Morgunblaðið - 20.09.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 20.09.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Verðlauna- sagan eftir Guðlaug Arason í GÆR voru tilkynnt úrslit í verðlaunasamkeppni um skáld- sögur sem Mál og menning efndi til á síðastliðnu ári vegna 40 ára afmælis félagsins. Frestur til að skila handritum í samkeppnina rann út 15. maí, og höfðu þá borizt 9 skáldsögur í hana. Varð dómnefndin sammála um að veita verðlaunin sögunni Eldhúsmellur, sem reyndist vera eftir Guðlaug Arason. í dómnefnd sátu Jakob Benediktsson, Silja Aðalsteinsdóttir,' Sveinn Skorri Höskuldsson og Þorleifur Hauks- son, og segir svo m.a. í greinargerð þeirra um verðlaunasöguna: „Höf- undur beinir skörpu ljósi að persónulegum og félagslegum vanda hjóna sem hvort um sig eru fangar hefðar og fordóma varð- andi kynbundið hlutverk sitt... Hann fjallar í sögunni um við- fangsefni sem er ofarlega á baugi og tekur það ferskum og nýstár- óskar Helgason oddviti hreppsnefndar Hafnarhrepps flytur hér ávarp við athöfn sem haldin var er afhjúpaðar voru brjóstmyndir af Þórhalli Daníelssyni og Ingibjörgu Friðgeirs- dóttur, en þær standa við Hótel Höfn. Ljósmynd Vigfús Sigurgeirsson. Utanhússmálningin Perma-Dri Þetta er olíumálning sem flagnar ekki, 12 ára ending og reynsla á íslandi. Nokkrir litir eru til á gömlu veröi Verömismunur er allt aö Geriö góö kaup strax í dag. Greiösluskilmálar Sendi í póstkröfu Siguröur Pálsson bygg.m. Kambsvegi 32, R. símar 38414 og 34472. Guðlaugur Arason veitir viðtöku verðlaunum fyrir skáldsögu sína Eldhúsmellur, sem nú hefur verið gefin út hjá Máli og menningu. legum tökum þannig að lesandi er knúinn til umhugsunar og endur- mats gagnvart viðteknum viðhorf- um.“ Auk verðlaunasögunnar íhugar Mál og menning útgáfu tveggja annarra skáldsagna sem í keppn- ina bárust. Á blaðamannafundin- um kom fram, að allmargar sögur bárust frá ungum, óþekktum höfundum, og var að sögn dóm- nefndarmanna áberandi, hve um- fjöllun um stöðu konunnar var ofarlega á baugi meðal þeirra. Höfundur verðlaunasögunnar, Guðlaugur Arason, er fæddur á Dalvík árið 1950, en fluttist til Kaupmannahafnar að loknu stúd- entsprófi 1973 og hefur búið þar síðan. Eldhúsmellur er þriðja skáldsagan sem hann sendir frá sér úr Danaveldd, bókin Vindur, vindur, vinur minn kom út 1975, og í fyrra var sagan Víkursamfélagið lesin upp í útvarp, og fékk hún verðlaun í skáldsagnasamkeppni í nóvember. Verðlaun skáldsagna- samkeppni Máls og menningar að þessu sinni námu 500 þúsund krónum. Mál og menning hefur í hyggju að efna til annarrar verðlauna- samkeppni um barnabaekur á næsta ári. Ekki ástæða til að óttast vantraust mitt — segir Hannes Gissurarson KOMIÐ hefur fram í fréttum, að Mbl. hafði samband við Hannes prófdómari hafi verið kvaddur til H. Gissurarson og hafði hann að fara yfir ritgerð Hannesar H. þetta um málið að segja: Páll Hannes Gissurarsonar í sögu og heim- speki, en prófessor er Páll Skúlason. Samkvæmt reglugerð eru prófdómarar einungis í munnlegum prófum, en hægt er að kveðja þá til í ákveðnum tilvikum og mun Páll Skúlason hafa kvatt Kristjan Árnason til að fara yfir ritgerð Hannesar. „Mér er það óskiljanlegt hvers vegna Páll kýs að gera mat nokkurra ritgerða, sem hann á eftir að skila mér, að blaðamáli. Grein mín í Mbl. var gagnrýni rits eftir hann, en ekki ádeila á hann sem einstakling. Hann hafði enga ástæðu til að ætla að ég treysti honum ekki, því að ég hefði að sjálfsögðu sjálfur kvatt prófdóm- ara til ef svo hefði verið. Ég vona, að lesendur hugi að gagnrýni ] minni.'sem ég held að hafi verið málefnaleg, en ekki takist að draga hana niður á það stig illdeilna einstaklinga sem er alltof algengt með Islendingum." Haft var einnig samband við Pál Skúlason, en hann vildi ekki tjá sig um mál þetta. Hekluúlpur Verð frá 1. Mittis — allar stærðir margir litir 9.350,- 2. síðar — allar stærðir, margir litir 8.550- 3. Peysur — allar stærðir, margir litir 3.430- 4. Peysur allar stæröir margir litir 4.950- Austurstræti 10 '^^sími: 27211 Póstsendum um allt land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.