Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1978, Blaðsíða 36
Verzlið f eérverzlun með litMjónvörp og hljómtaeki? l^BÚÐIN SkiphoíTTl9, sími 29800 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1978 Tjónið metið á 50 millj. kr. — Húsið Við suðurhöfnina í Hafnarfirði. Á bryggjunni er verið að selja nýjan fisk við bátshlið. Ljósmynd Snorri Snorrason. tryggt á LJÓST er að fjárhagslegt tjón ibúa Reykhóla og nágrenni er mjög mikið vegna brunans sem kom upp i skólahúsinu þar fyrir Bretar ræða við L.Í.Ú. um fisksölumál FJORIR brezkir fiskumboðsmenn eru nú staddir á Islandi ásamt Jóni Olgeirssyni ræðismanni og aðalum- boðsmanni ísl. fiskiskipa í Bretlandi. Ræða Bretarnir í dag við forráða- menn Landssambands ísl. útvegs- manna, ásamt Jóni. Sem kunnugt er hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið um, að íslenzk skip selji fisk í Bretlandi og á þessu ári, eftir að fiskmarkaðir opnuðust þar á ný í Hull og Fleetwood, og um þessár mundir eru pantaðir söludagar langt fram í septembermánuð. 22 millj. helgi. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, var tjón á skólabyggingunni vegna brunans taiið nema a.m.k. 50 millj. kr. en byggingin var aðeins tryggð fyrir 22 millj. kr. Þegar eldurinn kom upp í húsinu var byggingarkostnaður orðinn á milli 70 og 80 millj. kr. Af þessari upphæð á ríkið að greiða 77%, en sveitarfélagið 23%, þannig að af 80 millj. kr. bygg- ingarkostnaði hefur sveitarfélagið þurft að greiða 12 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að tekjur sveitarfélagsins af útsvör- um voru 5 millj. kr. á s.l. ári. Afsalar sér ekki ráðherra- embættinu baráttulaust í fréttaskýringu í blaðinu í dag kemur það meðal annars fram í viðtölum við framsóknarmenn að ýmsar hræringar eru innan flokksins varðandi þær ríkis- stjórnarviðrræður sem átt hafa sér stað að undanförnu. Hefur það m.a. vakið athygli að Einar Ágústsson utanríkisráðherra og varaformaður flokksins hefur ekki átt sæti í þeim viðræðu- nefndum sem framsóknarmenn hafa skipað. Meðal þess sem kom fram í samtölum við framsóknar- menn í gær var það að Einar Ágústsson hefur sagt að hann muni ekki afsala sér embætti utanríkisráðherra án þess að reyna að halda því, ef það embætti kæmi í hlut framsóknar- manna í nýrri ríkisstjórn. Þá kemur það einnig fram í frétta- skýringunni að Steingrímur Her- mannsson og Tómas Árnason hafi gert einhverskonar sam- komulag við krata um að styðja ekki Lúðvík Jósepsson til forsætis í nýrri ríkisstjórn. Skilar Lúdvík umboðinu í dag? Flokksstjórn Alþýðuflokksins telur mikið vanta á að raunverulegur stjórnargrundvöllur sé kominn FLEST benti til þess í gær- kvöldi að Lúðvík Jósepsson muni í dag skila af sér stjórnar- myndunarumboðinu til forseta fslands. „Mín viðbrögð getið þið fundið í bréfinu sem ég skrifaði fiokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins í dag“, sagði Lúðvík Jósepsson er Mbl. spurði hann í gærkvöldi hvað hann hygðist fyrir varðandi stjórnarmyndunarmái eftir fiokksstjórnarfund Alþýðu- flokksins í gær. Benti Lúðvík á að hann beindi í bréfinu ákveð- inni spurningu til flokksstjórn- ar Alþýðuflokksins og til- greindi viðbrögð sín við hugsanlegum svörum. í bréfinu segir Lúðvík að hann telji nauðsynlegt á þessu stigi að fá úr því skorið hvort Alþýðu- flokkurinn geti fallizt á stjórn- arforystu Alþýðubandalagsins eða ekki, og verði síðari kostur inn ofan á muni hann skila umboði sínu til forseta íslands. „Það er ósk mín að svar Alþýðuflokks liggi fyrir skýrt og ótvírætt í dag“, sagði Lúðvfk í bréfinu en í svari flokksstjórn- ar Alþýðuflokksins segir að málefnaleg samstaða um efna- hagsaðgerðir næstu mánuði sé ails ekki nægur grundvöllur til stjórnarsamstarfs og felur flokksstjórnin þingflokknum að knýja á um að sem allra fyrst verði lagður fram ítarleg- ur málefnasamningur og fyrr en hann liggi fyrir sé ekki tímabært að ræða um stjórnar- forystu eða skiptingu ráðu- neyta milli flokka. Þingmenn Alþýðuflokksins komu saman til óformlegs fund- ar í gærmorgun og voru þar lögð drög að tillögu fyrir flokks- stjórnarfundinn. Á þingflokks- fundi sem hófst klukkan 15.30 Búum við 25% hærra inn- kaupsverð en önnur Norðurlönd íerfi sem býður upp á gróðrarstíu fyrir margs konar spillingu” var svo gengið frá tillögunni, sem Benedikt Gröndal bar upp á fundinum. Flokksstjórnarfundur hófst svo klukkan 16 og stóð hann í um þrjár klukkustundir. Þar komu fram mikil vonbrigði með það hversu stutt stjórnar- myndunarviðræðurnar væru í raun komnar þrátt fyrir að lesa hefði mátt annað út úr ýmsum yfirlýsingum forystumanna flokkanna. Þingflokkur, framkvæmda- stjórn og verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins kom saman til fundar klukkan 16 í gær og var honum haldið áfram klukk- an 21 eftir matarhlé. Stóð fundurinn fram á nótt. Formlegar stjórnarmyndunar- viðræður lágu þannig að mestu niðri í gær en þó átti undirnefnd flokkanna þriggja fund með fulltrúum Stéttarsambands bænda. Bréf Lúðvíks og svar flokks- stjórnar Alþýðuflokksins á bls. 20 og 21. Sjá einnigi „sókn og gagn- sókn i Framsókn“ á miösíðu. NORRÆN könnun á inn- f’ tningsverði 30—40 vöruteg- Unda til Norðurlandanna hefur leitt í Ijós að íslendingar búa við mun óhagstæðara innkaupsverð en aðrar Norðurlandaþjóðir og munar þar að meðaltali 21 — 25% miðað við önnur Norðurlend. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali í gær að Verðlags- ncfnd hefði þegar fjallað um niðurstöður þessarar könnunar og kvaðst hann ásamt ýmsum fleirum hafa ákveðnar hugmynd- ir um breytingar á þeim reglum sem gilt hafa f sambandi við innflutning i áratugi. Sagði verðlagsstjóri að ljóst væri að meiri gjaldeyrir hefði verið bundinn í innflutningi, en þurft hefði. Álagning á vörur á Islandi er þó mjög lág miðað við önnur Norðurlönd en Georg kvað það kerfi sem gilti skapa mögu- leika á gróðrarstíufyrir margs konar spillingu. Hann kvaðst hins vegar ekki vilja tjá sig um það hvort sú spilling hefði þrifist eða ekki. Kvað verðlagsstjóri auðsýnt að ekki hefði verið hirt um það í öllum tilvikum að gera hagkvæm innkaup en hann kvað embætti sitt myndu halda áfram að reyna að skilgreina vandamálið og ráðast gegn því. Sagðist hann ekki hafa ástæðu til annars en að ætla að innflytjendur vildu ræða þessi mál og vinna að breytingum á þeim þótt varla hafi mátt ræða þessi mál í áratugi. Sjá greinargerð verðlags- stjóra á bls 20. Mjög hátt meðal- verd í Englandi SKUTTOGARINN Otur GK seldi 101 lest af ísuðum fiski í Hull í gær fyrir 29 milljónir króna og var meðalverð á hvert kíló kr. 290., sem er með því albezta, sem fengist hefur í Englandi á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.