Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Eysteinn Bjömsson —Minningarorð Fæddur 27. október 1898 Dáinn 16. ágúst 1978 „Sá sem HtoðuKur stendur allt til enda. hann mun hólpinn verða“. Matteus 10—11 í dag er til moldar borinn sómamaðurinn Eysteinn Björns- son, og í tilefni af þessum vistaskiptum langar mig að minn- ast hans með nokkrum orðum. Eysteinn var fæddur 27. okt. 1898 að Arnarbæli í Ölfusi, for- eldrar hans voru Björn Björnsson og Ólafía Hjartardóttir. Að mestu var hann uppalinn að Völlum í Ölfusi, en flutti 17 ára til föður síns í Reykjavík. Árið 1938 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Jóhönnu Malm- quist frá Reyðarfirði, af hinni alkunnu Stuðla- og Áreyjarætt. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap hér í Reykjavík og seinustu 25 árin að Brávallagötu 12, en þar höfðu þau keypt ágæta íbúð og hreiðrað vel um sig. Kynni okkár Eysteins hófust fyrir rúmum 25 árum er ég gekk að eiga konu mína, en hún hafði misst móður sína á ungum aldri og var uppfóstruð hjá Jóhönnu elstu systur sinni og Eysteini eftir að þau gengu í hjónaband. Þessi kynni urðu all náin, enda mikill samgangur milli heimila okkar og nutum við gestrisni og vináttu þeirra hjóna, enda er heimilið annálað fyrir gestrisni, og ávallt opið fyrir ættingjum og öðrum vinum, sem eru margir hvaðanæva að af landinu. Eysteinn var áttræður er hann lést og telst því til þeirra alda- mótamanna sem lifað hafa þau undur að sjá þessa þjóð brjótast úr fátækt og lélegum húsakosti, til velmegunar og ríkmannlegra húsakynna, hann sá verkmenning- una breytast frá frumstæðustu verkfærum til nútíma verktækni og hann sá samgöngur breytast, frá því að maðurinn var sjálfur burðardýr og fór á tveimur jafnfljótum ef hestar voru ekki til staðar, í nútíma samgöngutæki, þar sem þarfasti þjónninn, hestur- + Hjartkær unnusti minn og sambýlismaöur, ÁSTÞÓR PÉTUR ÓLAFSSON, Flúöaseli 65, lézt 23. þ.m. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Fyrir mína hönd, barna minna og ættingja hins látna. Sigrún Guömundsdóttir. + HELGI BERGSSON hagfræöingur, er látinn. Líney Jóhannesdóttir, Páll B. Helgason, Sigurlaug Kalsdóttir, Jóhannes B. Helgason, Anna Hallgrímsdóttir, Líney Helgadóttir, Guömundur Lúövíksson, og barnabörn. Móöir mín KRISTRÚN JÓSEFSDÓTTIR Bollagötu 3 lézt í Landspítalanum miövikudaginn 23. ágúst. Fyrir hönd aöstandenda. Björn Jóhannetson. + Sonur okkar SIGURÐUR JÓNSSON, Selvogsgrunni 22, er lést 17. þ.m. veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Þórunn Sigurðardóttir, Jón Pálsaon. + Eiginkona mín RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Ásbraut 9, Keflavík, sem lést 19. ágúst veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 2. Fyrir hönd dóttur, tengdasonar og barnabarna. Jón Jóhannesson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANN GUÐMUNDSSON, frá Dalbæ, sem andaöist 19. ágúst á Borgarspítalanum, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. ágúst kl. 1.30. Halldór V. Sigurðsson, Kristján Magnússon, Kristrún Jóhannsdóttir, Gyöa Jóhannsdóttir, Guðmundur H. Jóhannsson, Anna Sigurðardóttir, Erlingur Kristjánsaon, og barnabörn. inn, er nú fyrst og fremst hafður til skemmtunar fólki. Jafnaldrar Eysteins hafa stundum verið kallaðir „vormenn íslands" og víst er að engin kynslóð hefur áður upplifað slíkar breytingar. En Eysteinn var ekki aðeins áhorfandi þessarar byltingar held- ur traustur þátttakandi, hann miklaðist ekki af störfum sínum og fór hljóðlega um veröldina en vann störf sín af trúmennsku og slíkri vandvirkni að hahn ávann sér traust hvers manns sem honum kynntist og var eftirsóttur starfsmaður. í hart nær 80 ár naut Eysteinn gleði og andstreymis þes^a lífs eq jafn greindur maður og starfssamur kunni að meta þá Guðs gjöf, að halda lengi and’leg- um og líkamlegum kröftum, geta skynjað undur og margbreytileik lífsins, þar sem hver dagur færir mönnum eitthvað nýtt. Hann unni náttúrunni hvort heldur hann hlúði að sínum eigin garði eða Hljómskálagarðinum sem hann vaktaði seinustu árin, eða sá um garðlönd borgarinnar, en þann starfa hafði hann í mörg ár. Sem ungur maður vann Ey- steinn að störfum í sveit sinni, en fór þó snemma til sjós og stundaði sjómennsku í mörg ár einkum á togskipum og farmskipum, en um tíma vann hann hjá Reykjavíkur- höfn. Starfsdagur hans var því bæði langur og margbreytilegur, en hvarvetna var hann traustur verkamaður. Eysteinn var sérlega heimakær og fór lítt að heiman nema til vinnu sinnar, ekki var hann þó ómannblendinn heldur gaman- samur og fræðandi viðmælandi, enda kunni hann skil á mörgu og þótti mér gaman að heimsækja hann og eiga við hann orðræður. Síðustu ár ævi sinnar þjáðist Eysteinn af alvarlegum sjúkdómi, sem dró hann til dauða, en til hinstu stundar hélt hann andlegu atgervi sínu, og aldrei heyrði ég hann kvarta. Sérstaklega vil ég flytja þakkir konu minnar til Eysteins, hún mat hann mikils og minnist sérstak- lega á hve barngóður hann var, bæði henni sem barni og og börnum okkar, sem notið hafa góðs af heimili þeirra hjóna. Þegar Eysteinn kvæntist Jóhönnu átti hún þrjá syni fyrir, en tveir þeirra eru nú látnir, saman áttu þau tvo syni og dó annar sem kornbarn. Eysteinn bar hag barnanna allra fyrir brjósti ásamt tengdafólki og ég vil sérstaklega geta umhyggju stjúp- sonar hans og tengdadóttur í veikindum þeim sem hann leið af, og aðstoð við konu hans, sem sjálf gengur ekki heil til skógar. Um leið og ég votta Jóhönnu samúð mína vegna fráfalls Eysteins, vil ég minnast á þá umhyggju sem hún sýndi í veikindum hans og hvað henni er létt um sporið til sjúkra eða bágstaddra yfirleitt og ég veit að hennar sterka trú og kjarkur styrkir hana þessa sorgar- daga, ásamt minningu um góðan og gegnan mann, sem nú heldur áfram göngu sinni til ljóss og sannleika. Ég flyt aðstandendum hins látna innilega samúðarkveðjur. Bergsteinn Sigurðarson. Smári Kristján Oddsson —Kveðja Fæddur 2. júní 1956. Dáinn 19. ágúst 1978. Þegar ungir menn eru kallaðir burt, finnum við sárar til en ella. + Minningarathöfn um ARNDÍSI JÓNSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju að Höskuldsstöðum, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 25. ágúst kl. 10.30 f.h. Jarösett veröur aö Hjaröarholti í Dölum miövikudaginn 30. ágúst kl. 4 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Sverrir Siguðrsson. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför GUÐRÍDAR MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR Suðurgötu 31, Akranesi. Guö blessi ykkur öll. Halldór S. Árnason, Sigurður K. Árnason, Helga Þ. Árnadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu í tilefni andláts og útfarar VALTÝS KARVELSSONAR Guðrún Karvelsdóttir, Jóna S. Andersen, Lúðvík Karvelsson. + Þökkum innilega vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur og tengdadóttur SIGRÚNAR ANDRÉSDÓTTUR sérstakar þakkir til starfsfólks Borgarspítalans. Már Gunnarsson, Davíð Másson Ingibjörg Stefánsdóttir, Gunnar Már Másson, Sigríður Pálmadóttir, Harpa Másdóttir, Gunnar Helgason, systkini og aðrir vandamenn. + Hjartanlegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, PÁLS ÁSGRÍMSSONAR, Mjóstræti 2 — Siglufirði Sonur vinafólks okkar, Smári Kristján Oddsson, forst af slysför- um sl. laugardag. — Það er erfitt að átta sig á þeim örlögum, en þeim verðum við að lúta. Ungt fólk er eins og lítt skrifuð örk, við vitum ekki gjörla hvað framtíðin ber í skauti sínu, en vonum það bezta og því er eftirsjáin meiri og sárari. Við samstarfsmenn föður Smára Kristjáns, Odds Ármanns Pálsson- ar, flugvélstjóra hjá Flugfélagi Islands, sendum honum og hans ágætu konu, Gróu, innilegar sam- úðarkveðjur okkar á þessari sorg- arstund fjölskyldunnar. Guðmundur Snorrason. Máli Gandhi frestað til 4. nóvember Nýju Delhí, Indlandi. 23. áKÚst — AP INDIllA Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, kom fyrir rétt í dag, en þá hófst mál það, sem höfðað hefur verið á hendur henni, vegna meintrar stjórnmálalegrar spillingar. Eftir að rétti lauk í dag, var málinu frestað til 4. nóvember, en ákæruvaldið sagðist mundu þurfa þrjá mánuði til að blaöa í gegnum þau 900 sönnunargögn, sem notuð verða í málinu og til að ræða við þau 540 vitni, sem koma munu fyrir réttinn. Ingibjörg Sveínvdóttir Indriöi Pálston Elíeabet Hermannadóttir Ásgrímur Pélsson Anna Þorgrímsdóttir Matthildur Haraldsdóttir Sigríöur Pálsdóttir Jóhann Löve Lilja K. Pálsdóttir Magnús Steingrímsson Magnús Pálsson og barnabörn AUfiLÝSINfiASÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.