Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1978 33 I3 /•N VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MANUDEGI og rekja má til malarveganna. Allur akstur á vegum með varan- legu slitlagi verður átakaminni og þótt ekið sé þar eitthvað hraðara en á malarvegum skiptir það ekki máli, því þessir vegir eru bara miklu öruggari. Það þykir ekki mikill hraði að aka á kannski 70—80 á olíumalarvegum og væri vel hægt að leyfa allt að 90 km hraða á þeim, a.m.k. að sumarlagi, því á þessum vegum er jafnvel oft ekið á þessum hraða. Annað þyrfti einnig að setja reglur um, en það er lágmarkshraði, því það er oft jafnhættulegt að aka hægt eins og að aka hratt. Ökumaður sem ekur á 50—60 á steyptum eða olíumal- arvegum veldur því að allir aðrir þurfa að aka framúr og það getur verið stórhættulegt, menn verða óþolinmóðir og taka áhættu, sem þeir annars ekki gerðu fengju þeir að aka áfram „óáreittir" á sínum 80—90 km hraða. Lágmarksöku- hraði á þessum vegum þyrfti því að vera 60 og jafnvel 70 km á klst. ef vel á að vera. Bílar eru orðnir mun betur útbúnir en áður var, öryggiskröfur orðnar meiri og því ætti ekki að vera um neina áhættu að ræða. Þessi pistill er sjálfsagt orðinn lengri en góðu hófi gegnir, en mig langar að~~minna á og leggja áherzlu á að á næstu mjög fáum árum verði lögð öll áherzla á varanlega vegi. Halda verður áfram með lagningu olíumalar austur fyrir fjall og fara lengra með veginn upp í Hvalfjörð. Nefna má einnig að þeir sem búa úti á landi vilja að hafin verði lagning varanlegs slitlags út frá kaup- stöðunum, t.d. frá Akureyri, Egils- stöðum, Isafirði og víðar. Það á ekki endilega alltaf allt að byrja í Reykjavík. Yrði þetta gert í meira mæli en talað hefur verið um, kæmi fram mun meiri byggða- stefna en nokkurn tíma og kæmi hún vissulega öllum til góða þegar fram í sækti. Ökumaður“. Nýtt Nýtt Blússur frá ítalíu og Þýzkalandi. Glæsilegt úrval. Glugginn Laugavegi 49. Þessir hringdu . . . • Betri textar Ung kona, sem sagðist vera mikið fyrir popptónlist, sagði að sér fyndist textum hafa farið aftur nú á síðari árum, eða að hennar viðhorf hefðu breytzt frá því hún var yngri. Sagði hún það vera skoðun sína að hljómsveitir þyrftu að vanda vel til texta, ekki sízt þeirra sem sungnir væru á ís- lenzku, það væri minna hægt að fást um þá erlendu texta sem aðrir settu saman. Vildi hún hvetja innlenda textahöfunda til að taka sig á og vanda vel til texta, því að þeir væru vissulega það mikill hluti af flutningi hljómsveitanna að þeir mættu engan veginn vera annars flokks og það yrði að leggja mikla áherzlu á að vanda þá. • Símatíminn Velvakandi vill vekja athygli lesenda á símatímanum, sem er daglega kl. 10—11 f.h. frá mánu- degi til föstudags. Þá geta menn hringt og borið upp erindi sín, sem þeir vilja koma á framfæri, ábendingum, hugmyndum, kvörtunum eða þökkum fyrir eitthvað sem þeir telja þakkarvert o.s.frv. Ekki er nauðsynlegt að búið sé að skrifa það sem koma skal á framfæri, nóg er að geta um hvert málefnið er. Þeir sem hafa hins vegar tilbúinn pistil geta lesið hann upp og verður hann þá birtur orðréttur. Sem fyrr er nauðsynlegt að viðmælendur geti nafns síns, en óskum um nafnleynd er sinnt sé þess eindregið óskað, en slíkt er alfarið á ábyrgð ritstjóra og verður því að vera innan ramma meiðyrðalöggjafarinnar. En skemmtilegast er þegar fólk skrif- ar undir fullu nafni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í V-Þýzkalandi í ár "kom þessi stað upp í skák þeirra M. Fischers, sem hafði hvítt og átti leik, og Götz 23. Rg5! (Hótar bæði 24. Rxf7+ og 24. Bxf6+) Hg7 24. Bxf6 - Dd7 25. Dh5 — Rh7 26. Dxh6 og svartur gafst upp, því að hann er mát í næsta leik. HÖGNI HREKKVÍSI i ji i i n í n „Varstu að hugsa um að strjúka í kvöld?“ EMCO BS-2 BANDSÖG verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5. HAFNARFIRÐI. SIMI 53332 POLSKI F/AT Aðeins kr. 1815.000 KOMINN Á GÖTUNA MEÐ RYÐVÖRN OG ÖLLU TILHEYRANDI TIL AFGREIÐSLU STRAX. TIL ÖRYRKJA KR. 1.395.000. FÍAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.