk og kista páfa var borin til greftrun- ar stóð mannfjöldinn upp og margir veifuðu hvítum klútum sem hinztu kveðju til látins leiðtoga. Öllum háttsettum kirkjunnar mönnum kom saman um, er þeir voru spurðir, að athöfnin hafi í senn verið látlaus og virðuleg og í anda Páls páfa. Símamynd AP Tvær nunnur og óþekktur syrgjandi Páls páfa biðja honum blessunar í Sankti-Péturs kirkjunni í Róm. Myndin var tekin á laugardagsmorgun áður en útför páfa var gerð. Alltaf fell- ur dollarinn l.ondnn. 11. áttúst. Keutrr. BANDARÍKJADOLLAR féll enn í verði í dag og gullverð hækkaði mjög, er gjaldeyrirbraskarar flýttu sér að skipta gjaldeyri sínum í eðalmálminn. Dollarinn hresstist aðeins við, er tilkynnt var að gaslindir hefðu fundizt út af ströndum Bandaríkjanna, en f.vrr en varði tók hann aftur að falla í verði. Ráðherra utanríkisviðskipta í Japan, Nobuhiko Ushiba, sagði í viðtali við Reuter í dag, að Bandaríkjastjórn yrði að taka fall dollarans fastari tökum, ellegar gæti fallið haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. I London var verð gulls skráð í morgun á 212.25 dollara en hækk- aði er á daginn leið og var er gjaldeyrismörkuðum var lokað skráð á 214.60 dollara únsan. í Tókýó hélt dollarinn enn áfram að falla og var skráður á 194.80 yen við lokun. I Evrópu féll dollarinn gagnvart öllum helztu gjaldmiðlunum, en þó einkanlega á móti svissneska frankanum. Gaslindirnar, sem tilkynnt var að hefðu fundizt, fundust út af strönd New Jersey og Texaco olíufyrirtækið, sem á 31% af svæðinu, sagði að fundurinn vekti bjartar vonir. Rússar segja Vestur-Berlín ekki v-þýzka YesturBerlín. 15. ágúst. Reuter. SOVÉTMENN hafa varað við því að þátttaka Vestur-Berlínar í atkvæðagreiðslu til Evrópúþings, brjóti í bága við Berlínarsam- komulag fjórveldanna, Sovétríkj- anna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, frá 1971. Halda Sovétmenn því fram að Vest- ur-Berlín sé ekki hluti af Vest- ur-Þýzkalandi. Christina í Moskvu Aþrnu. 11. áxúst. AP. CHRISTINA Onassis flaug til Moskvu í dag með rússneska flugfélaginu Aeroflot, að sögn starfsmanna á alþjóðlega flugvell- inum í Aþenu. Til Moskvu hefur hún sýnilega farið í þeim tilgangi að hitta eiginmann sinn, Rússann Sergei Kauzov, en þau hafa verið gift í tvær vikur og þar af aðskilin í meira en viku og hafa verið uppi sögusagnir um væntanlegan skiln- að þeirra. Neitað um fararleyfi til Moskvu Óh|«. | |. áiííi>t. Kciitcr. FJÓRUM norskum blaðamönnum hefur verið neitað um fararleyfi til Moskvu, þar sem þeir ætluðu að fylgjast með umræðum fulltrúa landanna tveggja um sjávarút- vegsmál, sem hefjast í dag. Opinber ástæða fyrir synjun þessari var sú, að opinber stofnun, sem sér um að útvega ferðamönn- um hótelrými, kvaðst ekki sjá sér fært að útvega mönnunum fjórum herbergi. Aðstoðarráð- herra saknað Ajíana, (luam 11. ánúst. Reuter. FLUGVÉL í eigu bandaríska sjóhersins af gerðinni C-II hrapaði í dag í sjóinn út af strönd Guam. Um borð í vélinni voru 30 farþegar og þar á meðal James Joseph aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Síðast þegar frétt- ist hafði einn maður fundizt lifandi, en leit að hinum var haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.