Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Fara í brúðkaupsferð á ný! Ekki svo afleit hugmynd. — En með hverri góða mín, spyr ég? Hvor okkar skyldi nú hafa fallegri fætur? Jafnrétti skal þá gilda á þessu heimili! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Það sem sumum kann að sýnast erfitt þykir öðrum auðvelt. Sagn- hafi í spili dagsins myndi senni- lega oft lenda meðal þeirra síðar- nefndu. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. D93 H. 76 T. ÁK52 L. 7432 Vestur S. G762 H. 109852 T. - L. D1096 Austur S. K85 H. G43 T. G1097 L. G85 Suður S. Á104 H. ÁKD T. D8643 L. ÁK — Eigum við að vera þykjast Rómeó og Júlía? Frjáls út- varpsrekstur Ágæti Velvakandi. Ég heyrði hér fyrir nokkru af umræðum um að leyfa frjálsan útvarpsrekstur hér á landi. Það er nokkuð síðan að það var og síðan hefur lítið heyrzt um þetta mál. Mig langar því til þess að reyna að vekja máls á þessu að nýju því að forsendan fyrir alfrjálsu landi finnst mér vera algjört tjáningar- frelsi. Ef að við fáum ekki að segja það sem okkur býr í brjósti þá erum við hneppt í fjötra sem eru sízt betri en líkamlegir fjötrar. Á íslandi er ein útvarpsstöð rekin af ríkinu og ekki má reka aðrar stöðvar, að minnsta kosti verður að sækja um leyfi til þess en það leyfi hefur ekki verið gefið neinum ennþá. Ef framtakssamir einstaklingar koma á fót svo- nefndum leynistöðvum þá eru þeir umsvifalaust eltir uppi og tæki þeirra gerð upptæk. Það er í engu rangt að verðir laganna geri svo þar sem þessar stöðvar eru reknar í leyfisleysi. En af hverju geta menn ekki fengið leyfi til þess að reka útvarpsstöðvar á sömu skil- málum og ríkisútvarpið? Ef þú hittir útlending og hann fer að spyrja þig um útvarpið hér, hvað stöðvarnar séu margar og hvers konar þær séu, og þú segir honum að það sé aðeins til ein stöð rekin af ríkinu rekur hann upp stór augu og heldur í sömu svipan að Island sé einræðisríki þar sem þegnarnir hafa ekki leyfi til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Það má vel vera að það séu engin lög til sem banna einstakl- ingum að reka útvarpsstöðvar en það eru þá örugglega engin lög til heldur sem leyfa þeim að reka útvarpsstöðvar. Á meðan svo er finnst mér að almenningur í þessu landi ætti að heimta það frelsisins vegna að einstaklingar megi reka útvarpsstöðvar annars skapast ekki samkeppni og útvarpið ríkis- rekna kemst upp með allt og er þegar farið að gæta þess að þeir noti sér aðstöðu sína, t.d, í því hvað dagskráin er léleg en það má lengi deila um það. Ég vona að einhver, sem les þessi orð mín, láti í sér heyra hvort sem hann er á móti mér eða sammála. Vilji þjóðarinnar verður að koma fram í þessum málum eins og öðrum. Minn vilji er sá að ríkið gefi einstaklingum færi á að reyna sig á útvarpsrekstri, þ.e. ef að einhver Islendingur er svo framtakssamur að fara út í það. Með þökkum fyrir birtinguna. Guðmundur Sigurðsson. • Meira um áfengiskaupin Húsmóðir í vesturbænum. „Það hefur talsvert verið skrifað í blöðin (lesendadálkana) um unglinga og áfengiskaup þeirra og hefur sitt fundizt hverjum um þetta mál. Það kann ef til vill að vera að sumum finnist það vera að bera í bakkafullan lækinn að bæta enn einu bréfinu við en ég get bara ekki orða bundizt. Ég tek undir með þeim sem fordæma það að fullorðnir skuli kaupa áfengi handa unglingum. Það er þrátt fyrir allt ekki svo gott að stemma stigu við því óþverraverki nú þar sem búið er að koma unglingunum upp á þetta. En með samstilltu Suður var sagnhafi í sex tíglum og fékk út hjartatíu. I 2. slag spilaði hann lágum tígli á ásinn og þessi afleita lega kom í ljós. En sagnhafi gafst ekki upp. Hann tók laufslagina tvo, hjarta- ásinn og trompaði hjartakónginn í borðinu. Síðan trompaði hann lauf á hendinni, tók á tígulkóng og drottningu en þá voru fjögur spil eftir á hendi. Norður S. D93 H. - T. - L. 7 Vestur Austur S. G76 S. K85 H. - H. - T. - T. G L. D L. - Suður S. Á104 H. - T. 8 L. - I tíguláttuna varð vestur að láta spaða en þá hafði laufsjöið gert sitt gagn og var látið frá blindum. Austur fékk slaginn og var í leiðindaklemmu. Hann spilaði lágum spaða. Suður og vestur létu lágt og nían tók slaginn. Og tólf slagir voru í húsi þegar suður spilaði næst drottningunni frá borðinu. 1/ ■ m* | I §0 rn M tP Framhaldssaga eftir Mariu Lang | | § U jj | I || \f í V 1 U | Jóhanna Kristjónsdóttir 48 viði og miilihurð tengdi hana við veitingastaðinn. Milli glugganna litlu tveggja hékk olíumálverk af bænum eftir önnu Ekström sem var þekkt myndlistarkona í bæn- um. — Foss í októberskini. sagði Christer í viðurkenningar tón. — Skínandi falleg mynd. Það er auðvelt að skilja hvers vegna slegizt er um myndir hennar á upphoðum. En ég hef áður dáðzt að þessu málverki — fyrir mörgum árum. Þá hékk það á öðrum vegg. Hvernig komstu yfír það? — Lisa Billkvist átti það. Ég var erlendis þegar hún dó, en hún hafði arfleitt mig að málverkinu. Við vorum ná- grannar í Hjorten í mörg ár. Eg hjó við í eldinn fyrir hana og bar upp fyrir hana og útréttaði stundum smálegt fyrir hana. Við vorum ákaflega góðir vinir þótt hún væri fjörtíu og fimm árum eldri en ég. — Og þessar þarna?Er þetta líka erfðagóss? Christer hafði beint augum að súluborði sem á stóð fjöldinn allur af örlitium vínflöskum með ýmis konar lagi. — Það má segja... sagðiKlemens alvörugefinn. — Ég veit ekki hvort ég erfði þær beinlínis eða hvort ég tók mér það bessaleyfi að eigna mér þær. — Ég býst við að þetta sé minisafnið hans Matta Sandor? — Já, en það voru ekki þessar flöskur sem hann hafði á kommóðunni hjá Lisu. Lög- reglan opnaði þær allar til að gang úr skugga um hvort í þeim væri eitur að finna. — Þær voru sem sagt mein- lausar? — Já, jafn meinlausar og flestir súkkulaðimolarnir hans. — En hvaðan er þá þetta flöskusafn tilkomið? — tlr sjópoka sem Matti hafði komið með frá Gautaborg þegar hann kom þjótandi til Bergslagen á notuðu mótor- hjóli. Það var eini farangurinn hans — tannbursti og greiða og sægur af svona leikfanga- flöskum. Já, hann var óneitan- lega furðulegur maður með eigin hugmyndir! Christer horfði forvitnislega á hinar skrautlegu smáflöskur. Ein var þarna með smaragðar- grænu curaco, ein með pipar- mintulíkjör frá Kýpur, brúnn kakólikjör frá Munc, gulur eggjalíkjör frá hollenzka fyrir tækinu Bols, lítil flaska með Ijósgulum vökva frá Ítalíu. — Það vantar einn lit, sagði hann. — Jamm, viðurkenndi Klemens. — Það er rétt. Og veiztu hvers vegna? — Hafði hann tekið allar rauðu flöskurnar með sér til Lisu? — Já. Þegar hann fékk leyfi til að búa í fbúðinni hennar, valdi hann eftirlætisflöskurnar sínar með — þar í voru allar rauðu. Hinar setti hann aftur niður í sjópokann og þær fann ég ekki fyrr en ég var að flytja frá Hjorten og tæmdi geymsl- una á háaioftinu? — Drakk hann nokkurn tíma úr þessum flöskum? — Það kom fyrir. Og þá alltaf kirsuberjalfkjör. Ég vildi frekar konfak eða púns sjálfur. - Og Júdith? Hvað drakk hún? — Hún var alltaf með gin í einhverri sftrónublöndu. Hann strauk gegnum úfið hárið og sagði um leið og hann yppti öxlum. — Nú drekkur hún af mínu dýrasta kampavfni ásamt með hrokafullum forstjóra í milla- flokknum. Já, það má segja að sumir hafa breytt um smekk. — Þú ert heyrilega ckki ýkja snortinn af Rolle Norell! — Nei, sagði Klemens Klem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.