Morgunblaðið - 20.09.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.09.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 11 * Olafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri: Um gildi fískvinnsluíyrirtæki a Áhrif þeirra á athafnalíf sjávarþorpa, stöðu þeirra í íslenzku efnahagslífi o.fl. HÉR á eftir fyljíja nokkrar fávíslegar spurningar varðandi þetta efni. Svör fylgja með spurningunum og eru þau að sjálfsögðu skoðun undirritaðs á viðkomandi atriði. 1. Hve stór er hlutur sjávarút- vegs í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar? Vegna þess hve innflutning- ur er lítill til sjávarútvegsins miðað við aðrar útflutnings- atvinnugreinar, nemur raun- veruleg hlutdeild í gjaldeyris- öflun yfir 80%. 2. Hve margir vinna við sjávar- útveg? Við fiskveiðar starfa um 5000 manns og við fiskvinnslu um 7000 manns eða samtals um 13000 manns. 3. Hvc margir hafa vinnu við störf sem-cru óbeint tengd sjávarútvegi? Um 30.000 manns. 4. Hvað er raunhæf byggða- stefna? Það er að sjá svo til, að hagur fyrirtækja í sjávarútvegi sé góður og að afrakstur þeirra og starfsfólks í sjávarútvegi nýtist sem best á viðkomandi stöðum. 5. Hvar eru vinnuafköst mest hjá launafólki í landi? Erfitt er að svara svona spurningu því ekki liggur fyrir nein athugun á vinnuaf- köstum í einstökum atvinnu- greinum. Ég læt því nægja að segja það, að ég hef hvergi séð betur unnið en í fiskvinnslu- fyrirtækjum. 6. Hvaða leiðir eru til að hækka kaup við fiskverkun? Meðal annars er það hægt með aukinni hagkvæmni (hagræðingu) í rekstri fyrir- tækja. 7. Hvernig miðar áfram hag- ræðingu í fiskvinnslu? Vegna þess að fjárfestingar- sjóðir fiskiðnaðarins eru skipulega sveltir, gengur allt- of hægt að bæta reksturinn: Nú er minna lánað árlega til fiskvinnslu en nemur vænt- anlegu tapi málmblendiverk- smiðjunnar á sama tíma. 8. Hvar geta þeir sem árlega koma á vinnumarkaðinn fengið vinnu? Alls staðar blasa verkefnin við, en varla er nokkurs staðar meiri þörf á fleira starfsfólki en við fiskvinnslu, auk þess ótvíræða þjóðfélags- lega gildis sem fjölgun starfs- fólks í þessari atvinnugrein hefur. Nú þegar gætu um 30%' fleiri starfað að fisk- vinnslu og með skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna yrði um árlega aukningu að ræða. Yfirvinna og næturvinna legðust þá niður að mestu, en við það gætu fyrirtækin greitt hærri laun fyrir dag- vinnu. 9. Hafa launahækkanir veruleg áhrif á rekstrarafkomu frystihúsa? Sé gert ráð fyrir að fiskverð hækki í samræmi við hækkun launa, eru það um 85% af tilkostnaði frystihúss, sem hækkar hlutfallslega jafn- mikið og laun. 10. Hvernig er rekstrarafkomu fyrirtækja í sjávarútvegi háttað? Það ætti svo sem ekki að þurfa að spyrja þessa nú á tímum, þar sem málið er stöðugt í fjölmiðlum þessa dagana. Það er þó gert vegna þess að ef áfram verður fylgt þeirri stefnu sem ríkt hefur undanfarin ár og er í því fólgin að reikna sjávarútvegs- fyrirtæki þannig inn í efna- hagskerfi þjóðarinnar, að ekki skuli vera um hagnað að ræða, þá verða rekstrarörð- ugleikar í sjávarútvegi ávallt til umræðu í fjölmiðlum. Hafi undanfarið ár einhvers staðar verið um hagnað að ræða, er það vegna þess að hækkanir erlendis hafa orðið meiri en nokkrum gat dottið í hug. Rekstrarafkoma fiskvinnslu er óviðunandi og til van- sæmdar í þjóðfélagi sem ekki á aðra atvinnugrein að und- anskildum fiskveiðum er bera af samkeppnisaðilum erlend- is. 11. Er hægt að reka fyrirtæki án hagnaðar (gróða)? Nei. Engin endurnýjun, hagræð- ing eða framþróun getur orðið í fyrirtæki sem rekið er með tapi, nema einhver gefi því fé. 12. Hvaða fyrirtæki virðast eiga árlega við rekstrarörðug- leika að ræða? Það eru þau íslensk fyrirtæki sem afla gjaldeyris fyrir þjóðina. 13. En hvað með alla hina? Verslunin, milliliðir, þjón- ustuaðilar og hið opinbera kvarta lítið og gengur vel að því er virðist. Undirritaður fullyrðir þó að það er ekki mikil framleiðni eða sérstak- ar hagræðingaraðgerðir sem valda þessari velgengni. Ólafur Gunnarsson 14. Hvað er það þá? Það er efnahagsstefna em- bættismanna og stjórnmála- manna, sem ekki átta sig á því hvað eru aðalatriði og hvað eru aukaatriði og kunna því ekki til verka. 15. Eru það útflytjendur vöru sem fá umráð yfir söluand- virði hennar í erlendum gjaldeyri? Nei, það eru bankar, sem síðan ráðstafa gjaldeyrinum oft á of lágu verði, að mestu til innflytjenda. 16. Hefur fyrirtækjum í sjávar- útvegi fjölgað? Nei, þeim hefur fækkað að undanförnu. 17. Er stuðningur íslendinga við „þróunarlönd" nægilegur? Ekki er hægt að segja annað. Þróunarlandið „Bretland" fær verulega hjálp núna. Hjálp þessi er í því fólgin að við seljum þeim ísfisk á hagstæðu verði, svo þeir þurfi ekki að kaupa dýran frystan fisk af íslenskum frystihús um. Sama hjálp verður án efa veitt| þróunarlandinu „Þýskalandi“i seinna í haust. Við seljum einnig Færeyingum ísfisk á heldur lægra verði, en fæst fyrir hann hér, svo þeir standi sig betur í samkeppninni við okkur á Bandaríkjamarkaði. Það sem þessar þjóðir virða án efa mest við okkur er að við veitum þeim þessa aðstoð, þrátt fyrir að bæði þeir og auðvitað við líka vitum, að takmarkaö er af fiski í sjónum við landið. Við stöðvum því flotann á hverju ári, svo hægt sé að veita þessa aðstoð næstu 18. Hvað hafa bankastjórar Seðlabankans sagt mark- verðast á síðustu vikum? Það er án efa margt og að sjálfsögðu greinir menn-á um það hvað sé markverðast. Það sem var undirrituðum þó mest umhugsunarefni voru þau ummæli, að ekki væri til fé til þess að hækka afurða- lán til fiskvinnslunnar í samræmi við reglur þar um og útborgunarverð. 19. Til hvers hafði þá fé Seðla- bankans verið notað? Jú, skammtímaskuldir ríkis- sjóðs nema nú orðið álíka upphæð og öll afurðalán bankans. 20. Hvort skyldi nú vera þýðing- armeira að lána atvinnuveg- unum eða ríkissjóði? Ég held að a.m.k. í nágranna- löndunum viti allir svar við þessari spurningu. Að yfir- dráttur ríkissjóðs skuli vera orðinn svo fáránlegur sem raun ber vitni, er verðugt rannsóknarefni fyrir hag- fræðinga. Ef framangreindar spurningar fá einhverja til að gefa málefnum sjávarútvegsins meiri gaum en áður þá er tilganginum náð. Nú er talað um það í alvöru, að verið sé að gera hinar og þessar ráðstafanir til þess að hjálpa fiskvinnslunni. Það eru nú meiri vandræðin alltaf með þessi frysti- hús. Eilíft tap og ekki geta þeir greitt mannsæmandi laun. Nei, það er ekki verið að hjálpa fiskvinnslunni sérstaklega, heldur er verið að koma fótunum undir atvinnulíf í landinu. Þar hvílir auðvitað allt á undirstöðunni sem er og verður sjávarútvegurinn. Þetta virðast ekki allir skilja. Það verður íslendingum dýrt ef rekstr- arstaða fyrirtækja í sjávarútvegi verður næstu árin jafn slæm og verið hefur undanfarin ár. Þá mun koma í ljós, að íslenzkt efnahagslíf stendur fyrr en varir á brauðfót- um. Það tekur stundum lengri tíma að byggja upp en rífa niður. Fiskvinnslan vinnur innan ákveðins ramma sem búinn er til af stjórnvöldum. Þessi rammi má ekki vera búinn til af slíkum óvitaskap að hann verði að heng- ingaról þessa atvinnuvegar. Núverandi ástand er óþolandi. Ef lánasjóðir krefðust greiðslu á vanskilum færu sennilega flest fyrirtæki í sjávarútvegi á uppboð. Kæruleysi eykst og stjórnun versnar þegar ekki er hægt að hugsa nema til næsta dags. Flest fiskvinnslufyrirtæki eru með óreiðuskuldir út um allt og nú þegar hefur þurft að stöðva rekstur margra þeirra um lengri eða skemmri tíma. Það er eins og mörgum finnist það ekki gera svo mikið til. Þau fari í gang aftur þegar gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir í efnahagsmálum. Málið er ekki svo einfalt. Stöðv- un fiskvinnslufyrirtækja lamar allt athafnalíf í bæjunum við sjávarsíðuna. Það er aðeins fólk á höfuðborgarsvæðinu og e.t.v. á Akureyri sem ekki yrði svo mjög vart við slíka stöðvun. Því skyldu þá hinir sætta sig við að búa við það öryggisleysi, sem er samfara þeim erfiðleikum sem nú er við að etja í sjávarútvegi. Stöðvist fiskvinnsla í einhverju byggðarlagi, þó ekki sé nema einu sinni, hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir viðkomandi byggðarlag. Fólk hvorki velur sér búsetu né starfar áfram á slíkum stöðum, á meðan það á kost á vinnu t.d. á höfuðborgarsvæðinu við störf sem ekki tengjast sjávarútvegi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að rekstraröryggi fyrirtækja í sjávarútvegi sé a.m.k. ekki minna en annarra fyrirtækja. Sjávar- útvegurinn er nú þrátt fyrir allt burðarás efnahagslegs sjálfstæðis þessa lands og á kröfu á því að það sé viðurkennt i verki. GÆÐI SEMSEUiM löngu eftirað verðið er gleymt og grafíð Berir þú saman verð, gœði og endingu, se’rðu fljótt að samanburðurinn við aðrar innréttingar er hagstæður fyrir Haga eldhús- innréttingar. Það er nú einu sinni svo að vandaður hlutur er dýrari en óvandaður og það er skoðun okkar að „ vel beri að vanda það sem lengi á að standa Það er vissulega freistandi að láta lægsta fáanlegt verð ráða kaupunum en reynslan sýnir að það getur verið dýru verði keypt. Við sýnum mörg mismunandi uppsett eldhús í sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6, Reykjavík og Glerárgötu 26, Akureyri Komið og kynnið ykkur möguleikana sem bjóðast. HAGI \ Suðurlandsbraut 6, Verslunin Glerárgötu 26, Reykjavík. Akureyri. Sími: (91) 84585. Sími: (96) 21507.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.