Morgunblaðið - 20.09.1978, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.1978, Page 1
32 SÍÐUR 213. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. För Vance byrjar illa — en fögnudur ríkir í ísrael og ánægja í Egyptalandi Fögnuður ríkir í ísrael vesna þess árangurs sem varð í Camp David. Áður en Begin íorsætisráðherra hélt til fundarins höfðu landar hans óspart örvað hann til að sýna sveigjanleika og ná samkomuIaKÍ er tryggt gœti frið ísrael til handa — og þó ekki síður öryggi landsins. Fólk dansaði á götum úti í Tel Aviv og víðar í landinu þegar fregnir bárust af niðurstöðum. Jórdanir og Saudi Arabar telja drögin „óaðgengileg” Washington. Jerúsalem. kairó. 19. sept. AI*. Reuter. í DAG lagði Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna af stað til Saudi-Arabíu. Jórdaníu og Sýr- lands. en á miklu veltur um endanlegt samkomulag að fyrr- nefndu þjóðirnar bregðist vel við. Strax í upphafi virðast blikur á lofti eins og fram kemur í annarri frétt á síðunni. í Sýrlandi hefur samkomulaginu verið illa tekið og f sendiráði þess í Bandaríkjunum var tilkynnt að þótt Vance myndi biðla til Sýrlandsforseta um stuðning yrði þar á engin breyting. Er samkomulagið í Camp David kallað öllum ilium nöfnum og sérstaklcga fordæmt að ekki væri tekið tillit til réttinda Palcstínumanna. I Israel er mikill fögnuður, þótt kurr hafi gert vart við sig í stöku hóp. Múgur og margmenni safnaðist saman á aðaltorginu í Tel Aviv í gærkvöldi, stigu menn þar dans, sungu og hlýddu á sjónvarpsviðtal við Begin frá Washington. Þar sagði hann m.a. að leiðin sem. hefði verið farin hefði verið sú eina. Hann sagðist mundu íhuga gaumgæfilega hvorl hann ætti að taka þátt í umræðum á þingi á næstunni, þar sem ljóst væri að kröfur Egypta um brottflutning hersveita Israela frá Sinai verða ofarlega á baugi. Begin sagðist álíta skynsamlegra að láta þingmenn afskiptalausa í umræðun- um frekar en að beita þrýstingi eða þvingunum. Traustar heimildir í Israel telja, að vandaverk bíði Begins við heimkomuna, er hann fer að vinna þingmenn í flokki sínum á band sitt og ekki ijóst hvernig því reiði af. Komi í ljós að hann geti ekki unnið stuðning við samkomulagið innan flokks síns muni hann neyðast til að segja af sér og haft er fyrir satt að tveir af átján ráðherrum hans séu staðráðnir í að segja af sér muni samkomulagið verða samþykkt innan flokksins og á þingi. I fréttum frá Kairó segir að þar virðist ánægja með samkomulagið og mönnum sé og áfram um að fá alheim til að trúa því að einhugur ríki með' gerðir Sadats. í dag sátu egypzkir ráðherrar á tveggja stunda löngum fundi, þar sem hermálaráðherra landsins út- skýrði í smáatriðum áætlanir í samkomulaginu um brottflutning herafla ísraelsmanna frá Sinai. Kiyadh. Amman. Londun. Kairó. 19. sept. AP. — Reutcr. NEIKVÆÐ viðbrögð forsvars- manna Jórdaníu og Saudi- Arabíu hafa valdið vonhrigðum og í fréttaskeytum segir að nú sé enn meira en áður undir því komið að sendiför Vance utan- rikisráðherra Bandaríkjanna til ýmissa Arahalanda til að afla fylgis þeim samkomulagsdrög- um sem gerð voru í Camp David beri árangur. í yfirlýsingu stjórnar Saudi-Arahíu var drög- unum hafnað og sagt þau séu óaðgengileg og óhugsandi til að tryggja varanlegan frið. í sam- þykkt Jórdaníustjórnar er og samkomulagið gagnrýnt og sagt það veiki málstað Araha og Jórdanir muni ekki líta svo á að þcir séu á nokkurn hátt. laga- lega ellegar siðferðilega. bundn- ir af þessari gjörð. enda hafi Jórdanir hvergi komið nærri við samningu draga þessara. Beðið var nteð ntikilli óþreyju viðbragða forystunianna þessara tveggja Arabaþjóða og álitið að það gæti skipt sköpum fyrir frantvindu rnála hverníg þau tækju hugmyndunum. Stjórn Saudi-Arábíu kom saman til skyndifundar í dag og til marks urn það hversu ráðamenn töldu ntálið mikilsháttar var á það bent að Khaled konungur landsins var i forsæti, en venjulega er það Fahd krónprins sem fundurn stjórnar- innar stýrir. I yfirlýsingu Saudi-Arabiu segir að hugntyndin sé óaðgengileg vegna þess að þar konii ekki afdráttarlaust frarn að ísraelar hafi í hyggju að hverfa á braut af Ollunt herteknum svæðum, þar á rneðal Jerúsalem. Þá segir enn- frentur að í Canip David hafi ntenn látið gersantlega undir höfuð leggjast að huga að sjálfsákvörð- unarrétti Palestínumanna um að konta á stofn ríki í þeirra eigin landi. Ennfremur sé hvergi vikið að PLO-samtökunum sent Arabar hafi viðurkennt sent hinn eina rétta aðila er gæti talizt fulltrúi Palestínumanna á málþingum. í yfirlýsingunni segir að Saudi-Arabía ntyndi ekki leggjast gegn viðleitni Egypta til að fá aftur fyrri landsvæði sín og niuni ekki hlutast til urn slíkt svo fremi það brjóti ekki í bága við hags- muni Arabá almennt. Sjá hls. 1Ó „Arafat hótar öllu illu". Columbíumad- ur forseti Alls- herjarþingsins S.þ.. 19. sept. AP. Reutor. INDALECIO Llievano Aquirre. utanríkisráðherra Kólumbíu. var kjiirinn forseti 33. Allsherjar þings Sameinuðu þjóðanna. sem var sett í kvöld. Meðal þeirra mála sem talið er víst að einna hæst heri á þessu þingi er þróunin í Miðausturlöndum. mál- efni Namibíu og ástandið í Rhódesíu. Setningarathöfnin í dag stóð skamma stund og forsetakjör hafði verið ákveðið fyrirfram. Þá var einnig samþykkt aðild Salomons- eyja að S.þ. og eru þá ríki S.þ. orðin 150. Meðal þeirra sem flytja ræður á næstunni eru Gromyko utanríkis- ráöherra Sovétríkjanna og Vance frá Bandaríkjunum. Fréttir hafa borizt um að Idi Amin hafi einnig í hyggju að koma til Allsherjarþings- ins. Hættir V orster? Pretoriu. 19. sept. AP. JOHN Vorster forsætisráðherra mun halda hlaöamannafund síö- degis á miðvikudag og greinir þar frá því hvort hann hafi tekið þá ákvörðun að segja af sér embætti. Þrálátar fregnir hafa verið á kreiki um það upp á síðkastið. Hugsanlegt er að hann taki við íorsetastarfi. Á Svalbaróa 30. ágúst: Norðmenn mönnuðu byssur og Sovétmenn hörfuðu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum sem Mbl. hefur aflað sér er Ijóst, að vopnaðar sovésk- ar landgöngusveitir gerðu sig líklegar til landgöngu ó Sval- barða hinn 30. ágúst sl. Þegar eltingarleikurinn um týndu sov- ésku TU-126 njósnaflugvélina stóð sem hæst. Áhöfn norsks gæzluskips, sem var á pessum slóðum, mundaði pá byssur skípsins, og var paö merki til Sovétmanna um að skotið yrði á landgöngusveitír peirra. Sovét- menn drógu sig pá í hlé. Sam- kvæmt alpjóðasamningum hafa Norðmenn yfirráð yfir Svalbarða. Það var 28. ágúst að sprenging raskaði ró Norðmanna sem starfa við útvarpsstöð og vita á eynni Hopen, syðstu eyju Svalbarða. Sprengingin kom einnig fram á radarstöðvum NATO í Noregi og á íslandi oð brezkar Nimrod-eftirlits- flugvélar yfir Norðursjónum urðu hennar einnig varar. Radarstöðv- arnar tilkynntu að sovésk AWACS-radarflugvél af gerðinni TU-126 hefði horfið af radar- skermum stöðvanna í sömu mund og sprengingin varð. Hófst nú mikið kapphlaup um að finna brakið úr njósnaflugvélinni sem Rússar tóku í notkun 1970 og sérfræðingar NATO þekktu lítið til. Leituðu Norðmenn, Bretar og Bandaríkjamenn ásamt Rússum. Rússar voru ákveðnir í að verða ekki fyrir öðru eins áfalli og þegar Vesturveldin komust yfir Mig-25 Foxbat orrustuflugvél þeirra þegar sovéskur flugmaður strauk á henni til Japans árið 1976. Sovésk beitiskip og önnur stríðsskip héldu þegar frá Murm- ansk hlaðin sérstökurrv sveitum hermanna, víkingasveitum, og voru landgöngutæki meðferðis. Um leið héldu einnig njósna- og flutningafiugvélar til Svalbaröa og víkingasveitir þjálfaöar í fallhlífa- hernaði voru einnig innanborðs í þeim. Þá var sovéskum kafbátum í Norðurhöfum stefnt að Svalbarða. Loks vernduðu 12 orrustuþotur skipalestina og 15 stórar þyrlur flugu lágflug yfir öllu Barentshafi í leit að braki og fólki úr TU-126 flugvélinni. í stað þess að draga hlutina saman sjálfir tilkynntu vitaverðirnir stjórnstöð NATO fund sinn í dulmálsskeyti. Fyrst á vettvang varð norskt strandgæzluskip. En tveimur klukkustundum seinna kom sovéskt beitiskip á staðinn í fylgd þriggja sovéskra njósnaskipa sem líta út fyrir að vera togarar. Sovésku skipin léttu öll akkerum undan Hopen og vel vopnaðar víkingasveitir birtust á þyrludekki beitiskipsins og .undirbjuggu strandhögg að því er bezt varö séð. Norðmenn brugöust hins vegar hart við þessari ögrun Rússa. Áhöfn strandgæzluskipsins svipti skýlum af fallbyssum skipsins til merkis um að hún myndi hefja skothríð á Rússana ef þeir reyndu landgöngu. Bragð Norðmannanna hræddi rússneska björninn. Hann hífði upp bólfestar og hélt á brott. NATO vann því kapphlaupið um brak TU-126 njósnavélarinnar. Eftirleikurinn og viðbrögð Rússa eru kunn af fréttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.