Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978
Fækkun í
landsliðs-
hópi í golfi
I>RÍR kylíingar haía tilkynnt
að þcir kcíí ekki kost ó sér til
þátttöku á Norðurlandamót-
inu í Kolfi. sem hefst í Kalmar
6. næsta mánaðar. Eins og
fram hefur komið voru 12
kylfinKar valdir til afin«a
fyrir Norðurlandamótið. en
þar sem nú eru aðeins 9 eftir
ætti höfuðverkur landsliðsein-
valds að vera minni varðandi
val á landsliðshópnum.
I>eir. sem ekki komast til
Kaimar. eru SÍKurður Thorar
ensen, sem bró sér fyrir
nokkru í sumar ok sól á Spáni,
Sveinn SÍRurberKsson, scm
treystir sér ekki í þriðju
keppnisferðina erlendis á ár
inu. en hann er bæði unKÍinKa-
landsliðsmaður í Kolfi ok
körfuknattleik ok loks Þor
hjörn Kjærbo, sem valinn
hefur verið til að til að taka
þátt f stórmóti í Kolfi á Ítalíu
í lok september.
Auk I>orbjörns taka þar
þátt þau Hannes Eyvindsson.
Islandsmeistari karla,
Jóhanna InKÓlfsdóttir.
kvennameistari, ok SóIvcík
Þorsteinsdóttir. Stúlkurnar
æfa af kappi með karlalands-
liðinu þessa daKana ok draKa
hverKÍ af sér.
-áij
KR — ingar
grimmir
við sölu á
getrauna-
seðlunum
FYRSTI Ketraunaseðill keppn-
istímahilsins er nú kominn í
umferð og eru á honum leikir
úr 3. umferð ensku deilda-
keppninnar. Röðin kostar
áfram kr. 50, en felldir hafa
vcrið niður tvegKja raða seðl-
ar. en f stað þeirra teknir upp
4 raða seðlar, auk 8 ok H> raða
seðlanna, sem voru fyrir.
NýieKa var haldinn aðal-
fundur Getrauna ok laKðir
fram reikninKar fyrir sfðasta
starfstfmabil, 1977 — 1978.
AIIs var sala Ketraunaseðla kr.
59.307.000 ok var það 73%
hækkun frá fyrra ári. Sölu-
laun félaKanna voru alls kr.
14.827.000. hluti héraðssam
bandanna nam kr. 1.779.000,
ok K.S.Í. fékk f sinn hlut kr.
055.000, ok eÍKnaraðiiar fenKU
f haKnað kr. 719.000. EÍKnar
aðilar eru ~Í.S.Í. (70%),
U.M.F.Í. (20%) ok íþrótta-
nefnd ríkisins (10%).
Söluhæstu félÖKÍn fen^u f
þóknuni KR með 2.925.000,
Armann með 1.500.000, ÍR
með kr. 1.110.000 ok Þróttur
kr. 1.033.000. Utan Reykjavík-
ur seldu Haukar f Haínarfirði
mest, fenKU kr. 409.000, Knatt-
spyrnufélaK Keflavíkur kr.
302.000 ok Umf. Selíoss kr.
354.000.
ÍBV leikur
við Glentor-
an 5. sept.
NÚ IIEFUR endanleKa verið
KenKÍð író leikdöKum ÍBV ok
Glentoran í Evrópukeppninni
í knattspyrnu. Leikið verður
cins ok ákveðið var í upphafi
5. sept. hér heima ok 14. sept.
f írlandi. FluKfélaK ísiands
Kat hliðrað til í ferðurn sfnum
þannÍK að upphafleKÍr leik-
daxar Keta haldið sér.
• Markaskorararnir miklu Pétur Pétursson og Ingi Björn Albertsson. Á þeim mæðir mikið í bikarleiknum á'
sunnudag. Valsmenn hafa ekki tapað bikarleik síðan 1975, en ÍA reynir nú í 9. skipti að ná bikarnum.
QISASLAGURIIMN
A SUNNUDAGINN
—Valur hefur ekki tapað bikarleik síðan 1975, en ÍA reynir
nú í 9. skipti að vinna bikarinn
RISARNIR í íslenzkri knattspyrnu, Valur ok ÍA, leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn og hefst leikur liðanna klukkan 14. Margir
bíða spenntir eftir uppgjöri þessara liða, sem í ár hafa verið í sérflokki í íslenzkri knattspyrnu. Reikna má með að mörg þúsund áhorfendur
sjái leikinn og er jafnvel talað um hátt í 10 þúsund áhorfendur ef veður verður gott. Valur á stóran áhorfendaskara og ofan af Akranesi
er búist við þjóðflutningum á leikinn.
Aðeins er lokið fyrri leik Vals og
Akraness í 1. deild íslandsmótsins,
Valur vann þá 1:0 og var markið
skorað úr vítaspyrnu á síðustu
mínútu leiksins. Viðureign liðanna
þá var mjög jöfn, en Skagamenn
þó heldur ákveðnari. Árangur Vals
og í A í íslandsmótinu er einstakur
í ár. Valur hefur þegar tryggt sér
titilinn, vann 16 fyrstu leiki sína,
en gerði síðan jafntefli við KA og
fékk þar stig númer 33. Akurnes-
ingar hafa hlotið 29 stig, en það
dugði skammt á móti árangri
Valsliðsins í ár. I fyrra varð IA
Islandsmeistari með 28 stig, en
Valur varð í 2. sæti með 27 stig.
Engin lið hafa áður fengið eins
mörg stig í 1. deild eins og Valur
og Akranes í ár.
Mikið hefur verið talað um þann
árangur Valsmanna að leika í
sumar 11 leiki í röð án þess að fá
á sig mark og 19 sigurleiki í röð
í deild og bikar. Árangur Akraness
er þó litlu lakari og ef litið er á
sumarið í heild hjá Skagamönnum
kemur í ljós að liðið hefur aðeins
tapað einum leik á keppnistímabil-
inu, fyrir Val í 1. deildinni. í 29
leikjum í íslandsmóti, bikar-
keppni, litlu bikarkeppninni,
meistarakeppninni og aukaleikj-
um hefur IÁ-liðið unnið 22 leiki,
gert 6 jafntefli og tapað einum
leik. Markatala liðsins í þessum
leikjum er 73—21 og hefur Pétur
Pétursson skorað heil 30 mörk í
leikjunum, sem er frábær árangur.
HAFA EKKI TAPAÐ BIKAR-
LEIK SÍÐAN 1975
Valur hefur orðið bikarmeistari
tvö síðastliðin ár og liðið hefur
ekki tapað leik í bikarkeppninni
síðan 1975 er liðið tapaði 0:1 fyrir
Akurnesingum. í bikarkeppninni í
ár byrjaði Valur á því að vinna
Siglfirðinga fyrir norðan í leik þar
sem þriðju deildar liðið veitti
óvænta mótspyrnu. 2:0 urðu úrslit-
in fyrir Val. Síðan unnu Valsmenn
ÍBV 2:0 í Eyjum og loks íágu
Þróttarar 1:0 í Laugardalnum.
Skaginn byrjaði á því að vinna
KA 3:2 á Akranesi, en síðan lá leið
þeirra austur á Vopnafjörð. Ein-
herji stóð í Akurnesingum í fyrri
hálfleik, en þó var ekki spurning
um hvort liðið myndi sigra. 6:1
urðu úrslitin fyrir ÍA. í undanúr-
slitum vann ÍÁ 1:0 sigur á UBK í
Kópavogi.
Ákranes reynir nú í níunda
skipti að ná bikarmeistaratitlinum
og er það örugglega einsdæmi í
knattspyrnusögunni að lið hafi 8
sinnum leikið til úrslita í slíkri
keppni og alltaf tapað. Valur
leikur nú í 6. skipti til úrslita í
keppninni og hefur velgengni
Valsara verið öll önnur en í A-liðs-
ins, því að Valur hefur fjórum
sinnum orðið bikarmeistari.
Valur og Akranes hafa þrisvar
sinnum leikið til úrslita í bikar-
keppninni og ávallt hefur Valur
borið öruggan sigur úr býtum.
1965 vann Valur 5:3 í frægum leik,
þar sem skautar hefðu verið
heppilegri fótabúnaður en knatt-
spyrnuskór. 1974 vann Valur 4:1 og
1976 varð enn þriggja marka
munur, 3:0 fyrir Val. Hverjir taka
við bikarnum á sunnudaginn úr
hendi Einars Ágústssonar, utan-
ríkisráðherra, sem verður heiðurs-
gestur á leiknum, er ómögulegt að
segja fyrir um þrátt fyrir úrslit
liðinna ára. Það eitt er víst að til
mikils er að keppa fyrir bæði lið
og óhætt er að lofa skemmtilegum
leik.
Árni Njálsson, framkvæmda-
stjóri Vals, var óhræddur við að
spá Valsmönnum stórum sigri í
leiknum. — Ætli við vinnum ekki
4:0, sagði Árni í fyrrakvöld.
Gunnar Sigurðsson, formaður
knattspyrnudeildar ÍA, nefndi
engar tölur, en sagði að Skaga-
menn mættu ekki til leiksins með
annað í huga en sigur. — Ætli við
reynum ekki að lækka í þeim
rostann, sagði Gunnar, það er
kominn tími til. Bæði Skagamenn
og Valsarar lýstu yfir ánægju
sinni með það að undanfarið hafa
landsleikir og æfingar með lands-
liði ekki truflað undirbúning
félaganna og sögðu báðir aðilar að
það skilaði sér örugglega í betri
leik á sunnudaginn.
Fyrirliði í A er Jón Áskelsson og
þjálfari George Kirby.
Fyrirliði Vals er Ingi Björn
Albertsson og þjálfari Gyala
Nemes.
Dómari verður Guðmundur
Haraldsson og línuverðir Kjartan
Ólafsson og Oli Olsen. Leikurinn
hefst klukkan 14 eins og áður
sagði, en áður en sjálfur aðalleik-
úrinn hefst leika yngstu knatt-
spyrnumenn félaganna, 7—10 ára
strákar.
—áij
Ársþing ÍBR
ÁRSÞING ÍBR verður haldið um
helgina í húsi Slysavarnafélags
íslands á Grandagarði. Alls eru
þingfulltrúar 106 frá 31 félagi og
7 sérráðum.
Aðalfundur
íþróttakennara
AÐALFUNDUR íþróttakennara-
félags íslands verur haldinn í dag,
föstudaginn 25. ágúst, kl. 12 á
hádegi að Hótel Esju. Eru félagar
kvattir til að fjölmenna.
jr
Islandsmót
í siglingum
DAGANA 25. til 27. ágúst verður
haldið íslandsmót í siglingum á
svokölluðum Fireball- og
Flipper-bátum. Fer mótið fram á
Fossvogi og Skerjafirði. Hefst það
á föstudag 25. ágúst kl. 18.30 með
því að keppnislið er kynnt á svæði
Ymis við Vesturvör í Kópavogi.
Síðan hefst keppnin og verður
képpt fram eftir kvöldi. Keppni
verður svo fram haldið á laugar- *
-J dag.
• Myndin er af íslenska karla-, kvenna- og unglingalandsliðinu í alpagreinum
á skíðum við æfingar í Siglufjarðarskarði dagana 3.—12. ágúst s.l. Lengst til
hægri á myndinni er þjálfarinn, Gudmund Söderin frá Svíþjóð.