Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 29 i) ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ir ny tijywnp\~iitá'u ir átaki ætti það að vera hægt eins og hvað annað. Þar liggur nú samt huneöurinn grafinn að við íslend- ingar getum aldrei verið samrnála um neitt og því síður getum við komið okkur saman um að gera stór átök. Nei, við þurfum að taka allt upp eftir öðrum. Og því hafa komið upp raddir sem vilja hafa áfengi á boðstólum í matvöru- verzlunum af því að þannig er það í sumum öðrum löndum og við teljum okkur meiri ef að við getum líkzt þeim, jafnvel þó að við tökum það slæma upp eftir hinum miklu þjóðum. Nei, við erum ennþá meiri þjóð ef að við getum staðið ein öðruvísi en aðrir. Tökum því höndum saman og komum í veg fyrir að fullorðnir hjálpi ungling- um að ná í áfengi. Þessir hringdu . . • Mikil læti íbúi í Kðtlufelli. Ég bý í Kötlufelli í Breiðholti. í vor var þar settur gæzluvöllur rétt upp við blokkina. Þessi völlur veldur okkur, sem hér búum, miklu ónæði. Það er í sjálfu sér ekki yfir vellinum að kvarta sem gæzluvelli en á kvöldin safnast saman á honum krakkar og unglingar og upphefst þá mikill hávaði sem stendur oft fram undir miðnætti. Mig langar mikið til þess að vita hvort maður hefur ekki rétt á því að fá að vera í friði eftir klukkan 10 á kvöldin. Á meðan á þessum ólátum stendur utan við blokkina þá er alls enginn friður og er það nokkuð mikið að hafa svona mikil læti öll kvöld og fram á nóttu. Er það ekki lögregl- unnar að sjá um að tekið sé fyrir þessi læti? Velvakandi fékk þær upplýsing- ar hjá lögreglunni að engin ákvæði væru um það í lögreglusamþykkt- inni hvenær stillt ætti að vera. Hins vegar væri þar tekið fram að bannað væri að hafa það í frammi sem raskað gæti svefnró manna. Ákvæði um útivistartíma barna eru mismunandi og eru aðeins rýmri á sumrin en veturna þannig að börn til 12 ára aldurs mega vera úti til kl. 10 en frá 12 ára til 15 ára mega vera úti til kl. 11 á kvöldin. Um unglinga sem orðnir eru 15 ára gilda engin sérstök tímamörk. Að sögn lögreglunnar myndi hún að sjálfsögðu skipta sér af SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Cieplize í Póllandi í fyrra kom þessi staða upp í skák pólverjanna Tomaszewskls, sem hafði hvítt og átti leik, og Jodkowskis. þessu máli, ef leitað væri til hennar, og kanna aðstæður. Hún sagði ennfremur að lögreglubíll væri alltaf á ferðinni í Breiðholti þó að þar væri ekki komin lögreglustöð ennþá en engar kvartanir hefðu borizt í sambandi við þetta mál. • Engin ástæða Gömul kona. Um daginn þegar mótmælt var innrásinni í Tékkóslóvakíu átti ég leið fram hjá sovézka sendiráðinu þegar herstöðvaandstæðingar héldu þar fund sinn. Þar sem ég er ekki gefin fyrir stjórnmál þá vissi ég ekki hvað hér var um að vera svo að ég dokaði við til þess að svala forvitninni. Er þar var komið var einhver að syngja og ég heyrði ekki betur en að textinn væri níð um kristindóminn og það mjög sterkt. Þó að þetta fólk sé í andstöðu við kristindóminn þar sem það kallar sig kommúnista þá finnst mér algjör óþarfi að vera að ráðast á kristindóminn þegar mótmæla átti innrásinni í Tékkó- slóvakiu. Ég spurði kunningja minn að því hvað kristindómur kæmi innrásinni við þar sem ég var ókunnug þessu máli en hann sagði mér að hann kæmi hvergi við sögu í innrásinni. Ég efast líka um að kristnir menn hafi verið hlynntir þessari innrás hvort eð er og engin ástæða til að vera að syngja um þá níð við þetta tækifærí. • Þakkir Kona utan af landi. Ég vildi fá að koma á framfæri þökkum til séra Björns Jónssonar frá Akranesi fyrir morgunbænirnar hans í útvarpinu. Þær eru mjög góðar og uppbyggj- andi. Mér finnst alveg dásamlegt að hlusta á þær þegar maður er nýkominn á fætui á morgnana. Hafðu mínar beztu þakkir fyrir. HÖGNI HREKKVÍSI 03? SIGGA V/öGÁ É Tilboö óskast í nokkrar fólksbifreiöar og jeppabifreið er veröa sýndar aö Grensásvegi 9, þriöjudaginn 29. ágúst kl. 12—3. Tilboðin veröa opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnalióseigna. irái Söluskattur Hér meö úrskuröast lögtak fyrir vangreiddum söluskatti 2. ársfjóröungs 1978 svo og viöbótum söluskatts vegna fyrri tímabila, sem á hafa verið lagöar í Kópavogskaupstaö. Fer lögtakiö fram aö liönum 8 dögum frá birtingu úrskuröar þessa. Jafnframt úrskuröast stöövun atvinnurekstrar þeirra söluskattsgreiöenda sem eigi hafa greitt ofangreindan söluskatt 2. ársfjóröungs 1978 eöa vegna eldri tímabila. Verður stöövun framkvæmd aö liönum 8 dögum frá birtingu úrskuröar þessa. Bæjarfógetinn í Kópavogi 23. ágúst 1978. útgerðar menn Frystihús stjórar Til sölu FINSAM ísframleiösluvél ásamt öllum fylgihlutum. Vélin er algjörlega sjálfvirk og hentar vel í togara eöa til framleiöslu íss í landi. Afköst eru 6 tonn á sölarhring. Upplýsingar í símum 72000 og 86648. 38. Hg5! (Hvítur átti aðra snotra vinningsleið: 38. Hgl — Kxe5, 39. c7 - Hhh8, 40. Bd5! - Hd8, 41. Bg8!) Kxg5, 39. He8 - Hhh8, 40. d8=D+ og svartur gafst upp. Tomaszewski sigraði á mótinu, hann hlaut 9'á vinning af 13 mögulegum. A-þjóðverjinn Pahtz lenti í öðru sæti, vinningi á éftir sigurvegaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.