Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Lúðvik Jósepsson: Ekki hægt að halda áf ram þref i um allt málasvið st jórnmálanna Segist hafa náð samkomulagi flokkanna um það sem nú skipti máli „ÞAÐ er búið að rétta skútuna af, Það er búið að sigla henni í gegn um skerjagarðinn og Því ætti Það ekki að veröa ofverk Þess sem ð aö verða skipstjóri að sjá til Þess að skútan veröi eðlilega bundin,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alpýðubandalagsíns i fundi meö blaðamönnum í g»r eftir að hann hafði gengið á fund forseta íslands, flutt honum greinargerð um stjórnarmyndunarviðrssðurnar og skilað af sér stjórnarmyndunarumboöinu. „Ég vil taka Þaö skýrt fram að ég lít ekki Þannig á málið að viðræöur Þessara Þriggja flokka séu komnar í strand," sagði Lúövík. „Mín skoðun er sú að Það sé stutt í Það að mynduð verði vinstri stjórn Þessara Þriggja flokka og ég trúi Því að Það líði ekki margir dagar Þar til slík stjórn veröur mynduð og á Þeim grundvelli sem lagður hefur verið í Þessum viðræðum." Lúðvík tók fram að hann hefði í stjórnarmyndunarviöræðunum stefnt aö Því fð ríkisstjórnin leysti Þann vanda sem við blasir í efnahagsmálunum og launadeiluhnútinn. „Þetta eru höfuöverkefnin og Þeirra vegna sagði ég að Þaö mætti svo fara, að ýmsir aðrir málaflokkar kæmu ekki að neinu leyti eöa Þá að litlu inn í stjórnarsáttmálann. Ég tel að allir flokkarnir hafi samÞykkt Þetta sem meginstéfnu og unnið samkvæmt Því.“ Lúðvík kvaðst ekki sjá neina ástæöu til Þess að utanríkismál Þyrftu að verða slíkri stjórn að falli. Á Því sviði hefði verið lagður sá grundvöllur að „menn yrðu að una Því að búa við Þaö ástand sem við höfum búið við og Þá líka ágreining flokkanna í Þessu máii“. „Það var aldrei um Það að ræða að Þessi ríkisstjórn jafnaði Hér fer á eftir greinargerð sú um stjórnarmyndun sem Lúðvík Jósepsson afhenti forseta íslands í gær. Greinargerð um stjórn- armyndunarviðræöur. 24. ág. 1978 Til forseta íslands. Þegar ég tók við umboði forseta til stjórnarmyndunar, lýsti ég því strax yfir, að ég myndi gera tilraun til stjórnarmyndunar flokkanna þriggja, Alþýöubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Ég tók þá skýrt fram, að ég myndi leggja áherslu á, aö mynduð yröi ríkisstjórn, sem fyrst og fremst ætlaöi sér það verkefni aö leysa fyrirliggjandi vanda í efnahags- og kjaramálum. Reynt yrði því að ná samkomulagi um takmörkuö verkefni og af því leiddi, aö ýmsir aörir málaflokkar yröu þá utan stjórnar- sáttmála um sinn, eöa samiö um þá aö litlu leyti. Hér var fyrst og fremst um þaö að ræöa að koma á starfhæfri ríkisstjórn sem kæmi í veg fyrir þann voða, sem viö blasti í atvinnumálum, ef allur fiskiönaöur og þá um leið öll útgerö landsmanna stöövaöist 1. september n.k. Þá þyrfti einnig að leysa kaupdeiluhnútinn og koma á viðun- andi sáttum á vinnumarkaöi. Það var aö þessum verkefnum, sem, ég beindi samningaviöræðum flokkanna og um þaö var samkomu- lag allra aöila. Þegar fyrir lá samkomulag flokk- anna um grundvallaratriði þessara mála og Ijóst var aö all-góð sam- staöa var einnig um ýmsa aðra málaflokka, taldi ég eölilegt og ágreininginn varðandi stefnur flokk nauösynlegt aö fyrir lægi hver ætti að hafa á hendi stjórnarforystu væntan- legrar ríkisstjórnar, svo hann gæti stýrt samningageröinni síöasta spölinn og gert þá þýöingarmiklu samninga viö launþegahreyfinguna, sem vel höföu veriö undirbúnir. í viöræöum flokkanna þriggja haföi samkomulag náöst í megin-atriðum um eftirfarandi m.a.: 1. Um nauösynlegar aögeröir í efnahagsmálum til áramóta og í ýmsum greinum til lengri tíma. Þar er um aö ræöa 15% gengislækkun, 12% niöurfærslu á verðlagi, lækkun vaxta- kostnaöar og annars reksturs- kostnaöar útflutningsatvinnuvega, sem nemi 10% í kaupgjaldi og hækkun fiskverös til samræmis vegna kaups sjómanna. I þessum aögeröum felst, að vísitöluhækkun um 8%, sem hefði átt aö ganga út í verölag og kaupgjald 1. sept., yröi greidd niöur að fullu, og ennfremur aö aðrar hækkanir vísitölu til áramóta yröu minni en ella. Lækkun verölags yröi m.a. í því formi aö 20% söluskattur yröi felldur niður af allri matvöru. Sú niöurfærsla verðlags, sem gert er ráð fyrir kostar skiljanlega mikla fjármuni. Sam- komulag er um þá fjármuna-tilfærslu. 2. Samkomulag er um svo tii algjöra verðstöðvun til áramóta og stórlega hert verölagseftirlit. 3. Samkomulag er um sérstaka fjárfestingarstjórn, um fækkun banka, ' endurskoðun ríkiskerfisins o.fl., o.fl. 4. Samkomulag er um aö leysa þann fjárhagsvanda sem fyrir liggur í landbúnaöi. Auk þessa er svo rétt að leggja áherzlu á, að góður grundvöllur hefir veriö lagöur aö samkomulagi viö na í utanríkismálum," sagði Lúövík. stærstu samtök launafólks um skip- an launamála fram til 1. desember 1979 og þar með um vinnufriö á þessu og næsta ári. Rétt er þó aö taka fram aö frá þessu samkomulagi hefir ekki verið gengiö aö fullu. Auk þessara grundvallar-atriöa um þau málefni sem mestar deilur hafa veriö um, hafa miklar umræöur átt sér staö milli flokkanna, bæöi nú og eins í fyrri tilraun þeirra til stjórnar- myndunar, um marga aðra mála- flokka og einnig um efnahagsmála- stefnuna á næsta ári. Þannig hafa flokkarnir m.a. rætt um: húsnæöismál og þar meö um húsaleigulög eöa vernd og réttindi leigjenda, ýmisskonar félagsmálefni, lífeyrissjóöi og verðtryggingu þeirra, vinnuverndarmál, byggöamál, sam- göngumál, breytingar á skattalögum, stefnuna í landbúnaðar-sjávar- og iðnaðarmálum, breytingar á stjórn- kerfinu, stjórnarskrármál, og kosningalög, utanríkismál o.fl. o.fl. Allgóö samstaöa hefir komið fram um flesta þessa málaflokka, þó aö Ijóst sé aó ágreiningur er um önnur. Þegar ég og aörir forystumenn flokkanna hafa opinberlega sagt, aö þeir teldu aö nú væru sterkar líkur á því aö samkomulag flokkanna takist um stjórnarmyndun, þá var slíkt aö sjálfsögöu ekki bundiö því einu aö samkomulag væri um brýnustu aögeröir til áramóta, heldur á því að samstaöa virtist um grundvall- ar-stefnuna á næsta ári og um þá málaflokka sem nauösyniegt var taliö að kæmu inn í stjórnarsáttmála. Þegar stjórnarmyndunarviöræöur flokkanna voru komnar á þetta stig, taldi ég óhjákvæmilegt að ákvörðun yröi tekin um hver ætti að hafa á hendi stjórnarforystu væntanlegrar stjórnar, og aö hann gengi síöan endanlega frá stjórnarsáttmálanum, leggði síöustu hönd á samkomulag flokkanna og geröi hiö þýðingarmikla samkomulag viö launþegahreyfing- una. Mér var Ijóst aö væntanlegur forsætisráöherra yrði að vera ábyrg- ur fyrir gerö og framkvæmd slíks samkomulags. Viö þessar aöstæöur taldi ég rétt að fá fyrst úr því skorið hvort hinir flokkarnir gætu fallist á stjórnarfor- ystu míns flokks, sem haföi á hendi forystu í viðræðunum. Ég tók þó skýrt fram aö af hálfu míns flokks væri þaö ekki sett sem skilyrði aö hann hefði forsætisráöherrastarfiö. Svör við þessu fékk ég frá formanni Framsóknarflokksins um aö hans flokkur gæti samþykkt stjórnarforystu Alþýöubandalagsins. Formaður Alþýöuflokksins sagöi hinsvegar aö mikil andstaða væri gegn því í þingflokki Alþýöuflokksins, en aö endanlegt svar um málið gæti flokksstjórn Alþýöuflokksins ein gef- ið. Fundur flokksstjórnarinnar um málið var í gær. Samþykkt hennar var aö lýsa því yfir, að hún teldi ekki tímabært að ræða um stjórnarforystu fyrr en málefnasamningur flokkanna lægi fyrir og að málefnasamningurinn þyrfti „að ná yfir öll sviö þjóðmála”. Hér er að mínu mati um aö ræöa kröfu um gjörbreytt vinnubrögð til stjórnarmyndunarviöræöna flokk- anna og í rauninni er málinu drepiö á dreif. Öllum má Ijóst vera, að eins og nú standa sakir í atvinnumálum og efnahagsmálum almennt, er ekki lengur tími til málalenginga og deilna um stjórnmálin á víðum grundvelli. Lúðvík Jósepsson Allsherjar stöövun atvinnulífsins er að skella á. Nær allir launasamningar eru uppsagöir og lausir og þrálát deila er um framkvæmd launasamn- inganna sem gerðir voru á sl. ári. Við þessar aðstæður er spurningin sú hvort flokkarnir séu reiöubúnir til myndunar ríkisstjórnar um afmarkaö verksvið. Ég tel að ég hafi náö samkomulagi flokkanna um þau deiluefni sem þar voru einkum í vegi. Ég vil hinsvegar ekki taka á mig ábyrgö af því að áfram veröi haldiö þrefi um allt málasviö stjórnmálanna og nauðsynlegar aögeröir í efnahags- málum dregnar af þeim ástæöum. Ég legg áherzlu á þaö, aö ég og minn flokkur höfum ekki krafist forsætisráöherrastarfsins okkur til handa, heidur viljum við fá samstööu um hver eigi að skipa starfið og teljum að hann eigi nú að taka viö, því sem næst fullgeröu verki. Þessu neitar Alþýöuflokkurinn og af þeim ástæöum afhendi ég forseta stjórnarmyndunarumboð mitt í sam- ræmi við þaö sem ég hafði ítrekaö sagt samninganefndarmönnum Alþýöuflokksins. y. flsuj'yV. 0 Loksins frönsk vörn Byrjanataflmennska Viktors Korchnois í einvígi hans við Anatoly Karpov um heimsmeist- aratitilinn í skák tók miklum stakkaskiptum í gær. Fram að Þessu hafði Korchnoi ávallt svar- að kóngspeðsbyrjun Karpovs meö opna afbrigðinu í spænskum leik, en í 16. skákinni breytti hann til og valdi franska vörn, flestum áhangendum sínum til mikillar ánægju. í einvíginu við Karpov 1974 var franska vörnin aðalvopn Korchnois með svörtu, og hann tapaði ekki einni einustu skák Þegar hann beitti henni. Fyrst í einvíginu virtist opna afbrigðið setja Karpov út af laginu, en síðar varð taflmennska hans gegn Því markvissari. Hann vann fyrst áttundu skákina og síðan fjórtándu skákina. Þá hefur Korchnoi loks séð ástæðu til Þess að söðla um. Karpov valdi mjög rólega leið og fljótlega skiptist upp mikið af liöinu. Heimsmeistarinn vírlist þó lengst af hafa örlítiö betri vígstöðu, en smám saman jafnaði Korchnoi taflið. Þegar skákin fór síöan í biö virtist jafntefli langlíklegustu úrslit- in, þó aö áskorandinn stæði þá reyndar síst lakar. Filippínski stórmeistarinn Eugenio Torre, sem . staddur er í Baguio, sagöi aö staðan væri tvísýn, en samt allar horfur á jafntefli. Skákin í gær var fremur leiði- gjörn fyrir áhorfendur. Jafnvel Reymond Keene, aöstoðarmaður Korchnois, gladdist ekki yfir því að áskorandinn heföi jafnaö taflið, heldur kvaö hann skákina hund- leiöinlega. Þegar skákin fór í biö sagði Keene hins vegar aö staðan væri jafnteflisleg, en ef einhver heföi sigurmöguleika þá væri þaö áskorandinn. Þó aö skákin sjálf væri dauf geisaöi hins vegar mjög fjörugt stríö á áhorfendabekkjunum. Dr. Vladimir Zuckar, sovézki dularsál- fræðingurinn, sem liösmenn áskorandans segja aö sé aö reyna aö dáleiöa Korchnoi, sat í fjóröu röö í gær og staröi einbeittur á Korchnoi. Petra Leeuwerick, einkaritari Korchnois settist þá beint fyrir aftan sálfræöinginn í því skyni aö trufla einbeitingu hans. Annar ónafngreindur útlendingur settist fyrir framan dr. Zuckar og skiptist á illilegum augnagotum viö hann, en ekki kom til frekari árekstra aö sinni. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Korchnoi Frönsk vörn 1. e4 — e€l, (Loksins beitir áskorandinn sínu gamla og trausta vopni, frönsku vörninni. Vopn úr ryöfríu stáli!) 2. d4 — d5, 3. Rd2 — (Tarrasch afbrigöiö sem notiö hefur mikilla vinsælda aö undan- förnu, aöallega fyrir atbeina Karpovs.) c5, 4. exd5 — exd5, 5. Bb5+ — (Þessi leikur kom flestum mjög á óvart. í einvíginu viö Korchnoi 1974 og jafnan áöur hefur Karpov leikiö 5. Rgf3 í þessari stööu). Bd7, 6. De2+ — De7, (Korchnoi býður óhræddur upp á endatafl. Hann hefur reyndar áöur oftast leikiö hinum algengari leik, 6. ... Be7, en í þessari skák vill hann greinilega hafa vaöiö fyrir neöan sig). 7. Bxd7+ — Rxd7,8. dxc5 — Rxc5, 9. Rb3 — Dxe2+, 10. Rxe2 — Rxb3, 11. axb3 (Skákfræðin hefur jafnan talið þetta afbrigði óhagstætt svörtum vegna staka peðsins á d5. Korchn- oi er hins vegar flestum fremri í endatalfi og hann treystir greini- lega á þaö.) Bc5, 12. Bd2 (Þessi hægfara leikur veldur svörtum engum erfiðleikum. Betra var vafalaust 12. Rc3. Framhaldiö í skák þeirra Ivkovs og Horts í Wijk aan Zee 1970 varð 12. ... 0—0—0?, 13. Ha5! og hvítur vinnur peö. Betra er 12. ... Rf6, en eftir 13. Ra4! stendur hvítur betur) Re7, 13. Rf4 — 0—0, 14. 0—0 — Hfd8, 15. Rd3 — Bb6, 16. c3 — f6, 17. Hfd1 — Kf7, (Svartur má nú teljast hafa jafnaö tafliö. Aö vísu hefur hann stakt peö á d5, en kóngur hans á sér greiöa leið út á miöboröiö og menn hans eru vel í sveit settir til sóknar og varnar) 18. Kf1 — Rf5, 19. Be1 — Re7, 20. Rb4 — Hd7, 21. Hd3 — Had8, 22. Had1 — Ke6, 23. Bd2 — Rc6l, 24. Rxc6 (Næstum þvingað. Eftir 24. Rc2 — d4!?, 25. c4 — Re5 gæti farið aö hrikta í stoðum hvítu stööunn- ar. Eftir þessi uppskipti hefur svartur leyst öll vandamál sín og skákin ætti raunverulega aö sigla hraðbyri í jafnteflishöfn. Eins og komiö hefur fram í fréttum er þaö þó töluverð fyrirhöfn aö bjóöa jafntefli, þar eð keppendur ræöast ekki viö og hefur því veriö venjan aö tefla dauöar stööur áfram þar til bókstaflega ekkert hefur veriö eftir.) bxc6, 25. b4 — Kf7, 26. Be3 — Bxe3, 27. Hxe3 — Hb8, 28. He2 — Hb5, 29. Ha1 — Hdb7 Skák Margeir Pétursson skrifar um sextándu einvígisskákina (Svartur undirbýr greinilega framrásina 29. ... c6—c5, en sú hugmynd er þó vart raunhæf, enda fellur Korchnoi fljótlega frá henni) 30. Hd2 — Ke6, 31. Ha6 (Karpov teflir greinilega áfram til vinnings. Annars heföi hann leikiö 31. He2+) H5b6, 32. Ha2 — Kd6, 33. Ke2 — He7+, 34. Kd3 — a6, 35. Hd1 — Kc7, 36. Haa1 — Kd8, 37. 13 — He5, 38. Kd4 — Kc7, 39. He1 — Kd6, 40. f4 — Hxe1, 41. Hxe1 — a5l, 42. bxa5 Hér fór skákin í bið. Líklegt framhald er 42. . . . Hxb2, 43. Ha1 — c5+, 44. Kd3 — Hb7 og staöan er enn tvísýn, þó að sennilega sé hvítur í meiri taphættu, þar eö frípeðiö gæti reynst meiri veikleiki en styrkleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.