Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 33 Æ V ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI • Af hverju ekki sjórall? Ágæti Velvakandii „Eg get ekki orða bundizt yfir því að lítið sem ekkert hefi ég getað séð í stærsta og útbreiddasta blaði landsins, Morgunblaðinu, sagt frá viðburði sem átti sér stað hér á landi fyrir stuttu, og vakti greinilega þjóðarathygli og tíma- rit erlendis, bæði austan hafs og vestan, sáu ástæðu til að rita um. Þessi atburður var sjórall um- hverfis Islands. Ég sagði að þetta hafi vakið þjóðarathygli, þá skoðun byggi ég á þeim móttökum, sem starfsmenn og keppendur fengu í hverri höfn, sem þeir komu í úti á landi að þeirra eigin sögn. Heyrt hefi ég að t.d. hafi hver einasti maður, er vettlingi gat valdið mætt niður á bryggju í einu sjávarplássinu er von var á bátunum þangað. Enn fremur vil ég benda á að er fyrstu bátarnir komu til Reykjavíkur að hring- ferðinni lokinni var óslitin bílaröð og fólksmergð frá Laugarnestanga og út undir Gróttu, ekki var þetta fólk að horfa á sólsetur, því þoka lá yfir flóanum að þessu sinni. Nei, það beið eftir bátunum og það greinilega með mikilli eftirvænt- ingu. Margar tölur hafa verið nefndar í sambandi við fólksfjöldann, sem beið, hafa þær verið frá 8 þús. til allt að 20 þús. manns og allt þar á milli. Margir hafa undrazt og hneyksl- azt á að stærsta blað landsins skuli svo gott sem þegja þunnu hljóði, birti ekki einu sinni úrslit keppninnar. Hvað er hér á seyði? Er blaðið að slitna úr tengslum við fólkið sem les það, eða eru hér einhver önnur sjónarmið sem ráða og við almennir lesendur Morgunblaðs- ins vitum ekki hver eru? Með þökk fyrir birtinguna. Arnar Guðmundsson 0451-0208“. Þessir hringdu . . . Enn um áfengiskaup Örn Guðmundsson. Ég sá í Valvakanda að kona var að tala um áfengiskaup unglinga. Ég vil breyta löggjöfinni og fjölga áfengisútsölum og lækka aldurinn niður í 17 ár þannig að unglingarnir geti sjálfir keypt sér áfengi. Það tel ég að spari lögreglunni vinnu og það geri allt mun auðveldara í sambandi við löggæzlu. Ég tel einnig að því fyrr sem unglingar byrji að drekka því fyrr hætti þeir. Svo vil ég bæta því við í lokin að ég er meðfylgjandi því að bjór verði leyfður hér á landi. • Sprengisandur Kjölur S.J.. Ég fór með Norðurleið yfir Sprengisand og Kjöl hér um daginn. Ég hef aldrei nokkurn tímann haft eins góðan leiðsögu- mann og þá. Trausti hét hann og var frásögn hans svo litrík og aðgengileg. Ég vildi gjarnan benda fólki á þessa leið þótt að stutt sé eftir af sumrinu, þessi ferð var SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Esbjerg í Danmörku í sumar kom þessi staða upp í skák ungverska stórmeistarans Forintosar, og Danans Jens Kristiansens, sem hafði svart og átti leik. 43. - Hxh4!, 44. Kxh4 - Dd8 og Forintos gafst upp. Lokin gætu orðið: 45. Hxf7+ — Rxf7+, 46. Kg3 — Dg5+ og hvítur tapar a.m.k. manni. alveg einstök í sinni röð. Mér fannst hún í fyrstunni svolítið dýr en sú skoðun breyttist er ég fór að hugsa um hvað bensínið er orðið dýrt. • Mistök Kristján Kristjánsson hringdi í Velvakanda og sagði okkur að rangt hefði verið farið með nafn umboðsfyrirtækis fúavarnarefnis- ins Pínótex. Það væri ekki Virkni h.f. heldur væri það Nathan og Olsen. Velvakandi hafði því sam- band við Nathan og Olsen og tjáðu þeir okkur að Pínótex væri fram- leitt af fyrirtæki sem Nathan og Olsen hefðu einkarétt til umboðs- sölu fyrir og hefðu haft það í 30 ár. Við biðjumst velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Kæri Velvakandi. Ég er sjómaður sem er hættur að vinna og' ég var í Reykjavík 1933 (beið skipbrot með S.T. Sicyon). Á þeim tíma voru seldar sígarettur og voru myndir af íslenzkum fiskiskipum utan á pökkunum. Ég safna límmiðum utan af sígarettupökkum og hef það að áhugamáli. Ef að einhverjir þeir sem lesa þetta geta látið mig fá límmiða með íslenzkum fiski- skipum mun ég láta þá fá í staðinn nokkra brezka, þýska og belgíska límmiða ef þeir vilja það. Ég á nú þegar um 400 tegundir. Henri West 44 College St. Cleethospes Lincs DN 35 8 BW England. HÖGNI HREKKVÍSI ,Ég vissi ekki að Palli væri með hárkollu!“ MANNI OG KONNA Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYK JAVIK • SÍMI 20680 TELEX 2307 Plötusmiðir óskast Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680. MANNi HELDUROU Af) LÖOGAN SÉ VOND NEI.NEÍ. EN HÚN VERDUR SVAKAVOND EF HAOUR BRÝTUfUÖGlN ------v— Utgerdarmenn skipstjórar! Plasteinangrun h/f á Akureyri, framleiðir nú trollkúlur. Vönduð íslenzk framleiðsla á góöu verði. Hafió samband vió einhvern eftirtal- inna veiðarfærasala: Á Akureyri: Heildverzlunina Eyfjörð h/f — Skipaþjónustuna h/f Á ísafirði: Sandfell h/f, Umboðs og heild- verzlun í Reykjavík: Kr. Ó. Skagfjörð h/f — Landssamband ísl. útvegsmanna - — Seifh/f — Sjávarafurðadeild Sambandsins — Þ. Skaftason h/f. Plasteinangrun hf. .. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU HAGTRYGGING HF áf!,, ÚTSKÝRIÐ FYRIR BÖRNUM TILGANG LÖGREGLUÞJÓNSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.