Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 11 '""‘•VoTfH 1 rÍe'n Carnpe' ud-G'" oQ marí «?#:**** TV'® p .r SV'°'H . íirSa^e'r M**t%<**£ l af'írábærum hljómplötu Sen dutfl . pwSaa*®-PP SKÍFAW faugaveg 33 a; 11508+Stiaudgciu 37 ð; 53762 Stríd Gunter Grass: KÖTTUR OG MÚS. Guðrún B. Kvaran íslenzk- aði. Almenna bókafélagið 1978. Þessi stutta skáldsaga Giinters Grass er heppileg til fyrstu kynna af höfundinum. Bókin kom út í Þýzkalandi 1961 og er nú gefin út á íslensku af Almenna bókafélag- inu samkvæmt gullinni reglu: flýttu þér hægt. Köttur og mús gerist á stríðs- árunum og segir einkum frá Mahlke, sérkennilegum unglingi með stórt barkakýli. Hann er heilsuveill, en vegna þess hve þrautseigur hann er verður hann fremstur allra félaga sinna í þeirri íþrótt að synda og kafa. Hann nær ótrúlegum árangri í köfun og leggur rækt við könnun skips- flaka, dregur úr þeim upp á yfirborðið marga hluti. Eftir að Mahlke lærir að synd verður hann hetja í augum félaga sinna og það má reyndar segja að Köttur og mús sé saga um hetjudáðir þessa „klikkaða" þýska unglings. Gúnter Grass er höfund- ur sem leggur rækt við hrjúfleik lífsins. Verk hans fjalla um fólk sem ekki fer troðnar slóðir. Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Skáldsaga um glæp eftir sænsku höfundana Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Maðurinn sem hvarf er önnur bókin í flokknum. Ég mun ekki endurtaka það sem ég skrif- aði í tilefni útgáfu fyrstu bókar- innar, en bækur þeirra hjóna eru allt í senn: góðar sakamálasögur, listræn skáldverk og athyglisverð- ar félagslegar kannanir. Þeim sem vilja kynna sér höfundarferil þeirra Sjöwalls og Wahlöös skal bent á bókina „Roman om en forbrydelse" eftir Danann Ejgil Söholm (út. Spektrum 1976). í fyrstu gæti maður haldið að Maðurinn sem hvarf væri mjög pólitísk skáldsaga, henni væri stefnt gegn samfélagsskipan aust- an járntjalds, þeas. Ungverja- landi. Annað kemur á daginn. Sænskur blaðamaður hverfur í Ungverjalandi. Martin Beck ranu- sóknarlögreglumaður frá Stokk- hólmi er sendur til Búdapest til að hafa uppi á blaðamanninum. Verkefnið virðist óleysanlegt eins og jafnan í upphafi bóka þeirra Sjöwalls og Wahlöös. En Martin Beck er ekki uppgjöf í hug og atvikin haga því þannig að hann kemst á sporið. Það sem einkennir Manninn sem hvarf eins og önnur verk þeirra hjóna eru trúverðugar mann- og umhverfislýsingar. Fólkið í bókum þeirra er ekki gervimanneskjur. Áhersla er lögð á að sýna það eins og það er í raun og veru, fólk með persónuleg vandamál eins og gengur og gerist. Tengsl þess við fjölskyldu eru ríkur þáttur frásagnarinnar. Meðal annars þess vegna trúum við þessum skáldsögum um glæpi og samfélag betur en mörgum öðrum sögum. og glæpur andi að lesa bókina í mörgum áföngum. Lesandinn vill fá að vita örlög Mahlkes. Skáldsögur um stríðið eru ótelj- andi að því er virðist. En það ei athyglisvert hve þýskum höfund- um eins og Gúnter Grass og Heinrich Böll (marga fleiri mætti nefna) er lagið að skrifa bækur um stríðið sem skipta máli. Köttur og mús sætti til dæmis miklum tíðindum þegar hún kom út. Sama gildir um fleiri skáldsögur Grass. Böll fékk Nóbelsverðlaun fyrir sínar skáldsögur. Það var aðeins tilviljun að Grass fékk þau ekki. Hann var ekki síður verðugur Nóbelsverðlauna en hinn merki landi hans. Aftur á móti hefur verið hljóðara um Grass að undanförnu. Böll hefur verið meira í sviðsljósinu, ekki síst fyrir mannúðarstefnu sína sem hefur átt þátt í að auka hróður hans og gera hann um leið umdeildan. Maj Sjöwall og Per Wahlööi MAÐURINN SEM HVARF. Þráinn Bertelsson þýddi. Mál og menning 1978. Mál og menning heldur áfram að gefa út bækur í bókaflokknum eftir JÖHANN HJALMARSSÖN Raunsæi hans er oft napurt, háðið afhjúpandi. Hann dvelst mikið við smáatriði í lýsingum sínum og tekst með þeim hætti að draga upp myndir sem í heild eru magnaðar og miskunnarlausar. Köttur og mús er til dæmis ein ■þeirra skáldsagna sem halda lesanda föngnum, það er óhugs- Gilnter Grass Bókmennlir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.