Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baidvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Lúðvík hefur engalausn Lúðvík Jósepsson, sem nú hefur gefizt upp við stjórnarmyndun og skilað umboði sínu aftur til forseta, hefur undanfarna daga haldið uppi mikilli blekkingariðju um það, að honum hafi tekizt að leysa vanda efnahagsmálanna og leggja grundvöll að stjórnarsamstarfi vinstri flokkanna. Þetta eru eintómar sjónhverfingar. Lúðvík hefur ekki lagt fram nokkrar tillögur, sem leysa efnahagsvanda þjóðarinnar og hann hefur þar af leiðandi ekki lagt grundvöll að stjórnarsamstarfi eins eða neins. Vinnubrögð Lúðvíks Jósepssonar við þessa stjórnarmyndun að undanförnu eru með eindæmum. Honum var fengið umboð til þess að mynda meirihlutastjórn og virðist hafa tekið þann kostinn að setja saman dæmi um það, hvernig hægt væri með verulegri skattlagningu að fleyta málum fram að áramótum. Raunar er það mat manna, að þetta skattlagningardæmi Lúðvíks gangi ekki einu sinni upp fram að áramótum. Jafnframt er alveg ljóst, að í þessu dæmi Lúðvíks er gat, sem nemur hátt á annan tUg milljarða út næsta ár. Það er í raun furðulegt, að forystumenn þriggja stjórnmálaflokka skuli hafa setið yfir útreikningum af þessu tagi í heila viku. Ríkisstjórnir á Islandi eru ekki myndaðar til fjögurra mánaða. Sá maður, sem setur upp talnadæmi um það hvernig hægt sé að afla tekna á pappírnum með skattlagningu í fjóra mánuði hefur ekki lagt fram nokkrar raunhæfar tillögur um lausn á þeim verðbólguvanda, sem þjáð hefur okkar þjóð frá tímum vinstri stjórnarinnar 1971—1974. Tími sá, sem vinstri flokkarnir og þá sérstaklega Alþýðuflokk- ur bg Alþýðubandalag hafa tekið sér til þess að ræða saman um efnahagsvanda íslendinga frá kosningum, er orðinn býsna langur. Meginhlutinn af þeim tveimur mánuðum, sem liðnir eru frá kosningum hafa farið í samræður milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um efnahagsmál. Að tveimur mánuðum liðnum liggja fyrir tillögur um það, að leggja stórfellda skatta á þjóðina til þess að afla fjár til niðurgreiðslna í fjóra mánuði það er allt og sumt. Það er lítill afrakstur af viðræðum þessara tveggja flokka í nær tvo mánuði og Lúðvík Jósepsson hefur af litlu að státa. Það er auðvitað mjög gagnrýnisvert, að Lúðvík Jósepsson skuli hafa eytt öllum þessum tíma í að ræða um skattlagningu til fjögurra mánaða. Framundan blasa við óleyst vandamál, sem ekki verður undan vikizt að leysa, ef atvinnulíf landsmanna á ekki að lamast gersamlega. Þessi vandamál verða ekki leyst með skattlagningu, sem í mesta lagi mundi duga til niðurgreiðslna í fjóra mánuði og þó líklega ekki. Það er því misskilningur hjá þeim alþýðubandalagsmönnum, þegar þeir halda því fram, að vinnubrögð Lúðvíks Jósepssonar hafi verið sérstaklega lofsverð við tilraun hans til stjórnarmyndunar. Þvert á móti er það mjög ámælisvert, að maður, sem fær umboð frá forseta til þess að mynda meirihlutastjórn, eyði tíma sínum í að setja upp talnadæmi um skattlagningu og niðurgreiðslur til áramóta, einvörðungu. Afstaða flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins er því mjög skiljanleg. Þeir alþýðuflokksmenn benda réttilega á, að málefnaundirbúningur að stjórnarmyndun hafi verið skammt á veg kominn, þegar Lúðvík Jósepsson setti fram kröfu sína um forsætisráðherraembættið. Sú krafa Lúðvíks sýnir, að fyrir honum og þeim alþýðubandalagsmönnum hefur vakað annað og meira en einungis það að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Kommúnistar færa sig alltaf upp á skaftið. Þegar Lúðvík hafði fengið umboð sitt frá forseta lýsti hann því yfir, að forsætisráðherraembættið skipti hann engu máli. Nokkrum dögum seinna gerir hann það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá það embætti, ella muni hann hætta við tilraun sína til stjórnarmynd- unar. Þetta sýnir, að kommúnistum hefur verið svo mjög í mun að fá forsætisráðherraembættið á íslandi að þeir setja allt á eitt spil í þeim efnum. Þetta sýnir líka, að málefnin skipta þá minna máli en embættin. Með því að verða ekki við kröfu Lúðvíks um forsætisráðherra- dóm hefur Alþýðuflokkurinn sýnt meira þrek, en hann virtist hafa um skeið. En óneitanlega vekur athygli, að flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins kemst að þeirri niðurstöðu, að langt hafi verið í land í tilraun Lúðvíks til stjórnarmyndunar, þegar haft er í huga, að formaður og varaformaður Alþýðuflokksins hafa báðir lýst því yfir undanfarna daga, að þessi tilraun væri vel á g komin. Lúðvík Jósepsson eyddi dýrmætum tíma í kák, sem litlu máli dptir. En tímabært er orðið að landið fá-i stjórn enda þola veigamiklar ákvarðanir enga bið. „MÉR eru það ekki persónuleg vonbrigði að sjá af forsætisráð- herraembættinu, en ég stend auðvitað fast á því að minn flokkur eigi að hafa sama rétt til þess starfs og aðrir. Hér áður fyrr þótti það nú stappa landráðum næst að taka okkur með í ríkisstjórn. Nú þykir það ekki tiltökumál, en ennþá eru menn þó að stritast við að halda þvf fram að við getum ekki gegnt tilteknum ráð- herraembættum til jafns við aðra. Ég er þó sannfærður um að þjóðin muni fyrr eða ,síðar breyta þessu líka,“ sagði Lúð- vík Jósepsson er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir að hann hafði gengið á fund forseta íslands og skilað af sér stjórn- armyndunarumboði. Á blaðamannafundi fyrr um daginn hafði Lúðvík sagt, að hann teldi að Alþýðuflokkurinn hefði hafnað stjórnarforystu Alþýðubandalagsins af „utan- ríkispólitískum ástæðum". „Það hefur ekki komið fram að þetta hafi verið vegna stefnu okkar í þeim málum sem um var fjallað eða vegna þess að við værum ólíklegri en aðrir til að stýra Þingflokkur Alþýðubandalagsins á fundi í gær. lagsins og er staðráðinn í að fylgja stjórnarmyndunarvið- ræðum þess eftir af fullri hörku." — En hvað ef grundvelli þeirra viðræðna verður breytt frá því sem var undir þinni stjórn? „Ef grundvellinum er breytt þá breytast viðhorfin líka. Við getum tekið sem dæmi að ef menn vilja nú allt í einu fara að ræða utanríkismálin í botn þá erum við ekki lengur inni í myndinni. Ef Alþýðuflokkurinn heldur fast við þetta atriði eftir að hafa nú svo skyndilega slengt því fram þá vita menn hvað þeir eru að gera, því eins og ég sagði áðan þarf engan stórspekúlant til að sjá ágrein- ing okkar þar. Og ef menn vilja nú fara yfir allan pólitíska tónstigann aftur þá spái ég því að það taki nokkra mánuði að rnynda ríkis- stjórn." Lúðvík Jósepsson í samtali við Mbl: Ég er nú að bardúsa við að koma á vinstri stjórn á íslandi.... þeim í framkvæmd. Ég er þess vegna á því að þarna haldi einhver í spottann annars stað- ar og hann ráði úrslitum." „Mér er það ljóst," sagði Lúðvík í samtalinu við Mbl. á eftir, „að af hálfu NATO, áhrifamikilla aðila í Noregi og einnig í Bandaríkjunum er það talið beinlínis háskalegt að hleypa fulltrúum Alþýðubanda- lagsins á Islandi í slíka áhrifa- stöðu sem forsætisráðherraem- bættið. Þessir aðilar hafa beitt þrýstingi á þá einstaklinga og flokka sem þeir telja að standi sér næst í pólitískum skilningi og að þessu sinni lét Alþýðu- flokkurinn undan og gat ekki samþykkt okkur sem forystu- flokk í ríkisstjórn. I sjálfu sér kemur þetta mér ekki á óvart, en ég tel þó að ég hafi gert mitt til þess að þetta yrði ekki ofan á. Ég hafði sett það fram, að við ættum að mynda ríkisstjórn um höfuð- vandamálið og að ýmsir þýðing- armiklir málaflokkar gætu þannig af okkar hálfu legið utai við. Hjá mér var þetta leið til að komast framhjá þeim mikla ágreiningi sem ekki þarf stóra spekúlanta til að sjá að er á milli okkar og Alþýðuflokksins í utanríkismálum." — En er unnt að draga slíka hringi utan um utanríkisráð- herra og forsætisráðherra á Islandi að þeir rekist ekki á? „Það er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Vitaskuld framfylg ir utanríkisráðherrann þeirri utanríkismálastefnu sem er mótuð af yfirlýstu samkomulag ríkisstjórnarinnar á því sviði. Ef í starfi utanríkisráðherra er maður sem vill framkvæma stefnuna samvizkusamlega og stöðuglega þá er það stefna ríkisstjórnarinnar sem gildir. Og við vorum reiðubúnir til þess að meginstefnan í utanríkis- málum yrði óbreytt og þá auðvitað ágreiningurinn milli flokkanna í einstökum atriðum líka, en hann vorum við reiðu- búnir að setja til hliðar vegna hins. Við skulum bara taka önnur ráðherraembætti. Er það eitt- hvað frekar hægt að viðskipta- ráðherra sitji erlendar ráð- stefnur sem fulltrúi ríkisstjórn- ar þegar vitað er að skoðun hans á utanríkismálum er önnur en hin mótaða yfirlýsta stefna ríkisstjórnarinnar? Þetta hefur þó gerzt og það oftar en einu sinni. Ég get því ekki séð annað en að það væri eins hægt að búa þannig um hnútana gagnvart forsætisráð- herra þó hann væri ekki í öllum efnum fullkomlega sammála stefnu þeirri sem ríkisstjórnin fylgdi varðandi einstök atriði utanríkismála. Ég hef verið bæði viðskipta- mála- og sjávarútvegsráðherra íslands enda þótt afstaða mín til dæmis til NATO og veru hersins hafi aldrei verið neitt leyndarmál. Ég var meira að segja kallaður governor í Al- þjóðabankanum og sat aðal- fundi hans oftar en einu sinni og í fleiri en einni heimsálfu. Éf var fulltrúi íslands á fundum EFTA og sem viðskiptaráð- herra og sem sjávarútvegsráð- herra hef ég farið sem fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar bæði austur og vestur um haf. Og þetta gekk allt saman.“ — Nú liggur það fyrir að þú vilt ekki verða ráðherra í ríkisstjórn sem Alþýðubanda- lagið kynni að eiga aðild að. Hvers virði er vinstri stjórn án Lúðvíks Jósepssonar? „Það verða nú aðrir að segja til um,“ svarar Lúðvík og hlær. „En ég ætla að styðja þá stjórn sem Alþýðubandalagið á aðild að jafnt utan hennar sem innan Það eru mörg dæmi þess að formenn flokka hafi ekki setið í ríkisstjórnum þeirra. Ég hafði áður en þetta kom til skýrt mínum flokksmönnum frá því að ég vildi af persónulegum ástæðum ekki sitja í ríkisstjórn. Ég varð þó að endurskoða þá afstöðu þegar sá möguleiki kom allt í einu upp að flokkurinn átti kost á stjórnarforystu. En það gerði ég ekki af persónulegum ástæðum. Mínum persónulega metnaði hef ég fengið fullnægt. En ég hef áfram pólitískan metnað fyrir minn flokk og hans vegna hefði ég ekki getað skorazt undan því að veita stjórn forystu. En nú er þessi möguleiki úr sögunni og þá ráða mínar persónulegu ástæður aftur." — Nú hafa menn áður mynd- að ríkisstjórnir fyrir aðra menn. Hvers vegna ekki þú núna? „Já. Það eru gerðar miklar kröfur og sagt: Þú verður að klára þetta verk líka. Það er svolítið undarleg aðstaða að mega mynda ríkisstjórnir fyrir aðra en alls ekki fyrir sinn eiginn flokk. Ég veit ekki. Er ef til vill einhver hrollur í mönn- um að fara þennan spöl sem eftir er? Ástæða þess að ég legg áherzlu á að það verði að vera forsætisráðherrann sem fer síðasta spölinn er sú að það verður að vera hans að skrifa síðustu atriðin upp í stjórnar- samkomulagið. Ég læt ekki aðra menn mynda stjórn fyrir mig og ég vil ekki gera samning við launþegasamtökin sem síðan yrði kominn undir forsætisráð- herra, sem ég ekki einu sinni veit hver er.“ — Eða ríkisstjórn sem þú átt ekki sæti í? „Og þar að auki það.“ — En nú segja sumir að þú hafir kosið að knýja fram úrslitin á þessum punkti af því að viðkvæmasti hluti samkomu- lagsins við verkalýðshreyfing- una sé eftir, sem er, hvar eigi að setja vísitöluþakið. Og að þennan punkt hafir þú valið vegna þess að þú teljir að enginn geti gengið frá þessu nema þú! „Án þess að það sé meint sem sjálfshól þá tel ég einmitt að frá þessu atriði verði forsætisráð- herrann að ganga og enginn annar, bæði vegna hans og ríkisstjórnarinnar og vegna verkalýðshreyfingarinnar. Ég geri mér fulla grein fyrir því að staða mín og míns flokks er sterk, en ég vil fullyrða að það sem er á borðinu stendur fyrir hvern sem er, enda þótt samningurinn sé ekki allur gerður. Og hafi menn þessa tröllatrú á mér persónulega, sem ég hlýt þó að hafa leyfi til að draga svolítið í efa á þessum síðustu dögum, þá svík ég þá nú ekki alveg, því ég sit áfram í viðræðunefnd Alþýðubanda- — Því hefur verið haldið fram að nýsköpunarformið hafi ekki verið útilokað í hugum ykkar alþýðubandalagsmanna en að sá möguleiki hafi lokazt strax vegna yfirlýsinga Alþýðu- flokksins um það að ný- sköpunarformið væri þeirra óskastjórn. „Það þarf nú ekki stórt pólitískt nef til að skilja það að Alþýðubandalagið kom út úr kosningunum á bullandi vinstri- sigurferð. En þeir sem ekki skilja það að vinstri stjórn hlaut að verða fyrsti kosturinn, þeir eru pólitísk börn. Og það sem verra er, þeir eru sjálfum sér og öðrum hættulegir í umferðinni því allir vita hvað gerist ef menn beygja of skart til hægri úr hörðum vinstri sveig. Hitt er svo aftur annað mál, hver staðan hefði verið ef endanlega hefði slitnað upp úr vinstri viðræðum og menn séð fram á stöðvun og kreppu. Þá hefðu menn vafalaust í síðari umferðum viljað skoða aðra möguleika, en allt verður þetta að vera í samræmi við það pólitíska andrúmsloft sem er. Spurningin varðandi áhrif neit- unar Alþýðuflokksins nú er til dæmis alls ekki sú, hvaða áhrif hún hafi á mig. Spurningin er hvaða áhrif hún hefur á flokks- menn í báðum röðum. Ég sagði það nú við Morgun- blaðið á dögunum að fjarri er það mér að neita að bjarga manni þó ég verði að njóta aðstoðar sjálfstæðismanns til þess, eða þjóðinni, ef út í það er farið, með aðstoð Sjálfstæðis- flokksins. En svo er hægt að trylla hið pólitíska andrúmsloft á bak við menn að þeir komist alls ekki yfir vegginn, hvað sem á ríður. Og ef menn blása til dæmis upp skörpustu flauturn- ar í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum þá getur það eyðilagt öll rök manna fyrir því að stefna í ákveðna pólitíska átt. Þetta hefur gerzt bæði fyrr og síðar.“ — En í hvaða pólitíska átt stefnir Lúðvík Jósepsson nú? „0, ég er nú að bardúsa við það að koma á vinstri stjórn í landinu." -fj- Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokks: „Höfum ekki sótzt eft- ir stjórnarforystu” „VIÐ höfum nú ekki sótzt neitt eftir stjórnarforystu, og við höfum verið reiðu- búnir að styðja hvorn þeirra sem var Lúðvík eða Benedikt,“ sagði ólafur Jóhannesson í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður um það hvort hann teldi ekki að röðin væri nú komin að honum um að hafa forystu um stjórnarmyndun. „Það er slæmt að mínum dómi að það skuli koma þetta hlé á þessar tilraunir og maður veit ekkert um framhaldið, en við erum komin á ýztu nöf, við erum að missa af strætisvagninum og kannski búin, því að það er svo margt sem rekur á eftir, t.d. kaupgreiðsluvísi- tala og annað því um líkt, sem verður náttúrulega ákveðin og gefin út, þannig að þetta er að verða for- hlaupin tíð.“ Ólafur var spurður að því hvort að hann myndi halda áfram að reyna vinstri- stjórnar möguleikann, ef forsetinn fæli honum að hafa forystuna. „Þessar viðræður voru á góðri leið að mínum dómi og ég myndi telja það eðlilegt að athuga það hvort ekki væri hægt að komast á leiðarenda," sagði Ólafur. „En það var náttúru- lega talsvert langt á leiðar- enda, og ég vil ekki vera með neinar frekari bollalegging- ar að svo stöddu, því að ég hef ekki fengið neitt umboð, og er ekki búinn að ákveða það hvernig ég snýst við því.“ Ólafur var inntur eftir því hvort honum þætti fýsilegt að leggja út í vinstri stjórn og Lúðvík Jósepsson stæði þar fyrir utan, eins og hann hefur lýst yfir. „Ég teldi það illa farið, ef hann yrði ekki í stjórn, því að ég þekki hann að því að vera mikinn dugn- aðarmann, en það verður auðvitað að vera mál hvers flokks að nefna sína menn, ef og þegar til þess kemur.“ BENEDIKT TT« 1 • A • r mmisu Vinstri stjorn enn bezti kosturinn „Alþýðuflokkurinn er hlynntur því að það takist að mynda stjórn þeirra þriggja flokka, sem undan- farið hafa ræðzt við og telur eins og ástandið er 1 stjórn- málum á þessu sumri, að það sé líklega bezti kostur- inn til að koma á starfhæfri stjórn án frekari tafa,“ sagði Benedikt Gröndal for- maður Alþýðuflokksins þegar Mbl. leitaði umsagn- ar hans á þeirri stöðu sem upp væri komin eftir að Lúðvík Jósepsson hafði gert forsetanum grein fyrir því að hann treysti sér ekki til að halda frekar stjórnar- myndartilraunum áfram. „Þetta kom fram þegar við reyndum sjálfir að mynda slíka stjórn í júlímánuði og aftur þegar við tókum þátt í tilraunum Alþýðubandalags- ins og Lúðvíks Jósepssonar nú í sl. viku. Við erum enn sama sinnis. Við teljum, að það hafi í þessum tilraunum, sem hafa verið gerðar, verið unnið mikið starf, það eigi að byggja á þeim grunni að reyna nú á skömmum tíma að mynda slíka stjórn. Það hefur að vísu verið breidd út sú skoðun, að málefnalega sé búið að leysa allan vandann. Það er að okkar hyggju nokkuð ýkt. Það hefur náðst mikill árangur, en það er ennþá töluvert mikið eftir, sérstaklega varðandi efna- hagsmálin á næsta ári, því .að þar er óbrúað bil upp á um 17 milljarða króna og ýmis önnur mál eru ekki útrædd," sagði Benedikt. „Við teljum þó, að unnt sé að leysa þessi mál og ná samkomulagi, og við teljum að það sé unnt að gera samkomulag um ýmsa fleiri aðkallandi málaflokka án þess, að það taki teljandi tíma vegna þess hvaða starf hefur þegar verið unnið. í þessu sambandi minni ég á, að þingflokkurinn lagði fram um miðjan júlí drög að stefnuskrá fyrir slíka stjórn." Benedikt var spurður að því hvort Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn að taka sæti í ríkisstjórn undir forystu Ólafs Jóhannessonar. „Jú, við erum reiðubúnir að taka þátt í viðræðum, ef Ólafi verður falin stjórnarmynd- un, og ef hann reynir að halda áfram því starfi, sem unnið hefur verið að í þess- um fyrri tilraunum til að mynda sams konar stjórn, þá erum við reiðubúnir að leggja áherzlu á að það starf beri árangur, þannig að þjóðin fái þá stjórn, sem er ákaflega aðkallandi vegna vandans í efnahagsmálum." Benedikt var þá minntur á, að alþýðubandalagsmenn legðu á það áherzlu að um skammtímastjórn yrði að ræða sem leysti aðeins brýn vandamál en ýmsum helztu stefnumálum yrði ýtt til hliðar til að valda ekki ágreiningi og var spurður um viðhorf hans í þessu sambandi. „Já, það er alveg rétt, að efnahagsmálin eru orðin svo yfirþyrmandi, að þau hljóta fyrst um sinn að verða aðalatriði og e.t.v. vilja menn þeirra vegna fresta einhverjum öðrum málum, t.d. leggja til hliðar allar deilur um utanríkismál og fleira. Ég get vel skilið það sjónarmið og ef það skiptir verulegu máli við að ná árangri í stjórnarmyndun, svo að landið fái virka stjórn, þá mun ekki stranda á okkur." Benedikt var þá spurður hvernig honum þætti að eiga aðild að ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu, þegar fyrir lægi að Lúðvík Jóseps- son mundi standa fyrir utan þá ríkisstjórn. „Það er löng reynsla fyrir því, að það er alltaf verra að vera aðili að stjórn ef sterkustu menn hinna stjórnmálaflokkanna eru ekki í ráðuneytinu. Hins vegar hef ég heyrt það á Lúðvík persónulega í þessum viðræðum, sem fram hafa farið, að það væri eindregin persónuleg ósk hans að verða ekki ráðherra, þannig að hann hefur búið mig undir það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.