Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1978 Minning: Magnús Skafta- son Guðjónsson Fæddur 8. júlí 1896. Dáinn 17. ágúst 1978. „Mínir vkiir fara fjöld, fei«öin þessa heimtar köld. Ég kem eftir. kannske í kvöld ...“ H.J. Magnús Skaftason Guðjónssor var fæddur á ísafirði 8. júlí 1896. Hann var elztur 12 barna hjón- anna Guðjóns Magnússonar, land- pósts og sjómanns, og Sigríðar Halldórsdóttur. Guðjón var fædd- ur á Hellissandi 1868, en fluttist ungur til Isafjarðar. Af systkinum Magnúsar eru 6 á lífi — tveir bræður og fjórar systur. Árið 1921 kvæntist Magnús Guðbjörgu Sumarliðadóttur frá ísafirði. Eignuðust þau 5 börn og komust 4 þeirra til fullorðinsára. Þau eru Sveinn, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Kristjönu Indriða- dóttur; Sigríður, búsett í Reykja- vík, gift Jóhanni Árnasyni; Soffía, búsett í Keflavík gift Helga Kristjánssyni; Jóna, sem lést 24 ára gömul af barnsförum. Þau Guðbjörg slitu samvistum. Árið 1934 fluttist Magnús til Patreksfjarðar og 1937 kvænist hann Kristjönu Guðjónsdóttur þaðan úr kauptúninu. Áttu þau saman 5 börn og eru 3 þeirra á lífi. Eitt barnanna lézt skömmu eftir fæðingu, en 8 ára son misstu þau í umferðarslysi. Var það þeim hjónum, sem eðlilegt var, mikið áfall. Eftirlifandi börn þeirra Kristjönu eru Hrefna, búsett í Kópavogi, gift Jóni Tryggvasyni; Ragna skrifstofum., Reykjavík; Þórir verkam., Reykjavík. Hefir Þórtr dvalist hjá foreldrum sínum. Einn son eignaðist Magnús áður en hann kvæntist Kristjönu, Karl Höfðdal Magnússon, sem kvæntur er Björgu Bjarnadóttur og eru þau búsett á Patreksfirði. Síðla árs 1959 fluttist fjölskyld- an tíl --- Lífsbarátta Vestfirðinga sem og annarra var hörð á uppvaxtarár- um Magnúsar. Ungur, eða um 12 Þessi nýi fjölskylduafsláttur gildir til allra Noröurlandanna, Bretlands og Luxemborgar. Fyrst er reiknað út „almennt sérfargjald" fyrir hvern einstakan í fjölskyldunni - þá kemur fjölskylduafslátturinn til sögunnar á þann hátt að einn í fjölskyldunni borgar fullt „almennt sérfargjald" en alllr hínir aðeins hálft. Meö „almennum sérfargjöldum'* getur afsláttur af fargjaldi þínu orðið 40%, og enn hærri sért þú á aldrinum 12 - 22ja ára - og ekki nóg með það, nú bjóðum við enn betur. „Almenn sérfargjöld" okkar eru 8-21 dags fargjöld sem gilda allt árið til nær 60 staða í Evrópu. Láttu starfsfólk okkar á söluskrifstofunum, umboðsmenn okkar, eða starfsfólk ferðaskrif- stofanna finna hagkvæmasta fargjaldið fyrir þig og þína. Mí færö þú ffölskykfuafsfátt tíivfðbótar FWCFÉLAC LOFTLEIDÍR ÍSLANDS ára aldur, fór hann að stunda sjó fyrst með föður sínum á smábát- um, en síðar á stærri bátum erlendum farskipum og síðar á togurum. Á togurum var hann lengst af starfandi í vél, og síðai sem háseti og matsveinn. Eftii komuna til Reykjavíkur starfaði hann við almenn verkamannastörí en síðustu árin hjá skrúðgörðum borgarinnar, eða alit til þess er heilsan þraut. Með Magnúsi er genginn einn af mínum tryggustu félögum í starfi og leik. Hann var mannkosta- og drengskaparmaður, æðrulaus i hverju sem á gekk. Kappsfullur var hann, hvort sem var starf eða leikur, en áhugi hans í tómstund- um var bridge spilamennska, enda mjög fær spilamaður. Var ekki óalgegnt að einn tii tveir klukku- tímar af frívaktinni færu í spilin, en ekki minnist ég þess að það kæmi nokkru sinni niður á skyldu- störfunum, sem oft voru þreyt- andi, t.d. við kyndingu á kolafrek- um togurum. Eftir að Magnús fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur, urðu samskipti okkar minni, en þráðurinn var að nokkru tekinn upp aftur er við hjónin fluttumst einnig suður. Það vill oft verða svo, að þegar vinir og samferða- menn eru allir og maður fer að hugsa um liðna tíð, að ef til vill íinnst manni að samverustundirn- ar hefðu getað orðið fleiri. Meðan allt leikur í lyndi kemur ekki fram í hugann að „Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannlíf sem jörðin elur“. (E.B) Hjartans þökk færi ég Magnúsi fyrir órofa tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum til loka, sannfærð- ur um að koma hans til æðri tilveru hafi ekki valdið honum vonbrigðum. Konu hans og aðstandendum öllum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð og minnum á að það er huggun harmi gegn að minning- in um góðan dreng lifir og endurfundir öruggir að leiðarlok- Af eiiffðarljósi bjarma bcr, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopuit er, það stefnir á æðri ieiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Trausti Árnason. Akureyri: Alþýðu- maðurinn kemur ekki út BLAÐIÐ Alþýðumaðurinn á Akureyri hefur ekki komið út frá því skömmu eftir kosningar í sumar og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort blaðið kemur út í haust. Bjarni Sigtryggsson ritstjóri blaðsins sagði í samtali við Mbl. í gær, að blaðstjórn myndi taka ákvörðun um framtíð blaðsins í haust. Það hefði verið fyrirsjáan- legt að blaðið myndi ekki koma út á meðan sumarleyfi stæðu, en einnig væri fjárhagsstaða blaðsins ekki of góð. En það yrði hins vegar ákveðið á næstunni hvort um áframhaldandi útkomu blaðsins yrði að ræða í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.