Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 13 ðngv af nokkurra Karl Eiríksson. (Ljósm. Kristinn). uppgræðslu landsins og einn af frumkvöðlum á því sviði. Undirritaður hélt því inn í Selvogsgrunn um daginn í fylgd ljósmyndara, þeirra erinda að eiga spjall við Karl um störf hans að landgræðslumálum. „Árið 1947, þegar ég var að ljúka námi í flugi og flugvirkjun í Bandaríkjunum, vann ég í eitt ár við áburðardreifingu úr lofti í Dakota-fylki. Þegar ég hóf svo að fljúga hjá Flugfélaginu vorið eftir og sá sandfokið og upp- blásturinn hvarvetna fór ég að kynna mér ýmislegt frekar í sambandi við áburðardreifingu með flugvélum. Þetta var á þeim tímum þegar allt var skammtað og því var nauðsynlegt að sækja um innflutningsleyfi og gjald- eyrisleyfi og það gerði ég að mig minnir árið 1952. Mér var synjað um leyfi fyrir þessu í tvö ár, en Hannes heitinn Kjartans- son vinur minn sem var þá umsvifamikill kaupsýslumaður í New York bauðst til að borga fyrir mig vélina úti, i dollurum, en ég héldi áfram að reyna að fá leyfin og gæti þá síðar greitt fé fyrir áburði. Ég man eftir því að Ingólfur Jónsson fyrrverandi ráðherra sýndi þessu mikinn áhuga. Ég var hálfsmeykur við að vera ekki með leyfi fyrir vélinni, en rétt þegar mér var hætt að lítast á blikuna í því sambandi, fékk ég tilkynningu frá Fjár- hagsráði um að leyfið hefði verið veitt og ég gat því greitt Hannesi útlagðan kostnað. Við vorum þrír sem rákum þessa vél, þ.e. auk riiín þeir Sigurður Ágústson, sem nú er látinn og Finnur Björnsson. Eftir áburð- arflugið í Gunnarsholti þurfti að gera mikið við vélina, þar sem kjarnaáburðurinn hafði skemmt hana mikið. Þá var það að Ameríkanarnir á Keflavíkur- velli buðu út áburðardreifingu' við flugvöllinn og við buðum í þetta og fengum. Það bjargaði okkur fjárhagslega. Um þetta leyti höfðum við eignast aðra sams konar vél, þ.e. Piper Super Cub PA 150 og við héldum þessum vélum úti allt til ársins 1960, en þá keypti land- græðslan þær. Síðustu afskipti sem ég hafði af þessum áburðar- dreifingarmálum var svo þegar ég fór á stúfana ásamt Hannesi Kjartanssyni og við útveguðum TF-TÚN, en hún er sérsmíðuð til áburðardreifingar. Þegar við vorum að byrja á þessu, dreymdi mann um það að hingað yrðu keyptar tíu slíkar vélar og unnt yrði að sigrast á uppblæstrinum, en það varð aldrei og í mörg ár var aldrei borið meira á en svona 300 til 500 tonn á ári. Maður furðar sig óneitanlega mjög á því, þar sem hægt væri að fá geysimiklu Karl Eiríksson: „Upp græðsla Sand- skeiðsins tíma flugi“ Karl Eiríksson er ekki stöðugt í fréttum eins og verkalýðsforingjarnir, sem hér birtast einnig viðtöl við. Hann er hins vegar mjög tengdur máli sem ætti að vera sígilt umfjöllunarefni fjölmiðla, þ.e. honum dollarana, eða íslenskar krónur, ef'allt um þryti. Þetta var kostaboð og eftir að Hannes hafði keypt hana tókum við hana sundur á Kennedy-flugvelli og fluttum hana hingað i Loftleiðavél og þrátt fyrir að engin leyfi væru til fyrir vélinni var hún skráð hérlendis árið 1954. Ég hafði hugsað mér að byrja að bera á í Mosfellssveitinni, en Páll heitinn Sveinsson, þáver- andi landgræðslustjóri frétti af þessu og bað mig um að bera á í Gunparsholti. Ég vann síðan við að sá og bera á heiðalöndin ofan við Gunnarsholt í einmuna blíðu um sumarið og grasið þaut upp. Við bárum á u.þ.b. 350 tonn af áburði, og það hefði verið hægt að bera meira á hefði verið til áorkað með aukinni áburðar- dreifingu. Uppgræðsla Sand- skeiðsins er árangur af nokk- urra klukkutíma flugi. Það er eins gott að menn fari að gera sér grein fyrir því að þjóðargjöfin, sem stendur undir nær allri núverandi áburðar- dreifingu úr lofti, nær ekki nema til næsta árs. Hvað tekur þá við, veit enginn. Ég hef verið varaformaður Landverndar frá upphafi og við höfum miklar áhyggjur af ástandinu í þessum efnum þar sem það er varla að við höldum í horfinu, hvað þá að við vinnum á. Ég er fylgjandi því að allir vinnandi menn í landinu tækju sig til og gæfu eitt vísitölustig á ári til land- græðslu. Þá væri um reglulega þjóðargjöf að ræða og þá sæist líka raunverulegur árangur." - SIB. Gunnar Már Hauksson: Opid bréf til Jóns Ingimars- sonar Hr. Jón Ingimarsson. I Morgunblaðinu 19. ágúst s.l. sendið þér Davíð Scheving Thor- steinsson spurningar um afstöðu Félags íslenskra iðnrekenda til banns á innflutningi erlendrar iðnaðarvöru. Mig langar til að leggja nokkur orð i belg. Ekki af því að ég treysti ekki Davíð til að svara fyrir sig, því að það mun hann vafalaust gera skýrt og skilmerkilega, eins og hans er vandi. Hins vegar gríp ég tækifær- ið, þegar verkalýðsforingi kemur fram á ritvöllinn og vill ræða málin í einlægni. Ég hef nú um eins árs skeið veitt iðnfyrirtæki forstöðu og hef mikið velt þessum málum fyrir mér þann tíma. Þér spyrjið Davíð: Hvers vegna eru iðnrekendur ekki meðmæltir því að takmarka innflutning á iðnvarningi? Já, það virðist furðulegt að þeir skuli ekki knýja á stjórnvöld um slíkar aðgerðir. Þá væri hægt að hækka verðið á vörunni, hækka kaupið og fjölga starfsfólki. Þessa leið þekkjum við raunar vel frá fyrri árum, í ýmsum tilbrigðum, bæði í formi banna og tollmúra. Hálaunalönd hafa í nokkrum mæli byggt utan um sig múra gagnvart láglaunalöndum, til þess að halda lífskjörunum uppi. Þetta er í sjálfu sér skiljanlegt en er þó tvíeggjað að því leyti að fólkið í landinu þarf að greiða neysluvör- urnar hærra verði. Við íslendingar höfum svo sannarlega kynnst innflutningi frá þessum láglauna- löndum og höfum líka nokkra tollmúra gagnvart þeim, eins og önnur EFTA og EBE lönd. Fjar- lægð okkar frá þessum löndum veitir okkur einnig talsverða vernd. Ég tel, að það mundi ekki muna miklu fyrir íslenskan iðnað þó að innflutningur væri heftur á samkeppnisvörum frá þessum löndum. Aðalsamkeppni okkar kemur frá löndum innan efna- hagsbandalaganna tveggja. Og þá er komið að ástæðu þess, að ég tók mér penna í hönd, þegar ég las grein yðar. Nokkur atriði, sem komið hafa upp á undanförnu ári hafa opnað augu mín fyrir því, að vandamál okkar eru fyrst og fremst innlend og innan fyrirtækj- anna sjálfra. Ég vil nú telja upp nokkur þeirra atriða, sem ég byggi þessa skoðun á, yður og öðrum til umhugsunar: 1. Laun iðnverkafólks eru lægri hér en í nágrannalöndunum, flutn- ingsgjöld og núverandi tollar veita okkur talsverða vernd, en samt erum við oft ekki samkeppnisfær um verð við innflutning frá þessum löndum. 2. Verksmiðjur í Danmörku og á Irlandi geta keypt íslenskt hráefni á hærra verði en selt er til íslenskra prjónastofa, unnið úr því og selt síðan á markað í Ameríku á verði talsvert undir því verði, sem íslenskar verksmiðjur geta boðið. 3. Hagræðingarráðunautar, sem starfa á íslandi, lækka þá afkasta- staðla, sem notaðir eru á Norður- löndunum, um 30%, til þess að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Fleira gæti ég talið upp, sem allt ber að sama brunni: Afköst okkar eru ekki þau sömu og nágranna- þjóðanna, og á meðan svo er, getum við ekki búist við að búa við sömu kjör og þær, hvaða ráðstaf- anir, sem ríkisstjórnir gera og hvernig svo sem samið er um kaup og kjör. Allar lausnir í þá átt hljóta að verða meiri eða minni sjónhverfingar. Það má sjálfsagt deila um ástæður þess, að afköst eru lakari hér en hjá nágrannaþjóðunum. Sumar þessar ástæður eru illvið- ráðanlegar, eins og þær, að framleiðslueiningar eru minni hjá okku vegna fámennis þjóðarinnar. Ég tel hins vegar að íslenskt iðnverkafólk sé síst lakara starfs- fólk en iðnverkafólk annarra þjóða og ég tel einnig að íslensk iðnfyrirtæki séu yfirleitt ekki verr vélvædd en erlend fyrirtæki sam- bærilegrar stærðar. Orsakanna er, að mínu mati, fyrst og fremst að leita í því, að við höfum ekki gefið því nægilegan gaum, hve gífurlega mikilvægt er, að réttum hand- brögðum sé beitt við vinnuna og að hámarksafköstum sé náð út úr vélakosti fyrirtækjanna. Hér er, að sjálfsögðu, ekki við iðnverkafólkið að sakast, heldur fyrst og fremst forráðamenn verksmiðjanna, en þeir hafa ekki þurft að horfast í augu við vandamálið í allri sinni nekt fyrr en nú, vegna ýmissa verndarað- gerða og hafta, sem stjórnvöld hafa lagt á innflutning. Nú er aðlögunartíminn, sem við fengum þegar við gengum í EFTA, liðinn og hefur því miður verið hörmu- lega illa nýttur. Iðnþróunarsjóður- inn hefur verið notaður til þess að kaupa vélar og hús, en hagræðing- arþátturinn hefur nánast setið á hakanum. Verst er, að jarðveginn vantar alveg fyrir þá breytingu, sem þarf að eiga sér stað. Forráðamenn fyrirtækjanna virðast veigra sér við að ræða þessi mál, eða gera sér ekki grein fyrir meininu. Starfs- fólkið er yfirleitt alltaf tortryggið þegar vinnuhagræðingu ber á góma. Það álítur, að aukin fram- leiðsla þýði aukið vinnuálag, en því er einmitt oft öfugt varið. Vinnan getur orðið auðveldari þó að meira sé framleitt. Stjórnvöld og stofn- anir eiga hér stóru hlutverki að gegna með því að hafa forgöngu um fræðslu- og leiðbeiningarstarf, en því hefur lítið verið sinnt. Eg er viss um, að við getum gert stórátak í þessum málum á fáum árum, ef allir leggjast á eitt. Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir vandamálinu og ræða um það opinskátt. Iðnrekendur verða auð- vitað að hafa forgöngu um breyt- inguna, en iðnverkafólk og samtök þeirra verða að taka þessu opnuni huga og jafnvel knýja á. Ef okkur tekst að ná sömu afköstum og eru algengust hjá nágrannaþjóðum okkar, þurfum við ekki að óttast innflutning frá þeim, og þá eigum við að geta boðið upp á svipuð lífskjör og þær þjóðir búa við. Öðru vísi tekst það ekki. Með vinsemd og virðingu, Gunnar Már Hauksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.